Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 35 NY RIKISSTJORN TEKIN IflÐ VOLDUM Stefnuyfirlýsingin loðin og segir fátt - segir Þórhildur Þorleifsdóttir „Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar- innar er lengra og þykkara plagg en innihaldið gefur tilefni til. Orðalag hennar er loðið og segir ekki mikið. En óneytanlega finnst manni að þessi ríkisstjórn hafi erfst í beinan karllegg og sé ekki annað en afkvæmi þeirr- ar síðustu. Aherslur eru þær sömu og mér sýnist að enn einu sinni eigi heimilin í landinu að sitja á hakanum,“ sagði Þór- hildur Þorleifsdóttir þingkona Kvennalistans um ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. Þórhildur sagði að sér fyndist einkenna málefnasamning stjórn- arinnar að orðalag þar væri mjög almennt. Talað væri um að það þyrfti að endurskoða, athuga og © INNLENT stofna nefndir án þess að tekið væri fram hver markmiðin væru. Sér litist samt ágætlega á ýmislegt í stefnuyfirlýsingunni, sem nú væri að sjá hvort kæmist í framkvæmd. Það væri þó margt sem sér þætti afskaplega miður eins og til dæmis það að utanríkisstefnan væri óbreytt. Greinilega ætti áfram að eyða stórfé til þess að reyna að fá hingað útlendinga til að setja upp stóriðju. „Fyrstu aðgerðir í efnahagsmál- unum eru hvorki stórtækar né afgerandi og áfram er ekki raskað neinum hlutföllum, til dæmis í tekjuöfluninni. Þá finnst mér af- skaplega neikvætt að skattleggja matvörur og svokallaðar kjarajöfn- unaraðgerðir ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hækkun ellilífeyrisins er til dæmis afskaplega lítilfjörleg miðað við hvað við vildum og lögð- um til,“ sagði Þórhildur. Hún sagðist ekki vilja láta hjá líða að bjóða Jóhönnu Sigurðardótt- ur velkomna til starfa í félagsmála- ráðuneytið og sagði að það myndu ábyggilega margir njóta góðs af störfum hennar ef hún fengi að halda á málum að eigin óskum þar. i>- Síðasti ríkisráðsfundur fráfarandi ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Frá vinstri: Halldór Ás- grínisson, Jón Helgason, Alexander Stefánsson, Steingrímur Hermannsson, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Matthías Á. Mathiesen, Þorsteinn Pálsson, Matthías Bjarnason, Ragnhildur Helgadóttir og Sverrir Hermannsson. Ragnhildur Helgadóttir: Leng’ing’ fæðingar- orlofs var mikilvæg „MÉR eru efst í huga lögin um lengingu fæðingarorlofs i sex mánuði,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir, fráfarandi heil- brigðisráðherra, er hún var spurð um helstu málin sem hún hefði komið í gegn í ráðherratíð sinni. Ragnhildur sagði að nú Matthías Bjarnason: Uppgangur heilsugæslustöðva úti á landi einna minnisstæðastur „ÞAÐ er erfitt að taka eitthvað eitt úi úr, en i heilbrigðis- og tryggingamálaráðherratið minni, 1983-85, tel ég að upp- gangur heilsugæslustöðva úti á landi hafi verið ein mesta fram- förin,“ sagði Matthías Bjarnason, fráfarandi samgöngumálaráð- herra, þegar Morgunblaðið spurði hann hvað hann teldi helst standa upp úr í ráðherratíð sinni í síðustu ríkisstjórn. „Einnig má nefna hjartarannsóknir og ákvörðun um hjartaskurðdeildir og siðast en ekki síst ákvörðun um K-bygginguna sem nú er langt komin." „I samgöngumálum held ég að mesta átakið hafi verið í vegamál- um. Til dæmis var á þessum fjórum árum aldrei lagt bundið slitlag á minna en 200 kílómetra á ári og hlýtur það að teljast góður árang- ur. Þá má nefna að mikið hefur verið gert í öryggismálum sjómanna og í flugmálum, er með hinni nýju flugmálaáætlun er mörkuð stefna fram í tímann. Ef ég lít yfir farinn veg verð ég að segja að ég hef verið svo lánsam- ur að eiga gott samstarf við fólk í ráðuneytunum sem ég sakna að slíta tengslum við, þó ég sé feginn að ljúka hér mínum ráðherraferli. Miklar sveiflur voru í viðskipta- málum á því tímabili sem ég var með það ráðuneyti, sérstaklega í bankamálum, og var þar sett margvísleg löggjöf, en þó meiri á sviði samgöngumála. Það má nán- ast segja að á öllum þessum sviðum hafi verið sett löggjöf sem markar tímamót Nýrri ríkisstjórn óska ég alls góðs í sínum störfum, það þarf á mörgu að taka eins og gerist og gengur, en ég tel að þessi ríkis- stjóm sem nú er að fara frá hafi skilað mjög góðum árangri, sérs- taklega á sviði efnahagsmála. Það er síðan nýrrar stjórnar að gæta fengins fjár.“ yrði greiddur sami fæðingar- styrkur fyrir allar konur. „Þetta er stórt atriði og stefnumark- andi,“ sagði hún. Ragnhildur sagði að sér væri mjög hugleikinn réttur kvenna og barna og nefndi í því sambandi að á síðasta ári hefði réttur til mæðra- launa verið lengdur úr 16 ára aldri barna í 18 ár. „Þá vil ég nefna að framkvæmdasjóður aldraðra hefur verið efldur. Þau málefni eru mér hugleikin og ég tel að þar þurfi verulegt átak, sérstaklega í málum gamalmenna sem eru hjúkrunar- þurfi.“ Ragnhildur benti á samning milli ríkisins og Krabbameinsfélagsins til fjögurra ára um víðtæka leit að leg- og bijóstkrabbameini og taldi að sá samningur væri konum og íjölskyldum þeirra mikils virði. Hún talaði einnig um hið nýja húsnæði fyrir veirurannsóknir í Ármúlanum og sagðist trúa því að það ætti eft- ir að hafa mikla þýðingu í vörnum gegn eyðni og öðrum alvarlegum veirusjúkdómum. Ragnhildur sagði að úr ráðherra- tíð sinni í menntamálaráðuneytinu teldi hún nýju útvarpslögin mikil- vægasta málið. Aðspurð um horfumar hjá hinni nýju stjórn, sagði Ragnhildur, að hún ætti að geta náð góðum ár- angri. „Hinn langi aðdragandi þessarar stjórnarmyndunar hefur nýst til að greiða úr málum sem hefðu getað orðið ágreiningsefni síðarmeir," sagði hún. „Ég óska nýrri stjórn velfarnaðar í starfi og þakka um leið fyrir að hafa fengið tækifæri undanfarin fjögur ár til að vinna að áhugamál- um mínum í menntamálum og heilbrigðismálum," sagði Ragnhild- ur að lokum. Sverrir Hermannsson: Uni ekki slíku ráðherra- vali og gríp til vopna SVERRIR Hermannsson, fráfar- andi menntamálaráðherra, sagðist í samtali við Morgun- blaðið ekki geta verið vongóður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Alexander Stefánsson: „Vona að það takist að leysa þau mál er fyrir liggja“ „ÞAÐ hefur náðst góður árangur varðandi sveitastjórnarmál, sér- staklega samráð ríkis og sveitar- félaga," sagði Alexander Stefánsson, fráfarandi félags- málaráðherra, er hann var spurður um hvað hann mæti mest af ráðherrastörfum sínum. „Það hefur einnig verið unnið mikið starf í húsnæðismálum og þar mörkuð framtíðarstefna, “ sagði Alexander og bætti við: „Ég er líka mjög ánægður með þróun í málefn- um fatlaðra. Þar hefur verið stöðug uPPbygging um allt land og starf- seminni tryggt rekstrarfé." Alexander sagðist telja að sá árangur sem hann hefði náð í ráð- herrastóli væri jákvæður og sýndi þörfina á því að vinna vel að félags- málum sem spönnuðu í raun öll mannleg samskipti í landinu. „Ég hef öðlast mikla reynslu í þessu starfi og ég fer héðan með það í huga að tekist hafi að þoka málum fram á við.“ Alexander var spurður að því hvernig honum litist á nýju ríkis- stjómina. „Hún hefur mikinn þingstyrk á bak við sig,“ sagði hann „en mitt mat er að það hefði þurft að taka í upphafi sterkara á þeim málum sem blasa við, sérstaklega efnahagsmálunum." Alexander sagðist hafa ýmsa fyrirvara á af- stöðu sinni til stjórnarinnar vegna þess að honum þætti óljóst hvernig framkvæma ætti mörg ákvæði mál- efnasamningsins. „Þar að auki hefði ég auðvitað kosið að forystan væri í höndum Steingríms Her- mannssonar. Ég vona þó þjóðarinn- ar vegna að hægt verði að leysa öll þau mál er liggja fyrir," sagði Alexander að lokum. „Miðað við það hvernig að stjórn- inni er staðið er það ekki hægt, þó ég óski henni alls hins besta. Ég mun að sjálfsögðu beita mér gegn því að hlutur landsbyggðar- innar verði aftur fyrir borð borinn á þennan hátt við ráð- herraval. Það er ljóst að þarna reyndu þeir veiku menn sem eru í forystu flokksins að komast úr táfestu í sterka stöðu. Við lands- byggðarmenn munum ekki una þessu lengur og grípa til þeirra yopna sem okkur standa til boða.“ Sverrir sagðist þakka flokki sínum fyrir að hafa gefið sér tæki- færi til þess að gegna tveimur veigamiklum ráðherraembættum. Hann taldi sér hafa orðið mikið ágengt, bæði í iðnaðarráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu. „Há- punktur ferils míns er að sjálfsögðu sá farsæli farvegur sem Háskóli á Akureyri er nú kominn í og hefur verið gaman að vinna að því með fulltingi þeirra góðu manna sem að honum standa,“ sagði hann. „Ur iðnaðarráðuneytinu er mér minnisstætt hvernig mér tókst að stórbæta stöðu stóriðjumála okkar þegar við leystum þau stórfelldu vandamál í samskiptunum við Alusuisse sem hrúgast höfðu upp í tíð forvera míns. Þá þurfti ég að takast á við stórfelldan hallarekstur Landsvirkjunar strax á fyrsta degi, stefndi í 400 milljóna króna halla en ég bætti úr því þegar á fyrsta ári. Það gleymist seint hvernig við fylltum Þjóðleikhúsið mánuði eftir að ég tók við menntamálaráðuneyt- inu á hátíðarfundi til varnar og sóknar íslenskri tungu. Einnig er merkilegt þegar við gerðum nýja áætlun um lúkningu Þjóðarbók- hlöðunnar á fjórum árum, en reiknað hafði verið út að með þáver- andi framkvæmdahraða yrði byggingu hennar lokið árið 2032 sem er annars mjög merkilegt ár því þá telja vísindamenn að skakki turninn í Pisa muni loks falla um koll,“ sagði Sverrir. Hann minntist einnig kaupa á húsnæði Mjólkurstöðvarinnar fyrir Þjóðskjalasafn Islands og húseignar við Þingholtsstræti fyrir stofnun Sigurðar Nordal. „Auðvitað hefði verið æskilegt að smíða lagaramma fyrir framhaldsskólana og endur- skoða grunnskólalögin, en sá sem tekur við er góður maður og ég treysti honurn," sagði Sverrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.