Morgunblaðið - 01.08.1987, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987
51
Guðbjörg Péturs-
dóttir — Minning
Fædd 13. ágríst 1905
Dáin 26. júlí 1987
Guðbjörg Pétursdóttir var fædd
á Gjögri, Árneshreppi, Stranda-
sýslu, 13. ágúst 1905. Foreldrar
hennar voru Guðrún Þorsteinsdóttir
og Pétur Jónsson. Hún gekk í
bamaskóla í Árneshreppi. Lærði
ljósmóðurstörf í Reykjavík árið
1924 og starfaði óslitið við ljósmóð-
urstörf í Ámeshreppi í 32 ár.
í fáeinum orðum langar mig til
að minnast ömmu sinnar, Guðbjarg-
ar Pétursdóttur. Hún lést á Hrafn-
istu að morgni 26. júlí. Hún missti
manninn sinn, Sörla Hjálmarsson,
þann 1. mars 1984. Eftir það var
lífsþróttur hennar ekki sá sami og
áður.
Ekki ætla ég að rekja æviferil
hennar frekar, enda sjálfsagt aðrir
færari um það en ég. Það er margt
sem kemur upp í huga manns, þeg-
ar hugsað er aftur í tímann. Frá
barnsámm er mér efst í huga þeg-
ar fjölskyldan hittist heima hjá þeim
í Hörgshlíð 2. Það var sama hver
fjöldinn var, alltaf var eins og hún
hefði engum öðmm að sinna en
okkur bamabömunum og sú hlýja
og ástúð sem frá henni streymdi
er manni ógleymanleg. Alltaf hafði
hún tíma til þess að sinna okkur
bömunum, spila við okkur eða leika
við okkur á einn eða annan hátt.
Sá albesti staður, sem hægt var að
hugsa sér, þegar mannmargt var í
Hörgshlíðinni eða þegar afi og
systkinin höfðu mikið um að tala,
var að flýja inn í eldhús til ömmu
Bjargar og var víst að vel yrði tek-
ið á móti manni þar.
Ég gæti skrifað margar blaðsíður
um þær stundir, sem hún gerði
manni ógieymanlegar, en ég læt
þetta duga.
Góðhjartaðn og yndislegri ömmu
get vart hugsað mér. Eg þakka
fyrir allar þær ógleymanlegu stund-
ir, sem ég átti með ömmu. Guð
blessi og varðveiti minningu elsku
ömmu minnar.
Vilhjálmur Pétursson
Kveðjuorð:
Árni Gíslason
Hafnarfirði
Ámi Gíslason er látinn. Við hjón-
in, í fjarlægð, gátum ekki fylgt
honum hinsta spölinn, en útför hans
var gerð frá Fríkirkjunni í Hafnar-
firði kl. 3 í gær, föstudaginn 31.
júlí 1987.
Við báðir vorum aldir upp í Hafn-
arfírði. Stutt var á milli húsa
foreldra okkar, en nokkurra ára
aldursmunur mun sjálfsagt hafa
orðið þess valdandi að leiðir lágu
ekki saman að ráði fyrr en á miðju
aldurskeiði. Segja má að kynnin
hafí í raun hafíst er við fómm ásamt
eiginkonum í vinabæjarheimsókn til
Noregs á vegum Hafnarfjarðarbæj-
ar fyrir um það bil tuttugu ámm.
Þar var bundist kunningja- og vina-
böndum sem ekki slitnuðu.
Ámi hafði stundað togarasjó-
mennsku á yngri ámm, eins og
undirritaður hafði gert á námsámm
í sumarleyfum á stríðsámnum í
byijun fimmta áratugarins. Höfðum
við oft ánægju af að rifja upp endur-
minningamar frá þeim afdrifaríka
tíma. Síðar lágu leiðir okkar saman
er hann varð framkvæmdastjóri
fyrirtækisins Lýsi & Mjöl h.f. eftir
að hafa verið verkstjóri þar um
nokkurt árabil. Þar hafði hann for-
ystu um rekstur mikilvægs fyrir-
tækis í atvinnulífí Hafnarfjarðar.
Á þessu tímaskeiði var undirrit-
aður talsvert að vasast í pólitík og
hafði ákveðnar skoðanir á því sviði.
Það hafði Ámi Gíslason líka. En
þær fóm ekki alltaf saman. Efast
raunar um að hann hafí nokkum
tíma kosið minn flokk, þegar ég var
þar í forsvari. Ekki breytti það
neinu um okkar kunningjabönd.
Auðvitað hafði það sitt að segja að
eiginkonur okkar höfðu tengst
traustum vináttuböndum.
Við Margrét sendum Ester og
fjölskyldu innilegustu samúðar-
kveðjur.
Stefán Gunnlaugsson
Unnur Jóhanna
Brown — Kveðjuorð
Fædd 24. maí 1965
Dáin 24. júlí 1987
Föstudaginn 24. júlí var tilkynnt
í útvárpinu að ung kona hafí farist
í bílslysi. Svona fréttir heyrir maður
allt of oft en það hvarflar aldrei
að manni að það sé einhver sem
manni er annt um. Skömmu síðar
var hringt og tilkynnt um lát Unn-
ar. Við vomm öll harmi slegin.
Daginn áður var fyrsti sumarleyfis-
dagurinn hennar og kom hún í
bankann geislandi af gleði til að ná
í gjaldeyri. Seinna um daginn ætl-
aði hún að sækja nýja bflinn og
sýna okkur hann áður en hún færi
norður til Matta og Margrétar litlu.
Allt var svo bjart framundan og
lífíð blasti við. Ætlunin var að
skreppa norður í nokkra daga áður
en haldið yrði í langþráða ferð til
Evrópu.
Unnur var lífsglöð stúlka, alltaf
var stutt í háan og glaðværan hlát-
ur. Hún var sjálfstæð, ákveðin og
dugleg bæði í vinnu og utan henn-
ar. Allt sem hún tók sér fyrir hendur
var gengið í af krafti og allt hefði
þurft að gerast strax í gær. Margt
var lagt á sig til að ná settu marki.
Ekki er langt síðan við hlógum með
henni, er hún var að lýsa maðk-
atínslu sinni um hánætur.
Hennar líf og yndi var litla dótt-
ir hennar Margrét. Hún saknaði
hennar, mikið þá daga sem hún var
fyrir norðan hjá pabba sínum. Unn-
ur hafði oft orð á því að það væri
einmanalegt að koma heim úr vinn-
unni þegar litli geislinn hennar
kæmi ekki hlaupandi á móti henni.
Stórt skarð er hoggið í hópinn sem
aldrei verður fyllt.
Minningin um Unni mun aldrei
gleymast.
Með þessum kveðjuorðum viljum
við votta fjölskyldu hennar og að-
standendum okkar dýpstu samúð.
Starf sfólkV erzlunarbanka
íslands, Grensásútibúi.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er
að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar aftnælisfréttir með mynd í dagbók um fóik sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
Rauði krossinn gef-
ur sjónvarpstæki
RAUÐI kross íslands hefur af-
hent öldrunarlækningadeildum
Landspítalans þrjú sjónvarps-
teki að gjöf.
í fréttatilkynningu frá Rauða
krossi íslands segir að sjónvarps-
tækin séu á háum hjólaborðum
og sérstaklega ætluð til nota inni
á sjúkrastofum. Tækin eru því
aðallega ætluð þeim sjúklingum
sem eru rúmfastir og eiga þess
ekki kost að horfa á sjónvarp í
setustofum sjúkrahúsanna.
Rauði krossinn efndi til söfnun-
ar í samvinnu við Bylgjuna fyrir
síðustu jól og söfnuðust þá tæp-
lega hundrað þúsund krónur sem
ákveðið var að veija til kaupa á
þessum sjónvarpstækjum.
Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir afhendir forráðamönn-
um Landspítalans gjöfina.
Morgunblaðið/Jón Sig.
Blönduós:
Hlutavelta til styrktar kirkjubyggingu
Blönduósi.
Þessar ágætu stúlkur, sem eiga
heima á Blönduósi, efndu á dögun-
um til hlutaveltu og var ágóðanum
varið til styrktar kirkjubyggingu á
Blönduósi. Þær heita, talið frá
vinstri: Amý Björg Eggertsdóttir,
6 ára, Petra Björg Kjartansdóttir,
9 ára, og Helga Kristín Gestsdóttir,
5 ára.
Vinkonumar Sólveig Edda Ingvarsdóttir, Berglind Sigurþórsdóttir
og Elva Dögg Simonardóttir efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir
Hjálparsjóð RKÍ. Söfnuðu þær 600 kr. til sjóðsins.