Morgunblaðið - 01.08.1987, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987
61
.
ÞaA þarf vana menn til að sýna svona atriði!
Bjóm Loftason og Dagur Jónasson sigla fleyi sínu lipuriega um Fossvoginn.
Svipmyndir frá Gull- og Silfurmótinu
MorgunblafiiS/Andrés Pótursson
Það var mikið l(f og flör á Gull- og Silfurmótinu í knattspyrnu, þar sem 3. flokkur kvenna keppti, um síðustu helgi. Á myndinni til vinstri eru hressar stúlkur úr Þór á Akureyri, en til hægri er mynd úr leik
Fylkis og Vals.
m
X. ’
StoK siglir fleyið mitt
Litið inn hjá Siglunesi í Nauthólsvík
í allt sumar hefur verið mikið
um að vera á Fossvoginum. Þar
hafa krakkar á vegum siglinga-
klúbbanna Siglunes og Kópa-
nes stundað íþrótt sína af
fullum krafti þótt oft hafi á
móti þeim blásið. Umsjónar-
maður unglingasíðunnar leit
inn hjá Siglunesi f síðustu viku
og ræddi við nokkra hressa
þátttakendur á siglinganám-
skeiði klúbbsins. Einnig vorum
við svo heppin að rekst á
nokkra klúbbfólaga í kajakleið-
angri undir forystu Englend-
ingsins Mick Coine.
„Áhugi á siglingum að aukast"
Fyrst hittum við að að máli þau
Kristján Öm Friðjónsson,
Þorgrím Sveinsson og Kristínu
Birgittu Ágústsdóttur. Þetta er
fyrsta námskeiðið þeirra og sögðust
þau örugglega ætla að fara á annað
námskeið. Þorgrímur spilar líka
körfubolta með KR-ingum og
Kristín er í ballett hjá Þjóðleik-
húsinu. Kristján hinsvegar hefur
látið siglingamar nægja enda segir
hann að áhugi á siglingum sé að
aukast hjá krökkum á þeirra aldri.
Úti á voginum sigldu þeir félagam-
ir Bjöm Loftsson og Dagur Jónsson
af mikilli snilld. Þeir gáfu sér þó
tíma til að sigla nálægt landi og
ræða við blaðamanninn í smá tíma.
Þeir sögðust vera á sínu öðm nám-
skeiði og það væri rosalega gaman
að sigla svona.
„Gaman að detta í sjóinn"
Eftir að blaðamaðurinn hafði
rætt við fólkið á siglinganám-
skeiðinu snémm við okkur að
nokkmm félögum úr Siglunesi, sem
vom á kajaknámskeiði.
Bmnað var út á Fossvoginn á gúm-
bát og strákamir teknir tali.
Leiðbeinandi þeirra á þessu nám-
skeiði er Englendingurinn Miek
Coine en hann er mjög snjall kajak-
ræðari. Hann hefur m.a. siglt niður
Hvítá og Þjórsá á kajak.
Það var kátt hjá þeim strákum
Símoni Ægi Símonarsyni, Bergi
Stefánssyni, Sigurði Jónassyni, Elí-
asi Erlingssyni, Hlyni Stefánssyni
og Emil Gunnari Guðmundssyni.
Þetta námskeið var sérstaklega sett
saman fyrir þá þegar Mick var á
leið um Reykjavík til Englands.
Eftir að hafa rætt við strákana í
dágóða stund sýndu þeir listir með
því að standa upp í kajökunum og
tókst það mjög vel. Að vísu datt
einn þeirra í sjóinn en hann var fljót-
ur í bátinn sinn aftur, enda em
þeir allir mjög vanir siglingamenn.
Árangurinn sést nú betur með
myndunum en mörgum orðum
þannig að við látum þetta nægja í
bili. En lokaorð strákanna vom:
„Það er gaman að detta í sjóinn!"
Kajaksnllllngarnlr Símon Ægir Símonarson, Bergur Stefánsson, Sigurður Jónasson, Elías Eríingsson, Hlynur Stefáns-
son, Emil Gunnar Guðmundsson og Mick Coine.
Hópurinn á siglinganámskeiðinu hjá Siglunesi.
Morgunblaðið/Andrés Pótursson
Krlstján Orn FrlAJónsson, Þorgrímur Sveinsson og Kristín Birgitta Ágústs-
dóttir.
» S