Morgunblaðið - 16.06.1987, Side 53

Morgunblaðið - 16.06.1987, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 53 Bill Cosby heiðurs- doktor Bandaríski gamanleikarinn, Bill Cosby, sem þekktastur er fyrir túlkun sína á fyrirmynd- arföðurnum Cliff Huxtable, var útnefndur heiðursdoktor frá Wesleyan háskólanum í Connecticut í Bandaríkjunum, nú í lok maí. Tilefni útnefningar- innar var útskrift Eriku Cosby, dóttur leikarans. Bill Cosby hefur aflað sér geysilegra vinsælda í Banda- ríkjunum og m.a. verið kosinn vinsælasti bandaríski karlmað- urinn í skoðanakönnun sem þarlend kvennablöð hafa gert; næst á undan Reagan forseta. Cosby hefur unnið mikið að vel- ferðarmálum og góðgerðarstarf- semi og í heimafylki sínu, New Jersey hefur hann staðið fyrir umfangsmiklum söfnunum til styrktar heimilislausu fólki. „ Fyrirmyndarfaðir inn “, Bill Cosby heldur ræðu við út- skrift dóttur sinnar, Eriku, sem er til hægri á myndinni, en hann var sjálfur útnefndur heiðursdoktor frá skólanum. Reuter Reuter Risapöndur í sumarfríi Tveir kínverskir panda-birnir verða í sumar til sýnis í dýra- garðinum í Antwepen í Belgíu, en þeir eru fengnir að láni frá Kína og verður skilað aftur í haust. Bim- imir tveir, sem eru ellefu ára gamlir, þekkjast ekki og em því ekki sýndir saman, heldur sinn í hvom lagi. Risapandan Wan-Wan, frá Kína, nartar í bambuslauf í dýragarð- inum í Antwerpen, þar sem hún verður höfð til sýnis í sumar. Deilt um drottningar- skartið Deilur hafa risið innan sænsku konungsfjölskyldunnar um skartgripi sem frændi Gústafs konungs telur sig eiga rétt á sem erfðagripum. Skartgripimir til- heyra nú sænsku konungshjónun- um og Sylvía hefur oft borið þá við opinber tækifæri. Frændi Gústafs konungs, Sig- vard Bernadotte, greifi, sem er ný orðinn áttræður, krefst þess að skartgripunum, sem hann seg- ir móður sína hafa arfleitt sig að, verði þegar í stað skilað aftur. Sigvard veðsetti skartið 1936 til að verða sér úti um peninga, en tókst síðar, með aðstoð föður síns, Gústafs VI., að bjarga sér úr skuldasúpunni. Skartgripirnir lentu þá í höndum konungsins, sem trygging fyrir láninu. Að Gústaf VI. látnum var Sigvard Bemadotte boðið að leysa skartið út, en það er ekki fyrr en nú að hann gerir kröfu til að fá það afhent. Sænsku konungshjónin, Karl Gústaf og Sylvía. Áttræður frændi þeirra vill nú endurheimta erfðagripi móður sinnar sem Sylvía hef- ur margsinnis skartað opinberlega. HEIMAEYJARKONUR Munið dagsferðina laugardaginn 20. júní. Mætum allar hressar og kátar. Nánari upplýsingar hjá: Löllu í síma 671331 og Hönnu í síma 32463. Stjórnin. Nú geta allir flaggað!!! Stuttar fánastangir með einföldum festingum utan á hús. Tilvalið fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Heildsala og smásala. VATNSVIRKINN Ármúli 21, 128 Reykjavík - Sími í verslun: 686455. Skrifstofa: 685966 - Lynghálsi 3, símar673415, 673416. Hitamælinga- miðstöðvar Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eða tuttugu og sex mælistaði. Ein og sama miðstöðin getur tekið við og sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius+200+850 eða 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar. Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Það er hægt að fylgjast með afgashita, kælivatns- hita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum, lestum, sjó og fleira. VESTURGÖTU 16 SÍMAR 14680 21480 Þú svalar lestrarþörf dagsins áBÍóum Moggans!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.