Morgunblaðið - 15.08.1987, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987
Sambandið vill kaupa Utvegsbankann
Ætluiiin að Samvmnubankinn
og Utvegsbankinn sameinist
Útvegsbankinn er með um 90%
útlána í Vestmannaeyjum
SAMBANDIÐ og þrjú fyrirtækja þess lögðu í gær fram til-
boð í 67% hlutafjár Útvegsbanka íslands hf. Fréttin um
tilboðið kom mörgum á óvart eins og sjá má á viðtölum við
ýmsa aðila í bankakerfinu og útgerð. Kaupin snerta mörg
byggðalög, en fá eins mikið og Vestmannaeyjar, þar sem
Útvegsbankinn er með um 90% heildarútlána.
Á blaðamannafundi sem forustu-
menn Sambandsins héldu í gær kom
fram að auk SÍS standa að tilboðinu
þijú fynrtækja þess, þ.e. Samvinnu-
sjóður íslands hf., Jötunn hf. og
Dráttarvélar hf. SÍS og tvö fyrr-
nefndu fyrirtækin munu eignast
20% hlutaQár en Dráttarvélar 7%,
ef Jon Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra gengur að tilboðinu. Hann
mun kynna tilboðið á ríkisstjómar-
fundi næstkomandi þriðjudag og
taka ákvörðun í næstu viku.
Ástæða þess að SÍS, Samvinnu-
sjóður og Jötunn kaupa ekki meira
en 20% hvert í Útvegsbankanum
er sú að í lögum bankans segir að
enginn megi fara með meira en 20%
atkvæða á aðalfundi. Dráttarvélar
kaupa síðan 7% til þess að ná 67%
en það tryggir tilskilinn meirihluta
fyrir að sameinast Samvinnubank-
anum, eins og Valur Amþórsson,
stjómarformaður SÍS, sagði að
stefnt væri að.
Ef Útvegsbankinn og Samvinnu-
bankinn sameinast þá verður nýi
bankinn þriðji stærsti banki lands-
ins. í lok maí námu innlán í þeim
fyrmefnda 5.410 milljónum króna
og í þeim síðamefnda 3.971 millj-
ón. Hlutdeild þeirra í innlánum
viðskiptabankanna var 19,3%.
Landsbankinn var með 41% innlána
og Búnaðarbankinn 20,6%. Sameig-
inlega er hlutur Útvegsbanka og
Samvinnubanka í útlánum tæplega
18%, Landsbanka tæplega 45% og
Búnaðarbanka rúmlega 19%.
Það er hins vegar eindreginn vilji
sambandsmanna að Alþýðubankinn
taki þátt í sameiningu bankanna
tveggja og ef af því yrði verður nýi
bankinn annar stærsti bankinn.
Allt er þetta að því gefnu að hvorki
verði inn- eða útstreymi úr bankan-
um. Nokkrir bankamenn sem talað
var við sögðu hins vegar að búast
mætti við því að einhveijir við-
skiptavinir Útvegsbankans myndu
skipta um banka, þar sem þeir
gætu ekki átt viðskipti við banka í
meirihlutaeigu SÍS. Þá var einnig
bent á að þrýstingur, sérstaklega á
Landsbankann, um að opna útibú
í Vestmannaeyjum mjmdi aukast
ef af umræddum kaupum yrði.
Verulegnr munur
Eins og fram hefur komið í
fréttum hafa aðilar í sjávarútvegi
unnið að því að safna hlutafjárlof-
orðum í Útvegsbankann og tilboð
Sambandsins kom þeim í opna
skjöldu._ Guðjón B. Olafsson, for-
stjóri SÍS telur hins vegar mikinn
mun á hugsanlegum kaupum
þessara aðila og tilboði Sam-
bandsins og sagði: „Það er veru-
legur munur á því hvort slíkir
aðilar sameinast um að kaupa
hlut í bankanum, eða eins og í
því tilfelli, sem hér um ræðir, að
það sé annar banki sem samein-
ast Útvegsbankanum. Það er verið
að gera meiriháttar átak í því að
stokka upp bankakerfið og fækka
bönkum og búa til stærri og hag-
kvæmari einingar."
Á blaðamannafundinum kom
fram að Sambandið hyggst selja
hluta af hlutabréfunum eftir að
endurskipulagningu er lokið til
innlendra eða erlendra aðila. Þess
má geta að erlendir bankar hafa,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins sýnt nokkum áhuga á
hlutabréfakaupum. Valur Am-
þórsson sagði að eftir sem áður
myndi Sambandið halda meiri-
hluta í nýja bankanum.
En hvað réð ákvörðun stjómar
Sambandsins að gera tilboð í Út-
vegsbankann? Guðjón B. Ólafsson
sagði þegar hann var um það
spurður að afkoma Samvinnu-
bankans, góð eða slæm hafði
ekkert með þessa ákvörðun að
gera. Hann benti á að rekstur
bankans stæði traustum fótum:
„Hér er fyrst og fremst um það
að ræða að menn hafa séð mögu-
leika á því að ná verulegri
hagkvæmni í bankakerfínu. Hann
benti á að eigið fé bankans væri
rúmlega 350 milljónir króna. Sam-
vinnubankinn tapaði um 8,4
milljónum króna á síðasta ári
vegna afskrifta vegna gjaldþrots
Kaupfélags Svalbarðseyrar. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins var um 28 milljón króna tap
á rekstri bankans fyrstu fjóra
mánuði ársins. Það skal þó tekið
fram að rekstur allra bankanna
gekk illa þessa mánuði.
Landsbankinn er stærsti við-
skiptabanki Sambandsins og
Guðjón B. Ólafsson sagði að eng-
in áform væru uppi um að hætta
þeim viðskiptum. Valur Amþórs-
son sagði: „Við vonum að við
munum eiga jafngóð viðskipti við
Landsbankann í framtíðinni sem
hingað til. Þau viðskipti hafa ver-
ið góð fyrir báða aðila.“ Það er
hins vegar ljóst að hugsanleg kaup
á Útvegsbankanum geta haft
áhrif á viðskiptin, en af því munu
Landsbankamenn hafa áhyggjur.
Útboð ríkisins á hlutafé Út-
vegsbankans gerir ráð fyrir því
að hlutafé sé staðgreitt ef ekki
er keypt fyrir meira en 100 þús-
Morgunblaðið/Júlíus
Forustumenn Sambandsins tilkynntu eftir hádegi í gær að það og þijú fyrirtækja þeirra hafi lagt
fram tilboð í 67% hlutafjár Útvegsbanka íslands. Myndin er tekin á blaðamannafundi sem haldinn
var af því tilefni. Hermann Sveinbjörnsson, blaðafulltrúi, Valur Arnþórsson, stjórnarformaður og
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS.
und krónur. Þeir sem kaupa fyrir
meira en 100 þúsund en minna
en eina millljón geta fengið 95%
lánað til þriggja ára. Aðilar sem
kaupa hlutafé fyrir 1 milljón eða
meira fengið 95% lánað til allt að
5 ára. Eftirstöðvamar em bundn-
ar lánskjaravísitölu og bera
meðalvexti verðtryggðra skulda-
bréfalána innlánsstofnana. Gert
er ráð fyrir að greitt sé á hálfsárs
fresti fyrst 30. apríl 1988. Þeir
sem kaupa hlutafé yfir 10 milljón-
ir króna geta óskað eftir öðrum
samningum um greiðslu, eins og
Sambandið hefur óskað eftir við
viðskiptaráðherra. Þannig hefur
Fiskveiðasjóður fengið 7 ár til að
greiða hlutafé sitt. Ríkissjóður tók
lán hjá Seðlabankanum til sjö ára
til að leggja fram hlutafé í Útvegs-
bankann. Það er því ólíklegt að 1 til að greiða allt hlutaféð ef af
Sambandið fái lengri frest en það 1 kaupum verður.
Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ:
Meirihlutaeign
eins aðila
áhyggjuefni
„BANKINN verður að einka-
banka með þessum hætti, en ég
harma það að ekki skyldi hafa
Matthías Bjarnason fyrrum viðskiptaráðherra:
Myndi hafna
þessu tilboði
„VÆRI ég viðskiptaráðherra
núna, hafnaði ég tilboði Sam-
bandsins í Útvegsbankann, þar
eð ég tel það andstætt lögunum
tun Útvegsbankann að einn aðili
eigi meirihluta hlutafjár í hon-
um,“ sagði Matthías Bjamason,
viðskiptaráðherra í stjóm
Steingríms Hermannssonar.
„Gildir þar einu hvort það er
Sambandið eða einhveijir aðrir
sem eiga í hlut.“
Matthías gat þess, að þegar hann
hefði gegnt starfí viðskiptaráðherra
hefðu tveir aðilar, annar erlendur,
hinn íslenskur, leitað til hans og
spurt hvort möguleiki væri á því
að þeir eignuðust meirihluta í bank-
anum. Því sagðist Matthías hafa
hafnað, þar eð ætlunin væri í lögun-
um um bankann að almenningi
væri gefínn kostur á að kaupa
hlutafé í bankanum, en ekki væri
ætlunin að einn aðili kæmist í stöðu
yfírdrottnara.
„Ef einhveijum er um að kenna,
hvemig komið er í málefnum Út-
vegsbankans, er það stórhöfðingj-
um einkarekstrarins," sagði
Matthías Bjamason, fyrrum við-
skiptaráðherra. „Ég harma hvað
atvinnurekendur í fiskiðnaði em
lengi að hugsa, því þeir virðast vera
búnir að missa tækifærið."
tekist víðtækara samstarf um
kaup á hlutabréfum Útvegs-
bankans og að ekki skyldu koma
saman fleiri hagsmunir," sagði
Kristján Ragnarsson formaður
Landssambands íslenskra út-
vegsmanna í samtali við Morgun-
blaðið í tilefni af tilboði
Sambandsins í Útvegsbankans.
„Þetta eru greinilega kraftmiklir
menn, sem geta tekið ákvarðanir,"
sagði Kristján. Hann kvað útvegs-
menn hafa verið að skoða málefni
bankans undanfarið; ekki vegna
viðskiptalegra hagsmuna, þar eð
útvegsmenn ættu mest sín viðskipti
við Landsbanka íslands.
„Það var augljós stefnumörkun
af hálfu síðustu ríkisstjómar að
málefni bankans lentu ekki í hönd-
um eins aðila, sést það best af því
að einum aðila er ekki heimilt að
kaupa hlutabréf í bankanum fyrir
50 milljónir, nema með samþykki
ráðherra. Ef af kaupunum verður,
verður meirihlutaeign bankans í
höndum Sambandsins, Fiskveiði-
sjóður með 20% en aðrir aðilar mun
minna.“ Kristján sagði að lokum
að reynslan yrði bara að leiða í ljós
hvort þetta væri heppilegt fyrir-
komulag.