Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 Húsavík. Húsavík: Undirbúningi Lands- mótsins að ljúka Húsavik. UNDIRBÚNINGI undir hið mikla landsmót UMFÍ á Húsavík er nú að ljúka og fyrstu mótsgestirnir eru komnir til Húsavíkur. Veðurstofan spáir góðu veðri svo búast má við miklu fjölmenni. Mik- ill undirbúningur og skipulag fylgir slíku rrióti og segir Guðni Halldórs- son framkvæmdastjóri þess að starfsmenn séu nú komnir í start- holumar og allt sé að verða tilbúið. Bæjarfógetinn hefur veitt undan- þágu og gefíð verslunum og veit- ingasölum heimild til að hafa opið allan sólarhringinn ef þörf krefur. Frettaritari Erindi um torfbæi FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 9. júlí kl. 20.30 heldur Þór Magnússon þjóðminjavörður fyrirlestur í Norræna húsinu. Þór talar um torfbæi og gömul hús í eigu Þjóð- minjasafnsins og sýnir litskyggn- ur. Að loknu stuttu kaffihléi verður sýnd kvikmynd Ósvalds Knudsens „Sveitin milli sanda“ með norsku tali. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku, því að þetta er liður í sum- ardagskrá hússins, sem er aðallega ætluð norrænum ferðamönnum. Þessi sumardagskrá, „Opið hús“, verður á hverju fímmtudagskvöldi í júlí og ágúst og eru allir velkomn- ir, jafnt íslendingar sem útlending- ar. Aðgangur er ókeypis og er fólk hvatt til að láta ferðamenn og aðra útlendinga vita af þessum kvöldum, segir í frétt frá Þjóðminjasafninu. byrjendanámkeið Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrjendanámskeið í notkun einkatölva Dagskrá: • Grundvallaratriði við notkun PC-tölva • Stýrikerfið MS-DOS • Ritvinnslukerfið WordPerfect • Töflureiknirinn Multiplan • Umræður og fyrirspurnir Tími: 12., 14., 19. og 21. júlí kl. 20-23 Innritun í sírnum 687590 og 686790 BORQARTÚN! 28 A-módelið af Ford, ár- gerð 1930, heldur af stað í hringferð um landið. Farangurinn festur á hliðinni að heldri manna sið. Gamli Ford árgerð 1929. Formaður Forn- bílaklúbbsins, Rúdólf Kristinsson, við nýupp- gerða gamla Fordinn sinn, A-módel. Bíll en ekki kirkja, segir eigandinn, Ársæll Árnason sem stendur ásamt syni sinum hjá glæsikerru af Hudson-gerð, árgerð 1947. Styrktarferð Krýsuvíkursamtakanna: Gljáfægðir fornbílar og hjólhestar á hringvegmum Fombílaklúbburinn og ungl- ingar úr félagsmiðstöðvunum Frostaskjóli og Þróttheimum í Reylgavík lögðu í gærmorgun af stað í hringferð um landið, hinir fyrraefndu á gömlu glæsi- vögnunum sinum, hinir síðar- nefndu á reiðþjólum. Ferðina fara hvorir tveggju tíl styrktar Krýsuvíkursamtökunum eins og fram hefur komið i fréttum i Morgunblaðinu. Fombílaklúbbur íslands er jafnframt 10 ára um þessar mundir og er ferðin ekki síður farin i tilefni afmælisins hjá fornbilaeigendum. Ungling- arnir þjóla suðurleiðina en fombílamenn áka norður nm og ætla hóparair að mætast á Egils- stöðum 14. júli. Ökumennirnir ætla að Ijúka hringnum þann 17. júlí en hjólreiðamenn þann 24. Morgunblaðið fylgdist með þegar lagt var i hann frá ESSO- bensinstöðinni á Ártúnshöfða upp úr klukkan níu í gærmorgun og spjallaði við nokkra stolta eig- endur gjjáfægðra glæsivagna og unga þjólreiðakappa, sem voru allt annað en bangnir við að þjóla í kringum landið. Ysinn var mikill. Menn á bílum sem virtust spanna mestalla sögu þess farartækis óku um planið og tóku bensín. Roskinn maður f göml- um einkennisbúningi leigubílstjóra skráði númer þeirra við dæluna. Unglingar í bolum merktum Krísuvíkursamtökunum hjóluðu um. Alls staðar var fólk. Morgunblaðið náði fyrst tali af Rúdólfí Kristinssyni formanni Fom- bflaklúbbs íslands. Hann er sannur áhugamaður um þetta tómstunda- gaman, að eiga og gera upp gamlan bfl, sem oft hefur einungis fyrir til- viljun sloppið við ruslahaugana þar til maður sem kann að meta hann eignast hann með einum eða öðrum hætti. Því til sanninda er að Rúd- ólf á tvo fombíla, þegar flestir hafa fengið nóg eftir að hafa gert upp einn. Gamli Ford árgerð 1929 Báðir bflar Rúdólfs em af gerð- inni Ford, A-módel, árgerðir 1929 og 1930. Sama vél og undirvagn er í báðum árgerðunum en yfírbygg- ing er eilítið mismunandi. Rúdólf sagði að A módelið hefði tekið við af hinu fræga T-módeli Fords árið 1928. Hefði A-módelið verið fram- leitt í fjögur ár eða til ársins 1931. Á þessum fjómm ámm hafí verið framleidd hvorki meira né minna en flögur og hálf milljón bfla af þessari gerð. Höfðu aldrei, hvorki fyrr né sfðar, svo margir bílar af sömu gerð verið framleiddir á svo skömmum tíma. Rúdólf er með báða Fordana sína í hringferðinni. Hann ekur sjálfur 1929 árgerðinni en sonur hans bílnum frá 1930. Sá eldri er raunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.