Morgunblaðið - 16.06.1987, Page 27
Kirkjulistahátíð
LOKATONLEIKAR
KIRKJULISTAHÁTÍÐAR
Tónlist
Jón Asgeirsson
Kirkjulistahátíðinni lauk með
Bach-tónleikum, þar sem flutt
voru þrjú kirkjuverk eftir meistar-
ann, tvær mótettur og ein kant-
ata. Flytjendur voru Mótettukór
Hallgrímskirkju, tólf manna kam-
merhljómsveit og Margrét Bóas-
dóttir, en stjórnandi var Hörður
Áskelsson, orgelleikari kirkjunn-
ar. Fyrri mótettan, „Der Geist
hilft unser Schwagheit auf“, er
önnur mótettan sem Back samdi
og var hún fyrst flutt er skóla-
stjóri Tómasarskólans, Johann
Heinrich Emesti, var jarðaður.
Þar til nýr hafði verið ráðinn í
hans stað lá Bach undir ýmsum
ásökunum, eins cg þeim að mæta
ekki í kennslustundir og vera fjar-
verandi vegna ferðalaga án leyfis.
Svo mjög vissi Bach af þessari
gagnrýni að hann mun hafa haft
í huga að fara frá Leipzig.
„Der Geist“-mótettan er samin
fyrir tvo kóra og fylgir hvorum
kór sér hljóðfæraundirleikur,
þannig að með fyrsta kór leika
strengir en með kór tvö óbó og
fagottar. Það sem svo tengir hóp-
ana saman er „continoe“-undir-
leikur á orgel og selló. Kóramir
syngjast á og víxlsyngja sömu
stefin á einkar áhrifamikinn máta.
Um síðir sameinast kóramir og
hljóðfæraleikaramir í einum sam-
virkum og voldugum kórþætti, en
mótettunni lýkur með því að sam-
an er sunginn sálmur.
Annað verk tónleikanna var
kantata nr. 52, „Falsche Welt“.
Verkið er í raun einsöngsverk, því
á eftir hljómsveitarforleik, sem
ber yfirskriftina „sinfonia", syng-
ur sópranrödd tvær aríur með
tónlesi á undan en verkinu lýkur
með kórsálmi. Margrét Bóasdóttir
söng aríumar mjög vel og af ör-
yggi, en hún hefur ein íslenskra
söngkvenna, að því er undirritað-
ur best veit, unnið mikið í því að
ná valdi á þeim söngstíl er sérs-
takiega tengist flutningi tónverka
eftir Bach. Þar hefur henni tekist
mjög vel, en söngverk meistarans
eru ekki aðeins erfið, heldur einn-
ig gædd sérstæðri tónhugsun,
sem jafnvel stendur nokkuð sér
innan þess stfls sem almennt er
kenndur við barokkina og margir
ágætir söngvarar hafa ekki fylli-
lega á valdi sínu, þó þeir syngi
ahnars vel.
Síðasta verkið, „Singet dem
Herm ein neus Lied“, er fyrsta
mótettan sem Bach samdi, að því
að talið er 1726—7, og þar notar
hann formgerð hljóðfærakon-
sertsins, sem er þriggja þátta
form, þar sem kaflaskipanin er
afmörkuð með hröðum, hægum
Margrét Bóasdóttir
og hröðum þætti. Fyrsti kaflinn
er feikna glæsilegur hvað snertir
kontrapunktísk vinnubrögð og
annar er byggður á kóral, sem
kór tvö syngur fyrst, en kór eitt
Mótettukór Hallgrímskirkj u
Morgunblaðið/Bjami
flytur tónvefnað er aðskilur setn-
ingar kóralsins, en þessa aðferð
notaði Bach sérstaklega mikið í
kóralforspilum og einnig við gerð
einstakra kórþátta. Við endur-
tekningu er skipan kóranna snúið
við, en kaflanum lýkur á víxlsöng-
seftirmála, er leiðir yfir í lokaþátt-
inn, sem kóramir syngja saman.
Þessi lokaþáttur er sérlega lífleg
tónsmíð.
Tvö lög lék Hljómskálakvintett-
inn eftir J.S. Bach. Það fyrra var
fyrsta fúgan úr Fúgulistinni og
prelúdía og fúga í e-moll, sem
líklega munu vera eftir Krebs, sú
þriðja í safni átta slíkra verka.
Hvað sem því líður er um að ræða
fallega og elskulega tónlist, sem
fellur vel að umritun fyrir lúðra.
Hljómskálakvintettinn er vel
samleikandi hljóðfærahópur enda
eiga þeir að baki nokkurra ára
samvinnu og em auk þess vel
menntaðir tónlistarmenn og
margir með mikla leikreynslu,
bæði sem einleikarar og félagar
í Sinfóníuhljómsveit íslands. Eftir
því sem dæmt verður af prelú-
díunni og fúgunni eftir
Bach-Krebs, mætti sem best um-
rita mörg orgelverk fyrir lúðrak-
vintett, svo að vel færi, auk þess
sem nokkuð mætti sækja í eldri
kórverk, svo sem eins og madrig-
ala frá 16. og 17. öld. Styrkleika-
svið lúðranna er svo víðfeðmt,
allt frá undur veikum og þýðum
tónum til hvellsterkra hljóma og
því er mögulegt að draga fram
svo margvísleg og andstæð blæ-
brigði að unun getur verið á að
hlýða. Hljómskálakvintettinn er
þegar nokkuð góður og ætti í al-
vöru að hugsa til hljómleikahalds
og bijóta á bak aftur þær bábylj-
ur, að lúðrablástUr sé aðeins
nothæfur til hátíðabrigða utan-
húss.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987
Morgunblaðið/Bjami
Gestir að austan
Nemendur 4. til 6. bekkjar í Skjöldólfsstaða-
skóla í Jökuldal héldu upp á skólalok með þvi
að ferðast í bíl hálfa leið kringum landið til
fimm daga dvalar í Reykjavík. Þetta er raunar
nær helmingur allra nemenda skólans og tveir
í hópnum höfðu að auki aldrei komið til höfuð-
borgarinnar. Það var enda f nógu að snúast.
Krakkarnir voru á ferðinni frá morgni til
kvölds og heimsóttu meðal annars Sjólastöðina
í Hafnarfirði, rás 2 og Hallgrímskirkju og að
sjálfsögðu Þjóðminjasafnið. Þá fóru þeir í skoð-
unar- og skemmtiferðir um borgina og
nærsveitir og komu á Þingvöll og í Tívolí f
Hveragerði. Aðspurðum fannst þessum ungu
sveitabörnum austan af landi eftirminnilegast
innlitið í Sjólastöðina, þar sem þau voru svo
heppin að ailt var á fullu í fiskinum, og svo f
Þjóðminjasafnið þar sem þeir var líka tekið
opnum örmum.
Á myndinni, sem tekin var á tröppum safns-
ins, er Hrafnkell S. GSslason, skólastjóri
Skjöldólfsstaðaskóla, með ferðalöngunum
ásamt Gísla litla, syni sínum, sem fékk að fljóta
með. Krakkarnir eru: Henný Rósa Aðalsteins-
dóttir, Vilhjálmur Vernharðsson, Jón Jónsson,
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Ásta Lilja Magn-
úsdóttir, Jón Arnórsson, Elín Sigriður Arnórs-
dóttir, Erna Magnúsdóttir, Sigfús Ingi
Vikingsson, Gunnþór Jónsson, Svala Valgeirs-
dóttir og Ingibjörg Jónsdóttir.
Varðskipið Týr í
heimsókn í Dan-
mörku og Skotlandi
VARÐSKIPIÐ Týr er væntanlegt
landsins i dag eftir ferð til Dan-
merkur og Skotlands. í Dan-
mörku var skipið vegna
hátiðahalda f tilefni af 400 ára
afmæli dönsku strandgæslunnar
og sfðan var haldið í þriggja
daga kurteisisheimsókn til höf-
uðborgar Skotlands, Edinborgar,
en skipið lagðist að bryggju f
hafnarborginni Leith. Var þetta
fyrsta opinbera heimsókn
íslensks varðskips til Bretlands.
Á meðan á heimsókninni til Edin-
borgar stóð ræddi Gunnar Berg-
steinsson, forstjóri Landhelgisgæsl-
unnnar, við embættismenn DAFS,
landbúnaðar- og sjávarútvegsráðu-
neyti Skotlands. í viðtali við blaða-
menn sagði Gunnar að fiskveiðar
væru íslandi mjög mikilvægar, því
sjávarafurðir væru 75% af útflutn-
ingi íslendinga. „Við erum mjög
þakklátir fyrir þetta tækifæri til að
skiptast á skoðunum við skoska
starfsbræður okkar. Það er alltaf
auðveldara að vinna með fólki sem
maður hefur hitt að máli og hugsan-
lega koma upp tilfelli þegar við
þyrftum að eiga samvinnu á hafi
úti,“ sagði Gunnar. Hann hitti einn-
ig fulltrúa frá konunglegu björgun-
arskipastofnuninni og strandgæsl-
unni, bæði í Aberdeen og Glasgow.
Gunnar Bergsteinsson og kona
hans, Brynja Þórarinsdóttir, höfðu
boð um borð í Tý síðastliðinn mið-
vikudag, þar sem þau og Snjólaug
Thomson, ræðismaður íslands í
Edinborg, tóku á móti fulltrúum frá
DAFS, tollyfirvöldum, sjóhemum í
Skotlandi og Norður-írlandi, vita-
málastofnun Norður-Bretlands,
hafnarstjóranum í Leith og ræðis-
mönnum Norðurlandanna í Edin-
borg. DAFS endurgalt svo
gestrisnina með hádegisverðarboði
um boð í varðskipinu Sulisker til
heiðurs þeim Gunnari og Brynju,
svo og Sigurði Þ. Ámasyni skip-
herra og yfirmönnum á Tý. Helsta
dagblað Skotlands, The Scotsman,
hafði eftir skiphemim varðskip-
anna tveggja að þorskastríðin væm
gleymd og grafin.
Töggur hf.:
Greiðslu-
stöðvun
útrunnin
HEIMILD fyrirtækisins Töggs
hf. til greiðslustöðvunar rann út
á miðnætti. Stjóm fyrirtækisins
fundaði í gær um stöðu mála, en
Ingvar Sveinsson, forstjóri, vildi
ekkert láta uppi um málið.
Fyrirtækinu var veitt heimild til
greiðslustöðvunar um áramótin og
síðar var sú heimild framlengd, en
hún rann út á miðnætti. Líklegt
þykir að stjóm fyrirtækisins óski
eftir að fyrirtækið verði tekið til
gjaldþrotaskipta. Ingvar Sveinsson,
forstjóri, sagði að stjóm fyrirtækis-
ins hefði fundað síðdegis í gær, en
hann vildi ekkert láta hafa eftir sér
um málið. Ingvar sagði að í ljós
kæmi í dag hvert framhald málsins
yrði.