Morgunblaðið - 01.08.1987, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987
9
ÚTSALA
20—50% afsláttur
Tískuverslunin
Skólavörðustíg 6
sími: 623525
ELDVARNIR
í FYRIRTÆKJUM OG STOFNUNUM
Fyrirlestrar um brunavamir og kynning á brunaaðvörunarkerfum
Þar sem mikil umræða hefur verið um brunavarnir að undanförnu, í kjölfar
stórfelldra bruna hjá nokkrum fyrirtækjum, hefur Vari fengið til landsins
erlenda sérfræðinga til að ræða þessi mál. Þeir eru frá breska fyrirtækinu
James Stuart & co. Ltd. i London og eru sértræðingar i brunaöryggismálum.
Jafnframt því að þjálfa starfsmenn okkar, munu þeir halda fyrirlestra um
nýjungar á sviði brunaöryggismála. Auk þess munu þeir kynna
aðvörunarkerfi, sýna búnað og svara fyrirspurnum.
Guðmundur Gunnarsson verkfræðingur hjá Brunamálastofnun rikisins verður
viðstaddur fyrirlestrana og svarar fyrirspurnum er lúta að íslenskum reglum
um brunavarnir.
Allir þeir sem þera ábyrgð á öryggi i stofnunum og fyrirtækjum eru hvattir til að
mæta. Aðgangur er ókeypis.
Fyrirlesarar: John Clenegan
frá James Stuart & co. Ltd.
Ron Worsley
frá James Stuart & co. Ltd.
Guðmundur Gunnarsson
frá Brunamálastofnun svarar fyrir-
spurnum.
Staður: Kristalssalur Hótels Loftleiða.
Hverjum ætlað Fulltrúum tryggingafélaga.
og tími: Miðvikudagur 5. ágúst kl. 10:00.
Stjórnendum fyrirtækja og stofnanna.
Miðvikudagur 5. ágúst kl. 15:00.
Arkitektum, verkfræðingum, tæknifræð-
ingum og öðrum byggingahönnuðum.
Fimmtudagur 6. ágúst kl. 10:00.
Slökkviliðsmönnunt.
Fimmtudagur 6. ágúst, opið hús frá
kl.18:00 - 21:00. Fyrirlestrar kl. 18:30
og kl.20:00.
ALHLIÐA ÞJÖNUSTA
A SVIOI ÞJÖFA- OG BRUNAVARNA
VARI -ÞÖRODDSSTÖÐUM
REYKJAVlK - SlMI 29399
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíóum Moggans!
itíi
Guðmundur J. Guðmundsson segir sig úr Alþýðubandalaginu:
Ástæðurnar persónuníð
og óheilindi milli manna
GUÐMUNDim J. Guðwund*- mamw. M«ui, tm hafa nuUuin
m. tormmáur Vlrt»«inilk tkjrldum *ð grgnx- mð* «4 l»f*
Uo»* D***bré«*r «t úg *ð Aðni rn þrMufaúkartnt °c
Vrrk » t prmómuvfvuðmfum.- u*4 Cuð-
». £f M þvl I »prt I fjrrm, rn «
Ait>ýðub*«Ul»fið. Uf* «*f ér úraðfmnm
Ookkiuua I fyrrmUf rftir 41 M4r Hður d*k&p vrl of ul þru» UMtlurp-ufft faami mhn- «kki
án vrru þnr of forvrrm þn*. rkki merkui ntbuið I ttft mlnu eð» ur. ko«t
“ •• »ð 4f fanfl rrt> GuAnumfair hrfur vmð fH»fi »rmj
faafði «r éf fytfjnndi. m *f vil
hi
Guðmundur J. og Alþýðubandalagið
í forystugrein Alþýðublaðsins í gær er fjallað um úrsögn Guð-
mundar J. Guðmundssonar, formanns Dagsbrúnar, úr Alþýðu-
bandalaginu. Þar er bví haldið fram á sama hátt og í forystugrein
Morgunblaðsins í gær að það sé mikil einföldun hjá Ólafi Ragn-
ari Grímssyni að skýra úrsögnina með tilvísun til fjárstuðningsins
sem Guðmundur fékk hjá Albert Guðmundssyni á sínum tíma
og mikið var gert úr í fjölmiðlum fyrir um ári síðan. í Staksteinum
í dag er greinin í Alþýðublaðinu birt í heild.
Eftir 43 ár
Forystugrein Alþýðu-
blaðsins i gser nefnist
„Verkalýðskempa kveð-
ur.“ Þar segir: „Guð-
mundur J. Guðmunds-
son, formaður
Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar og fyrrum
alþingismaður fyrir Al-
þýðubandalagið, hefur
sagt sig úr Alþýðubanda-
laginu. Ástæðurnar fyrir
úrsögn sinni segir Guð-
mundur vera persónunið
og óheilindi milli manna
í flokknum. f viðtali við
Morgunblaðið segir Guð-
mundur að „menn sem
hafa tniklum skyldum að
gegna verði að gefa sig
öðru en þrætubókarlist
og persónusvívirðing-
um“. Tíðindin um úrsögn
Guðmundar J. Guð-
mundssonar eru að
mörgu leyti merk. Guð-
mundur hefur verið
hollur flokksmaður í Al-
þýðubandalaginu og
forvera þess, Sameining-
arflokki alþýðu, Sósíal-
istaflokknum, í 43 ár.
Guðmundur er nú sex-
tugur og gekk i Sósíal-
istaflokkinn 17 ára
gamall og hefur gegnt
fjölda trúnaðarstarfa
fyrir flokkinn, setið i
miðstjórn og fram-
kvæmdastjóm og jafn-
framt verið varaborgar-
fulltrúi flokksins í þijú
ár og borgarf ulltrúi eitt
kjörtímabi). Guðmundur
hefur ennfremur verið
þingmaður fyrir Alþýðu-
bandalagið frá 1979 en
sagði af sér þing-
' mennsku í vor. En fyrst
og fremst hefur Guð-
mundur verið tákn fyrir
óbilgjama verkalýðs-
forystu Alþýðubanda-
lagsins og það em að
sjálfsögðu miklar fréttir
að nafntogaðasti verka-
lýðsleiðtogi flokks sósíal-
isma og verkalýðshreyf-
ingar segi sig úr
Alþýðubandalaginu eftir
tæplega fímmtiu ára strit
í flokksvélinni."
Mikilein-
földun
Síðan segir Alþýðu-
blaðið:
„Ólafur Ragnar
Grímsson, formaður
framkvæmdastjómar Al-
þýðubandalagsins, sagði
í fréttatíma Rikissjón-
varpsins i fyrradag, að
Guðmundur hefði ekki
tekið þátt í flokksstarfi
eftir að fjárstuðningur
Alberts Guðmundssonar
við hann hefði komist i
hámæli og miðstjóm Al-
þýðubandalagsins álykt-
aði um það mál. Þar með
ýjaði Ólafur Ragnar
óbeint að þvi, að ástæð-
urnar fyrir úrsögn
Guðmundar J. Guð-
mundssonar hefðu verið
fjárhagsleg tengsl við
Hafskipsmálið. An þess
að dómur sé lagður á það
mál í þessum línum, er
það hreinn bamaskapur
að einfalda úrsögn Guð-
mundar J. Guðmunds-
sonar við það mál eitt.
Úrsögn virkasta verka-
lýðsleiðtoga Alþýðu-
bandalagsins úr
flokknum verður að sjá
undir stærra sjónar-
homi. Brottför Guð-
mundar J. Guðmunds-
sonar úr Alþýðubanda-
laginu er enn ein varðan
i þrautagöngu þess fólks
sem kennt hefur sig við
Alþýðubandalagið. Skoð-
anakannanir hafa sýnt
að flokkur verkalýðs-
hreyfingar á hverfandi
lítíð bakland meðal
verkalýðsfólks. Þegar
einn virkasti verkalýðs-
foringi landsins snýr
baki við Alþýðubanda-
laginii, er það i raun
áfellisdómur um flokk
sem misst hefur áhrifa-
mátt sinn innan verka-
lýðshreyfingarinnar.
Aðrir verkalýðsforingjar
hafa áður snúið baki við
Alþýðubandalaginu; ekki
er t.d. langt síðan Bjam-
fríður Leósdóttir sagði
sig úr flokknum. Forystu
flokksins virðist heldur
ekki í mun að dugandi
fulltrúar verkalýðshreyf-
ingarinnar komist til
áhrifa í flokknum. Ás-
mundi Stefánssyni,
forseta ASÍ, var þannig
á bekk skipað í síðustu
alþingiskosningum að
hann náði ekki kjöri. Með
öðrum orðum vill verka-
lýðshreyfíngin hvorld sjá
Alþýðubandalagið, né
Alþýðubandalagið verka-
lýðshreyfinguna."
Bræðravíg
Loks segir Alþýðu-
blaðið:
„Bræðravig hafa löng-
um einkennt kommún-
ismann. Þegar meiin
hafa gegnt herskyldu,
sinni í þágu flokksins er
þeim ósjaldan fómað.
Þessi staliniska hefð hef-
ur að mörgu leyti ein-
kennt Alþýðubandalagið
og forvera þess, Sósíali-
stafíokkinn og Kommún-
istaflokk tslands. Þegar
Guðmundur J. Guð-
mundsson áttí sinar
erfíðustu stundir i fjöl-
miðlafárinu kringum
Albert Guðmundsson
launaði Alþýðubandalag-
ið honum nær hálfrar
aldar fómfúst starf með
þvi að stinga rýtingi í bak
hans. Og nú hefur kemp-
an þakkað fyrir sig og
kvatt flokkinn. Lái hon-
tun það hver sem vill.“
er kosturinn
Ýfir 1000 síður.
Nýja vetrartískan á alla
fjölskylduna.
Búsáhöld - leikföng -
sælgæti - jólavörur -
o.fl. ■ o.fl.
Verðpr. listaerkr. 190.-
sem er líka innborgun
v/fyrstu pöntun.
(Kr. 313.- í póstkröfu.).
JfeB.IVIAGNLlSSON
Dm HÓLSHRAUNI 2-S IMI SC866-POSTHOLF 410 HAFNARFtRDI