Morgunblaðið - 15.08.1987, Side 20

Morgunblaðið - 15.08.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 AF ERLENDUM VETTVANGi Kosningarnar á Nýja Sjálandi: Umdeildar aðgerðir í efnaliags niálum eru aðalkosningamálið Nýsjálendingar ganga að kjörborðinu í dag, laugardag, og stendur valið á milli Davids Lange, forsætisráðherra og leiðtoga Verkamannaflokksins, og Jims Bolger, formanns Þjóðarflokks- ins. Flest bendir tíl, að Lange verði endurkjörinn en svo kynlega vill til, að í þessum kosningum stendur efnafóUdð og kaupsýslu- mennirnir með Verkamannaflokknum, sem er þó sósíalískur að nafninu tU, en margir verkamenn og launþegar fagna Þjóðar- flokknum, sem er hægriflokkur, og áróðri hans um „hina gömlu, góðu daga“. ANýja Sjálandi, sem er nokkru stærra en Bretland, búa að- eins 3,3 milljónir manna en sauðféð er hins vegar 70 milljónir talsins. Arum saman undu Nýsjá- lendingar glaðir við sitt, skáluðu í bjór fyrir veðursældinni og vel- ferðinni, tiltölulega jafnri tekju- skiptingu og engu atvinnuleysi en þeir dagar eru liðnir. Níundi ára- tugurinn hefur verið þeim mót- drægur um margt. Porsche-, BMW-, Jaguar- og Mercedes-Benz-bílamir, sem mik- ið ber á í höfuðborginni, bera vitni um þjóð, sem skiptist meira en nokkru sinni fyrr í ríka og fá- tæka. í einni könnuninni kom fram, að rúmlega ein milljón manna, um þriðjungur þjóðarinn- ar, byggi við fátækt og í annarri var það niðurstaðan, að milljóna- mæringar í landinu væru allt að 100.000 talsins. David Lange, fyrrverandi lög- fræðingur, sem hefur vakið á sér athygli á alþjóðavettvangi með því að banna bandarískum skip- um, sem hugsanlega hafa kjam- orkuvopn um borð, að koma til Nýja Sjálands, segir, að efnahags- stefna fyrri ríkisstjóma hafi verið röng í öllum aðalatriðum. Almenn laun hafi verið allt of há, niður- greiðslur á landbúnaðarvörum allt of miklar og allt of mikið gert af því að vemda innlenda framleið- endur fyrir utanaðkomandi samkeppni. Jim Bolger, leiðtogi Þjóðar- flokksins, stórbóndi og níu bama faðir, er á sama máli og Lange um nauðsyn frjálsrar samkeppni en hann viil fara hægar í sakimar og höfðar meira til gamalla hefða og íhaldssemi. Ifyrir nokkru tókust þessir tveir menn á í sjónvarpinu og þóttist hvor um sig hafa farið með sigur af hólmi í viðureigninni, sem var í meira lagi hávær. Slagurinn stóð um efnahagsstefnu núverandi stjómar, „djarfhuga tilraun, sem hvergi hefur verið reynd til fulls" eins og sagði í ástralska blaðinu Weekend Australian. „Sannleikurinn er þó sá,“ sagði í blaðinu, „að IMF, Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn, hefur á bak við tjöldin bent stjóminni á, að hún hafi gengið of langt í þessari til- raun. Hitt er líka ljóst, að hún ætlar að hafa hana sem afsökun ef illa fer.“ Það, sem blaðið átti við, er, að Verkamannaflokksstjómin hefur afnumið niðurgreiðslur, gefið gjaldeyrisverslunina alfijálsa, skorið alls kyns reglugerðir niður við trog (Nýja Sjáland er eina landið í heimi þar sem erlend flug- félög mega fljúga á innanlands- leiðum), numið úr gildi lög um fjölda banka og flutt skattbyrðina af tekjum yfír á neyslu. Verkalýðsfélögin segja, að Verkamannaflokksstjómin hafi komið fótunum undir nýja yfír- stétt en ríka fólkið segist hafa efnast á valdadögum Þjóðar- flokksins, á smugunum, sem það fann á hafta- og reglugerðafarg- aninu í þann tíma. Lange og fiármálaráðherra hans, Roger Douglas, sem Bolger kallar „manninn með ljáinn", viður- kenna, að aðgerðimar hafi verið sársaukafullar en segjast að öðru leyti ekki þurfa að bera í bæti- fláka fyrir ríkisstjómina, þessa stjóm, sem kaþólska dagblaðið The Tablet kallar „kaldrifjuðustu ríkisstjóm, sem þessi þjóð hefur fengið yfir sig“. „Atvinnuleysið eykst, lands- byggðin er á fallanda fæti, iðnaðurinn er í kreppu, mennta- málin í ólestri og fátæku fólki og heimilisleysingjum §ölgar stöð- ugt. Verst af öllu er þó, að fólk virðist vera að sætta sig við stöð- ugt atvinnuleysi," sagði í blaðinu en Lange og Douglas benda á, að nú sé útlit fyrir tekjuafgang hjá ríkinu í fyrsta sinn í 35 ár, lækkun erlendra skulda og á aðr- ar góðar fréttir úr efnahagslífinu. Skæðasta vopnið í fómm Bol- gers er að benda á verðbólguna, sem var 18,9% á fyrra misseri ársins og hefur ekki verið meiri í annan tíma, en stjómin svarar því til, að við því hafi mátt búast vegna þess, að áhrif 10% virðis- aukaskatts, sem kom til sögunnar 1. október sl., séu ekki enn búin að skila sér að fullu. Háir vextir, rúmlega 20% fyrir almenna lán- takendur og á húsnæðislánum, og hátt gengi á nýsjálenska dollam- um, sem gert hefur útflutningnum erfitt fyrir, em líka mál, sem Bolger hefur nýtt sér í kosninga- baráttunni. í The Weekend Australian sagði, að merkilegustu fréttimar frá Nýja Sjálandi væm þó breyt- ingin, sem orðið hefði á viðhorfum almennings. Um þetta var einnig fjallað í nýsjálenska blaðinu National Business Review en í skoðanakönnun á þess vegum kom fram, að kjósendur vilja taka hagsmuni þjóðarinnar fram yfír sína eigin. 40% þeirra, sem spurð- ir vom, töldu hag sinn hafa versnað á þriggja ára valdatíma Verkamannaflokksins en 27% vom á því, að hann hefði batnað. Samt sem áður vom 42% þeirrar skoðunar, að það væri best fyrir land og þjóð, að Verkamanna- flokkurinn héldi áfram um stjóm- artaumana. 34% vom á annarri skoðun í því efni. Heimsmeistaramót unglinga í skák: Hannes vann glæsi- lega í 1. umferð . Á flugvellinum fréttum við að mótið skyldi fiutt til Baguio City af öryggisástæðum. Að undanfömu hefur ríkt hálfgerð skálmöld í Man- iila og reyndar víðar á Fihppseyjum og frú Corazon Aquino átt fullt í fangi með að róa samlanda sína. Það tók okkur tæpa fimm tíma að keyra til Baguio City, en borgin er í flöllunum fyrir norðan Manilla í 1500 metra hæð yfír sjávarmáli. Skák Guðmundur Sigurjónsson. EFTIR langt og strangt ferðalag lentum við i Manilla, höfuðborg Filippseyja. Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar Stefánsson voru á leið á heimsmeistaramót ungl- inga 20 ára og yngri, sem þar skyldi halda, en sá er hér segir sögu var þeim til trausts og halds. yyy Landbúnaðarsýning íReiðhöllinni, Víðidal, 14.-23. ágúst 1987 BÚ ’87 stærsta landbúnaðarsýningin til þessa á erindi til allra. Stórkostleg sýning, sem er allt í senn: Yfirlit, kynning, sölumarkaður og skemmtun. Þar er tamdi platínu- refurinn Kalli og Stakkur og Spori - feiknatuddar, frá Hvanneyri, úrvalskýr af Suðurlandi, ásamt hvers konar búfé af gamla og nýja skólanum. Fjárhundamir Roy, Lars og Ríngó sýna listir sínar. Mjaltir í nútima mjaltafjósi (hefurðu séð slíkt?) alla daga kl. 18íK). Fjöldamörg fyrirtæki kynna nýjungar í þjónustu við landbúnaðinn. Góð kaup á vörum á tækifærisverði. Vörukynningar. Spumingakeppni. Lukkupottur. Tískusýningar, þar á meðal stór pelsasýning. Héraðsvökur landshlutanna. Grillveislur bændanna. Matreiðslukynningar. Nýjasta tæknin ásamt yfirliti yfir þróunina. DAGSKRÁ Laugardagur 15. ágúst Fjárhundasýning. Kl. 14:30 og 17:30 Reiðsýning. Kl. 15:00 Héraðsvaka Kl. 16:00 A.-Húnvetninga. og 20:30 Matreiðslumeistarar. Kl. 16:40 Sunnudagur16. ágúst Reiðsýning. Kl. 15:00 Matreiðslumeistarar. Kl. 15:30 Héraðsvaka Kl. 16:00 Skagfirðinga. og 20:30 Grillveisla Kl. 18:00 aldarinnar. -20:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.