Morgunblaðið - 01.08.1987, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987
Vill Sovétsljórnin
nýjan leiðtogafund?
Moskvu, Reuter
SOVÉTSTJÓRNIN hefur gefið í skyn, að hún sé reiðubúin til nýs
leiðtogafundar þeirra Mikhails Gorbachevs Sovétleiðtoga og Ron-
alds Reagans, Bandaríkjaforseta. Sagði talsmaður Sovétstjómar-
innar, Gennady Gerasimov i gær, að möguleikarair á fundi
leiðtoganna yrði ræddur á fundi utanríkisráðherranna, Eduards
Shevardnadze og George Shultz, um miðjan september nk.
Af hálfu Bandaríkjastjómar var Gerasimov, að Sovétstjómin hefði
frá því skýrt í gær, að viðræður
utanríkisráðherranna myndu
standa yfir í þrjá daga frá 15. -
17. september nk. og fara fram í
Washington. Ekkert var hins veg-
ar sagt um efni viðræðnanna.
*A fundi með fréttamönnum í
Moskvu í gær sagði Gennady
mikinn áhuga á því, að á næstu
vikur yrðu notaðar til „ítarlegrar
könnunar á grundvallaratriðum í
gagnkvæmum samskiptum okkar
við Bandaríkin." Aðal vettvangur
slíkrar könnunar ætti að vera af-
vopnunarviðræðumar, sem nú
standa yfír í Genf.
Júgóslavía:
Ný skriða verðhækkana
Belg7*að. Reuter.
NÝ skriða verðhækkana gengur
nú yfir Júgóslavíu og var verð-
bólgan þó þungbær fyrir, eða
yfir 100% á ári. Hækkanirnar ná
tíl nauðsynjavara eins og brauðs,
kola og rafmagns, að þvi er
hermt var í gær.
Dagblaðið Vecemje Novosti í
Belgrað sagði, að verð á brauði
hefði sums staðar hækkað um 75
til 130% og kol og rafmagn um
rúmlega 40%. Áætlað er að hækka
fargjöld með jámbrautum um 48%
á morgun, að sögn blaðsins.
Miklar verðhækkanir á flugfar-
gjöldum á innanlandsleiðum, vindl-
ingum, olíu, vöxtum og áfengi
gengu í gildi í júlíbyijun.
Vecemje Novosti sagði, að verð
á fatnaði mundi hækka um
300-500% í haust, og bætti við, að
eftir það yrði það flestum Júgóslöv-
um um megn að kaupa sér frakka
fyrir ein mánaðarlaun.
Auk verðbólgunnar verður Júgó-
slavía að standa undir um 20
milijarða dollara skuldabyrði og
framleiðni 5 landinu er lítil.
Miklar verðhækkanir hafa orðið
í Júgóslavíu á þessu ári og mikil
ólga verðið meðal verkafólks, sem
krafist hefur kauphækkunar og
verðstöðvunar á nauðsynjavörum.
Reuter
Þróun sósíalismans
Austur-þýskir landamæraverðir hreinsa til við Berlínarmúrinn eft-
ir að reist hefur verið ný og væntanlega háþróuð gerð af varðtumi.
Til vinstri sést tum af gömlu gerðinni, til hægri sá nýi.
Rómaborg:
Prílað á
Colosseum
Rómaborg, Reuter.
SJÖTUGUR ellilífeyrisþegi
klæddi sig upp sem róm-
verskan fótgönguliða og
sveiflaði sér síðan í reipi utan
á Colosseum-hringleikahús-
inu í Róm í gær, við gífurleg-
an fögnuð hundruða
ferðamanna.
Sá gamli, Anrigo Ambrosi,
ætlaði að láta sig síga alla leið
niður á leikvanginn frá brún
áhorfendapallanna, í um 57 metra
hæð. Á leiðinni flæktist hann hins
vegar í reipinu og hékk hjálpar-
vana í tuttugu metra hæð við
ennþá meiri fagnaðarlæti útlend-
inganna.
Er hjálpsamir slökkviliðsmenn
höfðu náð Ambrosi niður úr flækj-
unni, var hann færður til geð-
rannsóknar. í ljós kom að prílið
átti ekki að vera neitt skemmtiat-
riði, heldur ætlaði hann að vekja
athygli á fjölskylduvandamálum
sínum.
Colosseum var byggt á fyrstu
öld af Flavíusi keisara í Róm. Það
var notað í fjórar aldir til skylm-
ingaleika og annarra opinberra
skemmtana, en hefur sjaldan orð-
ið vettvangur leikfimisæfinga á
borð við þær sem hinn aldni
Ambrosi sýndi.
Leitað að tundurduf lum á Persaflóa:
ERLENT
Fá Bandaríkjamenn
aðstoð við slæðinguna?
Washington, Reuter.
Bandarískir embættismenn irtektir bandamanna sinna við
kváðust í gær ánægðir með und- beiðni um aðstoð við að slæða
Bandaríkin:
Öldungadeildin vill
bera Sovétmenn út
tundurdufl á Persaflóa. Frönsk
herskip með 3000 manns innan-
borðs stefna nú í átt til Persafióa.
„Við eigum í viðræðum við ríkis-
stjómir í mörgum bandalagsríkjum
okkar og fyrstu viðbrögðin lofa
góðu,“ sagði bandarískur embættis-
maður, sem ekki vildi láta nafns
síns getið. Bandaríkjastjóm hefur
farið fram á aðstoð Breta, Frakka,
Vestur-Þjóðveija, ítala og Hollend-
inga við tundurduflaslæðinguna og
er búist við, að Margaret Thatcher,
forsætisráðherra Bretlands, láti
. ekki dragast úr hömlu að svara
beiðninni. Bretar og Frakkar eiga
marga tundurduflaslæðara og Hol-
lendingar hafa orð á sér fyrir að
vera sérstakir kunnáttumenn á
þessu sviði.
Franskt flugmóðurskip og þrjú
fylgdarskip em á siglingu í átt til
Persaflóa en stjómvöld í Frakklandi
hafa ekki skýrt frá því hvemig skip-
unum verður beitt, hvort þau verða
látin fylgja frönskum kaupskipum
eða höfð á Indlandshafi til að bytja
með.
Bandarísk herþyrla hrapaði í gær
í sjóinn á Persaflóa þegar hún ætl-
aði að lenda á La Salie, flaggskipi
bandarísku flotadeildarinnar á
Persaflóa. Af níu mönnum um borð
fómst líklega fjórir. Hefur lfk eins
þeirra fundist en hinna þriggja er
saknað.
Washington, Reuter.
ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings tók í gær undir kröfur um að Sovét-
menn verði bornir út úr hinni nýju sendiráðsbyggingu sinni í Was-
hington. Því hefur verið haldið fram að sovéskir njósnarar noti
bygginguna tíl þess að hlera simtöl embættismanna Bandaríkjastjómar.
Jldungadeildin samþykkti í at- sjávarmáli á einum hæsta stað í borg-
kvæðagreiðslu með nafnakalli álykt-
un, þar sem til þess er mælst, en
þó ekki fyrirskipað, að utanríkisráðu-
neytið semji við Rússa um að flytja
úr sendiráðsbyggingunni, sem stend-
ur á Alto-hæð, um 350 metra yfir
inni. Talið er að þessi staðsetning
gefi Sovétmönnum möguleika á að
hlera Qarskipti í borginni.
„Ég segi að við eigum bara að
fleygja ódámunum út, ef þeir em að
hlusta á fjarskipti okkar,“ sagði
AP
Hin nýja sendiráðsbygging Sovétríkjanna í Washington. Verður henni
breytt í hótel?
Steve Symms, öldungadeildarþing-
maður og helsti stuðningsmaður
ályktunarinnar í gær og stakk síðan
upp á því að sendiráðsbyggingunni
yiði breytt í hótel.
Bandarílqamenn létu Sovétmönn-
um í té lóð á Alto-hæð árið 1969,
þrátt fyrir að Sovétmenn hefðu þá
kosið frekar annan stað, sem liggur
miklu lægra. Staðarvalið var ákveðið
á sama tíma og Bandaríkjamenn
fengu nýja sendiráðslóð í Moskvu.
Sú stendur lágt og er umkringd
byggingum á alla vegu, þannig að
ómögulegt er að nota hana til njósna
á sama hátt og þá sovésku í Was-
hington.
Sovétmenn hafa ekki fengið að
taka byggingu sína formlega í notk-
un og fá ekki fyrr en Bandaríkja-
menn hafa lokið byggingu nýja
sendiráðsins í Moskvu og gengið úr
skugga um að það sé ekki yfirfullt
af hlemnartælqum KGB, en þeir
hafa sakað Rússa um að hafa komið
slíkum tækjum fyrir.
Sovéskar flölskyldur em þó fluttar
inn í nýbygginguna, sem stendur
ekki §arri Hvíta húsinu í Washing-
ton.
Við tundurduflaslæðinguna á Persaflóa nota Bandaríkjamenn átta
Sea Stallion-þyrlur af Sikorsky-gerð. Eins og sjá má dregur þyrlan
á eftir sér einhvers konar búnað, sem gefur til kynna hvar tundur-
duflin eru.