Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 '
59
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691100 KL. 13-14
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Að fá skammtinn sinn
Bjór framleiddur hjá Sana hf. Bréfritari er ekki ánægður með tak-
markaðan aðgang landsmanna að þessum umdeilda drykk.
Nýlega var frá því greint í Morg-
unblaðinu að Flugleiðaþota á leið
frá London hefði lent á Reykjavík-
urflugvelli. Af þessu hlutust að sögn
ýmis óþægindi fyrir farþegana,
meðal annars fengu þeir ekki tollinn
sinn. Og því auðvitað ekki hinn
langþráða bjórskammt sem flestir
rogast með frá Keflavík undir
venjulegum kringumstæðum.
Þessi ógæfa millilandafarþeg-
anna vekur upp ýmsar spurningar
um jafnrétti ferðamanna. Löggjaf-
arvaldið ætlast til þess að farseðill
til landsins jafngildi ávísun á bjór-
skammt. Því má spyija hvers þeir
eigi að gjalda sem ferðast til dæm-
is frá Færeyjum eða Grænlandi til
landsins og eru þess vegna yfirleitt
dæmdir til þess að lenda á
Reykjavíkurflugvelli, þar sem þessi
réttindi eru einskis virt. Slíkir ann-
ars flokks farþegar verða að sýna
þá fyrirhyggju að burðast með öl-
kassana á milli landa og greiða þá
auðvitað í erlendum gjaldeyri í stað
þess að kaupa til dæmis ágæta inn-
lenda framleiðslu í fríhöfninni.
Átakanlegt verður misréttið ef
samanburður er gerður á aðstöðu
tveggja ferðamanna. Annar er
Keflvíkingur sem kemur frá Kaup-
mannahöfn, hinn er Siglfirðingur á
leið frá Þórshöfn í Færeyjum. Báð-
ir hafa bjórkaupsrétt samkvæmt
íslenskum lögum og eru kaupin
auðveld fyrir Keflvíkinginn. Vesal-
ings Siglfirðingurinn á erfiðara um
vik. Hann fær „rúsdrekkaloyvi“
með því að fara á þijá staði í Þórs-
höfn og festa þar með kaup á
bjórkassanum. Þetta tekur tvo til
þtjá daga, en er auðsótt mál að
öðru leyti.
Við heimferð fer kassinn í rútuna
til Vestmanna, síðan í feiju og þá
aftur í rútu eða leigubíl til flugvall-
ar. Svo fylgir kassinn ferðatöskun-
um á Reykjavíkurflugvöll, síðan
aftur í flug til Sauðarkróks eða
Siglufjarðar og síðasta spölinn aftur
í bíl. Skyldi Siglfírðingurinn ekki
fá leiðréttingu sinna mála fyrir
Mannréttindadómstólnum?
Með tilkomu flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar eru þó teikn á lofti sem
benda til meiri hagræðingar á þessu
sviði og vonandi aukins jafnréttis í
náinni framtíð. Þeir sem versla í
fríhöfninni kaupa nú einfaldlega
ávísun á ölið sem síðan er afgreitt
á neðri hæðinni við brottför úr hús-
inu. Þetta er væntanlega gert
starfsfóki til þæginda, að þurfa
ekki að burðast með ölið upp á efri
hæð til þess eins að farþegamir
drösli því niður aftur.
Nú blasir við næsta skref til hag-
ræðingar í bjórmálum þjóðarinnar
og er það jafnframt til þess fallið
að við verðum síður erlendum ferða-
mönnum til athlægis fyrir kassa-
burðinn. Komið verði upp
bjórgeymslum í umsjá tollgæslunn-
ar á helstu þéttbýlisstöðum lands-
ins. Við framvísun farseðils til
útlanda á þessum stöðum fær far-
þeginn afhentan bjórskammtinn
sinn og þá stimplað á farseðilinn
„bjór afgreiddur" samanber stimpil-
inn „gjaldeyrir afgreiddur" í
bönkum. Þetta mætti gera fyrir
brottför eða eftir heimkomu eftir
atvikum. Svipað kerfi er nú þegar
í gildi í grannlöndum okkar eins
Andrés Magnússon skrifar.
I fimmtudagsblaði Morgunblaðs-
ins er frétt á baksíðu um eiturlyfja-
verslun íslendinga á erlendri grund.
Þar er venju samkvæmt rætt um
Kaupmannahöfn, (ekki Koben-
havn), en heldur þótti mér verra
að sjá staglast á nafninu Málmey
þar sem át.t er við borgina Malmö.
Vilji menn vera að íslenska nafnið
á að sjálfsögðu að nota hið gamla
heiti, Málmhaugar.
Sumir kunna að segja að það
nafn sé lítt þekkt, en þá á heldur
ekki að vera rugla neitt með þetta
og tala bara uin Malmö. Ruglingur-
og til dæmis í Færeyjum þar sem
vottorð skattstjóra samsvarar far-
seðlinum okkar. Sérstök far-
manna— og flugliðaskírteini verða
gefín út og þau stimpluð hjá toll-
vörðum við hvetja heimkomu
handhafa. Til þæginda geta fluglið-
ar sótt nokkra kassa í einu í
bjórafgreiðsluna.
í framhaldi af þessum hugleið-
ingum um jafnrétti ferðamanna
innbyrðis er þeirri spurningu að
lokum beint til nýkjörinna þing-
manna, hvort ekki sé nú tími til
kominn að allir landsmenn fari að
njótajafnréttis til öls.
Áhugamaður um jafnrétti
inn er að sjálfsögðu tilkominn vegna
þess að einhver vitringurinn hefur
ætlað að þýða ömefnið Malmö vit-
andi það að ö á sænsku þýðir ey.
í samhenginu Malmö er hér hins
vegar um afbökun að ræða, enda
ekki svo mikið sem tjamarhólmur
til í Málmhaugum, hvað þá eyja.
Það er einmitt með samskonar
fræðimennsku sem Árósar eru öðm
hveiju nefndir Árhús af íslensku,
þar sem viðkomandi mannvits-
brekka hefur rekið augun í að þessi
höfuðstaður Jótlands heitir á
dönsku Árhus. Kannski það sé
framtíðin?
Malmö, Málmey
eða Málmhaugar
Mál málanna
Um fátt er rætt meira en um-
ferðina. Það er að vonum enda er
hún á meiri villigötum en flest ann-
að í þessu þjóðfélagi og er þá mikið
sagt. Nú er númer eitt, tvö og þijú
að binda alla sem stíga upp í bíl og
á það að leysa allan vanda í um-
ferðinni. Vissulega getur niðurbind-
ingin orðið til gangs en því miður
líka til ógangs í öðmm tilvikum og
valdið auknum slysum, en á það
má ekki minnast, það hentar ekki
áróðrinum.
Kálcið í umferðarmálunum ríður
ekki við einteyming. Á meðan um-
ferðarráð fær samþykkt á Alþingi
að allir verði að vera bundnir í
bílum, eða greiða sektir ella, hefur
það ekkert við það að athuga að
hver einasta skepna á landinu er í
fullum rétti á vegunum gegn
bílstjómm og og bíleigendum bann-
að að tryggja sig fyrir þeim
óhöppum, sem það hefur í för með
sér. Félag íslenskra bifreiðaeigenda
er ekki þrýstihópur. Þá má ekki
sama skráningamúmer fylgja
bílnum frá því hann er skráður þar
til hann er ónýtur, enda þótt slík
vitleysta þekkist hvergi í heiminum.
Áróðurinn er á því stigi að hann
verður að teljast hlægilega vitlaus.
Það er til að mynda talað um að
niðurbindingin sé ódýr líftrygging
og annað í sama máta, hvílíkt mgl.
Fjöldi manns er tilbúinn að votta
það, að litlar líkur séu til að þeir
væm nú á lífí ef þeir hefðu verið
bundnir þegar viss umferðaróhöpp
urðu.
Eigi hinsvegar að aka með allt
öðmm hætti heldur en lög og regl-
ur mæla fyrir um getur það komið
fyrir að beltin bjargi, en það er
ekki einhlítt, því miður. Ef það á
að fara að stunda rallakstur á veg-
unum þá kann að vera að í ein-
hveijum tilfellum sé betra að vera
í böndum. Ýmsir em að velta því
fyrir sér hvað það var sem knúði
Þingeyinga til að leyfa síðasta rall-
akstur þar um slóðir. Mönnum þykir
alveg nóg af slíkum akstri þar dag-
lega þó ekki sé verið að safna saman
einhveijum ökuskálkum til að æsa
hina upp. Nú fer í hönd mikil um-
ferðarhelgi og að líkindum fara
umferðarráðsmenn senn í loftið til
að sveima yfír. Þá ætti að vera tilva-
lið að dreifa harðfiskinum yfir
bílalestirnar, en í Suðurlandskjör-
dæmi væri miklu betra og tákn-
rænna að úða þær með kjöti af
haugalömbum. Góða ferð.
Ökuþór
Leiðrétting
I Velvakanda miðvikudaginn 29.
júli sl. misritaðist nafn eins bréfrit-
ara. Hið rétta er að Sigríður
Bjamey Jónsdóttir ritaði greinina
um ömggt leiguhúsnæði fyrir alla.
Volta ryksugu með þér
heim á sumartilboðsverði.
Þú gerir ekki betri ryksugukaup!
Volta U 268 elektronisk 1100 wött með
ryksíu, stækkanlegt skaft, tískulitur,
áhaldageymsla, inndregin snúra, sterk
hjól.
Fyrir aðeins 11.285.
Útborgun 2000.-
eftirstöðvar á 6 mánuðum.
Einar Farestveit & Co.hf.
Borgartúni 28, símar 91-16995, 91-622900.
Ágætu ^tt
viðskiptavinir
Nýja símanúmerið
okkarer
%
Nýttsímkerfi-aukinþjónusta!: