Morgunblaðið - 01.08.1987, Síða 27

Morgunblaðið - 01.08.1987, Síða 27
^onf T8Ú0Á r ÍÍUOAnHAOTJÁJ (TTOTA TÍTWTJ03OM 0S MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 27 SALA á kjúklingum virðist vera heldur að aukast þessa dagana eftir dræma sölu að undanförnu, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá nokkrum kjúklingaframleiðendum. Þeir voru á einu máli um að salan hefði minnkað í kjölfar mikillar umfjöllunar fjölmiðla um sýking- ar af völdum salmonellu bakte- ríunnar. Þeir lögðu allir áherslu á að brýna þyrfti fyrir fólki að rétt matreiðsla og meðhöndlun hráefnisins skipti mestu máli. „Kjúklingasala hefur aukist aftur hægt og sígandi, sérstaklega í síðustu viku", sagði Jónas Hall- dórssonar í Sveinbjamargerði í Eyjafírði, en hann er jafnframt formaður Félags kjúklingabænda. „Einhliða umfjöllun fjölmiðla á stór- an þátt í að kjúklingasala drógst mikið saman undanfarna tvo mán- uði. Ég er afar óhress með umfjöll- unina til þessa. Það ætti að leggja aðaláherslu á meðhöndlun kjúkl- inga og matreiðslu" sagði Jonas. I Sveinbjamargerði eru nú til um tveggja mánaða birgðir, en nú hef- ur verið bmgðið á það ráð að hætta framleiðslu í bili til að minnka þær. Ásgeir Eiríksson framkvæmda- stjóri Klettakjúklings sagði að sala á kjúklingum væri nú að aukast aftur. Hjá Klettakjúklingi eru til eins til tveggja mánaða birgðir og að sögn hans er það svipað og ver- ið hefur. Ásgeir taldi söluna ekki hafa minnkað eins mikið úti á landi Fógetaréttur Isafjarð- arsýslu: Lögtaksgerð nær ekki til inn- heimtulauna FÓGETARÉTTUR ísafjarðar- sýslu úrskurðaði nýverið á þá lund, að þegar um lögtakshæfa kröfu væri að ræða, væri ekki unnt að krefjast lögtaks til trygg- ingar greiðslu innheimtulauna lögmanns eða vegna lögtaks- kostnaðar. Atvik máls þessa eru með þeim hætti, að Ríkisútvarpið óskaði lög- taks hjá Mikael Á. Guðmundssyni fyrir eftirtöldum gjöldum: Afnota- gjaldi, vöxtum af höfuðstóli og innheimtukostnaði lögmanns og vegna lögtaksbeiðni. Mikael mót- mælti kröfu Ríkisútvarpsins um kostnað vegna innheimtulauna og lögtaksbeiðni. Um þetta sagði Þuríður Kr. Hall- dórsdóttir fulltrúi bæjarfógeta, sem kvað upp úrskurðinn: „Kröfur þær, sem lögtaksrétt hafa, eru aðfarar- hæfar án undanfarandi dóms eða sáttar. Ákveðnum kröfum er veittur lögtaksréttur, m.a. til þess að auð- velda innheimtu þeirra, en jafn- framt til að halda innheimtukostn- aði í lágmarki. Lögtaksréttur er því settur báðum aðilum til hagsbóta. Með því að veita kröfum þessum lögtaksrétt er gagngert ætlast til, að kröfuhafi snúi sér gagngert til fógeta með lögtaksbeiðni. Að því búnu framkvæmir fógeti lögtakið og þarf eigi frekari atbeina kröfu- hafa við. Vilji kröfuhafi hins vegar hafa þann hátt á, að fela lögmanni innheimtu lögtakskræfrar kröfu með lögtaki, er honum það að sjálf- sögðu fijálst, en ekki verður talið, að kostnað við það sé heimilt að leggja á skuldara. Verður kröfuhafí að bera þann kostnað sjálfur, þar sem hann gat beðið beint um lög- tak, sem ekki hefði haft slíkan aukakostnað í för með sér.“ Niðurstaða fógetaréttar var því sú, að hin umbeðna lögtaksgerð var ekki látin ná fram að ganga að því er varðaði innheimtulaun lögmanns og kostnað vegna ritunar lögtaks- beiðni. og á höfuðborgarsvæðinu. „En það liggur við að manni detti í hug að það eigi að leggja greinina í rúst með öllu þessu einhliða umtali," sagði hann. „Það hefur ekki verið lögð áhersla á grundvallaratriðið. Nefnilega að það er alveg sama hvort fólk borðar mat á íslandi eða í útlöndum, alltaf skal aðgát í mat- argerð höfð í heiðri. Það þarf að kenna fólki upp á nýtt að matreiða því aðalatriðið er að fólkið haldi heilsu". Alfrep Jóhannsson framkvæmda- stjóri ísfugls sagði að sala á kjúklingum í þessum mánuði væri meiri en hann átti von á, en áður hafði hún minnkað mikið í kjölfar umræðunnar um salmonellusýking- ar. Aðallega hefði sala á heilum kjúklingum minnkað. „Hér var ver- ið að gera úlfalda úr mýflugu," sagði Alfreð. „Það komu sýktir fuglar frá einum litlum framleið- anda sem selur vöru sína undir merkinu ísfugl. Nú er fyrir löngu búið að hreinsa þetta kjöt út af markaðinum og eyða því. Vandinn er sá að vegna þess að við erum búnir að lenda í þessu þá erum við alltaf ásakaðir ef svona kemur upp aftur. En nú eru sýni tekin daglega úr kjúklingum í sláturhúsinu frá ölium framleiðendunum og eftirlitið því orðið mjög gott," sagði Alfreð. „Okkur sýnist saian vera viðun- andi miðað við ástandið," sagði Bjarni Ásgeir Jónsson fram- kvæmdastjóri Holtabúsins. „Salan í júlí er betri en í júní, sem alltaf hefur verið frekar erfiður mánuð- ur“. Bjami sagðist vera nokkuð bjartsýnn enda benti allt til þess að um 30 tonn af kjúklingum hefðu selst í júlí, en meðalsala hjá Holta- búinu á mánuði er um 35 tonn. Bjami sagði að það ætti eftir að reynast erfítt að beijast við salmon- ellu bakteríuna. Hún væri til staðar hér á landi og ef marka mætti reynslu nágrannaþjóða okkar þyrfti ekki að búast við að hægt verði að ráða niðurlögum hennar. íslending- ar þyrftu að læra að lifa með þessu og leggja mikla áherslu á rétta meðhöndlun og matreiðslu. ARGERDIRNAR FRÁ MITSUBISHI í bílunum frá MITSUBISHI þarf ekki að hafa áhyggjur af „aukabúnaði“. — Hann fylgir með í veröinu. Hjá okkur fá allir bíl við sitt hæfi. Það borgar sig að bíða eftir bíl frá MITSUBISHI HF Laugavegi 170-172 Simi 695500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.