Morgunblaðið - 09.07.1987, Side 14

Morgunblaðið - 09.07.1987, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 Ferðaþjónusta á landsbyggðinni Egilsstaðir; Bændur láta sífellt meira til sín taka E^ilsstöðum. A Fljótsdalshéraði er góð að- staða til móttöku ferðamanna, enda fer ferðamönnum á Héraði jafnt og þétt fjölgandi og þjón- usta við þá skipar sífellt stœrri sess í atvinnulífi svæðisins. Á Egilsstöðum er rekin ferðaskrif- stofa, Hótel Valaskjálf og gisti- húsið á Egilsstöðum auk matsölustaða. Edduhótel eru bæði á Eiðum og á Hallormsstað. Jafnframt láta bændur sífellt meira til sín taka í þessari at- vinnugrein og nú er móttaka ferðamanna á þrem bæjum á Héraði, Húsey i Tunguhreppi, Miðhúsum og Skipalæk. Auk þess eru á Héraði tvö sumarbústaða- þorp í eigu launþegasamtaka. BSRB og aðildarfélög þess eru með bústaði við Eiða og Al- þýðusamband Austurlands og fleiri félög, m.a. úr Reykjavík eru með bústaði á Einarsstöðum á Völlum. Sumarbústaðir i einka- eign eru lika fjölmargir og fjölgar stöðugt. Jafnframt eru hér i nágrenninu þrjú skipulögð tjaldstæði, í Atlavík, á Egilsstöð- um og í Fellabæ. Á Héraði eru líka margir mögu- leikar til afþreyingar auk náttúru- skoðunar og útivistar. Auðvelt er að komast í silungsveiði í ám og fjölmörgum stöðuvötnum gegn vægu gjaldi. Hestaleigur eru á sveitabæjum í nágrenninu og skemmtilegur golfvöllur hefur ný- lega verið standsettur við Fellabæ. Fyrir þá sem eru gefnir fynr göngu- ferðir má geta þess að ÚÍA hefur hafið útgáfu á kortum með sér- merktum gönguleiðum á Austur- landi. Þar geta allir fundið sér gönguleið við hæfí. Fljótsdalshérað er líka tilvalinn dvalarstaður fyrir þá sem vilja skoða Austfírðina nán- ar. Til að kanna ferðmál á Héraði og forvitnast um hvort ferðamanna- straumurinn væri byrjaður í ár leitaði fréttaritari upplýsinga hjá nokkrum aðilum semm starfa í þessari atvinnugrein. „Stefnan í ferðamála- iippbyggingu kolröng“ Ferðamiðstöð Austurlands er það fyrirtæki á Egilsstöðum sem hvað mest samskipti á við þá ferðamenn sem hingað koma, bæði innlenda og erlenda. Þar varð fyrir svörumi um starfsemina og þá þjónustu sem fyrirtækið veitir, Erlendur Stein- þórsson. Erlendur sagði starfsemi fyrir- tækisins einkum greinast í tvo meginþætti. í fyrsta lagi væri um að ræða sölu á íslandsferðum frá Grétar Brynjólfsson bóndi á Skipalæk. Evrópu, einkum Frakklandi, en markaður væri sífellt vaxandi og í ár kæmu á vegum Ferðamiðstöðvar Austurlands á milli 35 og 40 hópar til landsins frá Evrópu. Hópar þess- ir væru fremur litlir, algengast 16—20 manns, en sú stærð hentaði þeim ágætlega. Hópamir koma með flugi til Keflavíkur og þaðan er farið með þá hring um landið. Enn- þá yrði að lenda á Keflavíkurflug- velli en vonandi breyttist það með tilkomu nýs flugvallar á Egilsstöð- um. Annar mikilvægur þáttur í starf- semi Ferðamiðstöðvar Austurlands er upplýsingaþjónusta og sala á ferðum innanlands til þeirra ferða- manna sem þegar eru komnir til landsins. Farþegar með ferjunni Norrönu er stór hluti af þeirm Einn- ig sagði Erlendur að áhugi íslend- inga fyrir skipulögðum hópferðum með rejmdum leiðsögumönnum væri greinilega að aukast. Rútu- ferðir til Mjóafjarðar og út á Dalatanga hefðu selst allvel í fyrra, bæði til innlendra og erlendra ferða- manna. Það sama virtist ætla að verða í ár. Þessar ferðir má tengja bátsferðum á milli Neskaupstaðar og Mjóafjarðar þannig að þetta verði tveggja daga ferðir en góð svefnpokaaðstaða er í Mjóafírði svo þar þarf ekki að væsa um neinn. Þriggja daga ferðir inn í Kverk- fyöll njóta líka mikilla vinsælda en þangað eru famar tvær ferðir í viku á vegum Sveins Sigurbjömssonar á Eskifírði. í sumar verður gerð til- raun með skipulagðar ferðir til Borgarfjarðar eystri og er búist við að þær nái vinsældum því nátt- úrufegurð er mikil í Borgarfírði. Um ferðaþjónustu almennt sagði Erlendur að honum virtist stefnan Steinþór Ólafsson framkvæmda- stjóri Valaskjálf. í ferðamálum íslendinga kolröng. Alltof mikil áhersla væri lögð á að byggja upp fímm stjömu hótel í Reykjavík, en of litlu fé varið í ein- faldar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna víða um landið. Mikið mætti laga með betri merkingum og upplýsingamiðlun. Einnig þyrfti að dreifa ferðamönnum á fleiri staði á landinu. Örtröðin væri slík á sum- um fjölmennustu stöðunum að þeir hefðu stórspillst á meðan aðrir stað- ir engu síðri væm nánast vannýttir. Þama þyrfti að koma til betri heild- arskipulagning. Um ferðamannastrauminn á Héraði og Austurlandi sagði Er- lendur að hann væri eitthvað minni en á sama tíma í fyrra en það ætti vafalaust eftir að lagast. Ferða- mannastraumurinn til Austurlands hefði verið vaxandi ár frá ári og engin ástæða til annars, en að gera ráð fyrir að svo verði einnig I ár þó hann tæki eitthvað seinna við sér núna. „Bjartsýnn á sumarið og framtíðina“ Nýlega urðu framkvæmdastjóra- skipti við Hótel Valaskjálf á Egils- stöðum. Við stöðunni tók Steinþór Ólafsson úr Kópavogi, en hann er menntaður frá Svíþjóð og hefur starfað við sölu- og markaðsstjóm eftir að námi lauk. Steinþór er kvæntur Ólínu Geirsdóttur og eiga þau tvö böm. Steinþór tjáði fréttaritara að nú væri verið að gera verulegar endur- bætur á Hótel Valaskjálf bæði utanhúss og innan. Ný tæki hefðu verið sett upp í eldhúsi og matsalur endurbættur ásamt gestamóttöku og setustofum. Einnig yrðu her- Tjaldstæðið á Egilsstöðum. í afgreiðslu Ferðamiðstöðvar Austurlands Erlendur Steinþórsson og Sólveig Pálsdóttir. Morgunblaðið/BjömSveinsson Sumarhús við Miðhús hjá Egilsstöðum. bergi búin nýjum húsgögnum. Áhersla verður lögð á að hafa fag- lært starfsfólk og matseðill hefur verið stokkaður upp. Auk þess yrði markaðssetningu og sölustarfsemi á vegum hótelsins gjörbreytt. Hótel Valaskjálf er heilsárshótel sem rekið er í samvinnu við félags- heimilið. Þar er 21 gistiherbergi og rými fyrir allt að 600 matargesti og um 1.000 manns á dansleikjum. Aðstaða fyrir ráðstefnuhald er all- góð og fer batnandi. Þessu til viðbótar hefur hótelið jrfír að ráða 45 herbergjum í heimavist mennta- skólans þannig að alls hefur Hótel Valaskjálf yfír að ráða 150 gisti- rúmum yfír sumarmánuðina. Aðspurður kvaðst Steinþór bjart- sýnn á möguleika Fljótsdalshéraðs sem áningarstað ferðamanna. Veð- ursæld væri yfírleitt mikil og fjöl- breytni í náttúru og landslagi veruleg, allt frá fjörum Héraðsflóa og inn á öræfí. Fljótsdalshérað og Egilsstaðir væru líka ákjósanlegur dvalarstaður fyrir þá sem vildu skoða Austfírðina nánar. Steinþór kvaðst hins vegar brýnt að auka samstarfið milli þeirra aðila sem starfa í ferðaþjónustuu á Héraði og stórauka fé til kynningarmála. Helst þyrfti að ráða sérstakan starfskraft til að stjóma allri kynn- ingarstarfsemi fyrir svæðið í heild. Um ferðamannastrauminn í sumar sagði Steinþór að hann hefði farið hægt af stað en færi vaxandi með hverjum degi. Um samanburð á milli ára gæti hann ekki tjáð sig, en bókanir fyrir júlí og ágúst væm nokkuð góðar og hann væri bjart- sýnn á sumarið og framtíðina. „Sólin verður hér í júlí og ágúst“ Steinsnar frá vestari brúarsporði Lagarfljótsbrúarinnar er bærinn Skipalækur í Fellahreppi. Þar reka hjónin Þómnn Sigurðardóttir og Grétar Biynjólfsson umfangsmikla þjónustu við ferðamenn í samvinnu við Ferðaþjónustu bænda. , Er fréttaritara bar að garði var Grétar að gróðursetja tré við sum- arhús sem hann leigir ferðamönn- um. Ég reisti þessi þijú hús í fyrravor til útleigu fyrir ferðamenn. í raun em þetta heilsárshús því þau em tengd bæði hitaveitu og rafmagni auk annarra þæginda. Hveiju húsi fylgir réttur til netaveiði í Lagar- fljóti einn dag og stangveiði í vatni hér rétt hjá annan dag. Hús þessi njóta mikilla vinsælda og em nán- ast fullbókuð í allt sumar. Það em einkum íslendingar sem sækja í þessi hús og pantanir byija að ber- ast upp úr áramótunum. Sömu sögu er að segja frá Miðhúsum við Egils- staði en þar em nýlega risin tvö álíka hús. Á Skipalæk em líka leigð út svefnpokapláss með eldunaraðstöðu auk hestaleigu. Það em einkum erlendir ferðamenn sem sækja í svefnpokaplássin. Þeir velja fremur ódýrari kostinn en vilja hafa allt þokkalegt. í hestaleigunni skiptast viðskiptavinimir nokkuð til helm- inga milli innlendra og erlendra ferðamanna. Aðspurður um ferðamanna- strauminn það sem af er sumri kvað Grétar hann greinilega byijað- an, en ekki væri komið neitt rífandi Qör í hann ennþá. Sólfar hefur ver- ið fremur lítið í júní og það hefur sín áhrif. Einnig sagðist hann búast við að þegar Norröna kæmi svona snemma á morgnana til Seyðis- §arðar yrði það til þess að farþegar stoppuðu minna á Héraði fyrr en þá í bakaleiðinni. Grétar sagði brýnt að gera átak í vegamálum til þess að Islendingar ferðuðust um eigið land, ekki síst eftir að flugfargjöld væm orðin svona dýr í innanlands- fluginu. Suðurleiðina verður að leggja varanlegu slitlagi og það fljótt. Grétar sagðist þó vera bjartsýnn á sumarið. Sólin verður hér í júlí og ágúst og þá koma ferðamennim- ir. — Björn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.