Morgunblaðið - 09.07.1987, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 09.07.1987, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 NÝ RÍKISSTJÓRN TEKIN IflÐ VÖLDUM Hörmum að skattur á mat sé innleiddur á nýjan leik - segir Svavar Gestsson SVAVAR Gestsson formaður Alþýðubandalagsins sagði í sam- tali við Morgunblaðið eftir stjórnarskiptin í gœr að það vœru að sínu mati tveir jákvœð- ir hlutir í ákvörðunum sljómar- innar um fyrstu aðgerðir, hækkun á ellilífeyri upp í lág- markslaun og dálítil hækkun á bamabótaauka. „Hitt er svo ljóst að þaraa em nokkur atriði sem Alþýðubandalagið hefði aldrei fallist á, svo sem skattur á mat en Alþýðubandalagið afnam skatt á matvæli 1978 og við hörmum að hann skuli nú inn- leiddur á nýjan leik. Slíkur skattur kemur verst niður á lág- launafjölskyldum,“sagði Svavar Gestsson. „Skattur á tölvur er einnig mjög sérkennilegur hjá ríkisstjóm sem í málefnasamningi segist vinna að framþróun í atvinnulífínu. Og bíla- skatturinn er mjög umdeilanlegur. Hitt er ljóst að það hefði þurft að gera verulegar ráðstafanir til að rétta við ríkissjóð eftir slæma stjóm Sjálfstæðisflokksins og til þess hefði þurft að sækja fé til stór- eignamanna og stórfyrirtækja, en það er ekki gert þrátt fyrir yfírlýs- ingar Alþýðuflokksins fyrir kosn- ingar um að það væri óhjákvæmi- legt.“ Hvað geturðu hugsað þér betra en svíð og rófustöppti í útíleguna - í bátsferðína - sem gjöf tíl vina erlendis eða skyndírétt í hádegínu ...? ORA svið og rófustappa hátíðaréttur í dósunum sem þú opnar með eínum fmgri. Svavar sagði flest atriði stjóm- málayfírlýsingarinnar mjög óljós þótt önnur væm þar skýrari svo sem utanríkisstefnan. Hún væri mjög skýr enda sama stefnan og fylgt hefði verið. Ákvæði um byggðamál væra óljós og sömuleið- is ákvæði um launamál kvenna og jafnréttismál. Þá væri tekið með vettlingatökum á umhverfísmálum og kjaramálin væra langt frá því að vera skýr. Svavar sagði heildar- niðurstöðuna varðandi stefnuyfir- lýsingu hinnar nýju stjómar vera þá að efnahagsráðstafanir væra veikar, aukin verðbólga blasti við, viðskiptahalli og halli á ríkissjóði. Engin áform væra um að taka á þessu á myndarlegan hátt. Hef ekki trú á ríkisstjórninni - segir Albert Guðmundsson r,Ég er ekki reiðubúinn til að segja álit mitt á nýju stjórainni umfram það að ég hef ekki mikla trú á henni,“ sagði Albert Guðmundsson þingmaður Borg- araflokksins þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær, skömmu eftir að stjórnarskipti áttu sér stað. Albert sagði að ekkert gæfí til- efni til að menn hefðu trú á nýju ríkisstjóminni og ef framhaldið yrði eitthvað í líkingu við aðdrag- andann væri ekki við góðu að búast. „Stefnuyfirlýsingin er ekk- ert frábragðin því sem verið hefur hjá öðram ríkisstjómum sem ég man eftir, það er ekkert nýtt í henni. Og við skulum ekki gleyma því þessir samstarfsflokkar hafa verið með stjómarmyndunaram- boðið til skiptis nú í tíu vikur. En við verðum bara að bíða og sjá til hvert framhaldið verður,“ sagði Albert Guðmundsson. Skipulögð leit að legháls og brjóst- krabbameini RAGNHILDUR Helgadóttir hefur undirritað samning við Krabbameinsfélag íslands um skipulega legháls- og brjósta- krabbameinsleit. Það var eitt af síðustu embættisverkum hennar sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Markmiðið er að draga úr þess- um sjúkdómum og fækka dauðs- föllum af þeirra völdum í samræmi við ályktun Alþingis og tilmæli Aljóðaheilbrigðisstofnunarinnar frá 1985. Samningurinn, sem byggður er á 19. gr. laga nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu, gerir ráð fyrir því að á næstu íjóram áram frá og með næsta ári annist Krabba- meinsfélag íslands samræmingu leitar að legháls- og bijóstkrabba- meini og allra framkvæmdaþátta hennar og beri ábyrgð á þessum þáttum. Leitarstarf skal fram- kvæmt í samráði við héraðslækna og í samvinnu við heilsugæslu- Selfoss: Bíl stolið við húsdyrnar Selfossi. BÍLEIGANDI, búsettur við Hlaðavelli á Selfossi, varð fyrir því að bíl hans var stolið að- faranótt mánudags. Bíllinn fannst á mánudagsmorgun mikið skemmdur í skurði við Votmúlaveg í nágrenni Selfoss. Það færist í vöxt að bílum sé stolið vi húsdyr eigenda á Sel- fossi. Lögreglan hvetur fólk til að læsa bifreiðum sínum og gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem varpað er á glæ með því að skilja bifreiðar eftir opnar. Sig. Jóns. lækna og aðra sérfræðinga þegar það á við. Reiknað er með því að fram- kvæmdar verði allt að 25 þúsund leghálskrabbameinsskoðanir ár- lega eða allt að 100 þúsund skoðanir á samningstímanum og allt að 15 þúsund bijóstkrabba- meinsskoðanir árlega eða allt að 60 þúsund á samningstímanum. Gangi þetta eftir era góðar horfur á að draga megi stórlega úr þess- um sjúkdómum og fækka dauðs- föllum af þeirra völdum. Gert er ráð fyrir því að þátttak- endur greiði fyrir krabbameins- skoðunina sama gjald og fyrir sérfræðiaðstoð samkvæmt reglum almannatrygginga en þó aldrei nema eitt gjald. Kostnaður ríkis- sjóðs af leitarstarfínu er áætlaður um 45 millj. kr. árlega. Árangur leitarstarfsins skal metinn árlega og oftar óski ráðuneytið sérstak- lega eftir því. (Fréttatilkynning) GENGIS- SKRANING Nr. 125 - 8. júlí 1987 Kr. Kr. ToU- Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 39,070 39,190 38,990 Stpund 63,198 63,392 64,398 Kan.dollarí 29,515 29,605 29,108 Dönskkr. 5,5914 5,6086 5,6839 Norsk kr. 5,8015 5,8193 5,7699 Sænskkr. 6,0861 6,1048 6,1377 Fi. mark 8,7376 8,7644 8,7680 Pr. franki 6,3653 6,3848 6,4221 Belg. franki 1,0219 1,0250 1,0327 Sv.franki 25,3866 25,4646 26,7615 HoU. gyUini 18,8271 18,8849 18,9931 V.-Þ. mark 21,1934 21,2585 21,3996 Ítlíra 0,02929 0,02938 0,02962 Austurr.sch. 3,0147 3,0239 3,0412 Port. escudo 0,2714 0,2722 0,2741 Sp.peseti 0,3076 0,3085 0,3064 Jap.yen 0,25985 0,26065 0,27058 írsktpund 56,784 56,959 57,282 SDR (Sérst.) 49,6994 49,8523 50,0617 Ecu,Evr. 44,0221 44,1573 44,3901 Belg. fr. Fin 1,0192 1,0223
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.