Morgunblaðið - 24.07.1987, Page 18
18
ÆSI:
Æskulýðs-
ráð ríkis-
ins verði
lagt niður
í áfyktun frá Æskulýðssam-
bandi Islands segir að sambandið
telji ekki þörf fyrir æskulýðsráð
rikisins og að sögn Sævars Krist-
inssonar formanns sambandsins
eru aðildafélög Æskulýðssam-
bands íslands reiðubúin að taka
yfir starfsemi ráðsins.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt á 15. þingi Æskulýðssam-
bands íslands sem haldið var 11.
apríl s.l.:
„15. þing Æskulýðssambands
íslands lýsir yfir áhyggjum sínum
vegna slæmrar stöðu æskulýðsmála
á Islandi og þeim litla áhuga sem
menntamálaráðuneytið hefur sýnt
á að bæta hana.
Þingið skorar á menntamálaráð-
herra, sem yfirvald æskulýðsmála
á íslandi, að beita sér fyrir því að
í ríkara mæli verði tekið tillit til
sjónarmiða æskulýðssamtakanna
þegar fjallað er um og ákvarðanir
teknar í málum sem snerta íslensk
æskulýðssamtök. Má í því sambandi
sérstaklega nefna skipun fulltrúa í
stjórn Norræna æskulýðssjóðsins
og starfsemi æskulýðsráðs ríkisins.
Þingið telur að færa beri verk-
efni frá æskulýðsráði ríkisins til
fijálsra æskulýðsfélaga og heildar-
samtaka þeirra og að kanna beri
hvort ekki sé fært að fara að for-
dæmi Norðmanna og leggja
æskulýðsráð ríkisins niður.
Þá telur þingið rétt að fjárveit-
ingar til æskulýðsmála renni milli-
liðalaust til æskulýðssamtakanna
og samtökunum verði tryggður
fastur tekjustofn á borð við þann
sem íþróttahreyfingin nýtur".
Heimsmeistaramó-
tið á Filippseyjum:
Þröstur
vann skák
sína gegn
Kokkila
ÞRÖSTUR Þórhallsson vann í
gær skák sína gegn Kokkila frá
Finnlandi en Hannes Hlífar tap-
aði gegn Alaan fr'á Filipseyjum
á Heimsmeistaramóti unglinga
20 ára og yngri, sem nú fer fram
í Bagiuo á Filipseyjum. Þröstur
er nú með þijá vinninga eftir
fimm umferðir og Hannes Hlífar
með tvo.
Efstir á mótinu eru nú þeir
Agdstein frá Noregi, Klinger frá
Austurríki, Heilers frá Svíþjóð og
Akopjan frá Sovétríkjunum. Þeir
eru allir með fjóra vinninga.
Þeir fór-
ust með
flugvéliimi
Með vélinni fórust Friðrik Dungal
rafvirki 28 ára og lætur hann
eftir sig eiginkonu og eitt barn.
Gunnar Guðmundsson raftæknir,
40 ára og lætur hann eftir sig
eiginkonu og tvö böm, Magnús
Ingi Sigurðsson viðskiptafræðing-
ur og Rafn Ragnarsson flugmað-
ur. Morgunblaðinu tókst ekki að
afla nánari upplýsinga um Magn-
ús Inga og Rafn.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987
Morgunblaðið/KGA
Flugvélaflakið á slysstað í Hnjúkum í gær.
Vélarhljóðið hækkaði og
þagnaði síðan snögglega
- segir Páll Þórðarson, bóndi í Sauða-
nesi, sem kom fyrstur á slysstað ör-
fáum mínútum eftir að slysið varð
Morgunblaðið/Pétur Johnson
Flugvélin, sem fórst.
Ég hljóp upp að flakinu en konan
sneri við upp að Röðli til þess að
láta vita. Það var mjög fljótt brugð-
ið við og læknar og lögregla voru
komin á staðinn eftir 5 eða 10
mínútur, en það var ekkert hægt
að gera. Manni finnst það æði fjar-
lægt að það skuli hrapa flugvél
rétt við bæjardymar og menn far-
ast,“ sagði Páll Þórðarson að lokum.
„Það var svarta þoka og súld.
Við vorum stödd út við bílinn
þegar við heyrðum vélarhljóð.
Vélarhljóðið hækkaði skyndilega
eins og vélinni væri gefið afl,
síðan þagnaði það snögglega og
heyrðist dynkur,“ sagði Páll
Þórðarson, bóndi á bænum
Sauðanesi í samtali við Morgun-
blaðið um kvöldmatarleytið í
gær.
Sauðanes er rúma fimm kíló-
metra fyrir sunnan Blönduós og í
8-900 metra íjarlægð frá þeim stað
sem slysið varð. Páll og eiginkona
hans Ingibjörg Guðmundsdóttir og
synir þeirra Egill og Bergþór voru
að stíga upp í bíl sinn á hlaðinu í
Sauðanesi, þegar flugslysið varð.
Páll sagðist strax hafa áttað sig á
því að þetta væri vélarhljóð í flug-
vél. Hann sagðist ekki hafa kunnað
við að kalla út leitarflokka, þar sem
hljóð í þoku gæti verið mjög vill-
andi, en ákveðið að láta lögregluna
á Blönduósi vita þegar hann æki í
gegnum bæinn.
„Við svipuðumst um út um
bílrúðumar á leiðinni og sáum vél-
arflakið fljótlega upp í Hnjúkunum
skammt frá veginum í gegnum þok-
una. Þá hafa ekki verið liðnar nema
örfáar mínútur frá því slysið varð.
Kvarði: 1:100.000 Morgunblaðið/AM
TF-PRT hóf sig til flugs í norður, en fljótlega sveigt til hægri og
stefnan tekin suður. Krossinn sýnir slysstað.
Friðrik Dungal
Gunnar Guðmundsson
Múlaprófastsdæmi:
Sig-urður Guðmundsson
vígslubiskup vísiterar
Borgarfirði eystra.
UNDANFARNA daga hefur sett-
ur biskup, Sigurður Guðmunds-
son vígslubiskup á Hólum,
visiterað Múlaprófastsdæmi.
22. júlí visiteraði hann Desja-
mýra-prestakall. í fylgd biskups
voru prófastshjónin sr. Sigmar
Torfason og frú og sr. Magnús
Guðjónsson biskupsritari og frú.
Að lokinni skoðanagerð á kirkju
og kirkjugarði hófst athöfn í kirkj-
unni kl. háifníu um kvöldið. Prófast-
ur og sóknarprestur þjónuðu fyrir
altari fyrir prédikun en biskup pred-
ikaði og þjónaði fyrir altari á eftir.
Að lokinni athöfn ávarpaði biskup
söfnuðinn og lýsti ánægju sinni yfir
ástandi kirkju og kirkjugarðs og
þakkaði hlýlegar móttökur.
Má fullyrða að hann hafi hrifið
huga kirkjugesta með alúðlegri
framkomu og vinsamlegum orðum.
Einnig talaði hann við bömin sem
vom í kirkjunni með hlýju og skiln-
ingi og fékk þau til að syngja með
sér sálmavers. Mun það verða böm-
unum ógleymanleg stund sem og
okkur öllum sem viðstödd vomm.
Sverrir