Morgunblaðið - 01.08.1987, Qupperneq 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987
KNATTSPYRNA / ÞÝSKALAND
Verður Bayem Miinchen
meistari Qórða árið í röð?
KEPPNI í vestur-þýsku 1. deild-
inni í knattspyrnu hefst um
helgina og er þetta 25. árið
sem deildin er leikin með
þessu sniði. Flestir sórfrœð-
ingar eru þeirrar skoðunar að
Bayern MUnchen verði meist-
ari fjórða árið í röð og fari svo
verður það í fyrsta skipti sem
vestur-þýskt lið nsar þvf. Það
liggur í augum uppi að hvert lið
hefur sitt markmið, en einnig
að öll lið geta ekki orðið meist-
ararl Lið eins og Hannover 96
og Karlsruher setja sór það
markmið að haida sór í deild-
inni, en Bayern, HSV, Stuttgart,
Leverkusen og Kaiserslautern
œtla sór stóra hluti. Einnig má
búast við því að margir þjálfar-
T ar verði að taka pokann sinn
áður en tímabilinu lýkur, en
reynslan sýnir að um 50%
þjálfara „lifa ekki af“ tfmabilið.
Frá
* Jóhanni Inga
Gunnarssyni
ÍV-Þýskalandi
Tveir frægir þjálfarar eru ekki
lengur með; Udo Lattek, sem
nú er tæknilegur ráðgjafi hjá 1. FC
Köln, og Happell, sem var hjá HSV,
fór aftur heim til
Austurríkis. Margir
telja reyndar að Lat-
tek haldi ekki árið
út við skrifborðið og
verði mættur á bekkinn hjá Köln á
miðju tímabili. Þrír nýir erlendir
þjálfarar reyna fyrir sér, Júgóslav-
inn Josef Skoblar hjá HSV, sem
gerði Hajduk Split að bikarmeistur-
um, Arie Haan hjá VfB Stuttgart
og Felix Latzke, Austurríkismaður
sem tekur við Waldhof Mannheim.
Flestir eru þeirrar skoðunar að með
tilkomu þessara þjálfara komi fram
nýjar hugmyndir í Bundesligunni,
sem ætíð er til bóta, en í gegnum
tiðina hafa þjálfarar eins og Happel
og Zebec skilið góð sf)or eftir sig.
Það sem mörgum þymir í augum
eru gífurlegar upphæðir sem borg-
aðar eru fyrir leikmenn er þeir fara
milli félaga og spumingin er hvort
þetta leiði til góðs. Ekki má gleyma
að þegar milljónir marka eru
greiddar fyrir unga leikmenn er
gífurleg krafa á þá að þeir standi
Vinir á ný
Olaf Thon og Harold Schumacher voru ekki neinir perluvinir, eftir að hin
umdeilda bók þess síðamefnda kom út. Nú eru þeir hins vegar saman í liði
og sýndu umheiminum fram á að allt væri í himnalagi með því að takast í
hendur fyrir ljósmyndarana...
sig, og spuming er hvort þeir standi
undir þeirri pressu sem því fylgir.
Hér má nefiia Gaudino og Fritz
Walter, sem Stuttgart greiddi
Waldhof 3,6 milljónir marka fyrir,
og Ungverjann Detari, sem
Eintracht Frankfurt borgaði 3,5
milljónir marka fyrir.
Til útlanda eru famir Rudi Völler
til Roma á Ítalíu og Klaus AUofs
til Marseille í Frakkklandi.
Bayem Miinchen
Udo Lattek og Jup Heynckes hafa-
tekið við liðinu. Markmiðið eins og
undanfarin þrjú ár getur ekki verið
nema að veija meistaratitilinn.
Hvemig á annað að vera? Lið sem
á síðasta keppnistímabili tapaði
aðeins einum ieik a'útivelli, og fór
26 sinnum af velli án ósigurs. Að
vísu hefur Dieter Höhness, hinn
skæði framherji, lagt skóna á hill-
una, en ekkert félag hefur eins
góðan varamannabekk og það mun
fátt geta komið í veg fyir sigur
Bayem á þessu keppnistímabili. En
markmiðið er ekki aðeins að standa
sig vel í Vestur-Þýskalandi. Það
fylgir Bayem eins og skugginn að
hafa ekki sigrað í Evrópukeppni
meistaraliða undanfarin ár.
Hamburger SV
Talið er að HSV, sem kom mjög á
óvart á síðasta keppnistímabili, er
Happell hafði byggt upp nýtt lið á
mjög skömmum tíma, nýr þjálfarinn
við stjómvölinn, Júgóslaviunn Sko-
bla. Talið að hann muni reyna að
blanda kokteil Happel og Sebec.
Enda hefur hann lært mikið af báð-
um þessum þjálfurum. Felix
Magath segir: markmiðið er að
komast í UEFA-keppnina og jafn-
framt að stytta bilið milli okkar og
Bayem. Og við munum sjá til þess
að deildarkeppnin verði lengur
spennandi nú en síðast. Skobla seg-
ir: aðalmarkmiðið að leika góða
knattspymu, leika sóknarknatt-
psymu. Það er spuming hvort það
setur strik í reikninginn að Uli Stein
verður ekki með. Stjóm félagsins
ákvað að setja hann í „frí“ um óá-
kveðinn tíma og bað hann jafnframt
að leita sér að nýrri vinnu, vegna
þess að hann rotaði einn leikmanna
Bayem Munchen í meistarakeppn-
inni á dögunum.
Kaiserslautsm
Ekkert lið mun koma meira á óvart
en Kaiserslautem, liðið sem Lárus
Guðmundsson leikur með í vetur.
Flestir höfðu spáð því að liðið yrði
í botnbaráttu í fyrra, en öllum á
óvart lék liðið í efri hluta deildarinn-
ar, og það var ekki fyrr en á síðasta
leikdegi sem draumur liðsins um
að komast í UEFA-keppnina varð
að engu. Það gefur því auga leið
að markmiðið í vetur verður að
komast í Evrópukeppni næsta tíma-
bil. Áhugi fyrir knattspymu í
Kaiserslauten er með eindæmum. í
fyrra var reiknað með 17.000 áhorf-
endum að meðaltali á leik, en
meðaltalið var 27.000 á leik. Félag-
inu tókst því að stytta skuldahala
sinn, og stendur vel í dag. Þjálfari
er hinn ungi Hannes Bongarts, áður
einn besti knattspymumaður
Þýskalands. Tímabilið í fyrra var
hans fyrsta. Hann krefst þess af
leikmönnum sínum í vetur að þeir
sýni meira sjálfstraust og gefí ekk-
ert eftir á þeirri braut sem liðið
komst á í fyrra.
Kaiserslautem fær tvo góða leik-
menn: Láms Guðmundsson og
Franco Foda. Um Lárus segir Bong-
arts: „Lárus var meira og minna
meiddur á síðasta keppnistímabili,
en hann er leikmaður sem er mjög
fljótur og á að sjá til þess að opna
færi á hægri sóknarvængnum. Lár-
us er mikill bragðarefur og ég vænti
mikis af honum og þýska landsliðs-
manninum Wuttke saman."
Bayer Uerdingen
Bayer Uerdingen stóð ekki undir
væntingum áhangenda sinna á
síðasta tímabili, en nú á ekkert að
spara til. Margir snjallir leikmenn
koma til liðs við félagið. Miklar
vonri eru bundnar við sænska
landsliðsmanninn Robert Prytz og
ekki síður við Reinold Mathy, fyrr-
verandi leikmann Bayem Munchen.
Ekki má gleyma því að Uerdingen
hefur ráðið til sín snjallan þjálfara,
Horst Köppel, sem var með Becken-
bauer, og eytt 2,25 miljónum marka
í kaup á mönnum fyrir þetta tíma-
bil. Liðsheildin er því sterk, mikil
barátta verður um sæti í liðinu,
tveir um hveija stöðu. Vonast er
eftir 13.000 áhorfendum að meðal-
tali á hvem heimaleik. Þjálfarinn
er vongóður um góðan árangur,
telur að Bayem verði meistari en á
góðum degi þurfí Uerdingen ekki
að óttast neinn andstæðing og geti
unnið hvaða lið sem er. Markmið
liðsins er að komast í UEFA-keppni
að ári, en að auki verður lögð rík
áhersla á að leika meiri sóknar-
knattspymu en gert var a'síðasta
keppnistímabili. Liðið er orðið nokk-
uð gamalt, Bommer 30, Herget 31,
Funkel 33, Atli 30, markvörðurinn
35. En allt leikreyndir menn og
með þeim mikill efniviður. Nái þeir
saman er liðið til alls líklegt.
VfB Stuttgart
Ekkert lið olli jafn miklum von-
brigðum á síðasta keppnistímabili.
Markið var sett hátt, sterkir leik-
menn keyptir en liðið varð að gera
sér að góðu eitt af neðstu sætunum.
En eins og alltaf þegar illa gengur
er til eitt „gott“ ráð - að reka þjálfa-
rann. Nýr þjálfari klom í staðinn,
Hollendingurinn fljúgandi Arie Ha-
an, sem sannað hefur ágæti sitt sem
þjálfari; gerði Anderlecht m.a. að
meistumm. Lágmarksmarkmið
Stuttgart-liðsins á þessu ári er að
komast í UEFA-keppni. Takist það
ekki hefur forseti liðsins, sem
greiddi 5 milljónir marka í nýja leik-
menn fyrir þetta tímabil, sagt að
ekki komi annað til greina nema
að selja leikmenn í vor. Liðið er
talið sterkara en á síðasta keppn-
istímabili og Walter og Gaudino
muni styrkja liðið mikið. Það gefur
auga leið að mikill þrýstingur verð-
ur á leikmenn að standa sig. Hver
og einn leikmaður veit að árangur
verður að nást á þessu keppnistíma-
bili. Arie Haan sagði að allir hefðu
varað hann við að taka við liðinu
því verkefnið væri mjög erfitt, „en
ef ég tryði ekki á sjálfan mig og á
leikmennina og ef ég væri hræddur
hefði ég aldrei tekið að mér þetta
starf," sagði hann. „Ég er sann-
færður um það að ef við sleppum
við meiðsli í vetur eigum við að
geta orðið í allra fremstu röð.“
Leverkusen, Gladbach og Werder
Bremen eru einnig talin geta bland-
að sér í toppbaráttuna.
MARAÞONHLAUP
Reykjavíkurmaraþon nálgast
MARAÞONHLAUP veröur háö
á götum Reykjavfkurborgar 23.
ágúst næstkomandi og er þaö
fjórða árið f röð, sem hið svo-
nefnda Reykjavfkurmaraþon
fer fram. Jafnframt verður boð-
ið upp á keppni f hálfu mara-
þonhlaupi og 7 kflómetra
skemmtiskokk. Reykjavíkur-
maraþon er þvf jafnt vettvang-
ur skokkara sem þjálfaðra
hlaupara.
Skráning fyrir Reykjavíkur-
maraþon er nú í fullum gangi
en frestur til að tilkynna þátttöku
rennur út 14. ágúst. Þátttökugjald
fyrir maraþonhlaupið er 600 krón-
ur, fyrir hálfmaraþonið 450 krónur
og 300 fyrir skemmtiskokkið. Þátt-
tökhtilkynningar þurfa að berast
Ferðaskrifstofunni Úrval í Pósthús-
stræti, en það fyrirtæki stendur að
hlaupinu ásamt Fijálsíþróttasam-
bandi íslands, Reykjavíkurborg,
Flugleiðum, HENSON íþróttavöru-
verksmiðjunni, Morgunblaðinu og
Rás tvö.
Sjálft maraþonhlaupið er opið
hlaupurum af báðum kynjum, 16
ára og eldri, en hálfmaraþonið og
skemmtiskokkið er öllum opið.
Hlaupið hefst á hádegi sunnudaginn
23. ágúst í Lækjargötu.
í fyrra luku tæplega 1.000 hlaupar-
ar keppni í hlaupunum þremur, sem
ræst voru samtímis af stað. Tals-
vert er farið að berast af þátttöku-
tilkynningum og er talið að fleiri
keppi nú en í fyrra. Þátttakendum
hefur fjölgað ár frá ári.
Verðlaunapeningar verða veittir öll-
um sem ljúka hlaupi. Sigurvegarar,
karla og kvenna, fá verðlaunabik-
ara og dregið verður um Qölda
aukaverðlauna, þar sem allir kepp-
endur standa jafnt að vígi. Keppt | þriggja manna svéitakeppni. Geta I sveitanna og fyrstu sveit veittur
er í fímm aldursflokkum karla og því vinnufélagar eða félagasamtök veglegur bikar. Karlar og konur
?órum kvennaflokkum. myndað sveitir til þátttöku. Dregið geta myndað sveit saman.
skemmtiskokkinu er boðið upp á | verður um sérstök verðlaun úr hópi |
KlippíÖ
Vinsamlegast skriíiÖ með prentstöíum l l 1 1 1 l l l l 1 1 l 1 i Skráningareyðublað l 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 l l | | | |
NAFN 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 l I i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i t
HEIMILI PÓSTNÚMER SlMI
1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 FÆÐINGARDAGUR ÁR
Ég skrái mig til þáttlöku 1
MARAÞONHLAUPI □
HÁLFMARAÞONHLAUPI □ SVEITAKEPPNI f SKEMMTISKOKKI □ (3 í SVEIT)
SKEMMTISKOKKI □ Náfn sveitar I. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1