Morgunblaðið - 16.06.1987, Side 51

Morgunblaðið - 16.06.1987, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 51 Kaffisala 17.júní hjá Hjálp- ræðishemum EINS OG undanfarin ár verður kaffisala 17. júní hjá Hjálpræð- ishernum í Kirkjustræti 2. Salan hefst kl. 14.00 og rennur allur ágóði til starfs Hjálpræðishers- ins i Reykjavík. Kaffísölunni lýkur með söng- og helgistund kl. 20.30 í umsjá brigaders Óskars Jónssonar. Hópurinn samankominn í Stykkishólmi. Stykkishólmur: 100 eldri borgarar frá Reykjavík í heimsókn Stykkishólmi. FÉLAG eldri borg’ara í Reykjavík Hjálpræðisherinn í Kirkjustræti 2. 100 tonn af laxi í viðtali í tilefni af 25 ára af- mæli BYKO í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag var rangt hermt eftir Guðmundi H. Jónssyni, stjómarformanni BÝKO, að ætlunin væri að slátra 100 þúsund tonnum af eldislaxi hjá Haflaxi sf. í ár. Hið rétt er, að fýrirhugað er að slátra 100 tonnum. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. efndi til skemmtiferðar um Snæ- fellsnes fyrir skömmu. Fengu ferðamenn hið ákjósanlegasta veður. Pétur Ólafsson var farar- stjóri. Mikið er nú gert fyrir eldri borg- ara í Reykjavík eins og víðar. Förinni var heitið fyrir Snæfellsnes, farið sunnanvert og um Hellissand, Ólafs- vík, Grundarfjörð og áfangastaður- inn um kvöldið var svo Stykkis- hólmur þar sem fólkið gisti um nóttina. Á laugardagskvöldið var skemmt- un í félagsheimilinu og þangað komu eldri borgarar til móts við hina og ekki má glevma því að rúta kom með fólk frá Olafsvík. Var mikil gleði þegar allur þessi hópur hittist. Þama hittust margir eftir áratugi og deildu geði og rifjuðu upp minningar. Kvöldið var fagurt, sól var sest fyrir löngu þegar ballið var búið. Eftir borðhaldið um kvöldið var dagskráin sett í gang. Pétur setti hana og bauð alla velkomna og lýsti tilgangi ferðarinnar og ánægju sinni yfír hversu veðrið léki við mannskap- inn. Þeir félagar Bjami og Njáll sungu þama tvísöng við undirleik Erlendar Jónssonar og mikinn fögn- uð viðstaddra. Þeir koma hér oft fram og létta mönnum í geði. Ámi Helgason var þar með minningar, fór með skemmtivísur og söng við undir- leik Garðars Jóhannessonar sem spilaði á harmonikku, gamankvæði sem lýsti góðri stemmningu á fögru kvöldi í sveit. Var þá auðséð að margt eldra andlit tók við sér og minningar æskuáranna komu greiniT lega fram. Svo var það dansinn. Hljómsveit Garðars og félaga lék, söngvari var Bjöm Þorgeirsson frá Helgafelli. Áhrif sveitarinnar létu ekki á sér standa og kom í ljós að menn voru ekki, þrátt fyrir aldurinn, búnir að gleyma sporinu, og gólfið var fullt af iðandi „ungmennum" langt fram yfir miðnætti og hætti með mikilli reisn. Þetta var virkilega góð skemmtun og um það vom menn sammála. Morguninn var tekinn snemma enda vakti blessuð sólin mannskapinn með sínum ijúfu geisl- um. Bærinn var skoðaður og ekki kom annað til mála en fara um flóann með skemmtibátnum Brimrúnu og var hann f ferðum með fólk fram að burtför um fjögur leytið. Margir höfðu ekki komið hér áð- ur, en aðrir vitjuöu gamalla slóða. En héðan var síðan haldið beint til Reykjavíkur. Arni Veitingasala íHofgarði Hnappavöllum, Órœfum. Á hvítasunnudag opnaði Odd- steinn Gfslason matreiðslumaður formlega veitingasölu 5 félags- heimilinu Hofgarði' Öræfum, þar sem boðið verður upp á ýmsa grill- rétti, rétt dagsins, kaffi og kökur. í tilefni opnunarinnar bauð hann upp á ódýran hátíðarmat :i hádeg- inu. Notfærði fólk sér hetta ospart og komu um 100 nanns !i mat, bæði úr r veitinni og iengra að. Myndin sýnir Oddstein Gfslason og starfsfólk fyrir utan Hofgarð. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson t Móðir okkar, SOFFÍA SIGURJÓNSDÓTTIR, hjúkrunarkona, Rauðarárstíg 42, andaðist í Landspítalanum fimmtudaginn 4. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar lótnu. Börn hinnar látnu. t STEINUNN SIGRlÐUR HANSEN, fædd Glssurardóttir, fædd 09.05.1930, d. 14.06.1987. Útförin fer fram föstudaginn 19. júní kl. 12.00 frá Hyltibjergkirke. Erik, Gunnar, Nils og Gunnar Gissurarson. t SVERRIR EGGERTSSON rafvlrkjameistari, Aðallandl 9, er látinn. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. júní kl. 13.30. Stefanía Júnfusdóttlr, Svandfs Sverrisdóttlr, Eggert Ágúst Sverrlsson, Þórhildur Jónsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN ÞORSTEINSSON fyrrverandi deildarstjóri, Hamarstfg 22, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 10. júnf. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 19. júní kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Lovfsa Pálsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Alúðar þakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlót og útför móður okkar, LÍNEYJAR GÍSLADÓTTUR. Sérstaklega þökkum við starfsfólki á dvalarheimilinu Hlíð, Akur- eyri, fyrir góða umönnun. Systklnin frá Ingólfsstöðum og fjölskyldur. Morgunblaðið/Ámi Reimar og reimskífur Tannhjól og keðjur Leguhús Poulseti Suðurlandsbraut 10. S. 686499.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.