Morgunblaðið - 16.06.1987, Page 31

Morgunblaðið - 16.06.1987, Page 31
Suður-Kórea MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 Atök námsmanna og lögreglusveita Seoul, Reuter. HARÐIR götubardagar blossuðu upp að nýju S gær í Seoul, höfuð- borg Suður-Kóreu, og fleiri borgum landsins en þá lauk fimm daga vopnahléi sem tekist hafði að koma á fyrir milligöngu ka- tólsku kirkjunnar. Nokkur þúsund námsmenn réðust að sveitum lögreglu og grýttu þær. Lögreglumenn vörðust með því að dreifa mannfjöldanum með táragasi. Tugir þósunda námsmanna frá 45 háskólum tóku þátt S mótmælun- um en ekki er vitað hvort eða hversu margir slösuðust. Að sögn sjónarvotta ruddust námsmennimir út af skólalóðunum og grýttu lög- reglumenn. Um það bil 3.000 manns börðust við lögreglu í bog- inni Chonan og um 2.000 í Chinju í suðurhluta landsins. Námsmennimir vildu með þessu mótmæla meðferð lögreglumanna á einum helsta leiðtoga námsmanna, Lee Han-yol. í sfðustu viku varð hann fyrir táragasshylki og hefur legið meðvitundarlaus í sjúkrahúsi síðan. Læknar telja að hann muni tæpast halda lífi. Námsmenn ke§- ast frjálsra kosninga í landinu og afsagnar ríkisstjómar Chuns Doo Hwan forseta. Vestur-þýskirjafnaðarmenn: V ogel tekinn við af Brandt Bonn, Reuter. WILLY Brandt lét á sunndag af formennsku i vestur-þýska Jafnaðarmannaflokknum (SPD) og var hann kvaddur með til- finningasemi og tárum. Hans Jochen Vogel var kjörinn eftirmað- ur Brandts og var augljóst að jafnaðarmenn vildu sýna samstöðu og einingu því að Vogel hlaut flokksmanna. Vogel er formaður þingflokks SPD opg var hann sá eini sem sóttist eftir formennskunni. Boðað var til sérstaks flokksfundar í Bonn á sunnudag eftir að Willy Brandt tilkynnti í mars að hann ætlaði að segja af sér formann- sembættinu, sem hann hefur gegnt í 23 ár. A fundinum var einnig valinn varaformaður flokksins og kom það embætti í hlut Oskars La- fontaine, forsætisráðherra Saar- land. Lafontaine tilheyrir vinstra armi flokksins. Hann og aðrir vinstri menn hafa barist fyrir nokkurs konar málamiðlun við flokk græningja til að unnt verði að hrifsa völdin frá kristilegu flokkunum og frjálslyndum dem- ókrötum. Á fundinum á sunnudag var aftur á móti gefin út yfirlýs- ing þar sem því var mótmælt hversu gagntekinn flokkurinn hafði verið af umhverfisvemdar- flokknum. fylgi yfirgnæfandi meirihluta Miðjumaðurinn Johannes Rau, sem var kanslaraefni jafnaðar- manna í síðustu kosningum, verður áfram varaformaður ásamt Lafontaine. Brandt lét af embætti ári áður en hann ætlaði sér og vék hann bitrum orðum að aðdraganda af- sagnar sinnar í lokaræðu sinni í sæti formanns SPD. „Ég hefði kosið að fara frá með öðrum hætti," sagði Brandt, fyrrum kanslari. Deilur brutust út innan flokksins þegar Brandt tilnefndi grískan kvenmann, sem ekki var flokksbundinn, blaðafulltrúa og talsmann flokksins. Ekki leið á löngu þar til farið var að rífast um Brandt, hæfni hans til að gegna formennsku og framtíð flokksins. Framkvæmdastjóm Jafnaðar- mannaflokksins ákvað á laugar- dagskvöld að gera Brandt að sérstökum heiðursformanni til æviloka. Reuter Willy Brandt heldur síðasta ávarp sitt sem formaður vestur- þýska Jafnaðarmannaflokksins. Arftaki Brandts, Hans Jochen Vogel, klappar friðarverðlaunahafa Nóbels lof í lófa. Reuter Um það bil 6.000 manns söfnuðust saman í miðborg Seoul i gær til að lýsa yfir stuðningi við kröfur námsmanna. 9.500 fyrirtæki Handbókin ÍSLENSR FYRIRTÆKI 1987 er komin út Kjá Frjálsu framtaki Húiv hefur ab geyma eftirf araadi: 1. Fyrirtaekjaskrámeðrúmlega 9.500 starfandi fyrirtækjum, félögum, samtökum og opinberum stofrvunum áöllu landinu. Oll skráö rrveö nafnnúmer. 2. Vöru-og þjönustuskrá. 3. Umboöaskrá. 4. Skrá yfir íslenska útflytjendur. 5. Skrá yfir öll íslensk skip. Bókírv er seld í lausasölu hjá FRJÁLSU FRAMTARI í ÁRMÚLA18. Eimvig er hægt aö panta hana í sfma og f á hana senda um hæl. Frjálstframtak Ármúla 18, sími: 82300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.