Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 13
b
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987
13
þróun hverfanna við breytta lifnað-
arhætti. Á þeim tíma sem elstu
hverfin hafi verið í mótun hafi orð-
ið miklar breytingar á atvinnulífi,
fjölskyldumynstri, bílaeign og inn-
kaupavenjum svo fátt eitt sé nefnt.
Arkitektamir settu sér það mark-
mið að endurbætur á hverfunum
auðveldi fjölskyldum af öllum
stærðum að fínna húsnæði og þjón-
ustu við hæfí. Stefnt er að því að
minnka umferð bifreiða og draga
úr starfsemi sem stuðlað geti að
aukningu hennar. Gert er ráð fyrir
að fjölga bílastæðum og bæta að-
stöðu gangandi vegfarenda með
breikkun gangstíga og torgum.
Arkitektamir vilja varðveita fjöl-
breytileika byggðarinnar og undir-
strika sérkenni hennar betur. Ekki
á að leggja nýjar götur, né breikka
þær sem fyrir em og nýtingarhlut-
fall, sem er stærð bygginga á hverri
lóð, á ekki að auka.
Austurbær - spannar
meira en 150 ára sögu
Höfundar afmarka borgarhverfí
frá Snorrabraut í austri að
Fríkirkjuvegi í vestri, Skúlagötu í
norðri að Hringbraut í suðri og
nefna Austurbæ. Á þessu svæði er
fjölbreytt byggð. Þar bjuggu rúm-
lega 6.600 manns árið 1985 og
fimmtungur þeirra eldri en 67 ára.
„íbúðarhúsnæði er ákaflega mis-
munandi að gæðum. Þarna eru
íbúðir í hæsta gæðaflokki, en einn-
ig húsnæði sem æskilegast væri að
enginn þyrfti að búa í og allt þar
á milli“ segir í greinargerð með
tillögunni.
I yfírliti um byggingarsögu
hverfisins er komist að þeirri niður-
stöðu að einkenni gamla Austur-
bæjarins séu stök hús, mörg vegleg
og varanleg auk einstakra „rand-
byggðra“ húsa svo sem Verka-
mannabústaðanna við Hringbraut.
Inn á milli má fínna stærri mann-
virki sem flest hýsa opinberar
stofnanir.
í vestanverðri og sunnanverðri
Skólavörðuhæðinni segja arkitekt-
amir byggðina „sjálfgróna". Auki
það myndrænt og umverfíslegt gildi
hennar þótt víða sé þörf á breyting-
um svo húsin uppfylli kröfur
nútímans. Arkitektarnir telja eðli-
legast að þróun svæðisins taki mið
af fortíð og nútíð. Breytingar séu
í samræmi við þarfir og efnahag
íbúa. Skammtímasjónarmiðum sé
varpað fyrir róða en skilmálar og
aðgerðir miðist við að varðveita
byggðarmynstrið.
Arkitektamir gera tiUögu að
breytingum á Óðinstorgi og næsta
nágrenni þess. Gert er ráð fyrir að
Spítalastig yrði lokað ofan Óðins-
götu og torgið stækkað sem því
nemur. Þá yrði torgið hækkað til
jafns við Týsgötu og undir þvi gerð
bílageymsla með aðkomu frá Óðins-
götu. Þetta gæti orðið ákjósanlegur
staður fyrir útimarkað, eða útivist-
arsvæði fyrir íbúa nágrennisins að
mati höfunda. Einnig er varpað
fram þeirri hugmynd að rífa
múrana kringum Hegningarhúsið á
Skólavörðustíg. í stað fangelsis-
garðsins yrði gert torg á hominu
við Grettisgötu og bekkjum komið
fyrir á sólríkasta skika þess.
í hverfinu em þijú listasöfn,
sundhöll og Borgarbókasafn. Höf-
undar benda á að húsnæði til
samkomuhalds á svæðinu sé nær
eingöngu í eigu einkaaðila eða fé-
lagasamtaka, ef frá er talin
Hallgrímskirkja. Þar er því ekki
hverfísbundin félagsmiðstöð. Lagt
er til að kannað verði hvort hús-
næði Ölgerðarinnar við Njálsgötu
geti nýst til unglingastarfs. Enn-
fremur er varpað fram þeirri
hugmynd að leggja fangageymslur
við Skólavörðustíg niður en koma
þar á fót menningarmiðstöð.
Norðurmýri.Rauðarár-
holt - Umferðarvandi
Undir þetta svæði heyrir byggðin
austan Snorrabrautar, í Norður-
mýri, og kringum Hlemm að
Lönguhlíð í austri og Borgartúni í
suðri. í greinargerðinni segir að
TOMMABORGARINN KOSTAR 87 KRÓNUR !
Fréttir TT af verðstríði á
skyndibitamarkaðnum hafa
vakið mikla athygli. Sam-
kvæmt heimildum lögreglunn-
ar var umferð út úr borginni
t.d. miklu minni nú um helg-
ina 8. og 9. ágúst en helgina
þar á undan. Málsmetandi
menn, bæði í umferðarráði og
framleiðsluráði landbúnaðar-
ins, eru á einu máli um að hin
stórkostlega verðlækkun á
Tomma hamborgurum sé ein
helsta skýringin á þessu. Dr.
Hagbarður Eiríksson hag-
fræðingur sagði i samtali við
blaðamann að ljóst væri að
þessi efnahagsaðgerð Tomma
hamborgara hefði þegar spar-
að stórfé fyrir þjóðarbúið, þó
ekki væri nema í minni bensín-
eyðslu, minna sliti á bifreið-
um, hjólbörðum og marg-
hrjáðu vegakerfi. T.
mam&ía. p i pa m . m
m 1 n fi 1M1 M
m WWfk '
n m ffís fm P* »
x
\i/
/'/\ vN
DR. HAGBARÐUR
„Já það er rétt það fór allt í
steik eftir að fréttin um verð-
hrun á hamborgurum birtist í
Tomma Tíðindum á laugar-
daginn,“ sagði Gissur i
Tomma Hamborgurum þegar
TT hafði samband við hann
seinni partinn í gær. Gissur
sagðist hafa ætlað að fara í
merkilega bátsferð niður
Hvítá á laugardaginn en orðið
að hætta við. Hann, fjölskyld-
an og allir sem vettlingi gátu
valdið hjá Tomma hamborg-
urum stóðu alla helgina og
framleiddu hamborgara og
höfðu vart undan. Hann sagði
þó að það væri langt frá þvi að
þau væru að gefast upp. „Við
stöndum við það að selja
Tomma borgarann á aðeins 87
krónur allt til 5. september,
svo fremi að nokkurt nauta-
kjöt verði þá eftir í landinu.“
Frétt Tomma Tíðinda hefur
greinilega náð til fólksins.
Tomma hamborgarar fást á Grensásvegi 7, Hólmaseli 4,
Laugavegi 26, Lækjartorgi og Reykjavikurvegi 68 Hafnar-
firði.
ppBI
Vinningshafi býður fjölskyldunni með sér í þriggja vikna
Sólarlandaferð
Samhliða hinni einstöku verð-
lækkun á hamborgurum efna
Tomma hamborgarar og
ferðaskrifstofan Polaris til
getraunar meðal gcsta Tomma
staða 14 ára og yngri. Get-
raunin verður í gangi fram til
4. september nk. og eru verð-
launin óvenju glæsileg: Vinn-
ingshafi fær að bjóða nánustu
fjölskyldu sinni með sér i
þriggja vikna ferð til Sólar-
landa á vegum ferðaskrifstof-
unnar Polaris. Úrslit í getraun-
inni verða tilkynnt á sérstakri
útihátíð sem haldin verður á
Lækjartorgi föstudaginn 4.
september. t.
SPRINGA?
Kenningin að hjöðnun á ein-
um stað leiti fram einhvers
staðar annars staðar, sem Dr.
Hagbarður Eiriksson hag-
fræðingur setti fram í Tomma
Tiðindum 8. ágúst sl., hefur
vakið alþjóðaathygli. Hið
annars virta tímarit, The
Economist, ræðst heiftarlega
á hana í nýjasta tölublaði og
segir þetta aðeins enn eitt
dæmi þess að á íslandi gangi
allir hagfræðingar af göflun-
um. Austur í Moskvu hefur
kenningin orðið tilefni mikilla
umræðna. Ökonomikoff,
einn helsti efnahagssérfræð-
ingur, framkvæmdanefndar
miðstjórnar sovéska
kommúnistaflokksins, sagði
t.a.m. í grein sem birtist í gær
í Prövdu, að kenning Dr. Hag-
barðar væri í aðalatriðum
alveg rétt, t.d. myndi verð-
lækkun á hamborgurum í
Moskvu lengja mjög biðraðir
þar í borg. Hann taldi þvi ekki
rétt að beita þessari kenningu í
bráð innan hins sósialíska hag-
kerfis.
íslenskir hagfræðingar sem
TT leitaði til vildu ekki tjá sig
um kenningu Dr. Hagbarðs.
Það virðist sem svo oft áður að
frægðin verði að koma að ut-
an. „Ég er alveg að springa, “
sagði Dr. Hagbarður þegar TT
spurði hann um þetta, „þvi að
ég er búinn að sýna það í verki
að kenning mín stenst. Þetta er
ekki lengur kenning — þetta er
lögmál!“ Dr. Hagbarður
sagðist vilja þakka Tomma
borgurum alveg sérstaklega
fyrir að honum hafi tekist að
sýna fram á tilvist Hagbarðs-
lögmálsins: „Ef ekki hefði ver-
ið þetta lága verð á Tomma
hamborgurum og ef þeir væru
ekki svona undurgóðir hefði
mér aldrei tekist ætlunarverk
mitt.“ Samkvæmt nýjustu
fréttum utan úr heimi er Dr.
Hagbarður nú mjög orðaður
við Nóbelsverðlaunin i hag-
fræði í ár. T.
mfdas