Morgunblaðið - 07.07.1987, Page 25

Morgunblaðið - 07.07.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 25 Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Hættum fiskveiðum! Loksins, loksins er farið að hylla undir þann möguleika, að íslenzka þjóðin geti losnað undan því að verða iðnaðarþjóðfélag. Eini iðnaður landsins, sem svo er hægt að kalla, fískiðnaðurinn, á í vök að veijast og ef vel fer, mun honum halda áfram að hraka og hann endanlega deyja út. Húrra fyrir því, segja allir sannir íslendingar. Innréttingar Skúla fógeta áttu að verða vísirinn að „iðnbyltingu" íslands. Beizla átti landslýð, setja hann niður við vinnubekki í verk- smiðjuhúsum, og láta hann framleiða eins og lýð annarra Evrópulanda. En gleymst hafði að taka með í reikninginn, að hin íslenzka þjöð er af höfðingjakyni komin, og ekki vel til þess fallin að láta skipa sér í hópa og gera sig að frámleiðslueiningum. Ýmiss konar heimilisiðnaður var reyndar alltaf til, svo sem pijón, vefnaður og neftóbaks- skurður. Það var samt ekki fýrr en eftir seinna stríðið, að fýrsta alvarlega atlagan var gerð að landsmönnum, og þúsundir þeirra ginntar til þess að vinna í hinum nýbyggðu ftystihúsum. Þetta var að miklu leyti Englend- ingum að kenna, því þeir höfðu sett löndunarbann á togarana til að mótmæla úrvíkkun landhelg- innar. Flaka og frysta varð fískinn til að hægt væri að flytja hann úr landi. Húsmæður og unglingar voru blekkt til að hefja störf í frysti- húsum, og stjómmálamenn voru ósparir á hvatningar til lands- manna að styðja og styrkja hinn nýja iðnað. Störfín þar voru unn- in fyrir fóstuijörðina, sögðu þeir. Bretar væru að reyna að svínbeygja okkur í landhelgis- deilunni, og eina leiðin til björg- unar fyrir okkur væri að frysta fískinn. Frystihúsin voru böðuð í ættjarðarljóma. Svona var landslýðurinn plat- aður inn í frystihúsin, og með hangandi hendi og hálfum huga rambaði þjóðin inn í iðnaðartíma- bilið. Fram að þessum tíma höfðu landsmenn fyrst og fremst verið á veiðimannastiginu. Þeir höfðu aldrei almennilega komist á akur- yrkjustigið og þangað til nú stympast við að láta þröngva sér inn á iðnaðarstigið. Allir höfðu vitað, að íslendingar voru mestu og beztu fískimenn í heimi, og á mörgum öðrum sviðum höfðu þeir sýnt veiðihæfíleika sína. Má þar nefna feikilegar ijúpnaveið- ar, hvalveiðar og hreindýra- og minkaveiðar. Auðvitað kom fljótt í Ijós, að fólki líkaði bölvanlega að vinna í fiystihúsum. Þar var kuldi, bleyta, slor og hávaði. Mörgum húsunum gekk líka illa að halda í fólkið, og oft varð að plata út- lenskar stúlkur á vertíð. En nauðugar viljugar urðu samt þús- undir landsmanna að stunda þessa vinnu. En þetta fólk var ekki ánægt. íslandsmenn höfðu gert sér betri vonir, og búist við að geta boðið bömum sínum bjartari framtíð. Þeir vildu ekki, að þau yrðu flakarar, ormatínarar, vigt- arar, tækjamenn, flakasnyrtarar eða pakkarar. Heldur áttu þau að verða listamenn og lögfræð- ingar, söngvarar og sálfræðing- ar, forstjórar og ferðalangar, bílasalar og bankastjórar, flug- menn og fjölmiðlafræðingar, ráðherrar og ritstjórar, mennta- menn og meinatæknar, bændur og blaðamenn, leikarar og lyfja- fræðingar, heildsalar og hag- fræðingar, viðskiptajöfrar og veitingamenn, skáld og sendi- herrar, tónlistarmenn og tölvu- fræðingar. Fyrst nú er næstum fyrirsjáan- legt, að fiskiðnaðurinn muni líða undir lok, væri ekki úr vegi að íhuga, hvort ekki myndi borga sig að leggja niður allar fískveið- ar um leið. Útlendingurinn er gráðugur að komast í góð físki- mið, og ætti að vera einfalt mál að skipuleggja sölu á leyfum eða leigu á svæðum í fískveiðilögsögu landsins. Á íslandi eru fleiri tölvur, mið- að við höfðatölu, heldur en í nokkru öðru landi, og heill her hámenntaðra tölvufræðinga. Þeir geta notað tæknina til að skipu- leggja söluna á fískinum í sjónum. Tekjunum yrði svo auð- vitað jafnað um landið. Fyrrver- andi útgerðarpláss myndu taka þátt í stjómun sinna fískimiða. Fiskiskipin yrðu seld, en þyrlur og fleiri varðskip keypt, til eftir- lits með hinum erlendu veiðiskip- um. Endalok fískveiða landsmanna myndu gerbreyta þjóðlífínu. For- ráðamenn og fólkið þyrftu ekki lengur að hafa áhyggjur af verð- falli á loðnumjöli, lélegum markaði fyrir hörpudisk, stopulu verði á ferskfískmörkuðum og samningum við Rússa, svo eitt- hvað sé nefnt. Þeir sem hengt hafa upp físk og þurrkað fyrir Afríku, þyrftu ekki lengur að hafa áhyggjur af því, hvort tak- ast myndi að selja skreiðina. Og ef sölur myndu takast, hvort blá- menn myndu borga. Og ef þeir þá myndu borga, hvort greitt myndi verða í nothæfum gjald- eyri. Höfundur er ræðismaður ís- lands í Suður-Flórída og framkvæmdastjóri hjá fisksölu■ fyrirtækiá Miami. Til hamingju EinarVilhjálmsson! Einar Vilhjálmsson færði þjóðinni nýtt íslandsmet um helgina þegar hann kastaði spjótinu 82.10 metra, -1.82 metrum lengra en eldra met hans var. Framundan hjá Einari eru eru fjölmörg stórmót á frjáls- íþróttasviðinu. í sumar stefnir hann að þátttöku í Heimsmeistaramótinu, Evrópubikarkeppninni, Heims- leikum stúdenta, og fjölmörgum Grand Prix mótum víða um heim. Á meðal innlendra verkefna má nefna Landsmót UMFÍ, afmælismót FRÍ, bikarkeppni FRÍ o.fl. Á næsta ári eru svo sjálfir Olympíuleikarnir í Seoul, en við þá miðar Einar nú þegar allar æfingar sínar og keppni. » FYRIR FRAMTIÐINA íslandsmet í afmælisgjöf Áfimmtugasta starfsári sínu styður KRON Einar Vilhjálmsson í þrotlausum æfingum sínum og kostnaðarfrekum keppnisferðum um allan heim. Fyrsta uppskera þeirrar samvinnu hefur nú þegar litið dagsins Ijós. Áfram Einar! KKM ✓ x .. TBiir- 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.