Morgunblaðið - 15.08.1987, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987
Eins og besta haustuppskera
Morgunblaðið/Einar Falur
Hjónin Guðjón Guðnason og Magnea Gestsdóttir við upptökuvélina.
Kartöflumar vora óvepju stórar og fallegar miðað við árstíma.
Rætt við Guðjón
Guðnason kart-
öf lubóndaí
Þykkvabæ
„ÞETTA er eins og besta haust-
uppskera," sagði Guðjón Guðna-
son á Háarima í Þykkvabæ er
blaðamann og ljósmyndara
Morgunblaðsins bar að garði í
vikunni. Hann og fjölskylda hans
voru að taka upp stórar og fal-
legar kartöflur með nýrri
upptökuvél sem hann fékk í fyrri
viku. Guðjón og aðrir bændur
sem skipta við fyrirtækið
Þykkvabæjarkartöflur eru þessa
dagana að taka upp kartöflur í
smá skömmtum eftir því sem
markaðurinn þarfnast.
Guðjón ræktar kartöflur á um
12 hekturum. Hann ræktar einnig
kom til sáðskipta til að bæta send-
inn jarðveginn. Hann sló ekkert
bygg í fyrra og sagðist ekki gera
það núna heldur. „Það er ekkert
hægt að gera við það,“ segir hann.
„Ég læt það liggja og síðan eru
kartöflumar settar niður í garðinn
I DAG kl. 12.00:
VEÐURHORFUR I DAG, 15.08.87
YFIRLIT á hódegi í gær: Yfir Grænlandi og skammt austur af Jan
Mayen eru 1022ja mb hæðir, en 1000 mb nærri kyrrstæð lægð
um 600 km suðsuðaustur af Hornafirði, grynnist. Víðáttumikil 985
mb lægð um 1400 km suösuðaustur af Hvarfi þokast norðaustur.
Hiti breytist lítið.
SPÁ: Breytileg átt, viðast gola. Skýjað að mestu og sums staðar
smáskúrir við austurströndina en víða bjartviðri í öðrum lands-
hlutum. Hiti 8 til 18 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
SUNNUDAGUR OG MÁNUDAGUR: Suðaustan átt, víða rigning eða
súld sunnan- og austanlands en að mestu þurrt í öðrum lands-
hlutum. Hiti 10— 14 stig um sunnan- og austanvert landið en ívið
heitara í öðrum landshlutum.
x Norðan, 4 vindstig:
r Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / ■*
r * r * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
SJ Skúrir
*
V E'
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
Þrumuveður
»■ r:,Á Mfl m
F
\ / VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hltl veAur
Akureyrl 14 lóttskýjað
Reykjavík 13 mistur
Bergen 14 súld
Helsinki 14 skýjað
Jan Mayen S skýjað
Kaupmannah. 19 skýjað
Narasarssuaq 8 þoka
Nuuk 6 þoka
Oaló 15 alskýjað
Stokkhólmur 17 skýjað
Þórshöfn 10 rigning
Algarve 2S þokumóða
Amsterdam 19 alskýjað
Aþena 29 léttskýjað
Barcelona 28 mistur
Berlln 19 þokumóða
Chicago 23 þrumuveður
Feneyjar 25 léttskýjað
Frankfurt 23 skýjað
Glasgow 16 skúr
Hamborg 19 skýjað
Las Palmas 26 léttskýjað
London 22 skýjað
LosAngeles 17 súld
Lúxemborg 20 skýjað
Madrld 34 alskýjað
Malaga 26 rykmlstur
Mallorca 35 heiðsklrt
Montreal 19 alskýjað
NewYork vantar
Parfs 25 hálfskýjað
Róm 31 léttskýjað
Vín 17 þrumuveður
Washington 21 léttskýjað
Winnlpeg 16 úrkoma
næsta vor.“
En þrátt fyrir einmuna veður-
blíðu í sumar og góðar uppskeru-
horfur eru kartöflubændur í
Þykkvabæ ekki allt of bjartsýnir.
„Það gengur ekki vel að selja og
sumir hafa þurft að henda töluverðu
magni af kartöflum. Sjálfur þurfti
ég ekki að henda nema um 15 tonn-
um í vor, en ég talaði við einn sem
henti um 100 tonnum. Þegar nýjar
kartöflur eru komnar á markað vill
enginn þær gömlu og það er mjög
skiljanlegt. En menn virðast ekkert
hafa sett minna niður þrátt fyrir
þetta því alltaf er óvíst hvemig
uppskeran verður. Raunar er þessi
óvissa verst. Það er aldrei að vita
hvemig sprettur og einnig eru óskir
neytendanna svolítið breytilegar.
Eitt árið vilja þeir rauðar kartöflur
og annað árið líta þeir ekki við
þeim. En ég tel það sjálfsagt að
fara eftir óskum neytendanna eins
og reynt hefur verið að gera undan-
farin ár.
Það er erfitt þegar afkoman er
svona ótrygg því hér er að engu
öðm að hverfa. Áður fyrr var kúa-
búskapur mikið stundaður hér en
smám saman hafa bændur verið
að losa sig við kýmar og snúa sér
alfarið að kartöflurækt. Þetta hefur
orðið til þess að hér hafa menn
engan fullvirðisrétt. Mitt búmark
er til dæmis 1,3 ærgildi vegna þess
að ég lagði inn einn hrút fyrir
nokkrum árum. Við fórum fram á
það við landbúnaðarráðuneytið að
fá fullvirðisrétt en því hefur ekki
verið svarað. Hér er aðeins eitt
kúabú og það verður lagt niður í
haust. Maður á þá ekki von á að
sjá mjólkurbílinn eftir það, nema
hann villist."
Guðjón sagði að það gæfi auga-
leið að mjög erfitt væri fyrir
tæplega 300 manna byggðalag að
halda uppi skóla og heilsugæslu.
En hefur verið reynt að skapa önn-
ur atvinnutækifæri í Þykkvabæ?
„Ekki veit ég til þess,“ sagði hann.
„Eini iðnaðurinn sem hér er stund-
aður er kartöfluverksmiðjan og svo
er rekið sláturhús á staðnum."
Eins og áður sagði var Guðjón
að fá nýja upptökuvél. Hún er vest-
ur-þýsk af gerðinni Wuhlmaus. En
hvetju breytir þessi nýja upptöku-
vél?
„Bætt meðferð á kartöflunum er
helst kostur hennar. Það verður svo
til ekkert fall frá þvi að kartöflum-
ar koma upp úr moldinni og þar til
þær lenda ofan í pokunum," sagði
Guðjón. „Það er þá helst þegar þær
detta ofan í pokana. Þetta gerir það
að verkum að þær verða miklu bet-
ur famar og lítil sem engin hætta
á að þær springi. Auk þess tekur
vélin upp til hliðar við sig og hjólin
fara aldrei í garðinn og minnkar
þá enn hættan á skemmdum“.
Við víkjum aftur að góða veðr-
inu. Guðjón sagði að á þessum
slóðum væri oft mikið rok en í sum-
ar hefði verið besta veður í manna
minnum og óvenju mikið logn. Bytj-
að var að taka upp kartöflur 12.
júlí. Áður hefur verið byijað svona
í kringum 10. ágúst. En kartöflum-
ar sem eru teknar upp núna í byijun
ágúst eru mjög stórar og á við bestu
haustuppskeru. Venjulega tekur
það Guðjón og fjölskyldu hans um
hálfan mánuð að taka upp af 12—13
hekturum. „Það er svo einkennilegt
að það byijar oft að frjósa nákvæm-
Iega 20. september. Þess vegna
keppast allir við að vera búnir að
taka upp fyrir þann tíma.“
ÁH
Bessastaðakirkja:
Kvartett frá Winnipeg
GUÐSÞJÓNUSTA verður í
Bessastaðakirkju sunnudaginn
16. ágúst kl. 11.00 fyrir hádegi.
Við guðsþjónustuna mun kvart-
ett frá Winnipeg syngja og Stewart
Thomson leika forleik á orgel. Þessi
hópur er hluti af kór frá Winnipeg
sem dvelur hér á landi um þessar
mundir.
Að öðru leyti mun kór annast
þjónustu undir stjóm Þorvaldar
Bjömssonar organista. Séra Bragi
Friðriksson prófastur messar.
Hluti messunnar mun fara fram
á ensku.
Jón B. Jónsson skrifstofustjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu:
Kippum okkur ekki upp
við upphlaup Skúla
Firra að pólitískar hvatir liggi að baki
Þau místök áttu sér stað við
umbrot Morgunblaðsins í gær,
að vitlaus texti kom aftan við
upphaf viðtals við Jón B. Jóns-
don. Jón og aðrir lesendur
blaðsins eru beðnir velvirðing-
ar á þessum mistökum, en
viðtalið fer hér á eftir í heild.
„ÞETTA upphlaup Skúla gefur
ekki ástæðu til neinna viðbragða
af hálfu ráðuneytisins, en ef
hann getur innan kærufrestsins
komið fram með einhver þau
gögn, sem sýna að ráðuneytið
hefur rangt fyrir sér, mun það
að sjálfsögðu falla frá kæru og
upptöku afla,“ sagði Jón B. Jóns-
son skrifstofustjóri f sjávarút-
vegsráðuneytinu f samtali við
Morgunblaðið f tilefni af þeim
ummælum Skúla Alexandersson-
ar alþingismanns og fram-
kvæmdastjóra Jökuls á Hellis-
sandi, að úrskurður ráðuneytis-
ins um kvótasvindl væru árásir
á sig. Sagði Jón að þeir hjá ráðu-
neytinu yrðu ánægðir, ef ekki
þyrfti að gera afla upptækan.
Jón hafnaði því alfarið sem al-
gerri firru, að úrskurður þessi væri
á nokkum hátt sprottinn af pólitísk-
um hvötum.
Um þau ummæli Skúla, að nýting
afla væri miðuð við meðalskussa,
sagði Jón að unnið væri eftir mjög
nákvæmum stuðlum, sem samdir
hefðu verið með hliðsjón af tölum
sölusamtaka, framleiðenda véla og
stuðlum í sambandi við verðlags-
ákvarðanir. „Það komu upp
umræður um stuðulinn, þegar skoð-
unin átti sér stað og enginn
mótmælti, enda vissu menn að í
þeim stuðli væri mjög mildilega
tekið á framleiðendum."
Um þá fullyrðingu Skúla, að
þessi ákvörðun ráðuneytisins hefði
verið tekin án þess að málið væri
rannsakað til hlítar, sagði Jón að
ráðuneytið hefði rannsakað öll þau
gögn sem það hefði fengið aðgang
að. „Plöggunum bar ekki saman
og við fengum ekki þær skýringar
sem við óskuðum eftir, heldur skæt-
ing frá Skúla.“
Um aðferðina sem viðhöfð væri
almennt, sagði Jón að hún gæti svo
sem verið umdeilanleg, en sam-
kvæmt lögum hefði ráðuneytið
heimild til þess að gera upptækan
ólöglegan afla. „Þessi réttur hefur
hingað til ekki verið vefengdur hjá
dómstólum," sagði Jón að lokum.
aamSamUímmmSt.