Morgunblaðið - 09.07.1987, Side 39

Morgunblaðið - 09.07.1987, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 39 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri Gunnlaugur. Ég hef áhuga á að vita hvernig starf ætti best við mig þar sem ég er nú á tímamótum. Einn- ig vildi ég vita hver eru áhrif stjama næstu ár, um fjár- hag, heilsufar o.fl. Vinsam- legast birtu ekki fæðingar- dag, ár og nafn. Fyrirfram þökk.“ Svar Þú hefur Sól í Vatnsbera, Tungl, Merkúr og Miðhimin í Steingeit, Venus, Mars og Júpíter í Fiskum og Tvíbura Rísandi. Flókið kort Stjörnukort þitt er eins og mörg önnur kort frekar mót- sagnakennt. Þar er t.d. að finna jarðbundna og metnað- argjama Steingeit og draumlyndan Fisk og einnig félagslyndan Vatnsbera og Tvíbura og lokaðan Plútó. Félagslynd Vatnsberi og Tvíburi táknar að þú ert félagslynd og því þarf væntanlegt starf að vera félagslega lifandi. Þar þarf að vera fólk sem þú getur rætt við og einnig þarft þú að geta hreyft þig í starf- inu, eða a.m.k. geta gengið á milli herbergja. En... Það sem líkast til háir þér er Plútó í mótstöðu við Sól. Plútó táknar að þú ert með- vituð um galla þína og veikleika. Það getur leitt til þess að þú verður svartsýn og finnist þú ekki nógu góð. Hætt er við því að þú rífir sjálfa þig niður. Þetta þarft þú að yfirvinna, m.a. með því að temja þér að horfa einnig ájákvæðu hliðarþínar og gera þér grein fyrir því að hið neikvæða er ekki alls ráðandi. Lokar Plútó fylgir einnig hætta á því að þú lokir á félagslega þörf þína. Til að sameina þetta er gott ef þú vinnur með fólki en hefur jafnframt aðstöðu til að draga þig ann- að slagið í hlé og hreinsa það neikvæða burt. Varast vímuefni í korti þínu má sjá ákveðinn leiða með venjulegan og grá- an veruleika. Það táknar að þú þarft að varast vímu- gjafa. Andleg og listræn svið gætu aftur á móti gefið þér jákvæða útrás. Fjármál Úranus í 2. húsi bendir til þess að fjármál þin séu mis- jöfn og að stundum verði um óvænta atburði að ræða á því sviði. Það tengist því að þú vilt stundum vera frjáls og óháð peningum og kastar frá þér því sem þú átt. Starf Kort þitt bendir aðallega til hæfileika á tveim sviðum. Annars vegar er Tungl á Miðhimni sem ásamt öðru bendir til hæfileika í sam- bandi við uppeldisstörf, hjúkrun eða það að fæða, klæða og hýsa, t.d. það að vinna við matreiðslu eða hót- elstörf. Hins vegar er Merkúr einnig á Miðhimni sem bend- ir til hæfileika í sambandi við verslunarstörf og það að miðla upplýsingum og taka á móti fólki. Sterkur Neptún- us gefur einnig til kynna hæfileika á listrænum svið- um t.d. í sambandi við tónlist. Sjálfstraust Til að þú getir nýtt þér hæfi- leika þína þarft þú hins vegar að vinna með Plútó. Efla með þér bjartsýni og trúa á sjálfa þig. GARPUR GRETTIR DÝRAGLENS FERDINAND SMÁFÓLK MARCIE, PO YOU TMINK THE TEACHER 6RAPE5 OUR PAPER50M NEATNES5? Magga, heldurðu að kenn- arinn gefi einkunn fyrir frágang? AB50LUTELY..F0R IN5TANCE, TUE UUAY YOU REMOVE A PIECE OF PAPER FROM YOUR BINPER... //-zs Örugglega, til dæmis fyrir það hvernig maður tekur blað úr möppu. YOU SHOULP ALWAYS OPENTHE RIN6S..N0T I JU5T TEAR IT OUT... Maður á alltaf að opna hringina ... ekki bara rífa úr... Önnur falleinkunn! BRjDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Framhjáhlaup" er það kallað þegar sagnhafí stelur slag á smátromp með því að læðast fram hjá hæsta trompi vamar- innar. Oft leiðir þetta til þess að trompslagur vamarinnar étur upp slag, sem félagi ætti ella á hliðarlit. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁD87 VÁKG6 ♦ D843 ♦ 7 Austur „H,l ♦106 II ♦ D10742 ♦ 10 ♦D10832 Suður ♦ G432 V5 ♦ ÁK5 ♦ ÁG964 Vestur Norður Austur Suður — 1 tígull Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 5 spaðar Pass Pass 6 spaðar Pass Pass Vestur ♦ K95 ♦ 983 ♦ G9762 ♦ K5 Útspil vesturs er hjartanía. Sérðu vinningsleiðina? Hún er þannig; Drepið á hjartaás, laufí spilað á ás og spaðadrottningu svínað. Spaða- ásinn tekinn, hjartakóngur og hjarta stungið heim. Síðan er lauf stungið i blindum, og þá er staðan þessi: Norður ♦ 8 ♦ G ♦ D843 ♦ - Vestur Austur ♦ K ♦ - ♦ - II ♦ D10 ♦ G9762 ♦ 10 ♦ - Suður ♦ G ♦ - ♦ ÁK5 ♦ G9 ♦ D108 Nú er tímabært að spila tígiunum. Þegar tigullengdin kemur í Ijós hjá vestri er fjórði tígullinn stunginn heima og laufi spilað. Spaðaáttan verður slagur á framhjáhlaupi og slagir varn- arinnar á trompkóng og hjarta- drottningu falla saman. Umsjón Margeir Pétursson Einn af keppinautum Hannes- ar Hlífars Stefánssonar á heimsmeistaramóti 16 ára og yngri í Austurrfki er sovézka undrabamið Gata Kamsky, sem er tólf ára gamall. Á sovézka meistaramótinu i þessum aldurs- flokki hafði hann hvftt og átti, „ leik í þessari stöðu gegn Verdik- hanov. 25. Rf6+! - gxf6, 26. Dh6 — Dxe4, 27. BdS - Dg6. 28. Bxg6 — hxg6 og hvftur heftir léttunnið tafl, en Kamsky tefldi framhaldið ekki nægilega ná- kvæmt og innbyrti ekki vinning- inn fyrr en í 71. leik. Hann sigraði á mótinu ásamt Alter- man.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.