Morgunblaðið - 09.07.1987, Side 1

Morgunblaðið - 09.07.1987, Side 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 152. tbl. 75. árg._______________________________________________FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987______________________________________________Prentsmiðja Morgniiiiblaðsins North vís- ar á yf ir- boðara sína Washington, Reuter. OLIVER North, fyrrum starfs- maður bandaríska þjóðarörygg- isráðsins, sagði í gær, að Israelar kynnu að hafa stungið upp á að andvirði vopnanna, sem seld voru Irönum, yrði sent skæruliðum í Nicaragua. Á það hefði William Casey, yfirmaður CIA, fallist. North sagði, að William Casey, fyrrum yfirmaður bandarísku leyni- þjónustunnar, og yfirboðari sinn, John Poindexter, hefðu vitað um og samþykkt stuðninginn við skæruliða. Casey, sem lést í maí sl., hélt því hins vegar ávallt fram, að leyniþjónustan hefði hvergi nærri komið. North brást reiður við þegar hann var spurður hvort hann hefði sjálfur hagnast á vopnasölumálinu og stuðningnum við skæruliða og neit- aði því harðlega. Viðurkenndi hann þó að hafa þegið að gjöf þjófa- varna- og öryggiskerfi, sem komið var upp á heimili hans, enda hefði hann haft fulla ástæðu til að óttast arabíska hermdarverkamenn. Það kom fram hjá North í gær, að í dulmálinu, sem notað var í tengslum við vopnasölumálið, hefði Israel verið nefnt „banani", Banda- ríkin „appelsína“ og hann sjálfur „blóð og barátta", „sleggjan" og „herra góður“. Sagði North, að dulmálið hefði ekki verið að ófyrir- synju og ekki sótt í teiknimyndasög- ur. Sest í stól forsætisráðherra Mor^unhluoi(VRAX ÞORSTEINN Pálsson hengir jakka sinn á bak forsætisráð- herrastólsins áður en hann settist í hann í fyrsta sinn. Ráðuncyti Þorsteins tók við völdum á ríkisráðsfundi klukkan 15 í gær. Að því búnu hélt Þorsteinn upp í stjórnarráð, þar sem hann Itók við lyklum forsætisráðuneytisins úr hendi Steingríms Her- mannssonar. Á blaðsíðum 32, 33, 34 og 35 er fjallað um stjórnar- skiptin og á baksíðu er mynd af nýju ríkisstjórninni og viðtal við Þorstein Pálsson. Leitað írústum Mun færra fólk er nú talið hafa farist í slysinu í vestur-þýsku borginni Herborn í fyrrakvöld en upphaflega var óttast. Tankbíll með 36 þúsund lítra af bensíni rakst þá á hús í borginni og kviknaði í bensíninu en jafnframt barst eldurinn í gasleiðslur nærliggjandi bygginga. Fjórir létust og tíu var enn saknað er síðast fréttist. Á myndinni sjást björgunarmenn við störf í mið- borginni í gær. Sjá síðu 28 „Tala látinna . . .“ Flotavemd olíu- skipa samþykkt Hahrain, Washington, Reuter. Risaolíuskip frá Kuwait varpaði í gær akkerum við mynni Persa- flóa en ríkisstjórn Banda- ríkjanna hefur ákveðið að 11 olíuskip frá Kuwait fái að sigla undir bandarískum fána frá miðjum júlí. Mun ætlunin að láta skipið, sem er um 400 þúsund tonn að stærð, ferja olíu 'frá Kuwait til hafsvæða þar sern minni hætta er á árásum stríðandi aðila við Persaflóa. Áætlun Reagan-stjórnarinnar sætir víða gagnrýni og í leiðara í dagblaði í smáríkinu Bahrain við Persaflóa sagði að áætlunin um flotaverndina hefði augljóslega ver- ið gerð í flýti og myndi gera ástandið við flóann enn ótryggara en áður. Formaður hermálanefndar full- trúadeildar Bandaríkjaþings, Les Aspin, er nýkominn úr ferð til Persaflóa og segir hann flotavernd- ina verða mun umfangsmeiri og hættulegri en fyrst var áætlað þar sem bandarísk herskip verði í stöð- ugum siglingum nálægt mestu átakasvæðunum fyrir botni flóans. Talsmenn Bandaríkjastjórnar neita fullyrðingum þess efnis að sam- komulagið við Kuwait sé túlkað með mismunandi hætti í ríkjunum tveimur. Segja þeir að allt sé vel undirbúið og andstæðingar Reag- ans reyni að grípa sérhvert hálm- strá til að hindra þessar aðgerðir sem séu nauðsynlegar hagsmunum ríkisins. í gær var felld í fulltrúadeildinni tillaga sem hefði haft í för með sér að áætlunin hefði verið lögð á hill- una. Á hinn bóginn var búist við að samþykkt yrði áskorun um að fresta aðgerðum í þijá mánuði en SOVESK kona, Svetlana Kris- zova, hvarf ásamt tveggja ára gömlum syni sínum í miðborg Oslóar á mánudaginn. Konan er 22 ára gömul og gift syni bílstjóra við tékkneska sendiráð- ið í borginni. Lögreglan telur að konan hafi annaðhvort verið numin á brott eða um sé að ræða pólitískan flótta. Konan sagðist ætla í sólbað í Frogner-almenningsgarðinum slík samþykkt hefur aðeins tákn- ræna merkingu. Iæiðtogar meiri- hluta Demókrata í dcildinni viðurkenna að ekki sé miigulegt að stiiðva áætlunina héðan af. Verið er að fjölga bandarískum herskipum á Persaflóasvæðinu úr sjii upp í níu. Flugvélaskipið Con- stellation er skammt undan Persa- flóa og talið er að orrustuskipið Missouri muni síðar í mánuðinum l,,ggja af stað frá San Francisco áleiðis til flóans. ásamt drengnum en síðan hefur enginn séð hana. Uigreglan hefur haft samband við iill vestrain sendi- ráð í borginni. Konan er búsett í Tékkóslóvakíu, hjónabandið er talið hamingjusamt og konan ánægð með veru sína í landinu. Maður hennar fór frá Osló heim á leið daginn áðuren mæðgin- in hurfu. Ixigreglan geröi ítarlega leit í Frogner-garöinum í gærkviildi en án árangurs. Mæðgin hverfa í Osló Frá fréttaritara MorRunbladsins í Osló- , Jan Erik I^iure.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.