Morgunblaðið - 09.07.1987, Page 51

Morgunblaðið - 09.07.1987, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 51 Vel sáð, vel uppskorið Ekki einskorðast tónlistar- þróun á íslandi við höfuðborgar- svæðið ein og menn gætu þó haldið í ljósi umfjöllunar fjöl- rniðla. Úti á landi eru starfandi margar hljómsveitir sem standa sveitum af suðvesturhominu ekkert að baki og iðulega fram- ar. Fyrir stuttu gaf hljómsveitin Sú Ellen út tólftommu flögurra laga plötu með frumsaminni tónlist. Þeir félagar í Sú Ellen komu í bæjar- ferð, m.a. til að kynna plötuna á tónleikum á Hótel Borg í kvöld. Ekki þótti þvi úr vegi að ná tali af sveitarmönnum. Hvað er Sú EUen gömul og hveijir skipa sveitina? Hún er um fímm ára. Ekki hefur þó sami hópurinn verið í sveitinni allan tímann, en þó þrír okkar frá upphafi. Nú eru í hljómsveitinni Guðmundur R. Gíslason söngvari, Steinar Gunnarsson bassaleikari, Jóhann G. Ámason trommuleikari, Tómas Tómasson gítarleikari og Ingvar Jónsson hljómborðsleikari. Hefur tónlistin breyst mikið frá upphafi? Já, hún hefur agast og um leið lagast. Það fysta sem við gerðum var að semja lag, reyndar áður en við lærðum á hljóðfærin. Á dans- leikjum erum við með efni eftir aðra, en helst spilum við frumsamið. Hvernig gengur það að vera að spila frumsamda tónlist á tón- leikum fyrir austan? Það hefur gengið vel. Það er fín tónleikastemmning fyrir austan og margar stórefnilegar hljómsveitir sem eru að fást við frumsamið efni. Stendur til að spila viðar en fyrir austan? Við erum búnir að festa kaup á miklu farartæki sem við ætlum að nýta til að ferðast um landið í sum- ar og spilum þá víða, m.a. til að fylgja plötunni eftir. En hvað með Reykjavík? Við spilum á Borginni á fímmtu- dagskvöld [í kvöld] en Reykvíkingar þurfa ekki að óttast að þeir verði afskiptir í framtíðinni. Líkist þið einhverri annarri íslenskri hljómsveit, eða eruð þið sérstakir? Við teljum okkur ekki vera líka neinni íslenskri hljómsveit, en auð- vitað er það ekki okkar að dæma um það. Ef menn eru í einhveijum stimplaleik má sjálfsagt finna ein- hvem stimpil á okkur. Okkur finnst við samt standa á eigin fótum. Hver er framtíð hljómsveitar- innar? Ætlið þið að reyna að lifa á tónlistinni eða verður spila- mennskan f hjáverkum? Það veltur á ýmsu og þá kannski mest hvemig platan gengur. Við ætium þó að spila grimmt fram eftir árinu enda nóg af verkefnum. Það þýðir líka ekkert að hafa tón- listina í hjáverkum, maður verður að helga sig henni alveg. Einhver fleyg lokaorð? Maðurinn uppskerir sem hann sáir, og við erum búnir að sá helvíti vel. Barbie Ljósmynd/Björg Tónleikakvöld Heldur er að lifna yfir tón- leikahaldi í Reykjavík eftir nokkurt hlé, og nóg er á seyði í kvöld. Annarsstaðar á síðunni kemur fram að Sú Ellen í í bænum og ætlar að spila á Borginni til að kynna nýja plötu. í Casablanca verða síðan tónleikar þriggja hljóm- sveita, E-X, Barbie og Bjössa og Bubbanna með einum aukabubba. E-X hefur verið að um hríð, en Barbie og Bjössi og Bubbamir era að taka sín fyrstu skref í tónlistinni. Bjössi og Bubbamir era að koma fram í fyrsta sinn og allir utan söngvarinn að taka sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Ekki er aftur á móti svo komið með meðlimi Barbie. Þeir era öllu sviðsvanari; koma úr hljómsveitum á við Vund- erfoolz og Vonbrigði m.a. Umsjón- armaður rokksíðunnar tók þá félaga tali fyrir skömmu. Er Barbie Vunderfoolz endur- reist? Nei, alls ekki. Staðan var sú að það kvamaðist smám saman af Vunderfoolz og þegar það vora þrír eftir var ákveðið að huga að nýrri hljómsveit. Hún varð síðan til svona eins og af sjálfu sér, það þurfti ekki að leitra eftir neinum, menn bara birtust og allt í einu var Barbie orðin til. En er tónlistin framhald af þvi sem Vunderfoolz var að gera? Pétur í E-X. Ijóamynd/BS Nei, það er allt nýtt og reyndar gjörólíkt. Hvernig skilgreinið til tónlist- ina, hvað eruð þið að spila? Manstu til þess að hafa fengið svar af viti við þessari spumingu? Það er nær ógemingur að skilgreina tónlist, en ef menn endilega vilja þá skulum við bara segja að við spilum þjóðlagarokk. Hverjir eru í sveitinni? Ámi, Magnús, Hlynur, Hjálmar og Búffi. Einhver lokaorð? Við skoram á alla að mæta með Barbiedúkkuna sína. Geislavirkur Bubbi Plötudómur Andrés Magnússon ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ Fynr skömmu kom út fyrsti íslenski leysidiskurinn. Að vísu hafa Mezzoforte einnig verið gefn- ir út á leysidiski, en sú útgáfa var fyrir erlendan markað. Þetta þarfa framtak Grammsins í sam- vinnu við Japis hefur tekist vel og lofar góðu fyrir framtíðina. Óneitanlega era nokkrir hnökr- ar á þessari framraun landans í leysidiskaútgáfu, en flestir era þeir þó smávægilegir. Sá stærsti er sá að ekki hefur verið fyrir því haft að endurhljóðblanda „master- inn“, eða þá upptöku sem rennur inn á diskinn, stafrænt, sem þó er tiltölulega lítið mál. Vegna þessa ber stundum á suði, en það verður sérlega eftirtektarvert þeg- ar aukalög disksins taka að hljóma. Auk hinna 10 upphaflegu laga plötunnar er fjórum bætt við í kaupbæti, Blindsker, Leyndarmál frægðarinnar, Þjóðlag og Skyttan. Þijú þessara hafa heyrst áður og standa fyrir sínu, en örverpið, Þjóðlag, sem er samið við ljóð skáldjöfursins Snorra Hjartarson- ar, ber af. Þar fer hugljúf og vel sungin ballaða saman við fallegt ástarljóð. í heild sinni er hér um vel heppnaðan grip að ræða og óhætt að mæla með honum. Er hér enda um safngrip á viðráðanlegu verði að ræða. Hann fær því fímm stjömur og eins og frómur maður sagði: „Aldrei betri Bubbi.“ Stuðkompaníið frá Akureyri, sem fór með nokkuð léttan sigur af hólmi í Músíktilraunum Tóna- bæjar, hefur nú sent frá sér sína fyrstu plötu. í stuðkompaníinu era þeir Karl og Atli Örvarssynir, Magni Friðrik Gunnarsson og þeir Jón og Trausti Ingólfssynir; Tvennir bræður og einn frændi. Hefði kannski verið viðeigandi að nefna sveitina Bræðrabandið. Á plötunni er að fínna þau fjögur lög sem þeir norð- anmenn beittu fyrir sig með góðum árangri í1 tilraununum, dæmigerða dans- og skemmtitónlist. Lögin á plötunni era fjögur eins og áður sagði; lögin Tunglskinsdansinn, All- ir gerðu gys að mér, Hörkutól stíga ekki dans og hér er ég (og allir syngja með). Textamir eru eftir Karl Örvarsson og viðeigandi. Lögin hafa þegar fengið góða .. spilun í útvarpi og ætla þeir Stuð- kompanísmenn að fara víða í það sem eftir lifír sumars til að kynna tónlistina og sjálfa sig um leið. í ljósi þeirrar stemmningar sem þeir náðu upp í Tónabæ má búast við að þeir eigi eftir að ná nokkuð létti- lega til landans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.