Morgunblaðið - 15.08.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987
31
Færeyjar:
Misjafnt geng’ið
í grindadrápinu
Grindadrápið I Færeyjum hef-
ur gengið misvel það, sem af er,
sums staðar hefur verið meira
en nógur hvalur en annars staðar
minna en gerist og gengur. Sá
háttur hefur löngum verið hafð-
ur á, að sýslumenn úti um landið
Gísl sleppt
eftir 2 ár
Palermo, Reuter.
SIKILEYSKUM skartgripasala
var á miðvikudagskvöld sleppt
úr gislingu eftir nær tveggja ára
veru í myrkraherbergi.
Hóteleigandi á Sikiley hafði
hringt í lögreglu eftir að gimsteina-
salinn birtist óhreinn og órakaður
á tröppunum. Að sögn lögreglu
greiddi fjölskylda mannsins, sem
er ein sú ríkasta í Palermo, sex
milljarða líra í lausnargjald. Honum
hafði verið haldið hlekkjuðum við
rúmfót og með bundið fýrir augun
í nær tvö ár.
°g í eyjunum fylgjast með dráp-
inu og banna það alveg þegar
þeir telja, að allir hafi fengið
sinn skammt.
Að sögn Dagblaðsins færeyska
hefur lítið verið um grindavöður í
Norðey og Austurey mönnum til
mikillar hrellingar en frá Norð-
straumi, Vogum og Sandey er aðra
sögu að segja. Þar eru allir orðnir
birgir fram á næsta ár og búið að
banna frekara grindadráp. í Suður-
ey eru menn enn að éta gamalt frá
í fyrra því að þar hefur grindin
varla látið sjá sig og eru margir
famir að kvíða spikleysinu.
Grindarlausir vilja Færeyingar
ekki horfa til vetrarins.
Handtökur við
Berlínarmúrinn
Vestur-Berlín, Reuter, AP.
ÞRÍR ungir menn voru handteknir vestan megin Berlínar-
múrsins í gær eftir að þeir höfðu freistað þess að bera eld
að tímburklæðningu við víggirðinguna sem skiptir Berlínar-
borg. Á fimmtudag voru 26 ár liðin frá því bygging Berlínar-
múrsins var hafin og hafði almenningur í frammi mótmæli
beggja vegna hans.
Talsmaður lögreglu sagði einn
manninn hafa borið eld að timbur-
klæðningu við Brandenbúrgar-
hliðið sem í eina tíð var tákn
samstöðu þýsku þjóðarinnar.
Mennimir þrír voru handteknir og
eldurinn slökktúr. Um 50 manns
söfnuðust saman vestan múrsins
í gær og lýstu skoðun sinni á
múmum með því að grýta bjórdós-
um í austur-þýska landamæra-
verði. Nokkur ungmenni, sem að
sögn lögreglu voru drukkin, hróp-
uðu vígorð og hvöttu til þess að
múrinn yrði rifínn til grunna.
Gamalmenni eitt fullyrti á hmn
bóginn að múrinn hefði stuðlað
að friði og veittist æskulýðurinn
þá að honum.
Á fímmtudag söfnuðust um 300
manns saman austan múrsins og
sungu í kór; „múrinn burt“. Að
sögn sjónarvotta voru 12 hand-
teknir. Líkt og í Vestur-Þýska-
landi settu drukkin ungmenni svip
sinn á samkunduna. Mótmælin
beggja megin fóru þó að mestu
leyti friðsamlega fram.
Jarðskjálftar
í Júgóslavíu
Belgrad^ Reuter.
AÐ SÓGN Tanjuk-frétta-
stofunnar fannst í gær í
suðurhluta Júgóslavíu jarð-
skjálfti sem mældist 4,8 stíg
á Richter.
Skjálftinn er talinn eiga
upptök sín 120 km suður af
Belgrad. Ekki er talið að
skjálftinn hafí valdið öðru tjóni
en að nokkrar rúður brotnuðu
í bænum Kraljevo.
British Airways
velur Boeing 767
London, Reuter.
BRESKA flugfélagið Britísh Airways tilkynntí í gær að það
hefði ákveðið að panta 11 Boeing 767 vélar fyrir styttri flugleið-
ir félagsins. Flugfélagið hafnaði þar með hinum evrópsku Airbus
A300. Akvörðun um hvort kaupa ættí bandarískar eða
evrópskar flugvélar fyrir lengri áætlunarleiðir var frestað.
Forstjóri British Airways, King
lávarður, sagði kaupverðið nema
500 milljónum sterlingspunda og
afhending vélanna hæfíst síðla árs
1989. Hann sagði þetta góð tíðindi
fyrir breskan iðnað því í vélunum
væru Rolls Royce hreyflar, fram-
leiddir í Englandi.
Talsmaður stjómarandstöðunn-
ar, Bryan Gould, var annarrar
skoðunar. í bréfí til King lávarðar
kallar hann kaupin „reiðarslag
fyrir breskan flugvélaiðnað".
Bretar eiga nefnilega 20% í Air-
bus-fyrirtækinu. Hann sagði
ennfremur að kaupin á Boeing-
vélunum væru enn eitt dæmið um
skammsýni breskra iðnrekenda er
þeir setja eigin skammtímahags-
muni ofar þjóðarhag.
Sérfræðingar á sviði iðnaðar
töldu forráðamenn British Air-
ways vilja hafa samræmi í flug-
flota félagsins en það á Boeing
Boeing 767-þota á flugi
flugvélar fyrir, en engar af Air-
bus-gerð. Fyrir einmitt þær sakir
er talsverður þrýstingur á flugfé-
Iagið að vera trútt evrópskum
uppruna sínum og kaupa Airbus
A340 flugvélar fyrrir lengri flug-
leiðir félagsins í stað McDonnell
Douglas MD-11 flugvélanna sem
einnig koma til greina. Akvörðun
var sem fyrr segir frestað, að
margra áliti þangað til ljóst er
hvort flugfélagið nær að yfirtaka
Reuter
sinn stærsta keppinaut, British
Caledonian Airlines.
Embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins:
Norska stjómin styður
framboð Káre Willochs
Mikill áhugamaður um varnarmál og
nána samvinnu NATO-ríkjanna
Brussel, Ósló, Reuter.
NORSKA stjómin hefur formlega lagt tíl, að Káre Willoch,
fyrram forsætisráðherra, verði næstí framkvæmdastjóri Atl-
antshafsbandalagsins. Talsmaður NATO í Bmssel skýrði frá
þessu í gær en Carrington lávarður, sem gegnt hefur starfinu
sl. fjögur ár, ætlar að láta af því á hausti komanda.
Willoch, sem er 58 ára gamall, boð sitt geti aðrir ekki beðið með
var forsætisráðherra fyrir Hægri-
flokkinn í stjóm borgaraflokk-
anna á árunum 1981-86 og er
mikill áhugamaður um vamarmál
og góða samvinnu Atlantshafs-
bandalagsríkjanna. Þá mun það
trúlega ekki spilla fyrir honum,
að þegar hann var forsætisráð-
herra hafði hann jafnan mikil og
góð samskipti við Bandaríkja-
menn. Hann er sá fyrsti, sem
opinberlega er í framboði til em-
bættis framkvæmdastjórans og
talsmenn NATO leggja áherslu
á, að enn sé of snemmt að segja
nokkuð um hver starfið hlýtur.
Aðrir, sem nefndir hafa verið sem
líklegir frambjóðendur, eru þeir
Manfred Wömer, vamarmálaráð-
herra Vestur-Þýskalands, og Leo
Tindemans, utanríkisráðherra
Belgíu.
Mönnum ber saman um, að nú
þegar Willoch hefur tilkynnt fram-
að gera upp sinn hug en ekki er
ólíklegt, að ákvörðun um eftir-
mann Carringtons verði tekin á
utanríkisráðherrafundi NATO í
desember. Framkvæmdastjóri
NATO er jafnan Evrópumaður en
Bandaríkjamaður hins vegar yfír-
maður herafla NATO-ríkjanna í
Evrópu. Til þessa hafa tveir Bret-
ar gegnt starfínu, einn Belgíu-
maður, tveir Hollendingar og einn
ítali. Talið er, að smáríkjunum
innan NATO muni falla það vel í
geð að framkvæmdastjórinn sé frá
Noregi enda hefur þeim stundum
fundist sem stóm þjóðimar skiptu
með sér þýðingarmestu embætt-
unum.
Manfred Wömer stendur einnig
vel að vígi ef hann fær stuðning
vestur-þýsku stjómarinnar og
fínnst sumum sem röðin sé loksins
komin að Vestur-Þjóðveijum. Það
vinnur aftur á móti gegn honum,
fari samtímis með tvö mikilvæg
embætti.
Hugsanlegir afvopnunarsamn-
ingar stórveldanna valda því, að
Atlantshafsbandalagið verður að
endurmeta stefnu sína í vamar-
málum, einkum kjamorkuvamim-
ar, og þessi erfíðu úrlausnarefni
munu mikið mæða á næsta fram-
kvæmdastjóra bandalagsins.
Millisvæðamótið í
Zagreb:
Korchnoi
efstur
Zuninga í 2. sæti
TÍUNDA umferð á millisvæða-
mótinu í Zagreb var tefld á
fimmtudag.
Korchnoi hefur örugga forystu
með 7 V2 vinning eftir 10 skákir.
Granda Zuniga frá Perú hefur kom-
ið á óvart með frammistöðu sinni.
Hann er í öðru sæti með 6 V2 vinn-
ing eftir níu skákir. Þriðji er Elvest
með 6 vinninga eftir níu skákir. í
fjórða til fímmta sæti eru Torre og
Seirawan með 6 vinninga og tíu
skákir. Sjötti er Nikolic með 6 V2
vinning eftir átta skákir.
Urslit urðu þau að Korchnoi vann
Hulak, Seirawan vann Grunfeld,
Barlov vann Miles, Granda Zuniga
vann Baragar, Inkiov vann Pinter.
Jafntefli gerðu Nikolic og Pol-
ugajevsky, Hickl og Ehlvest, Torre
og Mogueiras. Eingom sat hjá í
þessari umferð.
Káre Willoch
að hann var í fyrstu mjög andvíg-
ur hugsanlegu samkomulagi
stórveldanna um upprætingu
meðaldrægra og skammdrægra
eldflaugna í Evrópu og þá kemur
það einnig til, að formaður hem-
aðamefndar NATO, Wolfgang
Altenburg hershöfðingi, er vest-
ur-þýskur en sagt er, að sumar
bandalagsþjóðimar muni ekki
samþykkja, að Vestur-Þjóðveijar
Mannúðlegast að
slátra með hnífi
DÝRALÆKNAR í Danmörku
og V-Þýskalandi hafa fundið
út að hnífsskurður er mannúð-
legasta aðferðin við kvikfjár-
slátrun.
Raddir höfðu verið uppi í lönd-
unum um það að slátrunaraðferðir
gyðinga og múslfma væru ómann-
úðlegar. Hvorir tveggju slátra
búpeningi með hnífsskurði, múha-
meðstrúarmenn eftir deyfíngu en
gyðingar án deyfíngar.
Þýskur vísindamaður tók sig
þá til og bar þessa aðferð saman
við slátrunaraðferðina sem tíðkuð
er á Vesturlöndum. í ljós kom að
sé kálfi slátrað með riffilskoti má
greina taugastarfsemi í heilanum
í allt að 28 sekúndur eftir að skot-
inu er hleypt af. Ef dýrið er aftur
á móti skorið á háls er víst að það
iifir ekki lengur en 23 sekúndur.
Skýringin á því að hin ævafoma
aðferð gyðinga og múhameðstrú-
armanna styttir dauðastríðið er
sú að þegar skorið er á háls-
slagæðina stöðvast á svipstundu
allur blóðflutningur til heilans.