Morgunblaðið - 24.07.1987, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987
Utanríkisráðherra írana í Vestur-Þýskalandi:
V opnahlésályktunin
helsta umræðueftiið
Shultz sver eið í upphafi yfirheyrslnanna í gær.
Þingyfírheyrslur í vopnasölumálinu:
Bonn, Nikósiu.
Utanríkisráðherra írans, AIi
Akbar Velayati, kom í gær i opin-
bera heimsókn til Vestur-Þýska-
lands og hóf strax viðræður við
þarlenda ráðamenn. Munu þeir
leggja að honum og stjórninni i
Teheran að styðja alþjóðlegar
tilraunir til að binda enda á
Persaflóastríðið. Velayati hefur
sagt, að fyrst verði Bandaríkja-
menn að hætta hernaðarupp-
byggingu í Persaflóa og Frakkar
að hætta að selja írökum vopn.
Velayati, sem er æðsti íranski
embættismaðurinn, sem komið hef-
ur til Vestur-Þýskalands frá því í
byltingunni 1979, ræddi í gær við
Hans-Dietrich Genscher utanríkis-
ráðherra og var vopnahlésályktun
Sameinuðu þjóðanna efst á baugi á
fundinum. A fréttamannafundi að
viðræðum þeirra loknum sagði
Shultz vissi ekkert
Washington, Reuter.
GEORGE Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær,
er hann kom fyrir rannsóknar-
nefiid Bandaríkjaþings, að öllum
upplýsingum um hina leynilegu
vopnasölu til írans hefði verið
haldið leyndum fyrir honum.
Shultz sagði að hann hefði fyrst
vitað um málið er flett var ofan
af því í Qölmiðlum í nóvember
síðastliðnum.
Shultz bar einnig vitni um að Reag-
an forseti hefði orðið ævareiður er
hann komst að því að starfsmenn
þjóðaröryggisráðsins hefðu samið við
Irani til þess að greiða fyrir lausn
bandarískra gisla f Líbanon. Það hef-
ur löngum verið stefna Reagans að
semja ekki við mannræningja.
„Forsetinn var sem steini lostinn
og ég hef aldrei séð hann svo reið-
an,“ sagði Shultz. „Hann beit saman
tönnunum og augun leiftruðu. Ég
held að viðbrögð okkar hafi verið á
sama veg.
Shultz sagði að vitnisburður Johns
Poindexter um að aðalatriðum máls-
ins hefði verið haldið leyndum fyrir
Schulz að hans eigin ósk, væri fárán-
legur.
Shultz sagði að hann hefði enga
vitneskju fengið um þessi mál fyrr
en hann heyrði af þeim í fréttum.
Fyrsta opinbera tilkynningin, sem
hann hefði fengið um vopnasöluna,
hefði verið af vörum Poindexters
þann 10. nóvember, rétt eftir að
hneykslið kom upp.
Shultz skýrði ennfremur frá því,
að hann hefði boðist þrisvar sinnum
til þess að segja af sér, frá því hann
tók við embætti, en Reagan hefði
ævinlega hafnað afsögn hans, síðast
í ágúst síðastliðnum.
Astæðuna fyrir afsagnarboðum
sínum sagði Shultz vera þá, að sam-
skipti hans við Þjóðaröryggisráðið
hefðu verið stirð.
Velayati, að réðust írakar ekki á
írönsk skip, myndu íranir ekki ráð-
ast á nein skip á Persaflóa. Hins
vegar sagði hann írani mundu halda
áfram stríðinu að öðru leyti svo
lengi sern „núverandi yfirgangs-
stjóm í írak situr að völdum".
í skeyti, sem Velayati sendi Perez
de Cuellar, framkvæmdastjóra SÞ,
segir, að fyrr en Bandaríkjamenn
dragi herskipin frá Persaflóa,
Frakkar hætti að selja írökum vopn
og Kuwaitbúar að styðja íraks-
stjóm, muni íranir ekki taka neitt
tillit til vopnahlésályktunar örygg-
isráðsins. Hélt hann því fram, að
Kuwait keypti olíu af Irökum og
flytti hana síðan út sem eigin olíu.
Þá ítrekaði hann einnig, að íranir
gætu ekki sætt sig við ályktun þar
sem ekki væri minnst á, að það
voru írakar, sem hófu stríðið með
innrás í íran.
ERLENT
Saga afvopnunarviðræðna
1977-1987
AFVOPNUNARMÁL hafa í auknum mæli
verið í brennidepli að undanfornu. Ekki
síst eftir Reykjavíkurfund leiðtoga stór-
veldanna síðastliðið haust. Hætt er þó við,
vegna umfangs málsins og hversu langan
tíma það hefur verið í deiglunni, að mönn-
um sé farið að líða úr minni einstök atriði
þess og tímaröð. Því er brugðið á það ráð
að greina frá helstu atburðum þessu
tengdu, ár frá ári.
1977:
Sovétríkin hefja uppsetningu SS-20 flauga
sinna, með þremur kjamaoddum hver, til þess að
leysa af hólmi skammdrægari SS-4 og SS-5 flaug-
ar, sem aðeins bera einn kjamaodd hver. Lang-
drægni flauganna er um 5.000 km og geta þær
því hæft hvaða borg í Evrópu sem er.
1979:
Atlantshafsbandalagið ákveður að koma fyrir
572 bandarískum Pershing-2 og stýriflaugum fyr-
ir í Vestur-Evrópu, sem beint verður að sovéskum
skotmörkum. Um leið er lagt til að samið verði
um allar meðaldrægar flaugar á meginlandi Evr-
ópu.
Sovétríkin hafna alfarið viðræðum og krefjast
þess að Atlantshafsbandalagið hætti við áættun
sína um uppsetningu flauganna. Samkomulag
næst um viðræður eftir misserislangt þref.
1980:
Fyrstu fundir samninganefnda ríkjanna hefiast,
en em árangurslitlir, enda Carter-stjómin að renna
sitt skeið.
1981:
Reagan-stjómin lætur undan þrýstingi Evrópu-
ríkja um samningaviðræður, þrátt fyrir efasemdir
Bandaríkjamanna um árangur slíkra viðræðna.
Forseti Sovétrflqanna, Leonid I. Brezhnev,
stingur upp á svonefndri „fiystingu" á uppsetn-
ingu kjamaflauga í Evrópu.
Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, stingur í
staðinn upp á svokallaðri „núll-lausn“ — að meðal-
drægar flaugar NATO verði f Evrópu verði niður
teknar geri Sovétmenn slíkt hið sama, en Brez-
hnev hafnar því.
Viðræður um meðaldrægar flaugar heQast í
Genf hinn 30. nóvember.
Bretar, ítalir og Vestur-Þjóðveijar fallast á að
hefjast handa við uppsetninu sfðla árs 1983, en
Belgar og Hollendingar halda að sér höndum fyrst
um sinn.
1982:
{ mars tilkynnir Brezhnev um „frystingu" á
uppsetningu SS-20 í hinum evrópska hluta Sov-
étríkjanna. Ríkisstjómir Vesturlanda segja hins
vegar að ekki sé um mikla fóm að hálfu Sovét-
manna að ræða; flytja megi flaugamar frá Síberíu
á nokkmm klukkustundum.
Arftaki Brezhnevs, Yuri Andropov, býðst til
þess að fækka meðaldrægum flaugum niður í
162, þannig að þær séu jafhmargar og flaugamar
f sjálfstæðum kjamorkuherafla Breta og Frakka.
Því er hafnað af NATO þar sem flaugar Breta
og Frakka séu langdrægar, ekki meðaldrægar.
1983:
Bandaríkin skýra frá því að tveir háttsettustu
samningamenn ríkjanna, þeir Paul Nitze og Yuli
Kvitsinski, hafi á gönguferð í Genfarskógi náð
óformlegu samkomulagi um verulega fækkun
skotpalla þannig að þeir yrðu 75 hvoru megin
jámtjalds. Þessari hugmynd var hins vegar hafnað
af stjómum beggja.
Reagan stingur upp á bráðabirgðasamkomulagi
þess efnis að báðir aðilar fækki flaugum eins og
frekast er unnt.
Þessu hafnar Andropov, en tekur undir hug-
mynd Reagans um að jafnvægi í fjölda kjamaodda.
Sovétstjómin varar við því í maí að Sovétríkin
og bandamenn þeirra muni koma nýjum flaugum
fyrir í Austur-Evrópu hætti uppsetning NATO-
flauganna ekki.
14. nóvember koma fyrstu stýriflaugamar til
Bretlands og samdægurs stinga Bandaríkjamenn
upp á því að risaveldin geri samning um að heildar-
Qöldi kjamaodda í heiminum skuli vera 420. Þessu
hafna Kremlveijar.
Bandaríkjamenn segja að Sovétríkin hafi 360
SS-20 flaugar f skotstöðu — 243 í Evrópu og 117
í Asíu. Samkvæmt tillögu Bandaríkjaforseta yrði
skotpöllum fækkað í 140 hjá hvorum.
23. nóvember ganga Sovétmenn frá samninga-
borði í Genf og segja það vegna uppsetningar
bandarískra flauga í Evrópu. Skömmu síðar hefst
uppsetning Pershing-2 í Vestur-Þýskalandi.
1984:
Eftir mikinn kosningasigur Reagans í nóvember
er tilkynnt að utanríkisráðherrar risaveldanna,
þeir George P. Shultz og Andrei Gromyko, muni
hittast til undirbúnings afvopnunarviðráeðum.
1985:
Shultz og Gromyko hittast í Genf hinn 7. og
8. janúar og fallast á að hefja á ný viðræður um
þtjá málaflokka: geimvopn, langdrægar flaugar
og meðaldrægar.
Hinar þríþættu viðræður hefjast 12. mars.
Kremlarbændur leggja til „frystingar" beggja að-
Ronald Reagan tekur á móti Mikhail
Gorbachev á þrepum Höfða. Þó svo að
almennt væru vonbrigði með fúndarlok
hefúr síðar komið á daginn að þar var
lagður grundvöllur að þeim afvopnuna-
samningum, sem mest eftirvænting er nú
eftir.
ila í Evrópu og í apríl tilkynnir Mikhail S.
Gorbachev, hinn nýi valdhafi eystra, um einhliða
frestun uppsetningar meðaldrægra flauga. Banda-
ríkin stinga upp á jöfiium fjölda kjamaodda í
Evrópu.
í október koma Sovétmenn með þá tillögu að
fækka SS-20 flaugum sfnum þar til kjamaoddar
þeirra em jafnmargir og á bandarískum, enskum
og frönskum meðaldrægum flaugum í Evrópu.
Bandaríkjamenn svara með tillögu um að hvor
aðillinn megi hafa 140 skotpalla.
Á leiðtogafundi í Genf hvetja Reagan og Gorba-
chev til bráðabirgaðasamnings um meðaldrægar
flaugar.
Um áramót segja Bandaríkjamenn að Sovétrík-
in hafi sett upp alls 441 SS-20 flaug — 270 í
Evrópu og 171 í Asíu. Hins vegar em aðeins 208
Pershing-2 flaugar og 128 stýriflaugar NATO-
megin. Belgar samþykkja uppsetningu flauganna
í mars og í nóvember fallast Hollendingar á upp-
setningu þeirra árið 1988.
1986:
Gorbachev breytir samningsafstöðu Sovétríkj-
anna og leggur í janúar til þess að bæði Sovétríkin
og Bandaríkin útrými meðaldrægra flauga í Evr-
ópu á fimm til átta ára tímabili að því tilskildu
að Bretar og Frakkar auki ekki við lqamorkuher-
afla sinn.
í febrúar leggja Bandaríkjamenn til að öllum
meðaldrægum flaugum risaveldanna verði komið
fyrir kattamef fyrir lok þessa áratugar, en hafnar
því að kjamorkuvopn Breta og Frakka verði með
á þeim forsendum að það sé ekki Bandaríkjanna
að semja um þau.
Edvard Shevardnadze, hinn nýi utanríkisráð-
herra Gorbachevs, heimsækir Washington og fellur
frá kröfu Sovétmanna um vopn Bretlands og
Frakklands. I sömu heimsókn færir hann Banda-
ríkjaforseta leynilega uppástungu um skyndilegan
leiðtogafund.
Á Reykjavíkurfundinum í október verða Reagan
og Gorbachev ásáttir um hugmyndir til gmndvall-
ar samningi um upprætingu meðaldrægra flauga
í Evrópu, en hvor aðili haldi 100 kjamaoddum f
Bandaríkjunum og Asfuhluta Sovétríkjanna.
Gorbachev krefst þess á hinn bóginn að í slíkum
samningi sé kveðið á um geimvopn og fundurinn
rennur út í sandinn.
í árslok em 108 Pershing-2 flaugar og 208
stýriflaugar á vegum NATO í Vestur-Evrópu.
1987:
í febrúar fellst Gorbachev á það sem Reykjavík-
urfundurinn strandaði á — að samið verði um
meðaldrægar flaugar óháð öðmm málum.
Shultz fer í heimsókn til Moskvu í apríl og þar
segist Gorbachev samþykkja að uppræta allar
skammdrægar flaugar (500-1000 km) innan árs
frá samningi um meðaldrægar flaugar, en NATO-
ríkin höfðu lýst yfir áhyggjum slnum á þessu
sviði. Samningamenn Moskvu leggja nýtt samn-
ingsuppkast á borðið í Genf, en þá er enn úr vöndu
að ráða þegar í ljós kemur að þeir krefjast þess
að 72 vestur-þýskar Pershing-l flaugar með
bandarískum kjamaoddum verði upprættar.
Þrátt fyrir efasemdir Vestur-Þjóðveija sam-
þykkir utanríkisráðherrafundur NATO-rflq'anna í
Reykjavík að allar bandarískar og sovéskar
skamm- og meðaldrægar flaugar skuli upprættar,
en Shultz ítrekar að samkomulagið megi ekki taka
til Pershing-1 flauga Vestur-íjóðveija.
22. júlí fellst Gorbachev á tiilögu Reagans um
algert bann á skamm- og meðaldrægum flaugum,
sem auðveldar þann vanda sem fylgir því að sann-
reyna hvort samningar séu haldnir og slítur deilum
um hvar skuli staðsetja þá kjamaodda, sem eftir
yrðu.