Morgunblaðið - 16.06.1987, Page 64

Morgunblaðið - 16.06.1987, Page 64
Rífandi laxveiði fyrir norðan: Tíu 20-23 - punda lax- ar á einum morgni úr Vatnsdalsá „MIKIL veiði og stórir lax- ar,“ er lýsingin sem Morgun- blaðið fékk á opnun Vatnsdalsár, Víðidalsár og Miðfjarðarár í gær, veiði hófst í tveimur fyrstnefndu ánum í gærmorgun, en um helgina í Miðfjarðará. Veiði hófst og í Langá á Mýr- um í gærmorgun. í öllum ánum fyrir norðan var stórveiði og ein- hver besta bjnjun á laxveiði- vertíð í manna minnum. 38 laxar veiddust á sex stangir fyrir há- degi í Vatnsdalsá og á sama tíma 24 á 8 stangir í Víðidalsá. í Vatnsdalsá veiddust 10 laxar frá 20 og upp í 23 pund, en „að- eins“ þrír slíkir í Víðidalsá, sem þó hafði stærðarvinninginn með 24 punda hæng. í hvorugri ánni veiddist lax undir 10 pundum og meðalþunginn var álitinn vera milli 12 og 14 pund. Stærsti laxinn af þeim öllum kom hins vegar úr Miðfjarðará, en í Morgunblaðinu á sunnudag- inn var greint frá feykigóðri byijun þar. 20 laxar voru veidd- ir þar fyrsta veiðidaginn. Hópurinn veiddi alls 45 laxa, þann stærsta 25 punda sem Bjarni Ámason veiddi í Neðri- ! Hlaupunum í Austurá. í Langá veiddust 6 laxar fyrsta morguninn og menn sáu talsvert líf. Það taldist til tíðinda, að 18 punda hængur veiddist, en svo stórir laxar eru fátíðir í ánni. Sjá nánar „Eru þeir að fá’ann?" á bls. 35. Morgunblaðið/RAX. Boðið í fiskinn úr Otri á fiskmarkaðnum í Hafnarfirði í gær. Mikill mannfjöldi var viðstaddur uppboðið. Fiskmarkaðsverðið um 25% hærra en skráð verð: Verðið sambærilegt við 50 kr. á kg fyrir gámafisk erlendis „SÖLUVERÐ fyrir þorsk sem fluttur hefur verið á markað erlendis í gámum þarf að vera um 50 krónur kílóið svo hægt sé að telja það sambærilegt við það verð sem fékkst fyrir þorskinn á fiskmarkaðnum í dag,“ sagði Kristján Ragnars- son, framkvæmdastjóri LÍÚ í samtali við Morgunblaðið í gær, eftir að uppboðum lauk á fyrsta aflanum sem í hús kom hjá Fiskmarkaðnum hf. í Hafnar- firði, en hann tók formlega til starfa í gærdag. Meðalverð fyrir aflann á mark- aðnum, sem mestmegnis var þorskur, var 33 krónur, en skráð þorskverð fyrir fisk áf þessari stærð var um 25-26 krónur. Afl- inn seldist því fyrir u.þ.b. 25% hærra verð en það sem hafði ver- ið skráð. Kristján sagði að kostnaðurinn við gámaútflutninginn væri í kringum 15-16 krónur, og þegar búið væri að taka með í reikning- inn rýmun þá sýndist sér þetta verð, 50 krónur fyrir kílóið, vera nærri lagi. Þá taldi hann að verð fyrir ýsu á markaði erlendis þyrfti að vera um 58-60 krónur, en ýsu- verðið á markaðnum í gær fór í rúmar 45 krónur. „Annars held ég að fisksalamir sem þama vom mættir til að bjóða í aflann hafi sett strik í reikning- inn hvað ýsuverðið varðar, og það sama má segja um lúðuverðið," sagði Kristján, „því þessar teg- undir fóm fyrir talsvert hærra verð en skráð verð. Annars held ég að ekki hafí verið hægt að hitta á verri markaðsdag því stærri fiskvinnslumar á svæðinu buðu ekki í, en þær eiga eftir að koma inn í myndina og hafa mik- il áhrif. Það verður því geysilega fróðlegt að fylgjast með fram- gangi mála á næstunni," sagði Kristján Ragnarsson að lokum. Sjá frásögn og myndir af opnun fiskmarkaðarins i Hafnarfirði á bls. 26. i 212 milljónir fara í Jagfæringar á sliti í sumar er varið 212 milþónum til viðhalds gatna Reykjavikur- borgar. Að sögn Ólafs Guðmunds- sonar hjá embætti gatnamála- stjóra er ástand gatna eftir veturinn sérlega slæmt og kenndi hann mikilli notkun nagladekkja og aukinni bílaeign borgarbúa um. ' Miklar gatnaframkvæmdir em í gangi í borginni og að sögn Ólafs er aðaláherslan lögð á að leggja yfirlag á malbiksslit. Nýlokið er við að leggja á Suðurlandsbraut, unnið er nú á Miklubraut og Reykjanesbraut verður lagfærð þar á eftir. Til nýframkvæmda er varið 469 milljónum í sumar. Japansmarkaður: Mikil verðlækkun á loðnu fyrirsjáanleg HORFUR eru á mikilli verðlækk- un á loðnu og loðnuhrognum á Japansmarkaði fyrir næstu vertíð. Orsakir þessarar lækkun- ar eru miklar birgðir í Japan, auknar veiðar Kanadamanna fyrir Japansmarkað og minnk- andi neysla á loðnu i Japan. Að sögn Helga Þórhallssonar, sölustjóra hjá Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna. sem nýkominn er frá Japan, seldu íslendingar meira af loðnu til Japans en búist var við. Gengið hefur erfiðlega hjá japönsk- um kaupendum að selja loðnuna til aðila, sem búa hana til neyslu. „Miklar birgðir hafa safnast fyrir og er fyrirsjáanlegt að miklar birgð- ir verði eftir þegar reynt verður að selja afrakstur næstu vertíðar," sagði Helgi, en gat þess þó að ekki væri allt útséð í þessu máli. Ekki væri mjög langt síðan loðnan kom á Japansmarkað og hrognin hefðu komið á markað 20. maí síðastliðinn og hefðu sýni verið send um allt land og mælst mjög vel fyrir. Kanadamenn eru helsti sam- keppnisaðili íslendinga á Japans- markaði og seldu þeir um 32.000 tonn af loðnu til Japans í fyrra á meðan íslendingar seldu 5.100 tonn. Ársneyslan í Japan er hins vegar ekki nema 28.—29.000 tonn. „Þrátt fyrir mikið framboð þeirra, vilja Japanir halda viðskiptum við okkur áffarn, enda er okkar loðna öðru vísi." Loðnuvertíðin hjá Kanadamönn- um er nýhafin og yrði það, að sögn Helga, mjög slæmt fyrir okkur, ef þeir veiddu meira en 30.000 tonn fyrir markað í Japan. „Þeir gætu hugsanlega veitt um 40.000 tonn, en það væri hins vegar mjög óskyn- samlegt af þeim," sagði Helgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.