Morgunblaðið - 09.07.1987, Síða 63

Morgunblaðið - 09.07.1987, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 63 Bikarmeistararnir úr leik: Annað tap ÍA í bikarn- um í sex ár Morgunblaðið/KGA. • Þórsararnir Arni Stefánsson og Nói Björnsson fallast I faðma. Þeir höfðu ríka ástœðu til að fagna í gær! Keflvíkingar héldu sókninni áfram og á 116. mínútu skoraði Sigurjón Sveinsson, sem var rétt kominn inná sem varamaður, sig- urmark þeirra eftir góða sókn. Gunnar Oddsson og Þorsteinn Bjarnason voru bestir hjá ÍBK, en Sigurður Lárusson og Birkir Krist- insson hjá ÍA. Lið ÍA: Birkir Kristinsson, Heimir Guð- mundsson, Siguröur B. Jónsson, Sigurður Lárusson, Sigurður Halldórsson (Jóhann- es Guðlaugsson), Ólafur Þórðarson, Aðalsteinn Viglundsson (Valgeir Barða- son), Sveinbjörn Hákonarson, Guðbjörn Tryggvason, Þrándur Sigurðsson, Harald- ur Ingólfsson. Lið ÍBK: Þorsteinn Bjarnason, Jóhann Magnússon, Guðmundur Sighvatsson, Ægir Kárason, Rúnar Georgsson, Peter Farrell, Freyr Birgisson (Sigurjón Sveins- son), Freyr Sverrisson, Sigurður Björg- vinsson, Gunnar Oddsson, Óli Þór Magnússon. -J.G. Lengsta kast Sigurðar SIGURÐUR Einarsson stóð sig mjög vel á stigamóti f frjálsum íþróttum, sem fram fór í Aust- ur-Berlín í gærkvöldi f tilefni 750 ára afmælis Berlinar, og Einar Vilhjálmsson var ekki langt frá íslandsmeti sinu. Sigurður kastaði spjótinu 80,84 metra, sem er hans lengsta kast til þessa, bætti sig um 1,10 m og hafnaði í fimmta sæti. Einar varð í áttunda sæti, kastaði 79,42 metra, en ís- landsmet hans er 82,10 metrar. Sigurður fer til London í dag, þar sem hann tekur þátt í öðru stigamóti, en Einar kemur heim og keppir á landsmótinu á Húsavík á laugardaginn. Úrslit í spjótkastinu urðu annars þessi: ViktorYevsyukov, Sovótr. 84,50 Tom Petranoff, Bandar. 83,25 Jan Zelezny, Tékkóslóvakíu 82,72 Detlef Miohel, A-Þýskal. 81,56 SigurðurEinarsson, Islandi 80,84 Gerald Weiss, A-Þýskal. 80,80 Volker Hadwich, A-Þýskal. 79,74 Einar Vilhjálmsson, Isl. 79,42 „Anægjulegur sigur“ -sagði Óskar Ingimundarson Leifturs-þjálfari „ÞETTA var dæmigerður bikar- leikur, mikið af opnum færum og barátta beggja í góðu lagi,“ sagði Óskar Ingimundarson, þjálfari Leifturs frá Ólafsfirði, eftir 4:3 sigur gegn Reyni i Sandgerði í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöldi. Óskar skoraði sjálfur sigurmarkið, þegar tvær mínútur voru til leiksloka í framlenging- unni. „Það var slæmt að missa niður þriggja marka forskot, en það er ákaflega ánægjulegt að vera kominn í átta liða úrslit,“ bætti hann við. Reynismenn hófu leikinn af mikl- um krafti og höfðu nærri skorað mark á fyrstu mínútunni, en eftir það tóku Ólafsfirðingar leikinn í sínar hendur og þrívegis í fyrri hálfleik mátti markvörður Reynis hirða boltann úr netinu. Fyrsta mark Leifturs skoraði Halldór Guðmundsson á 23. mínútu með góðu skoti fyrir utan vítateig. Steinar Ingimundarson skoraði annað markið á 41. mínútu og Halldór var aftur á ferðinni sex mínútum síðar. Sangerðingar voru miklu ákveðnari í seinni hálfleik og áður en Ólafsfirðingar vissu af voru þeir búnir að fá á sig þrjú mörk á sex mínútum og staðan allt í einu orðin jöfn. Fyrst skoraði Grétar Sigur- björnsson á 60. mínútu, en hann kom inn á sem varamaður á sömu minútu. Fjórum mínútum síðar skoraði Kjartan Einarsson eftir þunga sókn og á 66. mínútu jafn- aði hann leikinn. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan óbreytt og því fram- lengt. Leikmenn beggja liða voru greinilega orðnir þreyttir og menn farnir að búa sig undir vítaspyrnu- keppni, þegar Oskar Ingimundar- son tók af skarið og skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateig, stöngin inn, og fögnuður Ólafs- firðinga var að vonum mikill. Geirharður Ágústsson, Haf- steinn Jakobsson, Þorvaldur Jónsson markvörður voru bestir i jöfnu liði Leifturs, en hjá Reyni var Kjartan Einarsson bestur. Lið Reynis: Elvar Grétarsson, Jóhannes Sigurjónsson, Ævar Finnsson, Guðjón Guðjónsson, Pétur Brynjarsson, Ivar Guð- mundsson (Hjörtur Davíðsson), Stefán Pétursson, Davíð Skúlason (Grétar Sigur- björnsson), Helgi Kárason, Kjartan Einars- son, Ari Haukur Arason. Lið Leifturs: þorvaldur Jónsson, Sigur- björn Jakobsson, Geirharður Ágústsson, Friðgeir Sigurðsson (Hermann Baldurs- son), Ólafur Björnsson, Hafstein Jakobs- son, Gústaf Ómarsson, Róbert Gunnarsson, Halldór Guðmundsson, Steinar Ingimundarson (Helgi Jóhanns- son), Óskar Ingimundarson. Gult Spjald: Steinar Ingimundarson Leiftri. Áhorfendur: 250. Dómari: Baldur Scheving dæmdi lítið og lét leikinn ganga. BB Morgunblaöið/Einar Falur Ingólfsson • Óli Þór Magnússon og Ólafur Þórðarson berjast í leiknum í gærkvöldi á Skaganum. Keflvíkingar höfðu betur þegar upp var staðið eftir framlengingu. BIKARMEISTARAR ÍAtöpuðu 2:1 fyrir Keflavík á Akranesi i' gær- kvöldi eftir framlengdan leik. Þetta var annað tap Skagamanna í bikarnum á sex árum, en 1985 tapaði liðið fyrir Fram. Heimamenn voru betri framan af, sóttu meira og á 7. mínútu skoraði Sigurður Lárusson af stuttu færi. Eftir hornspyrnu frá hægri barst boltinn út þar sem Guðbjörn var á auðum sjó og hann gaf nákvæma sendingu á Sigurð, sem skoraði örugglega. Skagamenn voru atkvæðameiri í hálfleiknum, en nýttu ekki fleiri færi. Óli Þór fékk besta marktæki- færi ÍBK á 32. mínútu, en skallaði rétt framhjá. Keflvíkingar komust meira inn í leikinn í seinni hálfleik og á 67. mínútu jöfnuðu þeir leikinn. Gunn- ar Oddsson, besti maður ÍBK, gaf þá fyrir frá hægri á Sigurð Björg- vinsson, hann var öryggið upp- málað og skoraði með góðu skoti. Gestirnir voru aðgangsharðari það sem eftir var venjulegs leiktíma, en mörkin urðu ekki fleiri og því varð að framlengja leikinn. Þór vann í vrtakeppni Akureyri, fró Skúla Unnari Sveinssyni, bladamanni Morgunblaðsins. einnig sína menn af miklum móð ÞÓRSARAR eru komnir áfram í bikarkeppninni. Þeir unnu KA i' „alvöru bikarleik" þar sem úrslit réðust ekki fyrr en i' vítaspyrnu- keppni. Baldvin varði víti frá Friðfinni Hermannssyni og réð það úrslitum því skorað var úr hinum níu vftaspyrnunum. Þórsarar voru sprækari framan af og fyrstu tíu minúturnar sóttu þeir mikið. Gegn gangi leiksins skoruðu KA-menn fyrsta mark leiksins á 14. mínútu. Friðfinnur Hermannsson vann þá boltann af Sveini Pálssyni á miðjum vallar- helmingi KA, lék upp vinstri kant- inn og gaf fyrir. Markakóngurinn Tryggvi Gunnarsson var einn og óvaldaður á vítapunkti, skaut, en Baldvin Guðmundsson náði að verja. Hann misti þó knöttinn og Tryggvi var fyrstur að honum og renndi i markiö. Fimm mínútum síðar jafnaði Halldór Áskelsson og var það lag- lega gert. Hann fékk boltann á vítateigslínunni, lék á þrjá varnar- menn og renndi undir Hauk markvörð sem kom út á móti. Síðari hálfleikur var ekki eins fjörugur og sá fyrri. Það eina sem var í lagi var baráttan, hún var á sínum stað. Áhorfendur hvöttu Jafntefli LANDSLIÐ íslands og Færeyja, sem áttu að vera skipuð leik- mönnum 18 ára og yngri, gerðu 1:1 jafntefli á Kópavogsvelli f gærkvöldi. Færeyingar sendu lið skipað leikmönnum 19 ára og yngri og þeir skoruöu í fyrri hálfleik, en Valdimar Kristófersson Stjörnunni jafnaði um miðjan seinni hálfleik. Jóhann Kristinsson frá Bolung- arvík lék í markinu og stóð sig mjög vel, en hann er fyrsti Bol- yíkingurinn, sem leikur í landsliði íslands í knattspyrnu. og minnti helstá landsleik. Nokkuð sem ekki er algengt hjá stuðnings- mönnum liða í Reykjavík. Eins og vera ber í spennandi bikarleik var vítaspyrnukeppni sem lauk með því að KA-menn skoruðu úr fjórum en Þórsarar úr öllum fimm og unnu þeir því leikinn 6:5. Baldvin varði vítaspyrnu Frið- finns Hermannssonar og réð það úrslitum. Baldvin varði einnig fyrri spyrnu Árna Freysteinssonar en hafði hreyft sig áður og Árni skor- aði úr síöari tilraun sinni. Sömu sögu er að segja af Einari Ara- syni. Haukur varði fyrst en hreyfði sig og Einar skoraði úr þeirri síðari. Þeir sem skoruöu úr ítaspyrnun- um auk þeirra sem áður eru nefndir voru Steingrímur Birgis- son, Gauti Laxdal og Erlingur Kristjánsson fyrir KA og þeir Jónas Róbertsson, Guðmundur Valur Sigurðsson, Valdimar Pálsson og Sigurbjörn Viðarsson fyrir Þór. Bestu menn KA voru Haukur Bragason í markinu og Tryggvi Gunanrsson og Árni Freysteins- son stóðu sig einnig vel. Hjá Þór var Baldvin öruggur og Hlynur Birgisson og Guðmundur Valur Sigurðsson voru sterkir. Uö KA: Haukur Bragason, Gauti Lax- dal, Arnar Freyr Jónsson, Erlingur Kristj- ánsson, Þorvaldur Örlygsson, (Árni Freysteinsson vm. á 64. min.), Bjarni Jóns- son, (Stefán Ólafsson vm. á 85. mín.), Steingrimur Birgisson, Tryggvi Gunnars- son, Hinrik Þórhallsson, Friðfinnur Hermannsson, Jón Sveinsson. Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Nói Björnsson, Sveinn Pálsson, Kristján Kristj- ánsson, (Valdimar Pálsson vm. á 81. min.), Einar Arason, Halldór Áskelsson, Július Tryggvason, Jónas Róbertsson, Hlynur Birgisson, Guðmundur Valur Sig- urðsson, Siguróli Kristjénsson, (Sigur- björn Viðarsson vm. á 116. mín.) Gult spjald; Erlingur Kristjánsson og Tryggvi Gunnarsson úr KA. Áhorfendur: 1.327 Dómari: Guðmundur Haraldsson og var góður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.