Morgunblaðið - 07.07.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.07.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 Vestmannaeyjar; Þjóðhátíð- arlagið frumflutt Vestmannaeyjum. Þjóðhátíðarlag Vestmanna- eyja var frumflutt á laugardag- inn á Skansinum. Þar var troðfullt hús og atburðinum var útvarpað í beinni útsendingu á Stjörnunni. Höfundur lagsins, Síðasti dansinn, er Kristinn Svav- arsson, fyrrum liðsmaður Mezzoforte, sem nú er meðlimur í hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar. Texta við lagið samdi Árni Johnsen. Það var hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar og söngvaramir Ema Gunnarsdóttir og Björgvin Halldórsson sem fluttu lagið. Fyrir því er áratuga löng hefð í Vest- mannaeyjum að samið er sérstakt lag fyrir Þjóðhátíð Vestmannaeyja. -hý. Morgunblaðið/hkj. Formaður Knattspymufélagsins Týs, Birgir Guðjónsson, færði höfundi þjóðhátíðarlagsins, Kristni Svavarssyni, blómvönd frá félaginu eftir frumflutning lagsins. VEÐURHORFUR í DAG, 07.07.87 YFIRLIT á hádegl f gær: Yfir íslandi er 1005 millibara djúpt lægðar- drag sem þokast austur. SPÁ: Austan- og norðaustanátt, skýjað og sumsstaðar dálítil rign- ing á norðanverðu landinu. Á sunnanveröu landinu lóttir smám saman til, fyrst suðvestanlands. Hiti á bilinu 7 til 11 stig nyrðra en 12 til 18 stig syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR: Hæg vestanátt og lítilsháttar súld á annesjum norðanlands en annars þurrt. Léttskýjað á suðaustanverðu landinu. FIMMTUDAGUR: Útlit er fyrir hæga sunnanátt með björtu og hlýn- andi veðri noröanlands en skúrum syðra. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað m Skýjað ÉHlík Alskýjað / Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * » Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígœr að ísl. tíma Akurayri Reykjavlk hltl 13 11 veður skúr úrkomatgr. Bsrgen 16 þokumóða Helsinki 23 léttskýjað Jan Mayen 4 skýjað Kaupmannah. 21 láttskýjað Nerasarasuaq 8 alskýjað Nuuk 4 alskýjað Oaló 24 hótfskýjað Stokkhóimur 24 skýjað Þórahðfn 11 rlgnlng Algarve 26 helðskfrt Amsterdam vantar Aþena 26 skýjað Barcelona 28 mlstur Berlln 26 léttskýjað Chlcago 21 þokumóða Feneyjar 28 skýjað Frankfurt 26 léttskýjað Glaskow 18 skýjað Hamborg 26 léttskýjað LasPalmas 24 léttskýjað London 27 mlstur Los Angeles 17 alskýjað Lúxemborg 26 léttskýjað Madríd 29 hélfskýjað Malaga 28 léttskýjað Mallorca 30 skýjað Miaml 28 léttskýjað Montreal 21 léttskýjað NewYork 20 alskýjað Parls 29 helðskfrt Róm 31 helðsklrt Vln 23 lóttskýjað Washington vantar Winnlpeg 16 þoka Stykkishólmur: Alls staðar vinn- andi hönd að starf i Stykkishólmi. ÞAÐ FER ekki á milli mála að fólk þakkar fyrir og kann að nota sér veðurblíðuna. Alls staðar er hin vinnandi hönd að starfi. í Stykkishólmi er mikið gert til að fegra bæinn. Starfslið bæjarins er önnum kaf- ið við að sefja þökur á gróðurlitla bletti og í kringum skólann og hótelið er búið að fylla upp með mold stór svæði og nú er verið að þekja þetta allt og gaman að sjá hversu fegurðin kemur fyótt í Ijós. Sveitarstjórn er það metn- aðarmál að bærinn fari í sem fegurst sumarklæði. Fólk er duglegt við að prýða í kringum sín heimili og smitast hver af öðrum og má segja að máltækið, hver dregur dám af sínum sessunaut, eigi vel við. Og margar hendur vinna létt verk. Dr. Selma Jónsdóttír listfræðingur látín SELMA Jónsdóttir, forstöðumað- ur Listasafns íslands, Iést 5. júlí sl. Hún var fædd í Borgamesi 17. ágúst 1917 og var því hátt á sjötugasta aldursári. Foreldrar hennar voru Jón Bjömsson frá Bæ, kaupmaður í Borgaraesi og kona hans Helga Bjömsdóttir frá Svarfhóli í Stafholtstungum. Að loknu prófí frá Verslunar- skóla íslands 1935 stundaði hún fyrst nám í Þýskalandi, en hélt 1942 til náms í listfræðum við há- skólann í Berkeley í Kalifomíu. BA-prófi í listasögu lauk hún frá Columbia-háskóla í New York 1944. Síðan var hún við framhalds- nám þar og við Warburg Institute við Lundúna-háskóla 1944—1948. Master of Arts prófí lauk hún frá Columbia-háskóla 1949. Doktors- ritgerð sína, Býzönsk dómsdags- mynd í Flatatungu, varði hún við Háskóla íslands 1960 og var hún fyrsta konan sem varði doktorsrit- gerð á íslandi. Þegar Listasafn íslands fékk inni í nýbyggðu safnahúsi við Hring- braut 1950 var Selma ráðin fyrsti og eini starfsmaður þess, skipuð umsjónarmaður 1953 og forstöðu- maður 1961, sem hún var síðan til dauðadags. Það kom í hennar hlut að móta starfsemi Listasafnsins og marka stefnuna eftir að það tók til starfa sem sjálfstæð stofnun. Henni var alla tíð mikið kappsmál að leysa húsnæðisvanda saftisins til fram- búðar. Fyrir baráttu hennar eignað- ist safnið Fríkirkjuveg 7 þar sem það fær nú innan skamms varanleg- an samastað í nýjum og veglegum húsakynnum. Jafnhliða embættisstörfunum lagði hún alla tíð stund á rannsókn- Dr. Selma Jónsdóttir ir og ritstörf um listsöguleg efni. Auk áðumefndrar doktorsritgerðar má af ritum hennar nefna: The Portal of Kilpeck Church í The Art Bulletin 1950, Saga Maríumyndar 1964, Lýsingar í Stjómarhandriti 1971, Lýsingar Helgastaðabókar 1982, í ritröðinni íslensk miðalda- rit. Ennfremur birti hún fjölda fræðilegra ritgerða í ritsöfnum og tímaritum. Að undanfomu vann hún að rannsókn á 14. aldar lýsing- um í íslenskum handritum, aðallega Stjóm. Fyrir embættis- og fræðistörf sín var Selma sæmd riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu 1979. Auk þess hlaut hún önnur norræn heiðursmerki. _ Hún var félagi í Vísindafélagi Íslands. Eftirlifandi eiginmaður Selmu Jónsdóttur er dr. Sigurður Péturs- son gerlafræðingur. Auglýsingamynd fyrir Fiat tekin upp á íslandi Fiatverksmiðjuraar á Ítalíu ætla í lok þessa mánaðar að taka upp auglýsingamynd á íslandi. Af þvi tilefni koma hingað til lands frá ítaliu 70 fjórþjóladrifnar Fiat Panda bifreiðar og tveir tU þrir 170 manna hópar sem munu ferð- ast á bílunum um landið allt á ellefu dögum. Hildur Jónsdóttir, hjá innan- landsdeild Samvinnuferða-Land- sýn, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ferðir sem þessar væru vel undirbúnar og hefði undirbún- ingur þessarar ferðar staðið síðan síðasta haust. Fyrsti hópurinn mun koma til landsins 26. júlí n.k. og leggja af stað í fyrstu ellefu daga hringferð- ina daginn eftir. Að sögn Hildar verða bílamir ekki í samfloti en munu hittast á tjaldstæðum að kvöldi hvers dag. í för með ökumönnunum og far- þegum þeirra verður að öllum líkindum sægur ítalskra blaða- manna og kvikmyndatökumanna sem fylgjast munu með því hvemig ítölsku bílamir spjara sig á íslensk- um vegum. Hildur tók það fram að ekki væri um neinn torfæruakstur að ræða og hefði fulltrúum Náttúm- vemdarráðs verið gerð grein fyrir ferðum ökumannanna. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Náttúmvemdarráðs, tjáði Morgun- blaðinu að þeir hjá Náttúruvemdar- ráði sæju ekki ástæðu til þess að amast við þessum ferðalögum ítal- ana en fylgst yrði með ferðum þeirra. Starfsmenn Náttúmvemd- arráðs á landsbyggðinni munu annast þetta eftirlit með aðstoð lög- reglu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.