Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 33 Morgunblaðið/Þorkell ir það vegarnesti sem Alexander dóttur félagsmálaráðherra. óttir félagsmála- irétti milli er meðal yerkefna yrði handa fljótlega við gerð frum- varps um kaupleiguíbúðir. „Stjórnar- flokkamir hafa þar gengist inn á ákveðið samkomulag. Eg er persónu- lega mjög ánægð með úrslit þessa máls, nú er að láta verkin tala.“ í kosningabaráttunni lagði Al- þýðuflokkurinn áherslu á málefni fjölskyldunnar, ekki síst styttingu vinnutíma. Þegar Jóhanna var spurð að því hvernig hún hygðist vinna þessu framgöngu svaraði hún því til að hlutverk ríkisins væri að búa fyrir- tækjum þau skilyrði að hægt væri að stytta vinnutíma án þess að skerða tekjur starfsfólks. Til þess þyrfti að gera fyrirtækjunum auðvelt að auka framleiðni með aukinni tæknivæð- ingu. Aðspurð hvort söluskattur á tölvubúnað sem ríkisstjómin lagði á í gær bryti ekki í bága við þetta sjón- armið svaraði hún: „Það má segja það en þetta er áfangi á þeirri leið að einfalda söluskattskerfíð og bæta þannig skattheimtu. Þetta var sú leið sem samkomulag varð um hvað varðar fyrstu aðgerðir." við lyklunum að menntamálaráðu- ssonar, fráfarandi menntamálaráð- marsson mennta- tungimn- markmið verkefni sem stjómin ætlaði að hrinda í framkvæmd. „Ég nefni sem dæmi setningu nýrra laga um framhalds- skóla, endurskoðun laga um grunn- skóla og ný lög um Háskóla íslands, þar á meðal háskóla á Akureyri,“ sagði Birgir. Hann benti einnig á að í sáttmálanum væri kveðið á um að endurskoða lög um Tónlistarskólann í Reykjavík, Handíða- og myndlista- skólann í Reykjavík og Leiklistar- skóla íslands, ekki síst með tilliti til háskólanáms í viðkomandi greinum. Birgir taldi að öðru leyti of fljótt að segja til um sérstök mál sem hann ætlaði að vinna að í ráðherratíð sinni. Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra: Verðum að leita sparnaðarleiða „ÞETTA ráðuneyti er mjög stórt, það stærsta ef maður miðar við hlutfall af ríkisfjármálum, og fer með 40% af heildarútgjöldum ríkisins. Það er þvi ljóst að þarna verður við ýmis verkefni og vandamál að glíma,“ sagði Guð- mundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég er þessum málaflokki því miður frekar ókunnugur en mun gera mitt besta til að setja mig vel inn í mál og vinna að fram- gangi þeirra.“ „I svona stóru útgjaldaráðuneyti held ég að menn verði að reyna að leita leiða til sparnaðar, án þess að ég vilji þó boða það, að ég ætli að fara að skera niður ýmsa þá þjón- ustu sem ég tel að samfélagið eigi að veita skjólstæðingum þessa ráðuneytis, sjúkum, öldruðum og fötluðum. Ég mun þó athuga hvem- ig við getum veitt þessa þjónustu á hagkvæmari hátt. Stjórnarsáttmálinn gerir ráð fyrir því að farið sé ofan í rekstur heil- brigðis- ogtryggingamálaráðuneyt- isins og mun ég reyna að fara eftir þeim hugmyndum sem þar eru sett- ar fram. Til dæmis er þar minnst á að skoða starfsemi Trygginga- stofnunar ríkisins, verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í þessum málum, t.d. hvort eðlilegra væri að flytja einhver verkefni, s.s. á sviði heilsugæslu, yfir til sveitarfélaga og einnig má nefna lyfjakostnað, lyfjaverð og verðlagningarákvæði á lyfjum. Það fellur líka undir þetta ráðu- neyti að vinna að hækkun ýmissa bóta til aldraðra og öryrkja til þess að milda áhrifin af þeim nýju skattaálögum sem leggjast nú á þegnana." Morgunblaðið/BAR Eftir að hafa afhent Guðmundi Bjarnasyni lyklana að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu gaf Ragnhildur Helgadóttir, fráfar- andi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, honum blómvönd með óskum um gott gengi í hinu nýja starfi. Morgunblaðið/KGA „Hér tekur Vestfirðingur við af Vestfirðingi," sagði Jón Sigurðsson þegar hann tók við viðskiptaráðuneytinu úr hendi Matthíasar Bjarna- sonar. Jón Sigurðsson viðskipta-, dóms- og kirkjumálaráðherra: Skattlagning vaxtatekna er verðugt íhugunarefni JÓN Sigurðsson veitti viðtöku þremur ráðuneytum í Arnarhváli í gær, viðskipta-, dóms- og kirkju- málaráðuneyti, en tekur við yfirráðum Hagstofunnar í Al- þýðuhúsinu í dag. Hann sagði að viðskiptaráðuneytið hefði i sinum verkahring málefni sem skiptu sköpum fyrir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Þar væri um að ræða málaflokk sem hann þekkti úr fyrri störfum sínum. Dómsmálaráðuneytið væri hins- vegar nýr vettvangur. Myndi hann því fara sér hægt fyrst um sinn, en njóta leiðsagnar reyndra og fróðra manna og starfsmanna ráðuneytisins. Jón kvaðst ekki hræddur um að sér entist ekki tími til að sinna öllum málaflokk- um sem undir hann heyrðu. „Það er hlutverk ráðherra að koma störfum á aðra,“ sagði hann. „Eins og fram kemur í stefnuyfir- lýsingu stjómarinnar er það verkefni hennar að stuðla að jafnvægi í efna- hagsmálum, draga úr verðbólgu og bæta lífskjör. Til þess að þetta heppnist er mikilvægt að þeir mála- flokkar sem undir viðskiptaráðuney- tið heyra séu í góðu horfí, gengisákvarðanir, tilhögun gjaldeyr- isverslunar, banka- og lánamál í víðasta samhengi, þar á meðal starfs- reglur þeirra og vaxtaákvörðun. Þetta eru lykilþættir efnahagslífs- ins.“ Jón kvað það stefnu stjórnarinnar að draga úr umsvifum ríkisins í bankakerfínu, stuðla að samruna og stofnun öflugari hlutafélagabanka. Það væri þó sín skoðun að ríkisrekst- ur banka yrði staðreynd um langa framtíð. Þá benti Jón á ákvæði í stjórnar- sáttmála um nýja löggjöf um verð- bréfaviðskipti, fjármögnunarleigu, afl)orgunarviðskipti og greiðslukort. „Það er ekki ætlun okkar að setja reglur til höfuðs þessari starfsemi, heldur þvert á móti að hún sitji við sama borð og hefðbundin starfsemi á þessu sviði,“ sagði hann. Jón kvaðst vilja endurskoða skatt- lagningu ríkisins í samhengi og kæmi til álita að leggja skatt á vaxtatekj- ur. Hann liti svo á að þar væri aðeins átt við rauntekjur, eða vexti umfram verðbreytingar. Yrðu almennir spa- rifjáreigendur væntanlega undan- skyldir slíkri skattlagningu. „Þetta þyrfti ekki að leiða til þyngri skatt- byrði. Nú þegar eru tekjur af eignum í atvinnurekstri skattskyldar. Það er íhugunarefni hvort atvinnurekandi sem kaupir tæki og aflar sér tekna með ötulli vinnu eigi ekki að sitja við sama borð og sá sem notar sitt ijárrragn til að kaupa ríkisskulda- bréf,“ sagði Jón. Af verkefnum sínum í dómsmála- ráðuneytinu nefndi ráðherra helst heildarendurskoðun á dómskerfinu. Brýnt væri að aðgreina dómsstörf, umboðsstörf og lögreglustörf sem sýslumenn hefðu nú á einni hendi. Þá myndi hann einnig beita sér fyrir öflugum fíkniefnavörnum, löggæslu og eftirliti. Á sviði kirkjumálataldi Jón aðkall- andi að endurskoða tekjustofna kirkjunnar, breyting verður á inn- heimtu gjalda hennar í staðgreiðslu- kerfi sem tekið verður upp um næstu áramót. „Ég þekki vel til starfsemi Hag- stofunnar. Þar er margt sem bæta má, án þess að kosta til meira fé. Hagstofan hefur sérstöðu sem ráðu- neyti því hún er og á að vera sjálf- stæð stofnun sem tekur saman tölulegar staðreyndir um mörg svið þjóðlífsins," sagði Jón. Matthías afhendir Matthíasi lyklana MATTHÍAS Á. Mathiesen tók í gær við lyklunum að samgöngu- málaráðuneytinu úr hendi Matthíasar Bjarnasonar, fráfar- andi samgöngumálaráðherra. „Ég er ekki tilbúinn til að segja mikið eins og er um þau verk- efni sem framundan eru í ráðuneytinu,“ sagði Matthías Á. Mathiesen, samgöngumálaráð- herra, í samtali við Morgunblað- ið. „Ég er búinn að koma í ráðuneytið og heilsa upp á starfs- fólkið sem þar er og inun síðan á næstunni gera mér grein fyrir því sem þar er helst að gerast." Steingrímur Hermannsson utanríkis- ráðherra: „ Ahersla á aukin utanríkisviðskipti“ STEINGRÍMUR Hermannsson tók við af Matthíasi Á. Mathiesen sem utanríkisráðherra, í utanrík- isráðuneytinu um kl. 16 í gær og afhenti Matthías honum við það tækifæri lykla ráðuneytisins. Steingrímur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann myndi hefja sinn utanríkisráðherraferil á því að kynnast starfsfólki ráðuneytisins. „Mig langar til að beita mér fyr- ir breytingu á utanríkisviðskiptum okkar og efla þau til muna frá því sem nú er. Það er ekkert vafamál að það verður nóg að gera,“ sagði Steingrímur. Morgunblaðið/Sverrir Steingrímur Hermannsson, fráfarandi forsætisráðherra, tekur við völdum í utanríkisráðuneytinu af Matthíasi Á. Mathiesen, fráfarandi utanríkisráðherra, sem tók við samgönguráðherraembættinu í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.