Morgunblaðið - 15.08.1987, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987
Dönskukunnátta æsku
fólks er í algjöru lágmarki
eftirAdolfH.
Petersen
Sú var tíðin að ísland var undir
einokun Danaveldis og stóð hún
yfír í nokkur hundruð ár. Vegna
einangrunar og samgönguörðug-
leika gefur augaleið að samskipti
við aðrar þjóðir en Dani voru í al-
gjöru lágmarki. Og þar sem eyjan
úti í hafí var nýlenda Danmerkur,
var viti bomum mönnum gert skylt
að kunna eitthvað fyrir sér í tungu
yfírboðara sinna.
Þegar Latínuskólinn í Reykjavík
var stofnaður um miðbik síðustu
aldar voru þau tvö erlend tungumál
sem nytsamlegust þóttu sett á
námsskrá, þ.e. latína og danska.
Að sjálfsögðu datt þá engum í hug
að mótmæla tilverurétti dönskunn-
ar, hún var eina leið raenntamanna
til samskipta út á við. Það þótti
meira að segja fínt að sletta á
dönsku og á sumum heimilum góð-
borgara var danskan ekkert síður
notuð en móðurmálið, einkum þegar
fína gesti bar að garði.
Síðan liðu ár og áratugir. Forfeð-
ur okkar komu loks á sjálfstæði og
síðar lýðveldi. Samskipti við Dani
minnkuðu meðan þau jukust við
aðrar þjóðir, sérstaklega hinn engil-
saxneska heim. Þá var tekið upp á
því að kenna ensku í skólum lands-
ins, sem öllum fínnst í dag vera
algjör nauðsyn. Að auki hafa sam-
skipti við önnur Norðurlönd en
Danmörku snaraukist undanfarinn
aldarfjórðung. Má til dæmis nefna
að íslenskt námsfólk og vinnandi
fólk sækir mun meira til Noregs
og Svíþjóðar en Danmerkur og er
ein af ástæðunum sú, að auðveldara
er að skilja norsku og sænsku, þó
svo að danskan hafí verið kennd í
skólum landsins.
Eftir þessa stuttu sögulegu upp-
talningu vaknar sú spuming hvort
danskan eigi nokkum tilverurétt í
íslenskum skólum í dag. Ætla ég
að nefna hér nokkur atriði sem’
svara þeirri spumingu neitandi.
Danskan framburð er erfítt að
læra svo vel sé. Við stúdentspróf
höfum við eytt svo til jafnlöngum
tíma í dönsku- og enskukennslu.
Burtséð frá öllum enskulærdómi í
gegnum ijölmiðlana er kunnáttu-
munur nemenda í þessum tveim
málum gífurlegur. Vitaskuld læra
nemendur dönskuna að einhveru
leyti, en það eru fáir sem læra að
tala hana. Menn voru betur settir
hér áður fyrr af þeirri ástæðu að
danskan var langt fram á þessa öld
mjög lík þeirri „skandinavísku" sem
íslendingar nota, en hljóðkerfí
dönskunnar hefur breyst svo síðast-
iiðna hálfa öld að mun erfíðara ér
fyrir íslendinga og aðra að læra
þetta mál. Styttingar á hljóðum og
latmælska gerir útlendingum_ mjög
erfitt um vik í Danmörku. í stað
þess að kunna nútfmadönsku notum
við hundrað ára gamlan framburð
sem margir Danir eiga erfítt með
að skilja og er hann ekkert annað
en niðurlæging gagnvart allri
dönskukennslu í skólum landsins.
Lagalegfir yf irburðir
dönskunnar
í 42. grein grunnskólalaganna
frá 1974 um námsefni og kennslu-
skipan segir m.a. að ákvæði skuli
sett um „kennslu í erlendum tungu-
málum, og séu forsendur fyrir vali
þeirra annars vegar að varðveita
tengslin við uppruna þjóðarinnar
og norræna menningu og hins veg-
ar að opna íslendingum leið til
samskipta við sem flestar þjóðir".
Þó svo að ekkert tungumál sé
nefnt í þessari grein grunnskólalaga
er flestum ljóst að hér er átt við
ensku og dönsku f fyrsta lagi, en
einmitt þessi tvö mál eru nefnd í
aðalnámsskrá fyrir grunnskóla.
Reyndar eru til óskrifuð ákvæði um
að nemendum sé frjálst að velja
milli dönsku, norsku og sænsku.
En raunveruleikinn er allur annar.
Það var fyrst árið 1971 að norska
og sænska urðu að valgreinum í
grunnskólum f þeim tilgangi að
gefa þeim bömum sem búið höfðu
í Noregi eða Svíþjóð kost á að auka
kunnáttu sína í þessum málum í
stað þess að blanda hana með
dönsku. í fyrstu fór kennsla fram
á vegum Fræðsluskrifstofu Reylqa-
víkurborgar og var fjöldi nemenda
innan við 20 fyrsta námsárið. Síðan
stækkaði þessi hópur verulega í
gegnum árin enda skammtíma-
flutningar til Noregs og Svíþjóðar
sífellt algengari. Síðastliðinn vetur
var fjöldinn í þessum tveim málum
orðinn hátt á fimmta hundrað í
Grunnskólum Reykjavíkur og ná-
grennis.'
Undir eðlilegum kringumstæðum
ætti þessi hópur að vera mun stærri
vegna þess að ekki eru allir sem
búið hafa í þessum löndum meðvit-
aðir um þennan valmöguleika.
Upplýsingar um hann eru í algjöru
lágmarki. Auk þess fer kennsla yfír-
leitt fram eftir að venjulegum
skóladegi lýkur og þá oft í öðrum
skóla en viðkomandi nemandi geng-
ur í. í mörg ár urðu nemendur að
sækja tíma í Miðbæjarskólanum,
en nú hefur hluti kennslunnar verið
færður út í nokkra skóla borgarinn-
ar. Þó er enn stór hluti sem verður
að leggja leið sína í miðbæinn, í
myrkri og kulda á milli kl. 5 og 7
og ekki bæta stijálar ferðir strætis-
vagna ástandið. Margir skólar sýna
þessum nemendum lítinn áhuga,
enda starfsemin ekki á þeirra veg-
um heldur hefur hún alla tíð verið
í tengslum við Námsflokka Reykja-
víkur.
Þessi ákvæði um valfrelsi eru því
innantóm orð þar sem sú norska/
sænska sem kennd er í 5. bekk
grunnskóla (en þá hefst kennsla í
dönsku) er alls ekki ætluð byijend-
um. Ef bera ætti talmáls-norsku/
sænsku 5. bekkjar við talmáls-
dönsku verður að fara alla leið upp
í 9. bekk og jafnvel á fyrsta náms-
ár framhaldsskóla til að 'finna
sambærilegar kunnáttukröfur.
Kennslan er því einungis ætluð
þeim sem kunna málið að einhveiju
leyti, annað hvort eftir áralanga
dvöl í landinu eða þá að annað for-
eldri eða náið skyldmenni er af
norsku eða sænsku bergi brotið.
Það er því óhætt að fullyrða að
norskan og sænskan eiga erfitt
uppdráttar þó svo að starfshópi
hafí verið komið á fót á vegum
Skólarannsóknadeildar mennta-
málaráðuneytisins fyrir heilum sex
árum til að kanna frekari jafnrétti
á þessu sviði. Starf þeirrar nefndar
er varla langt á veg komið þegar
bókhaldið sýnir að dönskukennslan
fær milljónir króna á hveiju náms-
ári frá ýmsum styrktaraðilum, m.a.
frá ríkinu, meðan hin málin tvö
verða með herkjum að betla tíu
þúsund hér og tíu þúsund þar til
bókakaupa og annarra nauðsynja.
Danskan er ekki
samskiptamál
Þau eru flögur orðin í fyrr-
nefndri grein grunnskólalaganna
um tilgang tungumálakennslunnar,
en staðreyndin er bara sú að dansk-
an fellur ekki undir þennan lið —
eða á hún að opna okkur leið til
samskipta við Norðmenn og Svía?
Varla, ef marka á kannanir sem
gerðar hafa verið í þessum löndum
á skilningi annarra Norðurlanda-
mála. Þær sýna m.a. í stórum
dráttum að 30% Svía skilja talaða
dönsku svo vel sé, en þó má gera
ráð fyrir hærra hlutfalli á Skáni,
syðsta hluta Svíþjóðar, vegna fram-
burðarskyldleika skánskunnar við
dönsku. Mun fleiri Svíar skilja
norsku, eða um 70%. í Noregi eru
hlutföllin svipuð milli dönsku og
sænsku. Danir skiija norsku og
sænsku mjög vei og er áætlað að
milii 70% og 80% þeirra skilji þau
hvort um sig. Ofangreindar tölur
gilda einungis um skilning á mæltu
máli (tölulegar heimildir: Granns-
práksförstáelse i Skandinavien,
nordisk utredningsserie, 1976).
Reyndar þarf ekki neinar vísinda-
legar rannsóknir til að komast að
svipuðum niðurstöðum. Margir ís-
lendingar sem ferðast til Norður-
landa reka sig fljótlega á að
skóladanskan dugar skammt á al-
mannafæri í þessum löndum.
Enskan verður því oft eina undan-
komuleiðin.
Tölulegar staðreyndir
fara hér huldu höfði
í doktorsrannsókn sem sænska
málvísindakonan Ulla Börestam
framkvæmdi fyrir fáeinum árum á
kunnáttu íslendinga á Norður-
landamálum kemur ýmislegt for-
vitnilegt fram. Niðurstöður
þessarar merku rannsóknar hafa
farið huldu höfði af þeirri einföldu
ástæðu að danskan bíður þar hroða-
legan ósigur og eru þær miður
skemmtilegar fyrir ráðamenn
menntamála hér á landi, en doktors-
ritgerðinni var dreift til flestra
helstu mennta-_og menningarstofn-
ana landsins. Ég ætla því að nota
tækifærið og nefna hér helstu nið-
urstöður hennar í stórum dráttum
þannig að lesendur fái gleggri mynd
af dönskuástandi landsmanna svo
grein mín verði ekki dæmd sem
eitthvert hlutdrægt píp. Ég tek
fram að meginhluti þeirra Islend-
inga sem kannaðir voru var yngra
fólk (35 ára og yngra) enda var
tilgangur rannsóknarinnar að reyna
þá tilgátu hvort dönskukunnátta
Islendinga hafí farið hrakandi
síðustu 30—40 átín.
1) Nemendur á aldrinum 15—16
ára voru spurðir að því hvaða
tungumál þeir byggjust við að nota
ef þeir ferðuðust til Danmerkur.
46% sögðu ensku, 28% skandin-
avísku, 17% dönsku, 9% norsku/
sænsku.
Þetta er sem sagt eftir að skyldu-
námi í dönsku lýkur. Að einungis
sjötti hver nemandi treystir sér til
að tala sæmilega góða dönsku er
síður en svo uppörvandi. Reyndar
er erfítt að meta hvað nemendur
álíta vera skandinavísku, en gert
er ráð fyrir að flestir blandi orða-
forða þessara þriggja mála með
skóladönsku sína í fararbroddi. Að
tæpur helmingur nefnir ensku þarf
ekki að orðlengja. Hlutfallið þar er
einum of hátt fyrir ráðamenn til
að geta kyngt þessu.
2) Rúmlega helmingur (55%)
nemenda í 8. og 9. bekkjum grunn-
skóla vill að skipt verði á dönsku
og norsku/sænsku. Aðeins örfáir
voru á móti, en mörgum var alveg
sama, sérstaklega strákum sem
halda að þeir eigj hvort sem er
ekki eftir að hafa mikil samskipti
við aðra Norðurlandabúa.
3) Norrænir ferðamenn sem
heimsóttu Norræna húsið voru
spurðir um málfarsleg samskipti við
íslendinga. Flestir voru á einu máli
um frábæra enskukunnáttu íslend-
inga, þó aðallega þeirra yngri, en
að dönskukunnáttan væri í molum.
Það var helst að Norðmenn og Svíar
gátu gert sig skiljanlega. M.a.
kváðu nokkrir eldri Danir sem kom-
ið höfðu til ísíands nokkrum
áratugum áður að íslenskt æskufólk
skildi ekki helming miðað við ungl-
inga fyrr á árum (prófessor Sigurð-
ur Nordal benti á þetta í blaðagrein
fyrir aldarfjórðungi, en hann var
sendiherra í Kaupmannahöfn um
alllangt skeið).
4) Einnig má geta nokkuð óvís-
indalegrar aðferðar, sem ætti þó
að gefa allgóða mynd af ástandinu.
Sá hluti rannsóknarinnar fór þannig
fram að Dani, Norðmaður og Svíi
lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur
hver í sínu lagi og gengu að ungum
vegfarendum á aldrinum 15 til 20
ára. Hver um sig stöðvaði 40 manns:
og reyndu þeir að velja jafnt milli
kjmja og með tilliti til útlits og
klæðaburðar. Þeir báru fram ein-
falda spumingu: „Afsakið, getið þér
sagt mér hvar Norræna húsið er?“
Reyndu þeir að tala skýrt og greini-
lega hver á sínu móðurmáli.
Niðurstöður urðu m.a. þessar:
Þau sem skildu spuminguna
strax: danska 3%, norska 35%,
sænska 13%.
Þeir sem ekki skildu strax hváðu
og báðu um að spumingin yrði end-
urtekin (tekið skal fram að vegfar-
endur vissu ekki að um rannsókn
var að ræða, héldu að þetta væm
saklausir ferðamenn). Eftir útskýr-
ingar og endurtekningar urðu
niðurstöðumar í stuttu máli: danska
43%, norska 73%, sænska 80%.
Enda þótt unglingar hafí lært
dönsku í skólanum er skilningur
þeirra ekki meiri en svo að um helm-
ingi fleiri skilja hin málin tvö og
margfalt fleiri ef talað er við þá
óundirbúna.
Aðeins þessi örfáu dæmi sýna
hvílík nauðsyn er á endurskoðun
þessa hluta grunnskólalaganna og
aðalnámsskrárinnar. Við megum
ekki líta framhjá þeirri staðreynd
að íslendingar, 35 ára og yngri,
skilja mælta dönsku mjög illa og
því síður kunna þeir að tala hana
(með nokkrum undantekningum
sem betur fer) sem sýnir að dansk-
an er ekki til mikils nýt í grunnskól-
um iandsins.
Breyting-ar hið
bráðasta
Þessi grein er ekki ætluð að út-
húða dönskukennurum eða Dönum.
Þekki ég marga þeirra og hef ekk-
ert annað en gott af þeim að segja.
Ég er hér að sýna fram á hvemig
ástatt er orðið á þessuu sviði
kennslumála, þegar stór hluti nem-
enda hefur andúð á þessu „kok-
máli“. í fyrmefndri rannsókn kom
fram að 70% nemenda í 8. og 9.
bekkjum telja mikilvægt að eitt-
hvert norrænt mál sé kennt til að
viðhalda málfarslegum samskiptum
við nágrannaþjóðir okkar. En það
er til einskis þegar danskan er hrein
pína fyrir nemendur og hefur m.a.
í för með sér að þeir missa virðingu
fyrir dönsku þjóðinni og danskri
menningu (kannski að Kim Larsen
undanskildum). Þetta eru ekki fal-
leg orð en eru þó sönn, því miður.
Dönskuástand landsmanna hefur
lítið verið rætt á opinberum vett-1
vangi eins og málið er nú mikilvægt.
Með þessum orðum er ég einnig
að kynna ráðstefnu sem haldin er
þessa dagana hér í Reykjavík og
flallar hún um stöðu kennslu í Norð-
urlandamálum á íslandi, Grænlandi
og í Færeyjum (það eimir því enn
eftir af gamalli nýlendustefnu Dana
þar sem við erum sett í samsteypu
með gömlu félögunum). Á þessa
ráðstefnu mæta margir norrænir
sérfræðingar á sviði tungumála-
kennslu og verða þá væntanlega
ræddir ýmsir aðrir möguleikar sem
kæmu sér betur í kennslu Norður-
landamála á íslandi.
Ekki ætla ég að dæma um hvort
norskan eða sænskan sé betur fall-
in til kennslu, en bæði málin hafa
mikla yfírburði fram yfír dönskuna.
Norska ritmálið er nokkuð líkt því
danska, en framburður og hljóm-
fall eru skýr og ekki ósvipuð
sænsku. Að því leytinu hefur norsk-
an mikla yfírburði. Aftur á móti eru
mállýskur margar, en flestir Norð-
menn skilja þó ríkismálið.
Sænskan er mjög skýr, þó svo
að hluti orðaforðans sé nokkuð frá-
brugðinn þeim danska. Svokölluð
fínnlandssænska, sem er móðurmál
10% fínnsku þjóðarinnar, er að því
leytinu handhæg fyrir okkur íslend-
inga, harður hreimur, enda margir
íslendingar búsettir í Svíþjóð álitnir
finnlandssænskir. Hljómfall ríkis-
málsins er nokkuð auðvelt viðfangs
fyrir íslendinga, enda af svipuðum
toga. Þó er „sönglið" ívið meira hjá
Svíunum en hjá okkur.
Vona ég nú að fylgismenn og
konur dönskukennslunnar svari og
jafnframt gagnrýni það sem hér
hefír verið ritað, því opnar umræður
eru oftast til góðs. Ef svo færi að
enginn bregðist við þessum orðum
mínum lít ég svo á að þeir eða þær
samþykki þá tillögu mína og allra
þeirra sem orðið hafa fyrir barðinu
á skóladönskunni að norska og
sænska muni eiga jafn mikinn rétt
á sér og danska (auðvitað mega
þeir velja dönsku sem vilja) til mik-
illar ánægju fyrir komandi kynslóðir
svo að málfarsleg samskipti við
frændþjóðir okkar hverfí ekki innan
fárra áratuga.
Höfundur er fjölmiðlafræðingur
en starfaði meðal annars sem
stundakennari ísænsku sl. vetur
í nokkrum grunnskólum
Reykjavíkur.
Valtýr Pétursson í vinnustofu sinni.
SýninguValtýs
að ljúka
SÝNINGU Vallýs Péturssonar sýndar áður. Valtýr sýnir nú í
í Þrastarlundi lýkur sunnu- Qórtánda sinn í Þrastarlundi á
daginn 16. ágúst. jafn mörgum árum, en fyrstu
A sýningunni eru 20 olíu- einkasýningu sína hélt Valtýr í
myndir sem ekki hafa verið París 1949.