Morgunblaðið - 16.06.1987, Side 33

Morgunblaðið - 16.06.1987, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 33 boðað var til kosninga í Grænlandi í vor. Jákvæð afstaða Motzfeldts til nærveru bandaríska hersins í Grænl- andi styrktist mjög, þegar hann fór til Bandaríkjanna í ársbytjun 1981. Að sögn náinna samstarfsmanna hans hafði ferðin varanleg áhrif á formann landstjómarinnar, og það var tekið á móti honum sem þjóðar- leiðtoga. Þar höfðuðu Bandaríkja- menn, meðvitað eða ómeðvitað, til hégómagimdar Motzfeldts. Rauðir dreglar og svartar límósínur, viðræð- ur við þáverandi varaforseta, Walter Mondale, ásamt viðkomu í stjórnstöð loftvama Bandaríkjanna djúpt inni í Cheyenne-fjalli í Colorado Springs, áttu sinn þátt í að efla velvilja hans í garð Bandaríkjamanna og skerpa skilning hans á mikilvægi Græn- lands fyrir vamarsamstarf vest- rænna ríkja. Motzfeldt var einnig íhaldsamur í afstöðu sinni til Evrópubandalags- ins og varð það á að fara vinsamleg- um orðum um bandalagið í Berlingske Tidende 1977. Það kost- aði hann formannsstöðuna í Siumut. ‘ildur n- lum enda þótt honum tækist að vinna sig upp aftur. Seinna gegndi hann veigamiklu hlutverki í baráttunni gegn aðildinni að EB og úrsögn Grænlands úr bandalaginu í árs- byrjun 1985. „Ayatollah Motzfeldt“ Jonathan Motzfeldt er dæmigerð- ur landsfaðir í embættisfærslu sinni og virðist kunna hlutverkinu vel. Hann er guðfræðingur að mennt og starfaði sem prestur í Qaqortoq (Jul- ianeháb), þar til heimastjómin var sett á laggimar 1979. Tengsl hann við kirkjuna urðu til þess, að fyrstu árin í formannsembættinu var hann kallaður „Ayatollah Motzfeldt". Hann hafði lúmskt gaman af þessu fyrst í stað, en baðst síðan undan nafngiftinni, þegar ljóst varð, hvem- ig mál þróuðust í Iran. Að sjálfsögðu var samlíkingin við Khomeini ýkjur, jafnvel þótt Motz- feldt hafi alla stjórnartíð sína verið ærið valdamikill. í átta ár hefur hann verið bæði formaður land- stjómarinnar og landsþingsins, sem er sérstætt frá stjómlagalegu sjón- armiði. Þar að auki hefur hann verið formaður Siumut og hinnar valdam- iklu samráðsnefndar, sem fer með hráefnamál og mótar stefnuna í olíu- og námavinnslu á Grænlandi. „Svona grip ætla ég að fá mér...“ Motzfeldt hefði gjama vilja sjá þann draum sinn rætast, að Græn- land yrði óháðara Danmörku á efnahagssviðinu, og hann hefði vel getað hugsað sér að vera leiðtogi ríkrar olíuþjóðar. Þetta kom fram í kynnisferð, sem hann fór til Alaska árið 1980. Þar kynntist hann ásamt dönskum og grænlenskum stjómmálamönnum umsvifum Arcos-olíufélagsins á norðurslóð. Flogið var með stjórnmálamenn- ina í lítilli en rennilegri Lear-þotu í eigu olífufélagsins. Þegar vélin skaust eins og píla upp í bláan himin- inn, hallaði Motzfeldt sér makinda- lega aftur í sætinu og sagði við sessunaut sinn: „Svona grip ætla ég að fá mér, þegar við fínnum olíuna.“ Höfundur er fréttamaður á Ritz- au-fréttastofunni, hann hefur starfað við Grönlandsposten í Nuuk og var á sínum tSma starfs- maður inuit-samtakanna, ICC. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Líbýa: Þrátt fyrir hrakfarir í Tjad er Gaddafi varla ógnað UNDRAHLJÓTT hefur verið um Líbýu í langan tíma.Það er kannski ofmælt að segja að hún hafi sýknt og heilagt verið í fréttum undan- farin ár, en oft heyrðist þaðan hljóð úr horni. Fréttir. þaðan voru að vísu einhæfar og snerust oft um sérkennilegar yfirlýsingar Gadd- afis hæstráðanda landsins. Eða Libýa var óbeint í fréttum, vegna hryðjuverka, sem Gaddafi lýsti glaður á hendur sér og sínum mönn- um. Aftur á móti hafa þeir fáu blaðamenn, sem hafa fengið að koma til Líbýu síðasta ár, einhverra hluta vegna naumast haft áhuga á að skrifa um almennt ástand í landinu, hvað þá hvaða augum fólkið liti Gaddafi, hvað væri að gerast þar í innanlandsmálum og svo fram- vegis. En svo fóru fréttior að berast af hrakförum líbýskra her- manna í Tjad í lok marz, og hlutu að vekja eftirtekt. Því að stríðið í Tjad hafði staðið lengi og Líbýu- menn höfðu sætt mikilli gagnrýni vegna stuðnings við uppreisnar- menn. Því þótti mörgum forvitnilegt að velta fyrir sér, hvemig staða Gaddafís yrði þegar svo væri kom- ið. Fréttaskýrendur sem hafa skrif- að um Líbýu segja að ekkert bendi til að staða Gaddafís sé veikari nú en áður. Óbreyttir borgarar í Líbýu hafí ótrúlega lítið fylgzt með stríðsrekstrinum og þar af leiðandi skeyti þeir lítið um málið. Hermenn- imir hafí virzt vera svo fegnir að komast heim að þeir kæri sig koll- ótta. Það er kannski málið: það var alltaf öllum sama innan raða Líbýu- manna. Nú er bara gott að þetta er búið. Aftur á móti var ekki laust við að ýmsum fyndist Gaddafí líkur sér, þegar hann tók að gefa kjam- yrtar yfírlýsingar um Íran-írak stríðið, meðan síðustu hermennimir vom að dóla heim yfír landamærin. Og hann gerði það síðan ekki enda- sleppt. Austurríkismönnum til ólýsanlegs angurs bauð hann nú Kurt Waldheim forseta í opinbera heimsókn til Líbýu. Um svipað leyti birtu Bandaríkja- menn skjöl þar sem sannað var að Gaddafí hafði verið meginskotmark þeirra í loftárásinni á Tripoli þann 15. apríl 1986. Auðvitað þurfti þetta ekki að koma neinum manni á óvart. Allra sízt þeim sem hefur farið um höfuðborgina eftir að þessi atburður gerðist. í einu úthverfí Tripoli em rústimar af húsi Gaddaf- is og Gaddafí telur nú þegar ástæðu til að menn fari þangað í pflagríms- ferðir. Gaddafi virðist kyrrlátari en áður. Kannski of mikið að kalla hann yfírvegaðan. En eins og menn muna hvarf hann nánast alveg úr sviðsljósinu fyrstu mánuðina eftir árásina. Sumir höfðu fyrir satt, að hann hefði raglazt endanlega og aðrir töldu það bendingu um að hann væri búinn að missa öll völd úr höndum sér. En nýlegar breytingar sem Gadd- afi hefur nú gert á ríkisstjóm sinni em sannarlega ekki vísbending um annað en Gaddafí ráði öllu því sem hann vill ráða. Fréttir af þessum breytingum fóm ekki hátt; kannski væri réttara að segja, að það sé almennt mjög erfítt að flytja fréttir frá Líbýu nú um stundir, þar sem fjölmiðlum em varla settar strang- ari skorður annars staðar. En þessar mannbreytingar sýna, að harðlínumenn hafa fengið aukin ítök í stjóminni. Skömmu eftir ára- mótin spurðist út, að Gaddafi ætlaði að hreinsa til í stjóminni og losa sig við kerfískalla og aðra þá sem hefðu ekki reynzt trúir hugsjón- inni. Meðal þeirra, sem var látinn fjúka var Hassan Mansour, utanrík- isráðherra. Hann hafði verið talsmaður þess, að Líbýumenn reyndu smátt og smátt að losna út úr þeirri einangmn sem stefna Gaddafís hefur fest þá í. Eins og geta má nærri og kannski alveg sérstaklega eftir árás Bandaríkja- manna á Líbýu, vom allar hug- myndir af þessu tagi á borð við örgustu föðurlandssvik. Allir þeir Moammar Gaddafi með konu sinni og sonum. Þessi mynd birtist nýlega í ritinu South og sögð alveg ný. Libyskir fangar í Tjad. Myndin er tekin í Fada, sem var lengi eitt helzta vigi Líbýumanna þar. sem Gaddafi kvaddi inn í stjómina vom þekktir fyrir mjög skeleggan stuðning við hann og nokkrir vom í fjölskyldu hans. Því er sem sagt á hreinu, að Gaddafí hefur ekki misst nein áhrif. Sendiráðsmenn í Tripoli láta hafa það eftir sér í tímaritinu Middle East, að þær uppljóstranir að Bandaríkjamenn hafi ætlað sér að drepa Gaddafís, hafí gefíð leið- toganum kærkomna ástæðu til að höfða til tilfínninga þjóðarinnar. Þessir sendiráðsmenn segja að það sé augljóst að Bandaríkjamenn hafí ekki hugsað langt fram í tímann, ef þeir hafí haldið að það eitt í sjálfu sér að losna við Gaddafí, yrði allsheijarbjargráð. Þeir telja að við hefði tekið ringulreið, sem skaðað hefði líbysku þjóðina um langa framtíð, sundrað henni og slík borg- arastyijöld hefði kostað miklar fómir. Það væri Gaddafi og hefði alltaf verið, sem tæki allar ákvarðanir og ráðherrar hans yrðu í öllu að hafa náið samráð við hann um hvaðeina. Herinn er ekki nærri jafn sterkur og menn hugðu - og hefur enda komið í ljós nú á undanhaldinu frá Tjad. Foiystumönnum hersins yrði hált á því ef þeir hefðu of mikið fmmkvæði, það verður að koma frá foringjanum., Svo að það er sama hvert litið er, Gaddafí virðist nálæg- ur í hveijum kima. „Ef Gaddafi hefði farizt hefðu nágrannaþjóðim- ar kannski sent inn her. Eða Bandaríkjamenn hefðu reynt að skipa einhvem til bráðabirgða yfír- stjómanda. Það má bóka, að slíkt hefði vakið óskaplega reiði Líbýu- manna. Maður sér fyrir sér bardaga um hveija vin í eyðimörkinni, hvert hús í hveiju þorpi. Líbýa hefði get- að leyst upp í smáparta og síðan hefði verið eilífur ófriður milli smá- staðanna, eða smáríkjanna." Segja þessir diplómatar, sem Middle East er að vitna í. Það er fátt sem bend- ir til að Bandaríkjamenn hafi skilið hve geigvænlegu afleiðingar það hefði getað haft ef þeim hefði tekizt það sem að var stefnt. Á hinn bóg- inn er svo sýnilegt að loftárásin hafði áhrif í þá átt að Líbýumenn hafa kippt að sér hendinni í stuðn- ingi við hryðjuverkamenn. Um það getur engum blandazt hugur, að þeir höfðu gert sig seka um að stjóma bókstaflega aðgerðum frá Tripoli. Bandaríkjamenn hljóta að vera ánægðir með þennan árangur að minnsta kosti. Enda meira en lítið alvarlegt, ef Líbýumenn hefðu verið svo harðsoðnir að láta árásina eins og vind um eyra þjóta. Þótt Gaddafí færi huldu höfðu fyrstu mánuðina á eftir og vestræn- ir fjölmiðlar túlkuðu það sem í upphafi var vikið að, virðist hann hafa áttað sig á, að hann hlaut að koma á ný til skjalanna. Og sá að ástandið var hið alvarlegasta; nánir samstarfsmenn höfðu notað fjar- vem hans til að skara eld að eigin köku. Sumir þeirra höfðu reynt beinlínis að draga úr áhrifum Gadd- afís innan hersins, en það sem verra var þó, valdatogstreita virtist í þann veginn að bijótast út milli hinna ýmsu ættbálka í landinu. Gaddafí ákvað að taka til höndunum. Hann vék snarlega úr störfum ýmsum háttsettum mönnum innan hers og stjómkerfis, kvaddi nýja hagfræð- inga sér til ráðuneytis, enda ekki vanþörf á. Hann hóf atlögu gegn öllum þeim öflum, sem hugsazt gat að væm honum ekki undirgefín. Hann ákvað að færa aðsetur ýmissa ráðuneyta og stórfyrirtækja frá Tripoli og setti þau niður í litlum þorpum eða vinjum í eyðimörkinni. Til þess að koma í veg fyrir alls- heijarvald í Tripoli. Menn segja að þetta hafl um margt reynzt klókindalegt og borið þann árangur að styrkja Gaddafi sessi. „Hann er jafnvaldamikill og áður. Kannski ekki jafnvinsæll, en þó undarlega ómissandi. Líbýu- menn virðast einhvem veginn líta á hann sem landsföður, sem væri þeim hreint óbærilegt að missa" segir að lokum í grein Middle East. The Middle East, South

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.