Morgunblaðið - 09.07.1987, Síða 56

Morgunblaðið - 09.07.1987, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 imAim „ þú ókyldir finno. sv’irvxkótUettu \ súpunn) pínni, þcLjx hún txb fa.ro. ex borrJ nömer 9. " ást er... ... að blása ekki á heita súpuna TM R«o U.S. Pat. Ott.—all rights reservgd C1986 Los Angeles Tlmes Syndicate Þetta er á herbergi 102. Það er maður undir rúm- inu mínu. — Nei, ég er ekki að gorta! HÖGNI HREKKVÍSI -O.RMOVJ&KI Þú átt aðeins það sem þú hefur gefið Úr Austurstræti. Kæri Velvakandi. Fyrir skömmu átti ég leið um miðbæ Reykjavíkur sem svo oft áður. Þetta var á sólbjörtum degi, fyrsta degi mánaðarins, útborgunardegi. Margt var um manninn og hafði fólk í ýmsu að snúast á þessum fallega sumardegi. Þarna var það með fullar hendur flár og úttroðna innkaupapoka af nýtísku fatn- aði og mishollu fæði og drykk. Það var bjart yfir þessum mannsöfnuði og greinilegt að fólkið hafði nóg handa á milli þó að búið væri að borga reikn- ingana af hinum „ómissandi" nútíma munaði, hallarkynnum, lúxuskerrum og heimilistækj- um. Þetta var sannkallaður gleðidagur hjá launafólki og margir voru með bros á vör þegar þeir komu út af ferða- skrifstofunum og litu með tilhlökkun til komandi tíðar á íjarlægum sólarströndum. Lífsgæðakapphlaupið var í al- gleymingi. Þama var fólk sem allt átti af heimsins lystisemdum en varð að eignast meir því að girndin seðst ekki. Þama var einnig fólk sem hafði svo bág laun að það gat ekkert látið eftir sér af öllu því sem auglýst var og fyrir augu bar nema það allra nauðsynlegasta. Þarna var verka- maðurinn og tannlæknirinn, læknir- inn og sjúklingurinn, lögfræðingur- inn og afbrotamaðurinn, presturinn og útigangsmaðurinn. Já, það var svo sannarlega margt um manninn þama í Austurstrætinu á þessum útborgunardegi. Þegai' ég leit yfir þennan stóra hóp hugleiddi ég hversu gott það væri ef sam- félagið byggðist á samhjálp. Það væri harla gott. Þess í stað ríkir viss villimennska í þessum stein- steypufmmskógi. Lífsgæðakapp- hlaupið. Þarna í bænum á þessum fagra degi vakti aðallega athygli mína gamall maður. Hann var tötmm klæddur í fúnum frakka og gúmmít- uðmm sem hann dró á eftir sér. Hann var dapur að sjá og virtist einn í heiminum. Hjá honum var enginn dagamunur, aðeins sólbjartur dagur í júlímánuði. Þama mitt í fólksmergðinni dróst hann á milli sorpdallanna á ljósa- staumnum og stakk lúinni hendi ofan í þá í leit að æti. Ég fylgdist með þessum gamla manni mitt í þessum prúðbúna mannfjölda. Þetta var útigangsmaður sem enginn vildi vita af. I raun var hann hvergi til nema á þjóðskrá og kannski einnig í vandlætingar— og fyrirlitn- ingaraugum hins litskrúðuga mannsafnaðar hér í heimi. Margir menn sjá firringuna í neyslu— og iðnaðarsamfélög- um nútímans. Þar er framleitt sem mest, etið sem mest og því sem umfram er og selst ekki en þarf að seljast hent á haugana í staðinn fyrir að gefa það fátækum. Því að það fólk er til hér á landi sem sveltur og á ekki fyrir brýnustu lífsnauðsynjum, og það er ekki allt fólk sem nennir ekki að vinna, heldur fólk sem þarfnast hjálpar, meðal annars vegna sjúkdóma. Samfélagið á að byggjast á samhjálp en ekki villimennsku. Þó að vatnsbleytt haframjöl með sykri og kaffitár seðji sárt hungur og bragðist sem mesta lostæti á tóman maga og slitn- ar fatadruslur veiti einhveija vemd fyrir veðri þá skulum við hugleiða orðin sem hinn lands- kunni Ævar R. Kvaran sagði eitt sinn sem oftar: „Þú átt aðeins það sem þú hefur gefíð.“ Ekki veit ég hvort fólk almennt skilur þessa speki, en hún er hábiblíuleg og verð- ug umhugsunar í þjóðfélagi okkar. Ef hver og einn sem mætt hefði gamla útigangsmanninum hefði rétt að honum örlítið af nægtum sínum, sem engan hefði munað um, væri hann sennilega hreinn til fara í dag, saddur og með öruggt þak yfír höf- uðið. Þá minntist ég orða drottins þeg- ar hann segir: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra." Einar Ingvi Magnússon Víkverji Furðulegasti útvarpsþáttur sem Víkveiji hefur heyrt er nýbyij- aður á Bylgjunni og heitir Kíkt í ísskápinn eða eitthvað í þá áttina. Útsendarar Bylgjunnar fara heim til þekkts fólks og biðja það að lýsa því sem er í ískápnum hjá því! Það var til að mynda ekki ónýtt að heyra það í útvarpinu á þriðjudaginn að Jónas Kristjánsson ritstjóri væri með harðfisk í ískápnum sem hann ætl- aði að snæða í hádeginu og að þar væri að finna smálúðu sem hann ætlaði að snæða þá um kvöldi. Þá var ekki síður athygiisvert að heyra að í skápnum væru vínber sem fam- ilían hafði ekki getað torgað um helgina! Víkveiji getur vel ímyndað sér gleðiópin hjá Bylgjumönnum þegar hugmyndin að þessum útvarpsþætti fæddist og hugvitsmanninum hefur eflaust verið vel launað. Mega hlust- endur kannski búast við því að Bylgjumenn fari að kíkja í öskutunn- umar hjá fræga fólkinu? Eða verður kannski einhver önnur stöð á undan?! XXX Birt hefur verið könnun sem nem- endur Félagsvísindadeildar Háskólans gerðu undir stjórn kenn- ara sinna meðal fjölmiðlafólks, þar sem fjallað var um ýmislegt sem lýtur að fjölmiðlun og viðhorfum fjöl- miðlafólks. Margt athygisvert er þama að fínna en könnunin geldur þess að svörun var innan við 50% af úrtakinu og er hún því vart mark- tæk. Aðsta.idendur könnunarinnar velta því fyrir sér hvað valdi. Víkveiji skrifar telur skýringuna vera fyrst og fremst þá að spumingar um svar- andann voru svo margar og ítarlegar að auðvelt var fyrir spyijendur að finna út hvaða tiltekinn blaða- eða fréttamaður var að svara. Þegar þetta er haft í huga er ekki óeðlilegt að margir neituðu að svara spurn- ingunum, sem margar voru við- kvæmar, t.d. voru blaðamenn beðnir að meta hæfni og áreiðanleik kollega sinna á öðrum blöðum og ljósvaka- miðlum. í það minnsta vildi Víkverji ekki afhenda fólki sem hann ekkert þekkti upplýsingar af þessu tagi. Ef öðru vísi hefði verið staðið að könnuninni hefði svarprósentan vafalaust orðið hærri. xxx Víkveiji hefur fylgst með íslenzkri knattspyrnu um margra ára skeið og fullyrðir að beztu lið 1. deildar hafi í sumar leik- ið svo vel að það jafnist á við það bezta sem hann hefur séð til íslenzkra liða. Áhugi fyrir knatt- spyrnu hefur farið vaxandi eins og tölur um aðsókn að leikjum gefa glögglega til kynna. Kemur þar tvennt til, í fyrsta lagi góð knatt- spyrna og í öðru lagi meiri og betri umQöllun en áður hefur þekkzt hjá íslenzkum fjölmiðlum. Morgunblaðið og Þjóðviljinn hafa bryddað upp á nýjungum í umfjöllun um íslands- mótið og Stöð 2 hefur verið með vandaða og góða þætti um mótið. Stöðin hefur farið inn á nýjar braut- ir og fj'allar um leiki á svipaðan hátt og stórar sjónvarpsstöðvar úti í heimi gera. Atvik eru sýnd frá mörgum sjónarhornum og fagmenn látnir fjalla um svo að menn hafa öðlazt nýja innsýn í leikinn. Mikil vinna liggur hér að baki og er ástæða til að hrósa Heimi Karlssyni umsjón- armanni íþrótta á Stöð 2 fyrir þættina. I heild má segja að Stöðin bjóði íþróttaáhugamönnum upp á mikið og fjölbrejitt úrval efnis við þeirra hæfi. Vikulegir þættir úr bandaríska körfuknattleiknum nutu mikilla vin- sælda í vetur og í sumar er golf- áhugamönnum boðið upp á vikulega þætti frá stórum golfmótum. Iþróttaáhugamönnum í landshlutum þar sem Stöð 2 næst ekki hlýtur að þykja súrt í broti að vita af þessum útsendingum og ná þeim ekki. XXX A Iknattspyrnuþætti Stöðvar 2 á þriðjudaginn var leikur KR og Vals í 1. deild sýndur í heild. Var leikurinn mjög skemmtilegur og fjör- ugur og sannaði framansögð orð um íslenzka knattspyrnu. Víkveiji verð- ur að játa að hann nennti ekki á völlinn þegar leikurinn var spilaður sl. mánudag. Ástæðan var einfald- lega sú að þegar 3000 áhorfendur eru saman komnir á Valsvellinum er undir hælinn lagt hvort menn sjá nægilega það sem fram fer. Metnað- ur Valsmanna að leika á heimavelli er skiljanlegur en forráðamenn fé- Iagsins verða að skilja að völlurinn er ekki boðlegur fyrir leiki af þess- ari stærðargráðu. I Laugardalnum er fyrirtaks leikvangur, sem rúmað hefði alla áhorfendur þessa leiks í sæti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.