Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 Kynferðisleg misnotkun; Manninum gert að sæta geðrannsókn Áður komist upp um mál með svipuðum hætti MANNINUM, sem grunaður er um kynferðislega misnotkun á a.m.k. tveimur telpum, hefur verið gert að gangast undir geð- rannsókn. Ekki hefur verið ákveðið hvort óskað verður eftir gæsluvarðhaldi yfir sambýlis- konu hans. Maðurinn rak sumarbúðir fyrir börn ásamt sambýliskonu sinni í Svefneyjum í Breiðafirði fyrir tveimur árum. Þau eru grunuð um að hafa misnotað a.m.k. tvær telp- ur, sem í dag eru níu og tólf ára. Málið komst upp þegar starfsfólk framköllunarstofu lét lögreglu vita af klámfengnum myndum af telp- unum, sem sambýlisfólkið hafði sett í framköllun. Samkvæmt upp- lýsingum rannsóknarlögreglunnar hefur áður komist upp um mál af þessu tagi með svipuðum hætti, þ.e. fólk festir atburði á fílmu og sendir síðan í framköllun. Um helg- ina var svo maðurinn, sem er tæplega fertugur, búsettur í Hafn- arfirði, úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 22. júlí næstkomandi. Bogi Nilsson, rannsóknarlög- reglustjóri, neitaði að svara því hvort til stæði að óska eftir gæslu- varðhaldi yfir sambýliskonu mannsins. Þá vildi hann heldur ekki veita upplýsingar um hvort fleiri börn en telpurnar tvær tengdust málinu. Enn mun nokkuð í að rann- sókn málsins ljúki og það sent frá rannsóknarlögreglu ríkisins til ríkissaksóknara. Fyrsta efnahagsaðgerð stjórnarinnar: Tölvur hækka um 25% í verði í dag í STJÓRNARTÍÐINDUM sem gefin verða út kl. 8.00 í dag er birt fyrsta stjórnvaldsákvörðun Jóns Baldvins Hannibalssonar fjármálaráðherra um að lagður verði 25% söluskattur á tölvur og tölvubúnað. Tölvusalar sem blaðið ræddi við í gær sögðu að þetta ylli því að allar vörur í verslunum þeirra hækkuðu um fjórðung í dag. Verð á PC ein- valatölvu hækkar til dæmis úr rúmum 75.000 krónum í 100.000 krónur. Skatturinn leggst ekki á hugbúnað. Vestfirðir; Samið um 15% fiskverðshækkun SAMNINGAR náðust í gær á milli sjómanna og fiskkaupenda á Vestfjörðum um fiskverð. Með- alverð samsetts afla af skuttog- urum hækkar um 15% og um 18-19% af línubátum. Sjómenn á Vestfjörðum höfðu neitað að láta úr höfn, nema viðræð- ur hæfust á milli aðila um fiskverð. Það gekk eftir og flestir bátar hafa verið að tínast út síðan á mánudag. Síðasta samningalotan hófst kl. 18 á þriðjudag og lauk um kl. 5 í gærmorgun, með því að samningar náðust. f samtali við Morgunblaðið sagði Sigurður Ólafsson formaður Sjó- mannafélags ísafjarðar, að hann væri sæmilega sáttur við þetta verð, en hins vegar vissi hann ekkert um það hvort sjómenn væru við það sáttir, það yrði að koma í ljós þeg- ar þeir kæmu ! land. Tók Sigurður fram að verðið væri alls ekki bind- andi, heldur aðeins ráðgefandi með hliðsjón af verðmyndun. í reglugerðinni er kveðið á um að hafi fyrir gildistöku hennar verið gerður samningur um sölu tölva eða tölvubúnaðar en afhending ekki farið fram þá beri kaupanda að reiða söluskatt af hendi í ríkissjóð. Undanskilin eru þau tilvik þar sem tollskjöl hafa þegar verið lögð fram en vörurnar ekki afgreiddar. Tölvusali sagði að hann byggist við litlum viðskiptum næstu mánuði þar sem svo gífurleg viðskipti hefðu verið með tölvur undanfarna daga. „Þetta bitnar fyrst og fremst á ein- staklingum. Fyrirtæki munu halda að sér höndum fyrst um sinn en þau sem á annað borð þurfa tölvur kaupa þær áfram þrátt fyrir sölu- skattinn,“ sagði hann. Morgunblaðið/Þorkell Margrét Hallgrímsdóttir fornleifafræðingur við fornleifauppgröft sem nýhafinn er á lóðinni við Aðalstræti 8. Uppgröftur í Aðalstræti; Steinhleðsla fundin VERIÐ er að grafa fyrir nýju húsi á lóðinni Aðalstræti 8 þar sem áður voru bílastæði. Næstu fjórar vikurnar verða þar að störfum fornleifafræðingar, mannfræðingar og sagnfræð- ingar í leit að húsaleifum og öðrum fornminjum. I gær- kveldi var komið niður á steinhleðslu, en ekki er enn hægt að segja neitt um aldur hennar, að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur, fornleifa- fræðings. Margrét Hallgrímsdóttir, fom- leifafræðingur og safnvörður á Arbæjarsafni, sagði i samtali við Morgunblaðið að mikið hefði fundist af fornminjum í nágrenni þessarar lóðar og því væri ástæða til þess að ætla að eitthvað mark- vert kæmi í leitimar. „Þessi hleðsla er um tvo og hálfan metra yfir sjávarmáli og það er ómögu- legt að segja á þessu stigi hvaða bygging þetta er. Við erum bara rétt að bytja uppgröftinn en höf- um samt fundið aðeins af dýra- beinum og hugsanlega líka torfvegg, en það hefur mikið rask orðið á lóðinni hér á síðastliðinni öld. Við erum mjög spennt yfir því hvað í ljós kann að koma.“ Veggur af húsi frá því fyrir árið 900 var grafinn upp á lóðinni við Aðalstræti 14 og í rannsókn- um sem gerðar vom á ámnum 1971-1975 á lóðunum við Suður- götu 3 og 5 fundust leifar tveggja langhúsa frá því eftir 900. Arið 1983 fundust einnig húsaleifar frá 10. öld á lóðinni við Suðurgötu 7. Hásetahlutur hækkar # um 100.000 krónur á ári Fiskvinnslufólk má ekki sitja hjá, segir Guðmundur J. Guðmundsson „ÞAÐ kemur ekki til greina að fiskvinnslufólk sitji hjá enn eina ferðina við hækkun fiskverðs," sagði Guðmundur J. Guðmunds- son formaður Verkamannasam- bands íslands í samtali við Morgunblaðið í tilefni af hækk- andi fiskverði undanfarið. Soffanías Cecilsson formaður Félags fiskvinnslustöðva sagði í samtali við Morgunblaðið, að ekki væri svigrúm til kauphækk- ana til fiskvinnslufólks, vegua hækkandi fiskverðs. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar hækkar hlutur háseta á miðlungs togara um 100.000 krónur miðað við heilt ár. Hækkandi fiskverð leiðir af sér ýmsar tilfæringar íjármuna; tekju- aukningu útgerðarmanna, launa- hækkun sjómanna og aukin útgjöld fískvinnslunnar. Morgunblaðið kannaði það, hver áhrif 15% hækk- unar fiskverðs væru á stöðu aðila innan sjávarútvegsins, en fiskverð hefur hækkað um 15% á sumum stöðum landsins. Nýtt fylffirit Morgnnbladsins; Á DAGSKRÁ Dagskrá sjónvarpsstöðva, útvarpsstöðva, kvikmyndahúsa, veitinga- húsa og skemmtistaða er meðal efnis í B-blaði Morgunblaðsins, Á dagskrá, sem kemur út í fyrsta skipti í dag. Ritið fylgir blaðinu fram- vegis á fimmtudögum. Hafi lesendur blaðið við hendina þjónar það sem uppflettirit viku í senn. Fyrsta blaðið spannar vikuna 10.-16. júlí. Að auki eru upplýsingar um veit- stað og efni tengt ofangreindum ingahús á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, skemmtistaði og kvikmyndahús í blaðinu að ógleymd- um þættinum Hvað er að gerast, þar sem fjallað er um viðburði allra vikudaga. Kvikmyndaumflöllun og myndbandaumfjöllun eru á vísum efnisflokkum. Þá er ástæða til að benda lesendum á dálkinn S&S, Spurt og svarað, þar sem þeir geta borið fram fyrirspumir, óskir og ábendingar viðkomandi dagskrám fjölmiðlanna og verður leitað til hlut- aðeigandi aðila um svör. Sé miðað við þá forsendu að fisk- verð hækki um 15%, leiðir sú hækkun til um 7% tekjumissis botnsfiskvinnslunnar. Hækkunin leiðir hins vegar til um 6% tekju- aukningar hjá botnfiskveiðendum, að frádregnum hlut sjómanna. I hlut sjómanna kemur hins vegar um 9% hækkun. Hráefniskostnaður botnsfisk- vinnslunnar er 46,7% af tekjum. A síðasta ári námu hráefniskaupin alls 11 milljörðum, þannig að miðað við þær forsendur ykist aflahlutur sjómanna úr 5 milljörðum í 5,5 milljarða og hlutur útgerðarmanna um 360 milljónir. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar námu meðalárslaun háseta á skuttogara 1,2 milljónum, en hækka þar með i um 1,3 milljón- ir. Viðmælandi Morgunblaðsins úr hópi fiskverkenda sagði að allur batinn í sjávarútvegi rynni til sjó- manna. Væri háseti á meðalskut- togara með allt að fjórföld laun miðað við t.d. starfsmann í véla- eða tækjasal í móttöku. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambandsins sagði í samtali við Morgunblaðið að allt færi hækkandi í sjávarútvegi nema laun fiskvinnslufólks og kæmi ekki til greina að sínu mati að fisk- vinnslufólk sæti enn einu sinni eftir með sárt ennið. Guðmundur kvað loforð Vinnuveitendasambandsins liggja fyrir um að gengið yrði til viðræðna um kaup og kjör fisk- verkafólks, en hins vegar hefðu þeir engu lofað um launahækkanir. Bjóst Guðmundur ekki við neinum viðræðum í júlí, þar eð þá væri allt lamað vegna sumarfría. Varaði Guðmundur mjög við því, að fólksflótti færi að eiga sér stað í fiskvinnslunni. „Ef engin breyting verður á kjörum fiskvinnslufólks, verður meiri flótti en nokkru sinni fyrr og yrði óbætanlegt tjón að missa vant og þjálfað fólk.“ Guð- mundur lýsti og áhyggjum sínum vegna þess að í kjölfar hækkandi fiskverðs minnkaði svigrúm fisk- vinnslunnar til að gi-eiða hærri laun. „Ég hef verulegar áhyggjur af þess- ari atvinnugrein." Soffanías Cecilsson formaður Sambands fiskvinnslustöðva sagði í samtali við Morgunblaðið að sér sýndist gamla sagan vera að endur- taka sig. Vegna hins hækkandi fiskverðs hefði fiskvinnslan ekki svigrúm til launahækkana, sem þó væru nauðsynlegar. „Fiskvinnslu- fólkið mun kalla á launahækkanir og síðan munu fiskvinnslufyrirtæk- in kalla á gengisfellingu og svo framvegis, og allt endar þetta i aukinni verðbólgu," sagði Soffaní-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.