Morgunblaðið - 09.07.1987, Side 62

Morgunblaðið - 09.07.1987, Side 62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 4 Evrópumótin í knattspyrnu: Detta Fram, Valur og ÍA í lukkupottinn? Dregið í 1. umferð í Genf í Sviss f dag I DAG verður dregið f 1. umferð Evrópumótanna þriggja f knatt- spyrnu, en leikirnir eiga að fara fram 16. og 30. september. Að venju fer athöfnin fram í aðal- stöðvum Knattspyrnusambands Evrópu í Genf í Sviss að viðstödd- um fulltrúum félaganna, sem hlut eiga að máli. íslensku liðin í mótunum eru þau sömu og í fyrra eða íslandsmeist- arar Fram, bikarmeistarar ÍA og Valur, sem hafnaði í 2. saeti 1. deildar í fyrra. Sem fyrr bíða menn spenntir eftir að vita hverjir mót- herjarnir verða. Þau lið, sem leikið hafa í undanúrslit undanfarin fimm ár, lenda ekki saman í fyrstu tveim- ur umferðunum, en áður átti þetta aðeins við um fyrstu umferð. Napólí efst hjá Fram Fram tekur þátt í Evrópukeppni meistaraliða og að sögn Jóhanns G. Kristinssonar, framkvæmda- stjóra knattspyrnudeildarinnar, eru Ítalíumeistarar Napolí efstir á lista, en Real Madrid er einnig vænlegur kostur. 32 lið taka þátt í keppninni og níu þeirra lenda örugglega ekki saman. Þau eru Anderlecht frá Belgíu, Bayern Munchen Vestur- Þýskalandi, Bordeaux Frakklandi, Porto og Benfica Portúgal, Steaua Bukarest Rúmeníu, Dynamo Kiev Sovétríkjunum og Real Madrid Spáni. Að sjálfsögðu eru mörg önnur sterk lið í þessari keppni og má þar nefna Napólí Ítalíu, Glas- gow Rangers Skotlandi og Eind- hofen Hollandi. ÍAvillléttlið Skagamenn taka þátt í Evrópu- keppni bikarhafa ásamt 32 öðrum liðum. Þeir fengu skell í Evrópu- keppninni í fyrra eins og Valur og Fram og að sögn Steins Helgason- ar, framkvaemdastjóra knatt- spyrnufélags ÍA, eru Skagamenn ekki spenntir fyrir að dragast gegn sterku liði. HSV Vestur-Þýska- landi, Ajax Hollandi, Lokomotiv Leipzig Austur-Þýskalandi, Hajduk Split Júgóslavíu, Týról Austurríki, Dinamo Bukarest Rúmeníu og Real Sociedad Spáni dragast ekki sam- an. Valur og Barcelona? Valsmenn eru í Evrópukeppni félagsliða ásamt 63 öðrum liðum. Valur hefur oft lent á móti frægum liðum og vilja að svo verði í ár. „Við óskum allra helst eftir að dragast gegn Barcelona, sem er eitt besta félagslið Evrópu í dag. Við Valsmenn lítum á þátttöku í Evrópukeppni sem knattspyrnu- veislu og viljum aðeins það besta. í fyrra fengum við Juventus og Eggert formaður hoppaði rúmlega hæð sína í loft í Genf og við vonum að við fáum að sjá hann endurtaka það í beinni útsendingu," sagði Hilmir Elísson, ritari knattspyrnu- deildar Vals. Tólf lið dragast ekki saman í keppninni: Gladbach Vestur- Þýskalandi, Panathinaikos Grikk- landi, Austria Vín Austurríki, Craiova Rúmeníu, Dundee United og Aberdeen Skotlandi, Gauta- borg Svíþjóð, Dynamo Moskva Sovétríkjunum Barcelona Spáni og Bohemians Prag Tékkóslóvakíu. Klukkan tíu að íslenskum tíma hefst athöfnin í Genf og skömmu síðar verður Ijóst hvaða mótherja íslensku liðin fá. Þátttaka í Evrópu- keppni er ávallt fjárhagslegt happdrætti og víst er að gjaldkerar félaganna og áhorfendur vilja fá frægu liðin. - Q> Verður Frömurum að ósk sinni og leikur Maradona á Laugardals- vellinum i september? Enska knattspyrnan: cm Ek UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ FERÐAMÁLA Á (SLANDI • INGÖLFSSTRÆTi 5 • Sl'MI 623045 OPIÐ DAGLEGA FRA KL. 8 TIL 20 Á ÍSLANDI HEFUR OPNAÐ AÐ SOLFSSTRÆTI 5 UPPLYSINGAMIÐSTOÐ FERÐAMÁLA Nicholas áfram hjá Arsenal Frá Bob Hennessy ó Englandi. CHARLIE Nicholas undirritaði nýjan eins árs samning við Arse- nal i gær. Nicholas hefur að undanförnu verið í Glasgow og rætt við sína gömlu félaga í Celtic um að ganga til liðs við félagið á ný, en hann blómstraði hjá Celtic til ársins 1983 er hann fór til Arsenal. Þar hefur hann ekki almennilega fund- ið sig, en ætlar að láta á reyna í eitt ár til viðbótar. Þá vakti athygli að Hearts borg- aði Rangers 500 þúsund pund í gær fyrir varnarmennina Dave McPherson og Hughes Burns, en þeir eru báðir í skoska landsliðinu skipað leikmönnum tuttugu og eins árs og yngri. Reading snaraði út 80 þúsund pundum fyrir Colin Gordon hjá Wimbledon. Gordon er 23 ára mið- herji, en komst ekki í liðið á síðasta keppnistimabili. Gerry Francis, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, tók við af Bobby Gould sem framkvæmda- stjóri Bristol Rovers, er leikur í 3. deild. Francis lék með Bristol fyrir tveimur árum, en fólagið hafði ekki ráð á að halda honum og lét hann fara síðastliðið haust. Franski kappaksturinn um síðustu helgi: Hinir fjóru fræknu í fyrstu sætunum HINIR fjóru fræknu í Formula 1- kappakstursheiminum náðu allir toppsæti í franska kappakstrin- um á sunnudaginn. Brasilfu- mennirnir Ayrton Senna og Nelson Piquet, Alain Prost frá Frakklandi og Nigel Mansell frá Bretlandi berjast grimmt um heimsmeistaratitilinn og luku allir keppni. Mansell vann á Willams, en Piquit fólagi hans varð annar. Prost náði svo þriðja sætinu á undan Senna. Úrslitin setja mikla spennu í heimsmeistarakeppn- ina, þessir fjórir ofantaldir kappar gætu allir sigrað. Sigurinn var Mansell kærkom- inn, en hann hefur ekki riðið feitum hesti frá tveim síðustu mótum. Helsti keppinautur hans var félagi hans hjá Williams, Pifquet, sem virtist á tímabili ætla framúr Mans- ell. En hann skipti tvívegis um dekk undir bílnum, í seinna skiptið töpuðust dýrmætar sekúndur, sem kostuðu hann hugsanlegan sigur. Á meðan lét Mansell aðeins einu sinni skipta um dekk og einu vandræðin sem hann lenti í voru tengd gírskiptingunni. „Hnúðurinn á gírstönginni datt af, en olli ekki stórvandræðum. Ég vona að ég hafi sannað getu mína aftur, eftir lánleysi í síöustu keppni," sagði Mansell. Prost var ekki jafnánægður og Mansell. „Ég fann brunalykt um miðbik keppninnar og skrúfaði nið- ur virkni forþjöppunnar, þannig að aflið minnkaði. Það var betra að næla í nokkur stig, en detta út," sagði Prost. Senna sigldi í fjórða sætið á bíl, sem honum fannst ekki virka nægilega vel. „Þyngdar- hlutföllin voru ekki rétt fyrir þessa braut. Ég keyrði eins hratt og mögulegt var, það var allt í þotni, en gekk ekki upp núna," sagði Senna, sem vann síðustu keppni. Áttatíu hringir voru eknir í franska kappakstrinum, samtals 305 kíló- metrar, og setti Nelson Piquet brautarmet á leið sinni í annað sætið. Lokastaðan í franska kappakstrinum 1. Nigell Mansell, Williams Honda 1.37.3.839 klst. 2. Nelson Piquet, Willams Honda 2.37.11.550 klst. 3. Alain Prost, McLaren 1.37.59.094 klst. 4. Ayrton Senna, Lotus Honda 1 hring á eftir 5. Teo Fabi, Bennton Ihringáeftir 6. Philippe Streiff 3 hringjum á eftir 7. Jonathan Palmer, Tyrell Ford 4 hringjum á eftir 8. Stefan Johansson, McLaren 6 hrlngjum á eftir 9. Pascal Fabre, AGS 6 hringjum á eftir Sta&an f heimsmeistarakeppni öku- manna Stig: 1. Ayrton Senna, Brasilfu 27 2. Alain Prost, Frakklandi 26 3. Nelson Piquet, Brasilíu 24 4. Nigel Mansell, Bretlandi 21 5. Stefan Johansson, Svfþjóð 13 Keppni bflahönnuða Stig: 45 39 30 17 1. Willaims 2. McLaren 3. Lotus 4. Ferrari Í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.