Morgunblaðið - 01.08.1987, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987
19
b6 4. Rc3 - Bb7 5. a3 - d5 6.
cxd5 — Rxd5 7. Dc2 — Be7 8. e4
- Rxc3 9. bxc3 0-0 10. Bb2?!
Þetta þótti um tíma snjöll leikja-
röð, en Gurevich sýndi fram á að
hún væri of hægfara. í þessari skák
verður biskupinn aldrei að manni á
löngu skálínunni.
10. - c5 11. Bd3 - Dc8! 12. De2
- Ba6 13. 0-0
í skákinni við Gurevich lék Jó-
hann 13. Hdl? í þessari stöðu, sem
hefði mátt svara með 13. — cxd4
14. cxd4 — Bxa3! og svartur vinnur
13. - Bxd3 14. Dxd3 Da6 15. De3
Það er næsta víst að svartur
hefur jafnað taflið eftir 15. Dxa6
- Rxa6 16. Re5 — Hac8, en nú
fær svartur yfirráð yfir hvítu reitun-
um á drottningarvæng, án þess að
hvítur fái nein mótfæri á kóngs-
væng eða miðborði.
15. - Rd7 16. Hadl - Hac8 17.
Hd2 - b5!
Áætlun svarts er að leika næst
Rb6 og Rc4. Þessi hótun veldur því
að hvítur missir þolinmæðina, en
bezta tækifæri hans í stöðunni var
líklega að reyna 18. c4!?
18. d5? - exd5 19. Hxd5 - Rb6
20. Hh5
Það er greinileg örvænting
hlaupin í Flear.
20. - Rc4 21. De2 - Hfe8 22. e5
- Dg6
í þessari stöðu hafði Flear ekki
lyst á að tefla frekar og er það
skiljanlegt, því hann var aldrei með
á nótunum í skákinni. Flestir hefðu
þó líklega reynt að tefla áfram þó
hvítur tapi peði og sitji uppi með
hörmulega stöðu eftir 23. Hh3 —
Bf6!
skurðlækni sem vekur kærustu
sína upp frá dauðum með
tölvukubb slær a.m.k. mörg met.
Það virðast engin takmörk vera
fyrir því sem leikstjórinn Wes Cra-
ven og handritshöfundurinn Bruce
Joel Ruben eru tilbúnir að ausa
yfir mann af vitleysu.
Ef þeir eru að reyna að gera
æsispennandi mynd uppúr þessu
öllu saman, mistekst þeim illilega.
Craven er mikið fyrir að sýna
manni heilaskurði og hann er enn
að búa til martraðir eftir Martröð-
ina á Álmstræti og hermir svo
eftir sjálfum sér að eitt draumaat-
riðið í Hættulegum vini gæti snúist
um Freddy Kruger. En Craven er
ótrúlega lengi að koma sér að efn-
inu og sérlega slappur við að skapa
spennu þegar hann loksins kemst
á skrið.
Og aumingja Labortaeaux, sem
kominn er langan veg frá drauma-
húsinu á sléttunni, lítur út eins
og hann sakni daganna í sveit-
inni. Hann er misráðinn í hlutverk-
ið, á einhvem veginn ekki heima
í Wes Craven-hrollvekju.
Amerískar afþreyingarmyndir
hafa mikið verið að sýna okkur
fermingarbörn að leika sér i tölvu-
leikjum stefnandi heimsfriðnum í
hættu eða búandi til kjamorku-
sprengju. En 14 ára heilaskurð-
læknir í B-hryllingi? Eða eins og
Woody Allen sagði við Christopher
Walken í Annie Hall þegar Walken
hafði rakið fyrir honum íjarstæðu-
kenndar hugsýnir sínar:„Afsak-
aðu, en ég þarf að hitta mann
niðri á Jörðinni eftir 15 mínútur."
Landslið íslands
1 hestaíþróttum:
___ ••
Einar Oder
valinn liðstjóri
Einar Öder Magnússon 25 ára Selfyssingur var á
fundi HM nefndar og landsliðs Islands í hestaíþrótt-
um valinn liðsstjóri liðsins sem keppir á heimsmeist-
armótinu nm miðjan mánuðinn. Benedikt
Þorbjörnsson sem upphaflega var valinn liðsstjóri
kom inn sem varamaður fyrir Eirík Guðmundsson
sem féll út úr liðinu vegna kranleika Leists frá
Keldudal sem kunnugt er af fréttum.
Einar er góðkunnur tamninga og sýningamaður og sjálf-
sagt þekktastur fyrir sýningu sína á gæðingnum Júní
og stóðhestunum Otri og Kjarval frá Sauðárkróki á Lands-
mótinu í fyrra. Þá hefur hann starfað mikið erlendis við
tamningar og þjálfun íslenskra hrossa og meðal annars
í Austurríki þar sem mótið verður haldið.
Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson
Einar Öder með stóðhestinn Glað 83151001 frá Sauðárkróki á Melgerðismelum í
sumar.
KASTALAR 0G HALLIRIL01RE-DAL