Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 DEMIDEKK VIÐARVÖRN... í óskaHtunum þímim úr litabankanum okkar Veldu gæði og endingu - Veldu DEMIDEKK. HClSASIVHOJAIM SUDARVOGI 3-5 0 687700 afsláttur í júní og júlí veitum viö 15% staðgreiðsluafslátt af öllum bremsuklossum í Volksvagen, Mitsubishi og Range Rover bifreiðar. Kynntu þér okkar verð, það getur borgað sig. SÍMAR: 91-695500 91-695650 91-695651 HEKLAHF Landbúnaðarstefnan og skógræktin: Innflutningur landbúnaðarafurða 2. GREIN eftír dr. Benjamín H.J. Eiríksson Þegar farið er að ræða land- búnaðarmálin, friðunarmálin og skógræktina af einhverri alvöru kemur fljótt spumingin: Ætlið þið að fara að flytja inn landbúnaðaraf- urðir? Svarið á auðvitað að vera: Já! flestar, þær sem vér þurfum og getum keypt á skaplegu verði. Og það vill einmitt svo til, að þær afurð- ir má einmitt fá, góðar og á ákaflega hagstæðu verði. Afurðim- ar, sem mér koma fyrst í hug, em lambakjöt, smjör og kartöflur. Til landsins em nú þegar fluttar landbúnaðarafurðir í stómm stíl. Smávegis upptalning gæti verið svona: Hveiti, rúgur, hrísgrón, mafs, bygg, malt, sykur, kaffí, te, kakó, krydd, ávextir, grænmeti, vín, tóbak, blóm og til skamms tíma hampur og sísal. Eg læt bómull og silki fljóta með. Þá koma einnig skógarafurðir í mörgum myndum, einnig timbur og pappír. Háar §ár- hæðir, milljarðar. Vísir menn í flestum flokkum draga svo af þessu ástandi þá ályktun, að ekki komi til mála að flytja inn landbúnaðaraf- urðir. Aftur á móti fínnst mönnum sjálfsagt að aðrar þjóðir geri þetta, já, flytji inn íslenzk matvæli, jafn- vel kjöt, lambalq'öt. Bændapólitfkin er sú, að banna algjörlega innflutning á kjöti. Ástæðan fyrir banninu, segja þeir, sé hættan á sjúkdómum. Nú er kjöt verzlunarvara um allan heim. Meira að segja neita talsmenn bænda sífellt að játa sig sigraða í kjötút- flutningsmálinu. Röksemdin er því ekki annað en fyrirsláttur, þvætt- ingur. Innflutningur kjöts er af sama tagi og innflutningur flestra þeirra landbúnaðarafurða sem ég hefí talið upp hér að framan. Einn- ig flytjum við inn lítisháttar af niðursoðnum físki og fínnst engum tiltökumál. Lambakjöt mætti auð- vitað flytja inn, svo og annað kjöt, svo sem eins og aðrar landbúnaðar- afurðir. Á heimsmarkaði má fá úrvals lq'öt, á langtum lægra verði en því sem neytendum og skatt- greiðendum er nú gert að greiða fyrir íslenzka kjötið. Réttara er að segja: Kúgaðir til að greiða. Þetta sést aldrei skýrar en þegar fréttir koma af því verði, sem stendur til boða erlendis fyrir íslenzt lq'öt, 15 til 20 kr. fyrir kflóið. Sorphaugam- ir taka svo undir og segja: Þetta er ekki verzlunarvara. Pyrir stríð heyrðist um sölu á íslenzku dilkakjöti til Bretlands. Bretar, sem ég spurði um þetta, sögðu: Jú, það fæst stöku sinnum f fátækrahverfum hafnarborganna, sem þriðja flokks vara. Hvers vegna skyldi kjötið þekkt sem þriðji flokkur? Ástaeðumar em sjálfsagt fleiri en ein. Sú sem oft- ast er nefnd, held ég að sé ekki sú sem er í rauninni þýðingarmest. Hún er sú, að fítan er ekki dreifð nægilega um kjötið, heldur kemur í keppum utan á því. En mér er næst að halda að höfuðástæðan sé sú, að þetta kjöt er ekki stöðluð afurð. Til þess að fá staðlaða afurð þarf rækt í stofninn, rétta meðferð og rétt eldi, rétta sláturaðferð og meðhöndlun kjötsins. Bændur era ekki agaður lýður. Þeir era þó hættir að horfella. En til skamms tíma settu þeir lömbin á kál nokkra fyrir slátran. Við það verður kjötið óætt. Ég er ekki viss um að því sé alveg hætt. Stundum er kjötið seigt. Stundum fyllist diskurinn af blóði þegar kjötið þiðnar. Kaupandinn vill fá staðlaða vöra, ekki eitt í dag og annað á morgun. Útflutningur lambakjöts er vonlaust verk og ekki annað en eltingarleikur við kosning- alygar. Það er að sjá að um það bil þriðj- ungur landbúnaðarframleiðslunnar sé að mestu leyti sóun, fjárhagslega séð, og byggist á arðlausu striti og spillingu gróðurríkisins. Þjóðinni væri bezt þént með því að leggja niður sauðfjárbúsakapinn að mestu leyti. Með þeirri ráðabreytni sýndi hún það að hún gæti lært af reynsl- unni. Þá er það og, að bæjarbúar láta ekki endalaust bjóða sér allt. Þjóðin býr nú að mestu leyti í kaupstöðum og kauptúnum. í öllum greinum landbúnaðarins era um 6,4% vinnuaflsins. Sauðfjárbændur og fjölskyldur þeirra era því vart meira en 1-2% þjóðarinnar. Það er alveg ástæðulaust að sætta sig við ofríki bændanna. Landið á að taka frá sauðkindinni og afhenda það fólkinu, sem nú er að mestu leyti bæjarfólk. Þjóðin býr í borg og bæjum. Þetta fólk þarf að fá að- gang að landinu. Og það sættir sig ekki við manngerða eyðimörk til langframa. Gróðurinn, skógurinn og fólkið, þessir verða að fá hús- bóndaréttinn. Mér er sem ég heyri maldað í móinn við ályktun mína. Það er rétt að lambakjöt er ekki brauð, fiskur, nýmjólk, kjúklingar eða grænmeti. En er það samt ekki hlið- stætt þeim af sjónarhóli neytand- ans? Og hver vill að þjóðin greiði aukalega miiljaraða vegna ein- stakra afurða af þessu tagi? Hvað er það þá við lambakjötið sem ger- ir það svona frábragðið öðram tegundum matvæla, að fyrir fram- leiðslu þess í landinu sé fómandi Dr. Benjamín H.J. Eiríksson miklum þjóðarhagsmunum og vel- ferðarmálum, milljörðum króna og landgæðum, sem margvísleg efna- hagsstarfsemi önnur byggist á, fyrir nú utan mannlíf í manngerðri eyðimörk. Hvað segðu menn um að fórna svona hagsmunum tl þess að geta haldið — segjum — rauð- sprettunni að fólkinu og þar með fóðrað dragnótaveiðamar? Eru menn virkilega ekki famir að átta sig á því enn, að mannlífið er ekki lengur orf og ár, útengjar og fisk- reitir, né göngur á hestbaki? Sú röksemd að nokkrir menn, aðrir en bændur, hafí atvinnu af óarðbærri landbúnaðarframleiðslu, er léttvæg. Þama er mest um að ræða yfírbyggingu landbúnaðarins, báknið, sem bólgnað hefír út því meir afvega sem landbunaðarfram- leiðslan hefir leiðst. Stór hluti þeirra bænda, sem hætta verða sauðíjár- búskap, myndu fara svipaðar leiðir og aðrir úr stéttinni á undan þeim. Bændum hefír þegar fækkað, og þeirri fækkun ekki fylgt nein stór félagsleg vandamál, ekkert at- vinnuleysi. Þess verður lítið vart að fólkið, sem breytt hefír til, kvarti yfír því, að því líði verr við hinar nýju aðstæður, í nýjum heimkynn- um. En það er um þessa hlið málsins eins og vandann við að yfírgefa orf og ár. Breytt þekking kemur með breytta tækni, breyttar og betri samgöngur, breyttan og bættan efnahag og í kjölfarið fylgir svo STATTU GÆÐAVAKT MED KODAK í SUMAR! Stattu gæðavakt með Kodak í sumar! Pér býðst að taka þátt í skemmtilegum sumarleik um leið og þú nærð í myndirnar úr framköllun hjá næstu Kodak Express framköllunarþjónustu. FJÖLM ARGAR VHJUEKENNINGAR! Kodak Express gæðaframköllun er á eftirfarandi stöðum: Akranesi: Bókaverslunin Andrés Níelsson hf. Akureyrí: Pedrómyndir og | Nýja Filmuhúsið. Hafnarfirði: Radíóröst Myndahúsið, Dalshrauni 13. s Kópavogi: Bókaverslunin Veda, Hamraborg. Reykjavík: Verslanir Hans £ Petersen, Bankastræti, Austurveri og Glæsibæ. < Selfossi: Vöruhús KÁ. ísafjörður: Bókaverslun Jónasar Tómassonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.