Morgunblaðið - 01.08.1987, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.08.1987, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 MALLORCA Sa Coma hefur svo sannarlega slegið í gegn í sumar sem allra besti dvalarstaður íslendinga á Mallorca - enda hefur verið upp selt í sumar. Eigum örfá læti laus 8. september og 3. október. Fararstjóri: Kristinn R. Ólafsson. Verð f rá kr. 36.800.- í 3 vikur THAILAND 15. október - ógleymanleg ferð til Bankok, Pattaya-strandarinnar og upp í fjallshéruðin í norðurhluta landsins þar sem frumbyggj- arnir búa. Fararstjóri: Jóhannes Reykdal. Verð frá kr. 80.770.- í 3 vikur Mósel og Rín 3. október. Fararstjóri: FriðrikG. Friðriksson Verðfrákr. 27.280 MIÐ-E VROPURU T AN 15. ágúst - Nokkur sæti laus. Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson Verð f rá kr. 60.590 FLUG OG BILL Verð: frá kr. 14.018 Verð: frá kr. 14.095 Verð: f rá kr. 19.704 Verð: frá kr. 17.540 Lúxemborg..... Kaupmannahöfn Salzburg...... London........ O.fl. o.fl. SUMARHUS Enn er hægt að fá nokkur hús í Daun Eifel síðast í ágúst og september. FRÍDAGUR VERSLUNAR Fólk virðist vera óánægt með kjörin í skóverslun Þórðar Péturs- sonar í Kirkjustræti hittum við Sveinbjörgn Gunnarsdóttur sem vinnur þar í sumarafleysingum. Hún var ekkert spennt fyrir því að tjá sig um kaup og kjör versl- unarstéttarinnar vegna þess að hún vinnur aðeins á sumrin en fékkst þó að lokum til þess að segja nokkur orð. Sveinbjörg sagðist vera nokkuð ánægð með sín laun enda hafí hún ekki fyrir neinum að sjá nema sjálfri sér. Hún bjóst ekki við því að henni myndi takast að framfleyta fjöl- skyldu með þessum launum. „Mér fínnst fólk í verslunarstörfum al- mennt vera frekar óánægt með sín laun. Ég held að fólk fylgist yfír- leitt vel með því sem er að gerast í kjaramálum og sé sér meðvitað um sín kjör“. Sjálf sagðist Sveinbjörg ekki vera neitt sérstaklega hrifín af þjónustu- störfum og gæti ekki hugsað sér að vinna við þetta ævilangt. Að lokum sagði Sveinbjörg að sér fyndist sjálfsagt að félagar í VR tækju sér fn' á löglegum frídegi sínum og sjálf ætlar hún að fara eitthvað út úr bænum um helgina. Sveinbjörg Gunnarsdóttir vinnur í skóverslun í sumar. Unnið flest störf í verslunargeiranum Jón Norðmann er eigandi Söluturnsins á Bræðraborgarstíg 35. Hann hefur unnið við verslun alla sína starfsævi sem er rúm- lega 30 ára löng og prófað flest störf innan verslunargeirans. Hann var félagi í VR þar til hann hóf sjálfstæðan atvinnu- rekstur fyrir nokkrum árum. Að mati Jóns hafa kjör verslunar- fólks ætið verið frekar kröpp og fólk átt í stöðugum vandræðum með það að ná endum saman. Sérstaklega hefði fjölskyldufólk átt í erfiðleikum með að lifa af launum sem greidd eru sam- kvæmt taxta. „Verslun í landinu hefur yfírleitt búið við þröng kjör og á meðan verðlagsákvæðin giltu hér áður fyrr var hún ekki á nokkum hátt í stakk búin til þess að greiða fólki þolan- leg laun. Þetta breytist vonandi núna þegar eftirspum eftir fólki eykst. Þá verða verslunareigendur líklega að borga starfsfólki betur til þess að halda því“. Jón sagði að samningamir væm óraunhæfir en vildi ekki kenna samningamönnum VR um það vegna þess að þeir væm yfirleitt í erfíðri aðstöðu til að semja. „Það fyrirfínnst ekkert frelsi í þessum bransa vegna þess að stjómvöld em með puttana alls staðar." Jón kvaðst yfirleitt hafa tekið sér frí á frídegi verslunarmanna en ætlar að vinna núna ásamt fjöl- skyldu sinni. Jón Norðmann i verslun sinni á Bræðraborgarstíg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.