Morgunblaðið - 15.08.1987, Page 2

Morgunblaðið - 15.08.1987, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 Minningarsjóður til styrktar læknisfræði: Stofnféð 17 milljónir NÝLEGA var gengið endanlega frá stofnun minningarsjóðs um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason, bakara- meistara. Stofnféð er 17.250.000 krónur, en hjónin ákváðu með erfðaskrá dagsettri 13. febrúar 1978 að allar skuldlausar eignir þeirra skyldu renna til sjóðsins. Tilgangur sjóðsins er að styrkja kaup á tækjum til sjúkrahúsa til lækninga og rannsókna og til að styrkja efnilega vísindamenn í lækn- isfræði og tengdum greinum til framhaldsnáms eða sjálfstæðra vísindaiðkana. Rannsóknir á krabba- meinssjúkdómum sitja að jafnaði fyrir styrkveitingum. Stofnfé sjóðsins má ekki skerða og styrkir úr sjóðnum skuli auglýstir til umsóknar. Stjóm minningarsjóðs- ins er skipuð þremur mönnum; landlækni, forseta læknadeildar Há- skóla íslands og forstjóra Trygginga- stofnunar ríkisins. Núverandi stjóm sjóðsins er því skipuð eftirtöldum mönnum: Ólafi Ólafssyni, landlækni, Ásmundi Brekkan, forseta lækna- deildar og Eggert G. Þorsteinssyni, forstjóra Tryggingastofnunar. Bergþóra Magnúsdóttir var fædd 15. mars 1902 og andaðist þann 14. september 1983. Jakob Júlíus Bjama- son, bakarameistari, fæddist 14. júlí árið 1900 og andaðist 28. september 1985. VEGLEGAR MÓTTÖKUR Flugmenn Landhelgisgæslunn- ar og forstjóri taka hér á móti félaga sínum, Guðjóni Jónssyni flugstjóra, sem í gær fór í síðasta gæsluflug sitt eftir þijátíu ára farsælt starf hjá Landhelgisgæslunni. Frá vinstri eru Páll Halldórsson yfirflugstjóri, Bogi Agnarsson þyrluflugmaður, Benóný Ás- grimsson þyrluflugstjóri, Sigurjón Sverrisson flugmað- ur, Hermann Sigurðsson þyrluflugmaður, Gunnar Berg- steinsson forstjóri Landhelgis- gæslunnar og Ioks Guðjón Jónsson sjálfur. Sjá „Fólk í fréttum", bls. 53. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Fyrsti áreksturinn á gatnamótum Reykjanesbrautar og Víknavegar frá því að þau voru opnuð 15. april. Eins og sjá má eru bílamir illa famir og mildi að ekki urðu slys á fólki. Talið er að aðalbrautarrétt- ur hafi ekki verið virtur i þessu tilfelli. Ytri-Njarðvik: Harður árekstur á nýjum gatnamótum Fisksölumálin: Trúi ekki að fiskmarkað- urinn flytjist þúsund mílur - segir Pétur Björnsson forsijóri Isbergs Ltd. í Hull 50 krónur í meðalverð á hvert kíló. vegar á um 40 krónur hvert kfló. Gámafiskurinn úr Fjallfossi fór hins — Kr. Ben. Keppum við ríkis- styrkta fiskvinnslu ^ Keflavík. ÁREKSTUR varð á gatnamótum Víknavegar og Reykjanesbraut- ar við Fitjar nú i vikunni og er þetta fyrsti áreksturinn á þessum gatnamótum frá þvi að þau vora opnuð í tengslum við flugstöð Leifs Eirikssonar, 15. april sl. Reykjanesbrautin liggur nú fyrir ofan Njarðvík og Keflavík og hafa orðið 9 umferðaróhöpp þar á þess- um tíma. Bflvelta varð fyrsta daginn þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarskyldu við Grænás og ók beint inn í hliðina á bifreið sem kom nýja veginn með þeim afleiðingum JÓN Sigurðsson dómsmálaráð- herra hefur, að tillögu Böðvars Bragasonar lögreglustjóra í Reykjavik, skipað Guðmund M. Guðmundsson starfsmannastjóra að hún valt. Hann hafði ekið Græn- ásveginn til vinnu sinnar á Keflavík- urflugvelli í hartnær 20 ár og áttaði sig ekki á að hann var ekki lengur á aðalbraut. Að sögn Rúnars Lúðvíkssonar, rannsóknarlögregiumanns umferð- arslysa, er staðsetning gatnamóta Víknavegar og Reykjanesbrautar þannig að menn verða að gæta ýtrustu varkámi þegar þeir aka inn á Reykjanesbrautina. Það væri trú- leg skýring á að þama hefði ekki orðið óhapp í umferðinni fyrr. lögreglunnar í Reylgavík. Guð- mundur hefur undanfarið verið settur starfsmannastjóri. Þrett- án manns sóttu um stöðu starfs- mannastjóra. Grindavík. „ÍSLENSKIR fiskseljendur fá hærra verð hér á breska mark- aðnum þegar til lengdar lætur en á íslenskum uppboðsmörkuð- um. Ástæðan fyrir því er sú, að smærri kaupendumir skapa hið háa verð sem hér er oftast,“ sagði Pétur Björasson, forstjóri ísbergs Ltd. í Hull, er fréttarit- ari Morgunblaðsins óskaði eftir áliti hans á þvi, að stórir fisk- kaupendur í Englandi vilji kaupa fiskinn beint frá íslandi. „Smáu kaupendumir hafa enga möguleika á að versla heima á Is- landi, enda byggjast þeirra viðskipti á pöntunum sem koma inn til þeirra snemma morguns hvers markaðs- dags og þarf að afgreiða sam- dægurs. Þessir kaupendur skapa hið háa verð sem hér er oftast og því tel ég að íslenskir fískseljendur komi til með að skaðast þegar til lengdar lætur ef þeir hætta að sinna þessum markaði. Kostnaður fyrir þá sem vilja versla með fiskinn heima verður meiri og ég sé fyrir mér þá þróun, að eftir smá tíma muni ganga á með eilífum kvörtun- um um verð, gæði, stærðarhlutföll og undirvigt eins og í annarri fisk- verslun. Eg hef litla trú á að markaðurinn flytjist þúsund mflur," sagði Pétur. Að lokum sagði Pétur, að í gærmorgun hefði verð fallið á markaðnum í Hull er Fjallfoss kom óvænt með 39 gáma frá ísafírði. Verðið hefur verið mjög gott undan- farið, eða í kringum 60 krónur hvert kíló, en í gær var það frá 35 krón- um og upp í 50 krónur. Húnaröst seldi 111,5 tonn, mest þorsk, og fékk tæpar 47 krónur í meðalverð á hvert kfló. Smáey seldi í Grimsby 68,5 tonn og fékk 61 krónu í meðal- verð á hvert kfló. Rúmlega helming- ur afians var ýsa og varð það til þess að hækka meðalverðið. I fyrra- dag seldi Þórshamar og fékk rúmar - segirEiríkur Tómasson fram- kvæmdastjóri í Grindavík Grindavík. „MEÐ íslenskum uppboðsmörk- uðum skapast möguleiki fyrir innlenda fiskvinnslu að keppa um gámafiskinn. Spurningunni hvort við eigum möguleika á móti erlendu fjármagni er ekki gott að svara strax, en mín trú er sú, að svo sé ekki í mörgum tilfellum, enda erum við að keppa við ríkisstyrkta fiskvinnsiu EBE-landanna,“ sagði Eirikur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjörns hf. í Grindavík, er fréttaritari Morgunblaðsins ósk- aði eftir áliti hans á erlendu fjármagni til fiskkaupa, sem sagt var frá í blaðinu í gær. „Síðastliðinn miðvikudag bauð íslendingur 37 krónur í hvert kfló af togaraþorski fyrir danskt salt- fiskverkunarhús á fiskmarkaðnum í Hafnarfírði til að senda út í gám. Þetta er gott dæmi um það hvemig þessi mál kunna að þróast. Hér í Grindavík þolir fiskvinnslan að bjóða sem toppverð 32 krónur á kílóið, miðað við stærð og gæði físksins sem fór til Danmerkur. Danir geta greitt þetta verð, enda fá þeir opinbera aðstoð, því annars væri fólkið sem þar vinnur atvinnu- aust. Mér sýnist í fljótu bragði að stórir fískkaupendur í Bretlandi telji sig geta fengið fískinn hér á lægra verði en á mörkuðunum úti,“ sagði Eiríkur. Að lokum sagði hann að mikið umrót væri í íslenskum sjáv- arútvegi og nauðsjmlegt væri fyrir íslendinga að þrauka það tímabil til að átta sig á hvaða fyrirkomulag físksölu hentar okkur best í framtíð- inni. — Kr. Ben. Átta sækja um tvær stöður borgardómara UMSÓKNARFRESTUR um tvær stöður borgardómara rann út um síðustu mánaðamót. Átta lög- fræðingar sóttu um stöður Friðgeirs Björnssonar, nýskipaðs jrfirborgardómara, og Þorgeirs Örlygssonar, nýskipaðs dósents. Þeir sem sóttu um voru eftirtald- ir: Allan Vagn Magnússon, héraðs- dómari á Selfossi, Jón L. Amalds, dósent, Júlíus Kristinn Magnússon, fulltrúi bæjarfógetans í Hafnar- fírði, Kristjana Jónsdóttir, settur borgardómari, Tryggvi Gunnars- son, deildarlögfræðingur í land- búnaðarráðuneytinu, og Þórhildur Líndal, deildarstjóri í félagsmála- ráðuneytinu. Tveir umsækjenda óskuðu nafnleyndar. Ákvörðunar er að vænta í næstu viku. - BB Starfsmannastjóri lögreglunnar: Guðmundur M. skipaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.