Morgunblaðið - 16.06.1987, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987
59
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691100 KL. 13-14
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
iur i/^vm/ aw«\ UJtW 'U IT
*ÉG SEGI EINS OG 5VERRIRM0NDI S6GJR: ÉG 6R NÚ EKKERT HI^IFINN HF HENNI. HÓN ER ÓNEITHNLEGR
EFTlRSÓKNRRVERf). ÞETTH ERBÖLVTOUR ÓSKRPNHÐUR. E&MÆLI EINpRE&IÐ ME0 HENNI"
„Nótulaus“ viðskipti
- taimlækningakostnaður ætti að vera frádráttarbær frá skatti
Til Velvakanda.
Ég hlustaði á ágætan samræðu-
þátt á rás 2 fyrir nokkrum dögum
þar sem rætt var um „nótulausar"
bifreiðaviðgerðir. Talað var við
Gott há-
degisútvarp
á Bylgjunni
Kæri Velvakandi:
Ég vil þakka Þorsteini J. Vil-
hjálmssyni fyrir gott hádegisútvarp
á Bylgjunni. Þetta eru meiriháttar
þættir hjá honum og vona ég að
hann verið með hádegisútvarpið
sem lengst. Þá vil ég þakka Stöð 2
fyrir góða dagskrá að jafnaði. Kvik-
myndimar sem þeir sýna eru miklu
betri en þær sem RUV er með.
Gunna
formann Félags bifreiðavirkja og
taldi hann ákaflega miður hve mik-
ið væri um bflskúrsverkstæði sem
að minnsta kosti sum stunda það
að svflcjast um að greiða söluskatt.
Þorsteinn J. Vilhjálmsson
Áleit hann tímabært að skera upp
herör gegn þessari lögleysu. Ekki
verður þvf í móti mælt að þetta er
rétt athugað hjá manninum.
En nú er það ein starfsstétt
manna sem lengi hefur stundað
„nótulaus" viðskipti og það eru
tannlæknar. Vel má vera að þeir
greiði sína skatta að fullu — en
hafa skattayfirvöld nokkra mögu-
leika á að fylgjast með því hvort
þeir gera það eða ekki. Hvers vegna
eru tannlæknar ekki látnir skrifa
nótur fyrir sínum viðgerðum eins
og aðrir?
í þessu sambandi hefur mér dott-
ið í hug að ekki væri nema réttlætis-
mál að fólk fengi að draga
tannlæningakostnað frá skatti. All-
ar aðrar lækningar eru „ókeypis"
þó sjáifsagt séu þær jafn dýrar og
tannlækningamar. Með þessu móti
kæmu skattayfírvöld hnappheld-
unni á tannlækna og hjá þeim yrði
ekki framar um „nótulaus" við-
skipti að ræða. Ríkið myndi ekki
tapa á þessu.
Tannpínugemlingur
Þessir hringdu . .
Orðið „alfarið“
er
ekki íslenska
Hjálmar Pétursson hringd::
„Það fer í taugamar á mér að
heyra orðið „alfarið" hvað þá að
sjá það á prenti en þessi málleysa
er nú mjög í tísku. Stjórmálamenn
nota þetta orð oft og það er eins
og menntamönnum sé það afar
tamt. Þeir eru „alfarið" á ein-
hverri skoðun, hafna einhveiju
„alfarið" o.s.fr. Að undanfömu
hefur verið fjallað um þetta orð í
íslenskuþáttum í útvarpi þannig
að allir ættu að vita að þetta er
ekki íslenska, nema það er auðvit-
að hægt að tala um að einhver
sé alfarinn. Mér brá því í brún
þegar ég sá þetta orð koma fyrir
í fyrirsögn í Morgunblaðinu fyrir
skömmu. Ég lít svo á að Morgun-
blaðið hafa staðið sig ákaflega
vel hvað íslensku varðar og þess
vegna hef ég orð á þessu. Von-
andi varast blaðamenn þetta
orðskrípi framvegis."
Ekki hræddir við
frjálshyggjuna
Ellilífeyrisþegi hringdi:
„Breskir lq'ósendur virðast ekki
vera hræddir við fijálshyggjuna
og vestrænt lýðræði eins og sýndi
sig hér í alþingiskosningunum.“
Þungar afborg-
anir
Húskaupandi hringdi:
„Nú virðist ljóst að verðbólgan
fari á skrið á ný og mun þá kreppa
að mörgum sem tekið hafa há
vísitölutryggð lán til húskaupa
eða húsbygginga. Ef verðbólga
verður eins og hún hefur verið
mest er hætt við að jafnvel þeir
sem hafa haft vaðið fyrir neðan
sig í hvívetna verði gjaldþrota.
Hvað þá um hina sem ekki hafa
farið eins varlega í sínum íjárfest-
inum?
Ég vil beina því til stjómmála-
manna að þeir sjái til þess að
afborganir af húsnæðismála-
stjómarlánum að minnsta kosti
verði jafnaðar út þannig að okkur
gefist kostur á að greiða þau upp
á þeim fjörutíu árum sem um var
samið í upphafi, hvað sem verð-
bólgu líður. Ég tel þetta aðeins
samgimiskröfu því allir þurfa þak
yfir höfuðið."
Fjölbreytt úrval
garðhúsgagna
á frábæru verdi:
Gagnvarið tré — reyr — stál
eða plast
Alltaf besta verðið i
Smiðjuvegi 6, Kópavoqi simar 45670 — 44544.
SÖLUSKÁLAR
VEITINGAHÚS
MÖTUNEYTl
Dúnmjúkar Duni servíettur fyrir
boxin ávallt fyrirliggjandi.
Verð á kassa kr. 2.388.- m/sölusk.
FAIMINIIR HF
Bíldshöfða 14, sími 672511