Morgunblaðið - 15.08.1987, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987
35
íslendingar enduðu í fimmta sæti
á Evrópumótinu í brids:
Þriðja sætið rann úr
höndum liðsins í
síðustu spilunum
Svíar Evrópumeistarar í opnum
flokki og Frakkar í kvennaf lokki
Brighton, frá Guðmundi Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
EFTIR æsispennandi lokamínút-
ur á Evrópumótinu í brids urðu
íslendingar að sætta sig við
fimmta sætið eftir að hafa lengst
af átt möguleika á öðru eða
þriðja sæti. Þetta er samt lang-
besti árangur íslendinga á Evr-
ópumótunum síðan 1950 þegar
þeir urðu í 3ja sæti en mótið var
þa'einnig haldið í Brighton. Svíar
urðu Evrópumeistarar í opna
flokknum en Frakkar í kvenna-
flokki.
Fyrir síðustu umferð voru Svíar
efstir með 409,5 stig, Norðmenn
aðrir með 393 stig, Bretar þriðju
með 388 stig, íslendingar fjórðu
með 386 stig og Frakkar fímmtu
með 382 stig. í síðustu umferð spil-
uðu saman Svíar og Frakkar,
Norðmenn og Hollendingar, íslend-
ingar og Bretar. Leikur íslendinga
og Breta vart sýndur á töflu. Jón,
Sigurður, Öm og Guðlaugur byij-
uðu vel og staðan varð fljótlega
20:2 fyrir Island, Bretar unnu á og
komust yfír og staðan í hálfleik var
34:27 fyrir Breta. Svíar voru yfír
gegn Frökkum en Norðmenn höfðu
ekki séð til sólar gegn Hollandi sem
leiddi 40:3.
Aðalsteinn og Ásgeir komu í
seinni hálfleik fyrir Guðlaug og
Öm. Heldur seig á ógæfuhliðina en
þrátt fyrir það virtist ísland ætla
að ná þriðja sætinu, því Hollending-
ar bættu við stigum gegn Norð-
mönnum. Urslit spila í þeim leik
vom sýnd í sýningarsalnum jafnóð-
um og þau bárust.
Undir lok leiksins fór Jón Bald-
ursson síðan í alslemmu vitandi eftir
sagnir að það þurfti að svína fyrir
drottningu. Svíningin lá og Sigurð-
ur Sverrisson vann alslemmuna við
mikinn fögnuð íslendinga og stuðn-
ingsmanna þeirra sem voru margir
hér, því þriðja sætið virtist ætla að
verða tryggt. Þá skipti skyndilega
um átt í leik Norðmanna og Hol-
lendinga. Norðmenn hófu að saxa
á forystu Hollendinga og unnu 23
stig í síðustu þremur spilunum og
töpuðu aðeins 13:17. Þegar einu
spili var ólokið í leik íslands og
Bretlands, voru Norðmenn því í
öðru sæti en Bretar í þriðja og ís-
lendingar í fjórða. í þessu síðasta
spili unnu Bretar 9 stig og eitt vinn-
ingsstig um leið, 18:12. Þeir urðu
því jafnir Norðmönnum og fengu
annað sætið og farmiða á heims-
meistaramótið í haust vegna þess
að þeir unnu Norðmenn í innbyrðis-
leik. Pólverjar skutust síðan upp
að hlið íslendinga með jafn mörg
stig og fengu fjórða sætið á unnum
innbyrðisleik.
í samtali við Morgunblaðið að
mótinu loknu sagðist Hjalti Elíasson
fyrirliði íslenska liðsins vissulega
vera vonsvikinn því liðið hefði verið
með í baráttunni um verðlauna-
sætið til síðasta spils. „Það verður
þó að gæta þess að okkur gekk
mun betur en ég átti von á. Ég
setti mér ellefta til fímmtánda sæt-
ið sem markmið, og þótti lægri talan
raunhæfari. Síðan reyndust við vera
í efsta flokki allt mótið og sterku
þjóðimar máttu oft þakka fýrir að
halda jöfnu geng liðinu."
Hjalti sagðist þakka þennan
árangur allgóðum undirbúningi,
bæði tæknilega og félagslega.
„Liðsandinn var mjög góður á mót-
inu, aðstaða spilaranna var mjög
góð fyrir utan þessa tvo síðustu
leiki sem þeir spiluðu á sýningar-
töflunni. Áðstæðumar í sýningar-
herberginu vom erfíðar og raunar
varla sæmandi að bjóða bestu þjóð-
unum upp á slíkt. Þama var
kæfandi hiti, sterk ljós, og engin
loftræsting og þetta gæti því hafa
skipt sköpum. Þetta er mál sem
þarf að taka upp því þessi mót em
fyrir spilarana sjálfa, allt annað á
að koma á eftir."
Hjalti sagðist að lokum vona að
þessi árangur hjálpi íslenskum
birdsspilumm og fylli þá því sjálfs-
trausti sem þá hefur oft vantað, en
menn yrðu að gæta þess að of-
metnast ekki. Nú yrði farið yfír
mótið í rólegheitum og reynt að sjá
út hveiju þetta væri að þakka og
byggja framtíðina á því.
Islenska kvennaliðinu gekk jafn
illa og körlunum gekk vel og end-
aði í 18. sæti með 218,5 stig eftir
6:24 tap gegn Frökkum í síðustu
umferð. Þessi sigur færði Frökkun-
um Evrópumeistaratitilinn, ítalir
urðu í öðm sæti og Bretar í þriðja.
Svíar unnu opna flokkinn eins
og áður sagði en þeir unnu Frakka
í síðustu umferð 22:8. Nákvæmlega
tíu ár em liðin síðan Svíar unnu
Evrópumót síðast og þrír af liðs-
mönnunum vom þeir sömu nú og
þá, þeir Hans Göthe, Per Olav Sund-
elin og Svend Olav Flödqvist. Einnig
vom í liðinu Tommy Gullberg, Bjöm
Fallenius og Magnus_ Lindqvist.
Þessir spilarar em allir íslendingum
að góðu kunnir eftir að hafa spilað
á bridshátíðum. í breska liðinu vom
Forrester, Brock, Sheeham, Flint,
Kirby og Armstrong, og í norska
liðinu, Stövneng, Voll, Gröti, Tun-
dal, Bentzen og Rasmussen.
Frönsku konumar heita Bessis,
Bordenade, Chevalley, Cronier, Ga-
viard og Willard.
Loka röð efstu liða í opna flokkn-
um var þessi: Svíþjóð 431,5 stig,
Bretar 406 stig, Norðmenn 406
stig, Pólveijar 398 stig, ísland 398
stig, Danir 390 stig, Frakkar 390
stig, ísrael 387 stig, Grikkir 385
"tig, Ungveijar 378 stig.
Frumsýningu frestað
FRUMSÝNINGU kvikmyndar- -H
ínnar Þeli, sem fyrirhuguð var
16. ágúst, hefur verið frestað.
Að sögn Halldórs Gunnarssonar,
leikstjóra myndarinnar, reyndist
ekki unnt að halda áætlun vegna
tæknilegra örðugleika.
í fréttatilkynningu frá Haildóri,
sem numið hefur kvikmyndagerðar-
list á vesturströnd Bandaríkjanna,
segir að nú sé verið að ljúka við
vinnslu myndarinnar og hún verði
frumsýnd um miðjan september.
Aðalleikarar í myndinni em Guð-
rún Gísladóttir og Sigurður Skúla-
son.
Guðrún Gísladóttir og Sigurður
Skúlason i hlutverkum sínum í
kvikmyndinni Þeli.
Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson
Norrænu skógræktarstjórarnir á ferð um Hallormsstaðaskóg ásamt Sigurði Blöndal og Jóni Lofts-
syni.
Hallormsstaðaskógur:
Norrænir skóg-
ræktarstj órar á ferð
Séð yfir hluta lerkiskógarins á HaOormsstað og inn Fljótsdal.
Skógrækt á íslandi á
Egilsstöðum.
HÓPUR skógræktarmanna úr
nyrstu héruðum Skandinaviu
heimsóttu Hallormsstaðaskóg
fyrir stuttu og gafst fréttarit-
ara Morgunblaðsins kostur á
að slást í för með hópnum i
skoðunarferð um skóginn undir
leiðsögn Sigurðar Blöndal
skógræktarstjóra og Jóns
Loftssonar skógarvarðar á
Hallormsstað. Jafnframt því að
kynnast viðhorfum erlendra
skógræktarsérfræðinga til
skógræktar á íslandi fékkst
þarna einstakt tækifæri til að
kynnast viðfangsefnum þeirra
er við skógrækt fást. Er óhætt
að fullyrða að eftir slíka ferð
sér hver og einn skóginn i öðru
ljósi en áður. Menn hætta að
horfa á skóginn og fara að
skoða hvert einstakt tré.
Hópur sá er fréttaritari fylgdist
með gengur undir nafninu Skóg-
arhópur Norðurkollsnefndarinnar
og var komið á fót fyrir tilstuðlan
Norrænu ráðherranefndarinnar í
þeim tilgangi að stuðla að bættri
kynningu og samstarfí meðal
skógræktarmanna í nyrstu hlut-
um Skandinavíu. Island er
óformlegur aðili að þessum hóp
og töldu þeir Sigurður Blöndal og
Jón Loftsson það íslenskri skóg-
rækt ótvírætt til framdráttar að
ná sem bestum tengslum og sam-
starfi við þennan Skandinaviska
hóp, enda væru engin vandkvæði
á því. íslenskir skógræktarmenn
hefðu ávallt átt mjög gott sam-
starf við starfsbræður sína á
öðrum Norðurlöndum og íslensk
skógrækt ætti velvilja þeirra mik-
ið að þakka.
Samstarf sparar fé
Formaður hópsins Ingimar
Eriksson lénsskógræktarstjóri í
Norðurbotni í Svíþjóð sagði menn
binda miklar vonir við þetta sam-
starf. Þama gæfíst skógræktar-
mönnum betri kostur á að fylgjast
með árangri starfsbræðra sinna í
nágrannalöndunum og hagnýta
sér það sem vel gæfíst hjá þeim.
Þannig væri komið í veg fyrir að
tveir eða fleiri aðilar væru að fást
við sömu tilraunimar og þannig
nýttist það fé sem til ráðstöfunar
væri betur. Þó þetta landsvæði
sem samstarfshópurinn nær til
þ.e. nyrsti hluti Skandinavíu og
Islands væri í þremur þjóðlöndum
væru þau mjög lík. Ekki einungis
líffræðilega heldur væri viðhorf
fólksins sem þessi svæði byggja
svipuð. Þetta væm jaðarsamfélög
og viðhorf íbúanna mótuðust af
því. Þannig ætti þetta fólk mun
meira sameiginlegt innbyrðis í t.d.
skógræktarmálum en með saml-
öndum sínum sem sunnar byggju.
ísland á margt sameiginlegt
með þessum landsvæðum sagði
Ingimar Eiriksson. Þó er jarðveg-
ur hér frábmgðinn, einkum
öskulögin og fokmoldin sem
greinilega vöktu mikla athygli
þessara norrænu skógræktar-
manna. Ingimar kvað greinilegt
að íslendingar og Skandinavar
gætu miðlað hvor öðmm af hag-
nýtri reynslu sinni á mörgum
sviðum skógræktar. Árangur ís-
lendinga í ræktun lerkiskóga t.d.
á Hallormsstað væri mjög áhuga-
verður og nú væm Finnar famir
að planta um einni milljón lerki-
plantna árlega í Norður Finnlandi
en þar hefðu skógar eyðst mjög
á síðustu ámm. Ingimar Eriksson
sagði greinilegt að á íslandi væm
alvarleg gróðurvandamál og upp-
blástur miklu alvarlegri en hann
hefði gert sér grein fyrir í upp-
hafí ferðar. Þó kvað hann greini-
legt að íslensk skógrækt væri á
réttri leið en nauðsyn bæri til að
stórefla hana ásamt annarri land-
græðslu.
framtið fyrir sér
Norðmennimir Niels Olav Ka-
asen fylkisskógræktarstjóri í
Hálogalandi og Teije Dahl fylkis-
skógræktarstjóri í Troms og
Finnmörk hafa báðir dvalið á
Hallormsstað áður, m.a. við plönt-
un tijáa og luku þeir miklu
lofsorði á þann vöxt sem plönt-
umar hefðu náð, sérstaklega
lerkið. Töldu þeir það ekkert gefa
eftir því sem gerðist í norðan-
verðri Skandinavíu. Niels Olav
sýndi fréttaritara mjmd tekna af
sér í Hallormsstað 1974. Þar stóð
hann uppi á klettanybbu en um-
hverfís hann vom lerkiplöntur
gróðusettar 1968 og náðu honum
í hné. Nú 13 áram síðar reyndist
ómögulegt að taka mynd á sama
stað því kletturinn er horfínn í
skóginn enda trén orðin 5-6 metra
há. Þetta töldu þeir Níels Olav
og Teije Dahl sýna glöggt að
skógrækt á íslandi á góða framtíð
fyrir sér ef menn vilja snúa sér
að að henni í alvöru. íslendingar
væm lausir við ýmsa erfiðleika
sem steðjuðu að skógrækt í
Skandinvaíu s.s. mengun og súrt
regn, þó það væri alvarlegast
syðst í Skandinavíu færðist hún
sífellt norðar og ylli orðið vemleg-
um áhyggium.
— Björn