Morgunblaðið - 09.07.1987, Side 58

Morgunblaðið - 09.07.1987, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 Pinotex VIÐARVÖRN PINOTEX BASE Grunnviðarvörn fyrir nýtt, óvarið tréverk og einnig fyrir gamalt, flagnað og uppþornað tréverk. Berið ríkulega á þar til viðurinn hættir að drekka i sig. Munið að rétt undirvinna tryggir endinguna. PINOTEX CLASSIC Lítið þekjandi en áhrifarík viðarvörn sem kallar fram æðar og áferð viðarins. Frábært efni í 17 staðallitum auk hundraða litatóna til viðbótar af Sadolin-litabarnum. PINOTEX EXTRA Hálfþekjandi viðarvörn sem endist í mörg ár. Mikið þurrefnisinnihald tryggir góða endingu. Áferð og æðar viðarins njóta sín. 12 fallegir staðallitir auk hundraða litatóna af Sadolin-litabarnum. Pinolex superdec PINOTEX SUPERDEC Þekjandi acryl-viðarvörn. Lyktarlaus og slettist ekki. 17 staðallitir auk hundraða litatóna. Superdec má nota yfir allar aðrar tegundir. Rétta efnið þegar breyta á um lit, meira að segja úr svörtu í hvítt. PINOTEX Útsölustaðir VERNDAR VIÐINN um land allt. OG GÓÐA SKAPIÐ! > Skrifstofutæknir Eitthvad i'yrir þig? Tölvufræðslan mun í haust endurtaka hin vinsælu námskeið fyrir skrifstofufólk sem haldin voru í haust og vetur. Um er að ræða þriggja mánaða fjölbreytt nám í vinnuað- ferðum á skrifstofum, með sérstakri áherslu á notkun PC-tölvasemnúeruorðnarómissandi við öll skrifstofustörf. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagna- grunnur, töflureiknar og áætlanagerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórn- un, uppsetning skjala, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Námskeið hefst 7. september 1987 Nánari upplýsingar í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28 Brids Arnór Ragnarsson Bikarkeppni BSÍ Dregið hefur verið í þriðju um- ferð Bikarkeppni Bridssambands Islands. Eftirtaldar sveitir mætast þá (heimasveit talin á undan): Grettir Frímannsson Akureyri gegn Sveini Eiríkssyni Rvk./Svavari Björnssyni Rvk. ELÓ Reykjavík gegn Flugleiðum Reykjavík. Ásgrímur Sigurbjömsson Siglufirði gegn Guðm. M. Jónss. Ísaf./Eðvarð Hallgr. Skagastr. Gibbon Egilsstöðum gegn Úlfari Emi Friðrikssyni Kópavogi. Guðlaugur Sveinsson Rvk./Öm Amþórsson Rvk. gegn Brynj. Gestss.Self./Ragnari Har.Grund- arf. Halldór Tryggvason Sauðárkr./ Almennar tryggingar Rvk. gegn Sigurði B. Þorsteinss. Rvk. Unglingalandsliðið Rvk. gegn Gísla Stefánssyni Eskif./Sigfúsi Þórðar- syni Selfossi. Guðm. Sveinsson Rvk./Ámi Guð- mundsson Rvk. gegn Delta Rvk./ Jóni Skeggja Ragnarss. Homaf. Leikjum í 2. umferð á að vera lokið helgina 19. júlí en leikjum í 3. umferð skal lokið fyrir helgina 16. ágúst. Fyrirliðar em minntir á að gefa upp nöfn spilara í vinningssveitum, svo og á greiða keppnisgjaldið, sem er kr. 5000 pr. sveit. Bridssamband íslands Síðari gjalddagi árgjalda félag- anna innan vébanda Bridssambands íslands er 15. júlí nk. Formenn fé- laga sem enn eiga eftir að gera skil frá 15. janúar (fyrri gjalddagi árgjalda) em vinsamlegast beðnir um að sjá til þess að svo verði gert. Forráðamenn svæðasambanda inn- an BSÍ em einnig beðnir um að líta á málið, því ógreidd árgjöld reikn- ast til „kvóta“-frádráttar, þ.e. viðkomandi svæði missir þá greiðslu, er „kvóti“ er fundinn út. Einnig er minnt á að þau félög/ svæðasambönd sem hyggja á mótshald næsta keppnistímabil, hafi samband við skrifstofu BSÍ og tímasetji þau í samráði við fram- kvæmdastjóra. Einnig að þeirra verði getið í keppnisdagskrá BSl (mótaskrá) en hún mun liggja fyrir í byijun september. Varðandi nýskipan stjórna félaga innan BSÍ er minnt á, að viðkom- andi félög þurfa að tilkynna BSÍ breytta skipan. Pósthólf BSÍ er 272-121 Reykjavík. Allur póstur skal sendur þangað. Skrifstofa BSI mun fara í sumar- leyfi um miðjan júlí en Hermann Lámsson mun annast aðstoð ef þurfa þykir. Heimasími hans er 41507. DRAU MAFERÐ ÞESS SEM VILL KYNNAST FEGURÐ OG MENNINGU AUSTURRÍKIS OG UNGVERJALANDS 15 daga rútuferö ískemmtilegum félagsskap Brottför 14. ágúst — 8 sæti laus Kr. 53.870 ■■ pr. mann ítvíbýli Innifalið: Hálft fæði og allar skoðunarferðir, auk flugs, gistingar og aksturs. Fararstjóri: Árni G. Stefánsson, magister Sérprentuð ferðaáætlun liggur frammi á skrifstofunni Allra val Tjarnargötu 10, sími 28633 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.