Morgunblaðið - 07.07.1987, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 07.07.1987, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 63 Morgunblaðið/KGA Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins á vellinum í gœrkveldi. Jón Baldvin verður fjármálaráðherra: „Þetta þarfnast engra skýringa“ ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur samþykkt tillögn Jóns Baldvins Hannibalssonar, þess efnis að hann verði fjármálaráðherra i þeirri ríkisstjórn sem tekur við völdum á morgun, en fram til sunnudags síðastliðins hafði verið reiknað með því að Jón Sigurðsson yrði fjár- málaráðherra. Jón Baldvin er þögull sem gröfin um ástæðurnar fyrir þessari tillögu sinni og sagði i samtali við Morgunblaðið í gœrkveldi: „Þetta þarfnast engra skýringa." Jón Baldvin bar þessa tillögu upp á þingflokksfundi Alþýðuflokksins sl. sunnudag og var hún samþykkt þar. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins kom tiliaga formannsins þingflokksmönnum mjög á óvart, en þar er Jón Sigurðsson undanskil- inn, þar sem hann mun sl. fímmtu- dag hafa stungið upp á því við nafna sinn Hannibalsson, að þeir hefðu skipti á ráðuneytum. Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins hitti Jón Baldvin að máli, við Hlíðarenda í gærkveldi, þar sem formaðurinn fylgdist með kappleik KR og Vals vildi hann ekkert tjá sig um þessa ákvörðun sína. Hann sagði einungis að þessi ákvörðun þarfnaðist engra skýringa. Aðspurður hvort hann hefði ekki lýst því yfír að Jón Sigurðsson væri ekki hæfasti maður sem völ væri á í embætti ijármálaráðherra, svaraði Jón Baldvin: „Hann er hæf- ur í hvaða ráðherraembætti sem er.“ Jón Baldvin var jafnþögull um þá ákvörðun Karvels Pálmasonar að styðja ekki ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar, sem tekur við völdum á morgun. Hann vildi alls ekkert tjá sig um þessa ákvörðun Karvels. Morgunblaðið/Einar Falur Karvel Pálmason og Bryndís Schram heilsuðust með kærleikum við upphaf flokksstjórnarfunds Alþýðuflokksins á sunnudag, þrátt fyrir yfirlýsingu Karvels þess efnis að hann styðji ekki þá ríkisstjórn sem tekur við völdum á morgun. Karvel Pálmason: Ég styð þessa ríkisstjóni ekki KARVEL Pálmason, þingmaður Alþýðuflokksins úr Vestfjarðakjör- dsemi, hefur ákveðið að styðja ekki rÖdsstjórn þá er tekur við völdum ó morgun. Karvel segir það óráðið hvort þessi ákvörðun hans þýði úrsögn úr þingflokki Alþýðuflokksins. „Það má út af fyrir sig segja það að menn telji viðunandi að setjast í tjármála- og félagsmálaráðherra- stólinn, en menn vita nú viðskilnað- inn þar,“ sagði Karvel, „það kunna kannski að streyma þessir sex millj- arðar úr Qármálaráðuneytinu yfír í félagsmálaráðuneytið, sem vantar þar í húsnæðiskerfíð, en ég hef ekki trú á því.“ Karvel sagði jafnframt að það hefði ekki verið á stefnuskrá Al- þýðuflokksins að leggja 10% sölu- skatt á matvæli. Auk þess kvaðst Karvel telja það með öllu óviðun- andi að öll ráðherraefni þingflokks Alþýðflokksins væru úr Reykjavík- urkjördæmi. „Ég styð þessa ríkisstjóm ekki. Ástæðumar em fyrst og fremst þær að ég tel að Alþýðuflokkurinn fái ekki nægilega framgengt sínum málefnum og stefnumiðum sem hann hefur fram haldið og barist fyrir undangengin ár,“ sagði Karvel í samtali við Morgunblaðið I gær. Hann nefndi sem dæmi að alþýðu- flokksmenn á Vestfjörðum gætu ekki fallist á þá sjávarútvegsstefnu sem ríkisstjómin hefði gert sam- komulag um. Ekki síður sagðist hann vera andvígur því að byggða- og samgöngumál heyrðu ekki undir Alþýðuflokkinn og þar að auki væri hann mjög óánægður með launa- málin. Búvörudeild Sambandsins: Um 700 hestar flutt- ír utan á þessu ári UM 350 hross hafa verið flutt úr landi á vegum búvörudeildar Sambandsins á þessu ári. Lýkur benda til að þessi tala tvöfaldist fyrir lok ársins, að sögn Sigurðar Ragnarssonar sölufulltrúa. I október fer annað skipsfarmur af hrossum til Evrópulanda á þessu ári. Flest eru þau ætluð til reiðar en stefnt er að því að ná fullri nýt- ingu úr ferðinni með því að senda einnig hross á fæti með skipinu sem slátrað verður á áfangastað. „Þetta er raunhæfasta aðferðin í dag fyrir bændur til þess að afsetja hross og sú eina sem stuðlar ekki að birgða- söfnun innanlands. Þá er sá kostur við útflutninginn að hrossin eru greidd út innan tveggja mánaða," sagði Sigurður. Fyrir hest sem fluttur út var með þessum hætti í vor fengust um 3500 danskar krónur að meðaltali, eða 20.000 íslenskar krónur. í öllum Evrópulöndum er nú eftirspum eft- ir íslenskum reiðhestum. Að undanfömu hefur markaðurinn í Svíþjóð glæðst mjög og stefnir í mesta söluaukningu þar á þessu ári, að sögn Siguriðar. Þýskir áhugamenn um íslenska hestinn gerast vandlátari en áður. Þar er nú nokkuð framboð af meðalgóðum hrossum af íslensku kyni, en sækja verður góða reið- og keppnishesta til heimalandsins. Viðskipti með hrossin eru með margvísiegum hætti. Algengt er að einstaklingar festi kaup á eigin fák- um. Einnig eru dæmi um að sami maður festi sér 30-40 hesta sem ætlaðir eru til endursölu. Nokkrir hrossakaupmenn eru með í spilinu og hafa þeir komið reglulega til landsins í þessum erindagjörðum undanfarin ár. Nær allir hestamir koma af Suðurlandi, Vesturlandi- og úr Eyjafirðinum. Sigurður sagði að stefnt væri að því að selja sem flest hross tamin. Það gæfí kaupandanum tryggingu fyrir góðum hesti og betri með- mæli með íslenska hestakyninu. „Við teljum að aukinn útflutningur skili hrossabændum betri afkomu og hafí einnig stuðlað að hærra verði á hestum hér innanlands," sagði hann. Mínnkandi sala og - notkun á öllu tóbaki SALA og notkun tóbaks fer sífellt minnkandi hér á landi, samkvæmt niðurstöðum kannann tóbaksvamanefndar og fleiri aðila. Tvö og hálft ár eru siðan nýju tóbaksvarnalögin tóku gildi, en þau fela meðal annars í sér bann við reykingum á almenn- ingsstöðum og að vara verði við notkun tóbaks á umbúðum. Á undanfömum árum hafa reykingavamanefnd, krabbameins- félagið og tóbaksvamanefnd staðið fyrir könnunum á notkun tóbaks meðal landsmanna. Þar hefur kom- ið fram að reykingamönnum hefur farið fækkandi á undanfömum árum. Fækkun reykingamanna hef- ur haft í för með sér minnkandi sölu á tóbaki og er því haldið fram í fyrsta tölublaði tímaritsins Heil- brigðismál á þessu ári, að í kjölfar nýrra laga um tóbaksvamir hafí þjóðinni sparast útgjöld sem nema á þriðja hundrað milljónum króna á fyrstu tveimur ámnum eftir að þau tóku gildi. Árið 1980-81 reyktu 54% karla og 42% kvenna, 45% karla og 39% Landsmót hesta- manna 1990: Vindheima- melar urðu fyrir valinu VINDHEIMAMELAR í Skaga- firði urðu fyrir valinu sem næsti landsmótsstaður á fundi stjómar Landssambands hestamanna- félaga f gærkvöldi. Leynileg atkvæðagreiðsla fór fram um þá tvo staði sem í boði , voru og kusu fímm stjómarmanna Vindheimamela en tveir Melgerðis- mela. í vetur sendi stjóm samtak- anna út spumingarlista til hestamannafélaga á Norðurlandi þar sem meðal annars var spurt hvar viðkomandi félag kysi að næsta landsmót yrði haldið. Meiri- hluti félaganna vildi Vindheima- mela. Landsmótið verður væntanlega haldið fyrstu helgina í júlí 1990. kvenna árið 1983 og 43% karla og 39% kvenna árið 1984. Á síðasta ári reyktu 37% karla, eða 17% færri en 6 árum áður, og 35% kvenna, 7% færri en samkvæmt fyrstu könn- uninni. Að sögn Þorvarðar Ömólfs- sonar hjá krabbameinsfélaginu bendir allt til að á þessu ári haldi reykingafólki áfram að fækka. Sömu sögu er að segja um sölu tóbaks hjá ATVR, en hún minnkaði um 34 tonn, 6,5%, á tveggja ára tímabili, á árunum 1984-86. Tó- bakssala ÁTVR var árið 1984 536 tonn en 502 tonn 1986. Þorvarður Ömólfsson sagðist ekki í neinum vafa um áhrif og gildi tóbaksvamalaganna. Af þeim nýmælum, sem S lögunum fælust, Keflavfk. Bæjarstarfsmenn f Keflavfk vinna af kappi þessa dagana við að Ijúka gerð svokallaðs „hljóð- múrs“ sem aðskilur Aðalgötu og Garðahverfi. Aðalgatan hefur nú verið tengd Flugstöðvarveginum og verður bráðlega opnuð til umferðar. Að sögn Jóns ólsen bæjarverk- myndu að hans mati vega þyngst á metunum takmarkanir á reyking- um, en samkvæmt lögunum er bannað að reylqa á almenningsstöð- um, þar sem menn sækja sér afgreiðslu eða þjónustu. Einnig væru mikilvægar viðvaranimar á tóbakspökkunum, en nú er óheimilt að veita undanþágur frá slíkum merkingum. Þá væri eitt hið mikil- vægasta í lögunum bann við sölu tóbaks til bama undir 16 ára aldri, en Þorvarður sagðist uggandi um að því ákvæði væri ekki nægilega vel framfylgt. Hann sagðist hafa þá trú að þessi atriði, ásamt banni við tóbaksauglýsingum, hefðu upp- eldislegt gildi og hefðu breytt viðhorfum manna til reykinga. stjóra verður „hljóðmúrinn" um 204^ metra langur og verða tré og blóm gróðursett í nágrenni hans. Hjá Keflavíkurbæ starfa um 150 unglingar við almenna fegrun I sumar og er ætlunin að tyrfa 3 hektara eða 30 þúsund fermetra í bænum. - BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal „mjódmúrinn“ við Aðalg’ötu verður um 200 metra langur og á að draga úr hávaða frá götunni. Keflavík: 200 metra hljóðmúr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.