Morgunblaðið - 09.07.1987, Síða 15

Morgunblaðið - 09.07.1987, Síða 15
Keflavík: „Nýtingin hjá okkur er hreint frábær“ - segir Steinþór Jónsson hótelstjóri Keflavfk. HÓTEL Keflavík hefur nú verið starfrækt í rúmlega eitt ár og er eina hótelið í Keflavik. Þar eru 32 herbergi og sagði Stein- þór Jónsson hótelstjóri að nýting- in væri hreint frábær. „Hér er nú fullbókað og mér sýnist að svo verði áfram, því stöðugt bætast við nýjar bókanir.“ Steinþór sagði að Hótel Keflavík hefði opnað í maí í fyrra með 22 herbergjum, en nú væri búið að stækka hótelið og herbergin væru orðin 32. Þar af væru 5 „svítur" sem væru tvö herbergi með eldunar- aðstöðu. Þau hefðu gefist vel og þá sérstaklega hjá fjölskyldum. „Við leggjum mikla áherslu á að veita góða þjónustu, sjónvarp er í hveiju herbergi og geta gestir valið úr 4 rásum og þá erum við að tengja tölvu við sjónvarpskerfíð þar sem gestir geta kynnt sér það helsta sem um er að vera á svæðinu. Þá er verið að koma upp fullkomnu símakerfí." Steinþór sagði að þeir hefðu ekki orðið varir við mikið af túristum, en þeir væru famir að koma og honum virtist sem um talsverða aukningu væri að ræða frá fyrra ári á þessu sviði. Hann sagði. að margt væri á döfinni í ferðamálum á Suðumesjum og nú væri verið að gera sérstaka úttekt á þessum málum. „Þeir ferðamenn sem hing- að koma vita einfaldlega ekki hvað í boði er. Um daginn var hér áhöfn á breskri Concord og leist auðsjáan- lega ekki of vel á að dúsa á hóteli í einn sólarhring. Ég kallaði fólkið saman og sagði því hvað það gæti hugsanlega gert. Það fór svo allt í Bláa lónið og ók Reykjaneshringinn og var yfír sig hrifíð. Þegar áhöfn- in fór gaf hún okkur líkan af flugvélinni í þakklætisskyni," sagði Steinþór að lokum. — BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Steinþór Jónsson hótelstjóri fyrir framan Hótel Keflavík. I BATINN — BUSTAÐINN OG GARÐINN OLÍULAMPAR OG LUKTIR, GAS- LUKTIR, GAS- OG OLÍUPRÍMUSAR, HREINSUÐ STEINOLÍA, OLÍUOFN- AR, ARINSETT, ÚTIGRILL, GRILL- KOL OG VÖKVI, RAFHLÖÐUR, VASAUÓS. FATADEILDIN SLÖKKVITÆKI OG REYKSKYNJARI, VATNSBRÚSAR OG FÖTUR. HANDVERKFÆRI, RAFMAGNS- VERKFÆRI TIL ALLRA MÖGU- LEGRA OG ÓMÖGULEGRA NOTA. GARÐYRKJUVERKFÆRI í ÖLL STÖRF: HJÓLBÖRUR, SLÖNGUR, SLÖNGUKLEMMUR OG TENGI, ÚÐARAR, SLÁTTUVÉLAR, ORF OG UÁIR. FÚAVARNAREFNI, LÖKK, MÁLN- ING - ÚTI-, INNI- - MÁLNING- ARÁHÖLD - POLYFILLA FYLLINGAREFNI. HREINLÆTISVÖRUR, KÚSTAR OG BURSTAR. HITAMÆLAR, KLUKKUR, BARÓ- METER, SJÓNAUKAR. FÁNAR, FLAGGSTANGA- HÚNAR FYRIRLIGGJ- ANDI, FLAGGSTENGUR 6-8 METRAR. TIL AFGREIÐSLU í ÁGÚST. SILUNGANET, NÆLON- LÍNUR, SIGURNAGLAR, ÖNGLAR, SÖKKUR. SJÓSTENGUR - HAND- FÆRAVINDUR. VATNS- OLÍUDÆLUR. KEÐJUR, MARGAR GERÐIR OG VÍRAR, GRANNIR OG SVERIR, GIRNI ALLSKONAR. HLÍFÐARFATNAÐUR, REGNFATNAÐUR, GÚMMÍSTÍGVÉL HÁ OG LÁG, PEYSUR, BUXUR, SKYRTUR, NORSKU ULLARNÆR- FÖTIN. SUMARFATNAÐUR. Ánanaustum, Grandagarði 2, sími 28855. OG í BÁTINN EÐA SKÚTUNA: BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA. ÁRAR, ÁRAKEF- AR, DREKAR, KEÐJUR, AKKERI, VIÐLEGUBAUJUR, KJÖLSOGDÆL- UR. ALLUR ÖRYGGISBÚNAÐUR. ÖLL SMÁVARA FYRIR SKÚTUNA, BLAKKIR O.M.FL. BÁTALÍNUR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.