Morgunblaðið - 09.07.1987, Síða 27

Morgunblaðið - 09.07.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 27 Þorlákskirbja i Þorlákshðfn. Þorlákskirkja op- in ferðamönnum Loks sumarveður í Evrópu SÓKNARNEFND Þorlákskirkju i Þorlákshöfn ákvað nýlega að hafa kirkjuna opna ferðamönn- um um helgar. f kirkjunni verður starfandi staðkunnugt fólk sem getur veitt ferðamönnum allar þær upplýsingar um stað og kirkju, sem þeir óska eftir. í fréttatilkynningu frá sóknar- nefnd kirkjunnar segir að ferða- menn hafi lengi óskað eftir þessari þjónustu sem sóknamefndin hefur nú ákveðið að veita þeim. Kirkjan er opin á laugardögum og sunnudögum frá 15.00 til 19.00 Árbók SVFÍ komin út ÁRBÓK Slysavamarfélags ís- lands fyrir áríð 1987 er komin út en í henni eru starfsskýrslur ársins 1986. í bókinni kennir ýmissa grasa og má þar m.a. finna skýrslur árs- ins 1986 yfir sjóslys, banaslys í umferð, flugslys, skip sem hafa strandað o.fl. í henni er einnig yfirlit yfir störf Landhelgisgæslunnar á árinu 1986, „Tillögur um fyrirkomulag á skipu- lagi og yfírstjóm á leitar- og björgunarstörfum á og við sjó“ ásamt ýmsum skýrslum, blaðavið- tölum og frásögnum. VEISLA í HVERRI DÓS KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA AKUREYRI SÍMI: 96-21400 og eru leiðsögumenn þá á staðnum. Á öðmm tímum helgarinnar verður hægt að ná í leiðsögumenn í síma og fá þá á staðinn. LOKS er komið sumar í Evrópu eftir vætusamt vor og júnimán- uð. Nú skin sólin á flesta Evrópubúa og hitastig víðast hvar orðið eins og það er venju- lega f júlímánuði. Kristín Aðalsteinsdóttir hjá ferðaskrifstofunni Útsýn sagði í samtali við Morgunblaðið að nú væri sól bæði í Svartaskógi í Þýzka- landi og á Ligniano á Italíu, þar sem margir íslendingar dvelja á vegum ferðaskrifstofunnar, og væri hitinn á þessum stöðum nú á milli 30 og 40 gráður. Hún sagði að þrátt fyrir slæmt veður víða í Evr- ópu í upphafí sumars, hefðu far- þegar Útsýnar á þessum stöðum komið ánægðir heim og hefðu menn sérstaklega verið ánægðir með sumarhúsin í Svartaskógi. Tómas Tómasson hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn tjáði Morgunblað- inu að á þeim stöðum sem ferðaskrifstofan væri með sumar- hús, þ.e. í Englandi, Hollandi og Danmörku, væri veðrið orðið mjög gott og sól á flestum stöðum. Tóm- as kvaðst sjálfur vera nýkominn frá BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita átta bílasölum í Reykjavik 21.700 fermetra lóð við Sævarhöfða undir starfsemi sfna. Englandi þar sem sólin skein og var hitinn um 30 gráður. Hann sagði, eins og Kristín, að fólkið í sumarhúsunum hefði ekki kvartað yfir veðrinu enda væri nóg við að vera á þessum stöðum. Borgarbílasalan og Bílaskipti hf., Bílasala Guðmundar, Aðal Bílasal- an, Bilasala Guðfinns hf., Ragnar Bjamason, Bílakaup sf., Bflasalan Höfði og Bflasala Alla Rúts. Þeir sem fengu úthlutun eru: Hvítlaukspylsan laðar fram brosið Sláturfélagið vill minna grillunnendur á þá staðreynd að þeir sem reynt hafa grillaða Hvítlaukspylsu, (nýju pylsuna frá SS með milda og Ijúfa kryddbragðinu), gefa henni brosandi sín bestu meðmæli. Borgarráð: Átta bílasalar fá lóð við Sævarhöfða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.