Morgunblaðið - 24.07.1987, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987
Millisvæðamótið í Szirak:
Góð byrjun hjá Jóhanni
Skák
Karl Þorsteins
Jóhann Hjartarson hefur hlotið
ágæta byijun á millisvæðamótinu
í Szirak, sem hófst á föstudaginn
var. Nú er lokið fjórum umferðum
og hefur Jóhann hlotið 2 V2 vinn-
ing. Hann gerði jafntefli við
stórmeistarana Portich, Veli-
mirovic og Nunn í fyrstu þremur
umferðunum, en í fjórðu umferð
gerði hann sér lítið fyrir og lagði
bandaríska stórmeistarann Larry
Christiansen að velli, með svörtu
mönnunum.
Millisvæðamótin eru önnur
hindrunin á þymum stráðum vegi
keppenda um heimsmeistaratitil-
inn í skák. Þátttökurétt eiga
einungis sigursælustu keppend-
umir á svæðamótinu, sem haldin
em víðsvegar í heiminum, ásamt
nokkmm sem öðlast rétt til þátt-
töku vegna hárra ELO-skákstiga.
Barist er um sæti í kandídata-
móti og veita einungis fjögur efstu
sætin í mótinu rétt þangað.
Meðal þekktra keppenda á
mótinu má nefna, Ljubojevic
(2625) Júgóslavíu, Portich (2615)
Ungveijalandi, Andersson (2600)
Svíþjóð, Nunn (2585) og Flear
Englandi, Christiansen (2575)
Bandaríkjunum og Salov (2575)
Sovétríkjunum, svo ljóst er að
baráttan um efstu sætin verður
hörð.
Þeir Salov og Nunn hafa tekið
forystuna, að aflokinni fjórðu
umferð hafa báðir öðlast þijá og
hálfan vinning, en fast á hæla
þeirra kemur Ljubojevic með þijá
vinninga. Jóhann kemur síðan
ásamt nokkmm öðmm keppend-
um með tvo og hálfan vinning.
Salov er ungur sovéskur stór-
meistari sem aðstoðað hefur
Karpov í einvígjunum við Ka-
sparov og hefur auðsjáanlega
numið eitthvað af fræðum hans.
Englendingar hljóta að gleðjast
af frammistöðu sinna manna, því
tveir Englendingar, Short og Spe-
elman, deildu með sér sigrinum
ásamt Sax frá Ungveijalandi í
millisvæðamótinu í Subotica í
Júgóslavíu sem nú er nýlokið og
hér er Nunn til alls líklegur.
Jóhann gerði ekki mikið úr
möguleikum sínum fyrir skákmót-
ið, heldur notaði tímann skynsam-
lega og rannsakaði andstæðinga
sína af kostgæfni. Þær upplýsing-
ar færði hann síðan inn á tölvu,
Jóhann Hjartarson
ásamt Elvari Guðmundssyni, að-
stoðarmanni sínum, og nú er
einungis kominn tími til að vinna
úr þeim gögnum! Hann hefur sýnt
trausta og góða taflmennsku að
undanfömu og skyldi enginn van-
meta möguleika hans á góðum
árangri.
Að lokum kemur skák úr fyrstu
umferð þar sem Andersson hinn
sænski fær slæma útreið frá hin-
um upprennandi sovéska stór-
meistara.
Hvítt: Salov (Sovétríkjunum)
Svart: Andersson (Svíþjóð)
Drottningarbragð
1. d4 - Rffi, 2. c4 - e6, 3.
Rc3 — d5, 4. cxd5 — exd5, 5.
Bg5 - c6, 6. e3 - Be7, 7. Dc2
- Rbd7, 8. Bd3 - Rh5, 9. Bxe7
- Dxe7, 10. 0-0-0
í millisvæðamótum er iðulega
hart barist í hverri skák. 10. Rge2
er hér algengara, en hvítur hefur
hvassari áform í huga.
10. - g6, 11. Kbl - Rb6, 12.
h3 - Rg7, 13. g4 - Bd7, 14.
Rf3 _ O-O-O, 15. Reö - Kb8,
16. Hcl - Bc8, 17. Ra4!
Taflmáti svarts er afar hægfara
og undirbýr hvítur því sóknarað-
gerðir á drottningarvæng.
17. - f6, 18. Rf3 - Rxa4, 19.
Dxal - Re6, 20. Hc3 - Hd6,
21. Hhcl - b6?!
Lítil flétta býr hér að baki, 22.
Hxc6? Bd7! og skiptamunur fell-
ur. Alvarlegur ókostur við peðs-
leikinn er hins vegar að peðið á
c6 verður óþægilega veikt í næstu
leikjum, sem auðvelt er að beina
skeytum að.
22. b4! - Bd7?, 23. Re5!
Skemmtileg riddaraglenna,
sem Andersson kann að hafa yfír-
sést. Ef riddarinn er drepinn,
lokast svarti hrókurinn inni á
meðal manna sinna og fellur
óbættur fyrir peðinu því
23. - fxe5, 24. dxeö — Rc5, 25.
bxc5 — He6, 26. f4 bjargar engu.
Urslitin eru því í raun ráðin.
23. - Hc8, 24. Ba6! - Hc7,
25. Rxc6+ - Hdxc6, 26. Hxc6
- Hxc6, 27. Hxc6 - Rd8
27. - Bxc6, 28. Dxc6 væri ekk-
ert skárra því peðið á b4 er
friðhelgt því 28. - Dxb4+, 29. Kc2
og svartur verður mát á b7 eða
c8. Skákin varð hins vegar ekki
lengri því svartur gafst um leið
upp því eftir 28. Hc3 má hann
ekki drepa drottninguna á a4
vegna 29. Hc8 mát.
Skálholtshátíð
á sunnudag
Helgarferð um Reykjavík, laugardag og sunnudag, 25. og 26. júlí
Lagt upp á
laugardag Göngunni lýkur
kl. 9:00 um kl. 18:00
Bryggjuhúsið sunnudag
í Grófinni +
/ Arnarhóll
Laugarnes
. kl. 16:00
r*t
/V.
*§ /Laugarás
Grasaaar
BSÍ,
, kl. 11:00
Klambratún
*»+
Vj. Grasagarðurinn
Laugardal
./ kl. 14:00
XI
/ Gamla
\ ^/■þjóðleiðin
J Öskjuhlíð
Ayngberg
*“v;4v
Háubakkar
+
X /
V #
‘V
»% .
5 Artún
Kl. 9:00
sunnudag
.-. Skógræktarstöðin > sunnj
Fossu. ^fe7>*** Kl. 19:i
)ss^9sTaiz:
f/A^ __.
ðárdal ur
. 19:00
laugardag
1000 m
Morgunblaðið/ GÓI
Náttúruverndarfélag Suðvesturlands:
Gönguferð um Reykjavík
SKÁLHOLTSHÁTÍÐ verður
haldin næstkomandi sunnudag.
Hátíðin er árlegur viðburður sem
að venju er haldin fyrsta sunnu-
dag eftir Þorláksmessu á sumri.
Þorláksmessa var 20. júlí. Hátí-
ðin hefst með guðsþjónustu í
Skáiholtskirkju en siðan hefst
þar dagskrá með tónleikum og
ræðuhöldum.
Skálholtshátíð er haldin sam-
kvæmt fomri hefð og á rætur að
relqa til aftur í kaþólskan sið. Þá
safnaðist fólk allstaðar af á landinu
og tók þátt í hátíðunum að Skál-
holti, einmitt í kringum 20. júlí, en
þann dag var Þorlákur helgi gerður
að dýrlingi og var hátíðin haldin
af því tilefni í kaþólskum sið.
Þegar Skálholt var lagt niður
sem biskupssetur lögðust af hátí-
ðahöldin, en að sögn Sveinbjöms
Finnssonar, Skálholtsráðsmanns
síðastliðin 25 ár, var það fyrir til-
stuðlan áhugamanna að hátíðahöld
hófust á ný í Skálholti. „Skáholts-
félagið var stofnað af fólki sem var
annt um að gera Skálholt aftur að
skóla- og menningarsetri og trúar-
setri," sagði Sveinbjöm. Hann sagði
hátíðina hafa verið haldna með
núverandi sniði síðan 1963, eða í
tuttugu og fjögur ár, en áður hefði
hún verið haldin í tjöldum af Skál-
holtsfélaginu, allt frá 1949. „Það
má segja að hátíðin hafi verið hald-
in með pompi og pragt á hveiju ári
VEGNA fréttar um samninga
Kreditkorts hf. við Ríkisútvarp-
ið og Rafinagnsveitu
Reykjavíkur um greiðslu reikn-
inga með Eurocard kreditkorti,
skal það tekið fram að ekki er
aægt að greiða einstaka reikn-
nga með kreditkortinu.
Korthafar verða annað hvort
ið borga alla reikninga með kort-
nu eða enga. Ekki þýðir að koma
í afgreiðslustaði viðkomandi
síðan þjóðkirkunni var afhent Skál-
holt með gögnum og gæðum,“ sagði
Sveinbjöm.
Dagskrá Skálholtshátíðar á
sunnudaginn hefst með klukkna-
hringingu kl. 13.30 og organleik í
Skálholtskirkju. Kl. 14 er skrúð-
ganga presta og biskupa til messu
í Skálholtskirkju. Séra Sváfnir
Sveinbjamarson prédikar, en fyrir
altari þjóna séra Ólafur Skúlason
vígslubiskup, séra Guðmundur óli
Ólafsson o g séra Tómas Guðmunds-
son. Meðhjálpari er Bjöm Erlends-
son. Trompetleikarar verða Jón
Sigurðsson og Jón Hjaltason, org-
anleikari Friðrik Vignir Stefánsson
og Skálholtskórinn syngur undir
stjóm Ólafs Siguijónssonar.
Hátíðardagskrá hefst síðan í
kirkjunni kl. 16.30. Þar leikur Frið-
rik Vignir á orgel verkið Sesar
Frank, Preludia, Fuga og Variation
í H-Moll. Þá mun Kristinn Sig-
mundsson, skólameistari á Laugar-
vatni, flytja ræðu, en síðan leika
Jón Sigurðsson og Jón Hjaltason á
trompet verkið Tmmpet Voluntary
eftir Henry Purcell. Að því búnu
verður samleikur á fiðlu, Svava
Berharðsdóttir leikur á lágfíðlu og
Anna Magnúsdóttir á sembal. Þær
leika Gömbusónötu nr. 2 í B-Dúr
eftir J. S. Bach. Því næst flytur
séra Halldór Einarsson ritningar-
lestur og bæn. Dagskránni lýkur
síðan með almennum söng.
stofnunar og ætla að borga ein-
staka reikning með kortinu.
Leiðrétting
í GREIN dr. Bjöms Sigfússonar í
blaðinu í gær var farið rangt með
beygingar á nafni Steingríms Gauts
Kristjánssonar. — Riðst blaðið vel-
virðingar á þeim mistökum.
í samvinnu við ýmsa aðila fer
Náttúmvemdarfélag Suðvestur-
lands um helgina gönguferð, að
miklu leyti í náttúmlegu umhverfí,
sem tengir saman helstu útivistar-
svæði Reykjavíkur. Stansað verður
á allmörgum stöðum á leiðinni og
þar verða stuttar kynningar á nátt-
úmfari eða sögu, rætt verður um
umhverfis- og náttúruvemdarmál
og hvemig við getum nýtt útivistar-
svæðin betur, okkur öllum til
ánægju og fróðleiks.
Um ferðina
í Reykjavík er enn að finna jarð-
fræðileg fyrirbæri, mjög fjölbreytt
lífríki og sögulegar minjar, sem
þátttakendum gefst kostur á að
fræðast um. í þessari gönguferð
verður einnig gerð tilraun til að
brydda upp á nýjungum í umhverf-
isfræðslu og jafnframt að hvetja
borgarana og borgaryfirvöld til að
hjálpast að við að gera Reykjavík
að verðugum vettvangi til útivistar,
s.s. til samkomuhalds, gönguferða,
náttúmskoðunar og söguferða eða
bara til að njóta þess að vera úti á
hlýlegum og fallegum stað. Borgar-
starfsmenn em að gera margt
skemmtilegt á því sviði, eins og
kynnt verður á leiðinni. Gönguhraði
verður við allra hæfí og hægt verð-
ur að koma í gönguna hvar sem
er og vera með í henni lengri eða
skemmri tíma. Gönguleiðin liggur
víðast nálægt strætisvagnaleiðum.
Þeim sem ekki hafa gengið þessa
leið áður á þessum árstíma mun
koma skemmtilega á óvart hve
margt fallegt og forvitnilegt er þar
að sjá þegar náttúran er í fullum
skrúða.
Leiðin
Lagt verður af stað á laugardags-
morguninn kl. 9.00 frá Gamla
bryggjuhúsinu, Vesturgötu 2.
Gengið verður eins og leið liggur
suður Aðalstræti og áfram með
Tjöminni að vestanverðu, um
Hljómskálagarðinn að Umferðar-
miðstöðinni. Þaðan verður farið kl.
11.00 suður í Öskjuhlíð og niður í
Fossvog og áfram inn í Skógrækt-
arstöðina og niður að Fossvogslæk.
Þaðan verður farið kl. 15.30 og
haldið inn Fossvogsdalinn upp í
Elliðaárdal og göngu fyrri dagsins
lýkur við Árbæ um kl. 19.00. Á
sunnudagsmorgun verður haldið af
stað kl. 9.00 frá Árbæ í skoðunar-
ferð um Árbæjarsvæðið og síðan
gengið niður í Elliðaárvog. Þaðan
verður svo farið yfir í Laugardal.
Úr Grasagarðinum verður farið kl.
14.00 niður í Laugames. Kl. 16.00
hefst gangan úr Laugamesi, sem
farin gæti verið í ferskri hafgolu,
sjávarmegin við Sætún og Skúla-
götu. Gönguferðinni lýkur á
Amarhóli kl. 18.00.
(Frá NVSV)
Athugasemd fi’á Eurocard