Morgunblaðið - 09.07.1987, Page 36

Morgunblaðið - 09.07.1987, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 16 ÚA semur um fiskverð við t ogaraáhafnir Útgcrðarfélag Akureyringa hefur gert sanminga um fiskverð við þrjár áhafnir af fjórum á togurum sínum og gilda þeir til septemberloka. „Ég vona bara að allir aðilar séu ánægðir með þetta samkomulag sem gert hefur verið, án þess að ég meti á nokkum hátt hversu gott það er,“ sagði Vilhelm Þorsteins- son, framkvæmdastjóri ÚA,í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann vildi ekki láta uppi hvemig samið hefði verið. „Samningurinn gildir til september- loka, sem er út það tímabil sem ákveðið hefur verið að gefa fiskverð ftjálst, og ég vona bara að fjórða áhöfnin bætist sem fyrst í hóp hinna áhafnanna þriggja og sættist á þennan samning," sagði Vilhelm að lokum. Hjalteyri gæti hentað vel fyrir lúðueldi. Fiskeldi Eyjafjarðar hf TILRAUNAELDI á lúðu mun hefjast við Eyjafjörð í haust. Það er fyrirtækið Fiskeldi Eyjafjarð- ar hf. sem standa mun að þessu tilraunaeldi og eru umhverfis- rannsóknir þegar hafnar. Að sögn Ólafs Halldórssonar, fiski- fræðings, getur verið að við Hjalteyri séu ákjósanlegar að- stæður til eldisins. „Við ætlum að byrja á því að kanna aðstæður til lúðueldis við Hjalteyri þó svo að aðrir staðir komi vissulega til greina," sagði ólafur í samtali við Morgunblaðið. „Við hófum umhverfísrannsóknir við Ejjafjörð 1. júní, og gerðum þá rannsóknir á hita, seltu, súrefni og dýrasvifí í sjónum. Síðan ætlum við að láta gera úttekt á þeim mann- virkjum sem fyrir hendi eru á Hjálteyri; hvort og hvernig þau megi nýtast til lúðueldisins. I haust ætlum við síðan að heija tilrauna- eldi á smálúðu og stærri lúðu og athuga hvemig hún þrífst við þess- VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIDI Við erum fluttir í nýtt húsnæði v/Laufásgötu VIÐ EIGUM Á LAGER: Handfærabúnað • línubúnað • togveiðibúnað • rækjuveiðibúnað • og margtfleira HÖFUM UMBOÐ FYRIR: Hampiðjuna, Vélsmiðjuna Odda, Plastein- angrun, J. Hinriksson, Fram (keðjur), Moririn (net), Engel (flotvörpur og net). SANDFELL HF v/Laufásgötu, Akureyri, sími 96-26120. Strandvegi 77, Vestmannaeyjum, sími 99-2975. Suöurtanga, ísafirði, sími 94-3500 ar aðstæður sem við Eyjaíjörð bjóðast. í framhaldi þessara athug- ana verður síðan kannað hver áhugi manna fyrir lúðueldi verður; treysta menn sér til þess að leggja út í þetta af fullum krafti eða ekki? Þannig að þetta fé sem verið er að leggja í þetta núna er hreint áhættufé," sagði Ólafur að lokum. Nú þegar er hlutafjáreign Fisk- eldis Eyjafjarðar hf. orðið um 5,7 milljónir króna og hafa 23 aðilar lagt það til. Stærstu hluthafamir eru Akureyrarbær og Byggðastofn- un sem lagt hafa til eina milljón króna hvor um sig. Aðrir stórir hlut- hafar eru Amameshreppur, Iðnþró- unarfélag EyjaQarðar, ístess, Krossanes, Samherji og Útgerðar- félag Akureyringa. Að sögn Inga Bjömssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er ennþá verið að safna hlutafé og er óvíst hversu margir hluthafar eiga eftir að bæt- ast við. Harður árekstur á Helgamagrastræti Tflraunir með lúðu- eldi hefjast í haust Verið er að kanna aðstæður við Hjalteyri ALLHARÐUR árekstur varð um tvöleytið í gærdag er tveir bílar skullu saman á mótum Helga- magrastrætis og Hamarsstígs. Annar bílstjórinn var fluttur í sjúkrahús. Alls urðu þrír árekstrar hér á Akureyri í gærdag; aftanákeyrsla varð síðdegis á Hörgárbraut og á bílastæði við Bautann bakkaði öku- maður bifreiðar á aðra bifreið. Areksturinn við Helgamagra- stræti var hins vegar það harður að annar bílstjórinn var fluttur á sjúkrahús og báðir bílamir vom fjarlægðir með kranabíl og taldir mikið skemmdir. Viðar Eggertsson og Harald G. Haralds í hlutverkum sínum. Leikrit um eyðni sýnt í Sjallanum SPURNINGIN hvort séu í Kongó hefur ekki verið Nýtt starfsfólk á svæðisútvarpið RIKISUTVARPINU hér á Ak- ureyri hefur bæst liðsauki að sunnan, þar sem eru þau Kristján Siguijónsson og Margrét Blönd- al, og einnig hefur þvi áskotnast litil sendibifreið, i orðsins fyllstu merkingu, því úr henni verður hægt að senda dagskrárefni beint þaðan sem atburðirnir ger- ast. „Rúvak“ gekkst fyrir frétta- mannafundi í vikunni þar sem hinir nýju dagskrárgerðarmenn voru kynntir ásamt hinum hentugu eig- inleikum sendibílsins. Þau Kristján og Margrét hafa verið starfandi á rás tvö fram að þessu; Kristján hefur séð um morgunþáttinn en Margrét verið annar umsjónar- manna Hringiðunnar, sem útvarpað hefur verið síðdegis. Verður starf þeirra hér nyrðra til að byija með aðallega fólgið I umsjón svæðisút- varpsins milli klukkan 18 og 19 en þegar morgunútvarpinu verður hleypt af stokkunum að nýju í haust munu þau taka þátt í umsjón þess. Subarusendibifreiðin sem stöðin keypti er mjög hentug til að koma fyrir tækjabúnaði fyrir upptökur og verður hún fyrst notuð til beinna útsendinga frá Landsmótinu á Húsavík og að sögn Emu Indriða- dóttur verður hún til að auðvelda þeim starfsemina til muna. lendingum mjög áleitin i gegnum tíðina, en þeir sem vilja svala þeirri forvitni sinni gefst kannski kostur á því nú á næstunni, því Alþýðuleikhúsið er í leikför hér á Norðurlandi með leikritiið „Eru tígrisdýr í Kongó?“ Sýning- ar hér á Akureyri verða alls fjórar, en einnig verður það sýnt á Dalvík. Leikritið fjallar um sjúkdóminn eyðni, og er eftir Finnana Bengt Ahlfors og Johan Bergum. Þar seg- ir frá tveimur rithöfunudm sem falið hefur verið að skrifa gaman- leik um sjúkdóminn. Þeir reyna að nálgast viðfangsefni sitt á ýmsan hátt, meðal annars með því að setja sjálfa sig í aðstöðu eyðnisjúklinga og reyna þannig að átta sig á við- brögðum þeirra sjálfra, ættingja þeirra og samfélagsins. Sýningar hér á Akureyri verða í Sjallanum í kvöld, sunnudag, þriðju- dag og miðvikudag, og heijast þær allar klukkan 20, og á mánudaginn 13. júlí verður ein sýning í víkur- röst á Dalvík. Leikarar sýningarinnar eru ein- ungis tveir, Viðar Eggertsson og Harald G. Haralds, og leikstjóri er Inga Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.