Morgunblaðið - 16.06.1987, Page 32

Morgunblaðið - 16.06.1987, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Jonathan Motzfeldt er dæmigerður landsfaðir í embættisfærslu sinni og virðist kunna hlutverkinu vel. Raddir sjómanna Motzfeldt — umde miðjumaður í græ lenskum sljórnmá Sjávarútvegur okkar íslend- inga gengur í gegnum mikið umbrotaskeið um þessar mundir og óvissa ríkir um ýmsa þýðing- armikla þætti þeirrar framvindu. Sjávarútvegurinn er og verður um fyrirsjáanlega framtíð höfuð- atvinnuvegur okkar og málefni hans varða alla landsmenn. Eng- ir eru málefnum útvegsins þó nátengdari en sjómennimir, sem sækja á miðin aflann, sem er uppspretta þjóðarauðsins. Við- horf þeirra til þessarar atvinnu- greinar vega því þungt. Á sjómannadaginn, síðastliðinn sunnudag birti Morgunblaðið samtöl við nokkra sjómenn og ýmis þau sjónarmið sem þar koma fram em sannarlega íhug- unarvirði. Hér verður staldrað við þrjú atriði, sem ástæða er til að gefa gaum: smáfiskadráp, smáriðin troll og eignarhald á fískimiðunum. Sigurjón Óskarsson, hinn landskunni aflakóngur frá Vest- mannaeyjum, segir, að það veki sér mestan ugg hve lítið magn af físki komi orðið til hrygning- ar. „Um leið og góðir stofnar koma er ágengnin svo mikil, sóknin svo gífurleg, að menn hljóta að spyrja hvort við séum á réttri leið. Tækjabúnaður ski- panna er orðinn slíkur að af- kastagetan hefur stóraukist þótt skipin hafí ekki stækkað. Nefna má aflanemana í togumnum þar sem menn geta séð það í brúnni hvort eitt, tvö, þrjú eða tíu tonn em komin í veiðarfærið og menn geta séð nákvæmlega í hvaða hæð höfuðlínan er, þeir sjá ef þeir slíta legg eða granda og þá er híft strax í stað þess að áður toguðu menn að sjálfsögðu út tímann en höfðu ekki upp úr krafsinu sem efni stóðu annars til.“ Sigurjón er sannfærður um að við eigum enn mikla mögu- leika í sjávarútvegi og bendir á nauðsyn betri nýtingar og skipu- lagningar og ekki síst harð- skeyttari sölumennsku. En allt slíkt kemur fyrir ekkert ef við höldum áfram smáfískadrápi. Hann bendir á, að við verðum að dreifa sókninni á nýjar teg- undir sem sannað sé að geti skilað okkur miklu. „Eg held að menn geri sér ekki grein fyrir því, hve fískurinn er að minnka. Hér við Eyjar var fískurinn um allan sjó áður. Nú væri hér eng- inn afli ef ekki væri kantafíski- ríið,“ segir hann. Annar sjómaður frá Vest- mannaeyjum, Eyjólfur Pétursson skipstjóri, lætur í ljós sömu áhyggjur og Siguijón Óskarsson um ofsókn á miðin. En hann vekur einnig athygli á ólögmæt- um veiðum með smáriðnum trollum. „Það má segja að það sé veiðiskapur með smáriðnu trolli um land allt, inni á fjörðum og úti á hafí og mér líst ekkert á þetta, það þarf að fylgjast miklu betur með þessu,“ segir hann. Hann telur smáfískadráp togaranna, sem er alvarlegur hlutur, léttvægt miðað við þessar aðfarir. Velta má því fyrir sér, hvort þeir sem stunda veiðar með hinum ólöglegu veiðarfærum leiði ekki hugann að því að í rauninni eru þeir með framferði sínu að grafa undan lífsafkomu sinni. Þeir taka misskilinn skammtímahag fram yfír langtímahagsmuni, sem öllu máli skipta. Það þarf að verða vakning meðal sjómanna í þessu efni, því það er áreiðanlega ekki fyrr en hneykslan og reiði meðal þeirra sjálfra verður almenn sem þessi svívirða líður undir lok. Bjami Bjamason, skipstjóri á Súlunni frá Akureyri, telur eins og margir aðrir sjómenn að kvótakerfí sjávarútvegsins kunni að vera skásti kosturinn í þeirri stöðu sem við nú búum við. „Það fínnst mér þó dekkst að á meðan þessi stefna er ríkjandi getur ekki orðið nýliðun í útgerðinni og það er hættulegt ef fískimiðin okkar verða að erfðagóssi. Ég vil að menn séu sífellt vakandi yfír því að fínna leið út úr þessum kvóta og það er grundvallaratriði að lagfæra það sem er augljósar veilur í kerfinu," segir hann. Bjami Bjamason hefur lög að mæla um eignarhald fiskimið- anna. Að sjálfsögðu em þau eign þjóðarinnar allrar og sú skipan má ekki komast á til langframa að lokaður hópur manna hafí einn rétt til að nýta þau. Kvóta- kerfíð er bráðabirgðalausn en ekki til langtíma. Þekking okkar á fískigengd og öðm því, er lýtur að málefnum fiskimiðanna, er að mörgu leyti vanþróuð vísindi. Stundum geta reynslurök sjómanna jafnvel ver- ið veigameiri en efnisrök sér- fræðinga í landi. Þegar opinber stefna í málefnum sjávarútvegs- ins er mótuð verða yfírvöld þess vegna að hlýða á raddir sjó- manna og taka tillit til viðhorfa þeirra. En áhyggjur þær, sem viðmælendur Morgunblaðsins á sjómannadaginn viðmðu lúta ekki aðeins að stjómvöldum, heldur sjómönnum sjálfum og útvegsmönnum. Þeir ættu líka að leggja við hlustir og hugsa sinn gang. eftirLars Toft Rasmussen FORMAÐUR grænlensku land- stjómarinnar, presturinn Jonat- han Motzfeldt, stóð nýlega af sér atlögu, sem samflokksmenn hans í Siumut gerðu að honum í því skyni að koma honum frá völdum. Motzfeldt er enn leiðtogi Græn- lendinga, en hann sleppur ekki óskrámaður frá þeim hildarleik, sem vinstriarmurinn í flokki hans magnaði gegn honurn undir hand- leiðslu Lars Emils Johansens, fyrrum þingmanns á danska Þjóð- þinginu og landstjórnarmanns á Grænlandi. Allt bendir til, að Siumut kjósi sér nýjan formann, þegar landsþingið kemur saman í ágústmánuði. Og þá á eftir að reyna á það, hversu lengi Motz- feldt fær haldið formannsstöð- unni í grænlensku landstjóminni fyrir eljara sínum Lars Emil. Þegar formaðurinn er viðstaddur dettur allt í dúnalogn Jonathan Motzfeldt hefur um átta ára skeið átt ríkari þátt í því en nokkur landa hans að draga upp þá mynd af Grænlandi, sem umheimur- inn kannast við. Enda þótt Motzfeldt hafí á mörgum sviðum fylgt hófs- amri og jafnvel íhaldsamri stefnu í stjómmálum, hefur það orð farið af honum, að hann sé róttækur og jafn- vel ofstækisfullur. Það hefur ævinlega verið storma- samt í kringum þennan 48 ára gamla veiðimannsson frá Qassimiut á Suð- ur-Grænlandi. Þrátt fyrir miðjustefnu sína og eindreginn stuðning við áframhaldandi ríkja- samband Grænlands og Danmerkur hefur hann tíðum komið róti á hugi manna. Miðjumennskan hefur oftar en einu sinni leitt hann út í daður við borgaraflokkinn Atassut, sem verið hefur í stjómarandstöðu. Þar sem Motzfeldt hefur verið til hægri í flokki sínum, Siumut, hefur honum ekki fundist hann þurfa að teygja sig svo ýkja langt, en vinstriarmur- inn, með Lars Emil Johansen í broddi fylkingar, hefur sett duglega ofan í við formanninn. Motzfeldt er þreklegur á vöxt, og af grænlenskri ásjónu hans, sem er ósvikin, geislar þrótti og kjarki, og það hefur honum tekist að nýta sér í stómmálunum. í tímans rás hafa mörg og misjöfn orð fallið um for- ystustörf hans, en þegar formaður landstjómarinnar er viðstaddur í eig- in persónu, dettur allt í dúnalogn og allir verða þægir sem lömb. Slík em áhrifin af myndugleika foringj- ans. Einn af íhaldsöm- ustu stjórnmála- mönnum Grænlands Meðal embættismanna er Motz- feldt þekktur sem dugmikill leiðtogi, enda þótt þeir hafi einnig fengið að kenna á fremur bráðri lund hús- bónda síns. Flestum þeirra embætt- ismanna, sem unnið hafa með honum í dagsins önn, hefur hann einhvem tíma „sagt upp“ með brauki og bramli, en tekið í sátt á nýjan leik, þegar honum var mnninn móðurinn. Motzfeldt bar einnig við að reka Grænlandsmálaráðherrann, Tom Hoyem, en Poul Schliiter forsætis- ráðherra gekk í milli. Samband þeirra Motzfeldts og Hoyems batn- aði með ámnum, en varð aldrei vemlega alúðlegt. Það stafaði frem- ur af persónulegum en stjómmála- legum ástæðum. Að minnsta kosti kom Motzfeldt og Uffe Ellemann- Jensen utanríkisráðherra ágætlega saman, þó að hinn síðamefndi ætti sæti í sömu ríkisstjóm og Hoyem og væri ekki á ósvipaðri bylgjulengd í stjómmálum. Motzfeldt geðjaðist ekki að akademískri framgöngu Heyems, en kunni hins vegar vel að meta það hjá Ellemann-Jensen, að hann vildi gjama ræða hlutina í afs- löppuðu andrúmslofti, og fara í róður út á fjörð — í félagsskap nokkurra „öllara". Danir hafa margir hveijir álitið Motzfeldt ofstækisfullan vinstri- sinna, sem hefði það eitt að markmiði að skera á tengslin við Danmörku. Að öllum líkindum stafar þetta af því, hversu skapríkur mað- urinn er og afdráttarlaus í tali. En í rauninni er Motzfeldt einn af íhald- sömustu stjómmálamönnum Græn- lands — í orðsins fyllstu merkingu. Það er fyrst og fremst hann, sem ráðið hefur því, að „status quo“ eða óbreytt ástand hefur ríkt varðandi samband Grænlands við umheiminn. Hann hefur aldrei verið meðmæltur því, að Grænland sliti tengslin við Danmörku. Þvert á móti hefur hann, allt frá því að heimastjóminni var komið á, talað um „söguleg, menn- ingarleg og líffræðileg tengsl" við litla móðurlandið í Evrópu. mennt og starfaði sem prestur í Qaqortoq (Julianeháb), áður en heimastjórnin var sett á laggim- ar 1979. Markmið hans var að koma á lag- gimar heimastjóm, sem héldi sig í einu og öllu innan ramma ríkjasam- bandsins. Og það var fyrst og fremst fyrir hans atbeina — og samflokks- manna hans, Mósesar Olsens og Lars Emils Johansens — að þessi hugmynd varð að veruleika 1979. Fyrir framlag sitt á þessum vett- vangi var Motzfeldt gerður að heiðursdoktor í stjómvísindum við háskólann í Fairbanks í Alaska 1985. Varð fyrir sterkum áhrifum í Banda- ríkjaferðinni Motzfeldt hefur ekki heldur verið hálfvolgur í stuðningi sfnum við NATO og Bandaríkin. Hann hefur verið ötull talsmaður „status quo“ á því sviði einnig. Það var einmitt vegna staðfastrar andstöðu hans við að agnúast út í endumýjun banda- rísku ratsjárstöðvarinnar í Thule — og þar með dyggrar samstöðu hans með Uffe Ellemann-Jensen — að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.