Morgunblaðið - 15.08.1987, Page 36
Dagvist hvítasunnusafnaðarins:
Fær 1500 þús. kr. styrk
Morgunblaðið/KJ S
Talsverður mannfjöldi var samankominn tíl að hlusta á hljómsveitírnar flytja lög í göngugötunni í fyrra-
kvöld.
Upphitun hafin í göngugötunni
BÆJARSTJÓRN hefur ákveðið að
úthluta hvitasunnusöfnuðinum
1500 þúsundum króna á árinu til
byggingar dagvistarheimilis við
Skarðshlíð og að sögn Varðar L.
Traustasonar, forstöðumanns
safnaðarins, vantar um þijár millj-
ónir króna til að ljúka verkinu.
Vörður L. Traustason sagði í sam-
tali við Morgunblaðið fyrir skömmu
að eftir væri að ganga frá lóð og
innréttingum og sagði hann þá hvíta-
sunnumenn stefna að því að taka
dagvistina í notkun í kringum ára-
mótin.
HUÖÐBYLGJAN
AKUREYRI
10.00 Barnagaman. Þáttur fyrir yngstu
hlustendurna, tónlist og viðtöl. Umsjón
Hanna B. Jónsdóttir og Rakel Braga-
dóttir.
12.00 í hádeginu. Þáttur í umsjón Pálma
Guðmundssonar.
13.00 Fréttayfirlit á laugardegi I umsjón
Friðriks Indriðasonar, fréttamanns
Hljóöbylgjunnar.
14.00 Uf á laugardegi. íþróttaþáttur í
umsjón Marínós V. Marínóssonar.
16.00 Al /örupopp. Tónlistarþáttur í um-
sjón Ingólfs Magnússonar og Gunn-
laugs Stefánssonar.
19.00 Létt og laggott. Þáttur í umsjón
Hauks Haukssonar og Helga Jóhanns-
sonar.
23.00 Næturvakt Hljóðbylgjunnar.
SVÆÐISÚTVARP
AKUREYRI
18.00 (þróttir helgarinnar á Norðurlandi.
Þörf á dagvistarrými fyrir böm á
Akureyri er nú talsverð, og hátt á
þriðpa hundrað böm em á biðlistum.
Pláss verður fyrir 78 böm hálfan
daginn á dagvist hvítasunnusafnað-
arins, sem jafnframt verður fyrsti
kristni leikskólinn í landinu, eins og
Vörður orðaði það.
„Ástæðan fyrir því að farið var af
stað með að reisa þessa dagvist var
sú að við vildum gefa fólki kost á
að senda bömin sín á leikskóla þar
sem kristnifræðsla færi fram,“ sagði
Vörður. „Það þýðir þó ekki að þar
verði einungis starfandi ofsatrúar-
fólk, heldur gemm við einungis
kröfttr um að þeir séu kristnir ein-
staklingar og hafi sömu menntun og
kröfur em gerðar um á öðmm leik-
skólum," sagði hann.
Vörður var að því spurður hve hár
kostnaður við bygginguna væri orð-
inn og sagði hann að búið væri að
leggja um 10 milljónir króna í hana
nú þegar.
„Við höfum gert þetta að miklu
leyti í sjálfboðavinnu síðan hafíst var
handa 1980, og höfum reynt að haga
framkvæmdum þannig til að við
skuldum ekkert," sagði Vörður, en
þeir hvftasunnumenn ætla síðan að
halda áfram og byggja við leikskól-
ann kirkju, en þama verða þeirra
aðalstöðvar í framtíðinni.
Áður en hvítasunnusöfnuðurinn
fær þessu fé úthlutað verður að
ganga frá samstarfssamningi milli
bæjarins og safnaðarins um rekstur
dagvistarinnar.
FYRSTA uppákoman á pallinum
í göngugötunni var i fyrrakvöld
á vegum Hljóðbylgjunnar, sem
útvarpaði allri dagskránni beint.
Talsverður fjöldi var samankom-
inn til að fylgjast með dag-
skránni, sem hófst klukkan 20
og stóð fram eftir kvöldi.
Dagskráin samanstóð af ýmsu
efni. Hljómsveitimar Sniglabandið,
Apex og Bítlavinafélagið komu
fram, svo nokkuð sé nefnt, og einn-
ig birtust fallhlífarstökkvarar ofan
úr himinhvolfínu, en þeir freistuðu
þess að lenda á sjálfum pallinum.
Pallurinn í göngugötunni er öll-
um til frjálsra afnota, fram að
afmælishaldinu 29. ágúst, sem vilja
standa fyrir einhveijum skemmtun-
um, en meiningin var að með því
móti gætu bæjarbúar hitað upp
fyrir hátíðarhöldin.
NEFND um húsnæðismál Nátt-
úrufræðistofnunar Norður-
lands skilaði tillögum sínum í
vikunni, en i tilefni af form-
legri sameiningu Náttúrugripa-
safnsins og Lystigarðsins um
næstu áramót var ákveðið í
bæjarstjórn að láta fara fram
könntm á húsnæðisþörf hennar
með tilliti til þeirra hugmynda
sem fram hafa komið um hlut-
verk hennar. Tillögur nefndar-
innar eru tvennskonar; í fyrsta
lagi er lagt til að reist verði
2400 fermetra hús vestan Lysti-
garðsins og í öðru lagi er gert
ráð fyrir að teknar verði upp
viðræður við ríkisvaldið um
þátttöku þess í rekstri stofnun-
arinnar og að lagður verði
grundvöllur að vísinda- og
gagnamiðstöð á Akureyri, sem
samtals verði um 4400-4800
fermetrar að stærð. Þá tekur
nefndin undir hugmyndir sem
fram hafa komið um að tengja
stofnunina minningu Jónasar
Hallgrimssonar, þjóðskáids og
náttúrufræðings, og miða
framkvæmdir við að hún verði
tekin í notkun árið 1995, á 150
ára ártíð hans.
Verkefni neftidarinnar var
tvíþætt; að kanna húsnæðisþörf
Náttúrufræðistofnunar Norður-
lands og í annan stað að kanna
möguleika á samstarfí við aðra
aðila um rekstur stofnunarinnar.
í greinargerð nefndarinnar segir
að ljóst sé að húsnæðisþörf stofn-
unarinnar ráðist m.a. af því hvers
konar og hversu víðtæk samvinna
takist á milli hennar og annarra
aðila.
Tómas Ingi Olrich, formaður
nefndarinnar, kynnti niðurstöður
Tómas Ingi Olrich
hennar á miðvikudaginn á blaða-
mannafundi og sagði hann að
lagðar hefðu verið fram tvær til-
lögur á vegum nefndarinnar.
Fyrri tillagan felur í sér að reisa
sérstakt hús yfír Náttúrufræði-
stofnun Norðurlands og er gert
ráð fyrir að það verði um 2400
fermetrar að flatarmáli, og er
jafnframt bent á lóð vestan Lysti-
garðsins sem hentugan kost fyrir
slíka byggingu, en hún þykir hafa
þann kost að vera rúmgóð og
bjóða upp á talsverða stækkunar-
möguleika á húsinu í framtíðinni.
I hinni tillögunni er lagt til að
bæjarstjóm Akureyrar skipi
þriggja manna nefnd sem hafí það
hlutverk að taka upp viðræður við
ríkisvaldið um þátttöku þess í
rekstri náttúrufræðistofnunarinn-
ar, og jafnframt á hún að leita
leiða, í samvinnu við ríkisvaldið,
til að leggja grundvöll að vísinda-
og gagnamiðstöð á Akureyri, sem
Verði um 4400-4800 fermetrar að
stærð, og er í þeirri tillögu einnig
bent á lóðina vestan Lystigarðsins
sem kjöma fyrir slíka miðstöð, en
lóð þessi er í eigu menntaskólans.
í seinni tilögunni segir nefndin
að gert verði ráð fyrir eftirtöldum
stofnunum og húsrými í vísinda-
og gagnamiðstöðinni auk hinnar
Náttúrufræðistofnun Norðurlands:
Lagt til að byggt verði
vestan Lystigarðsins
Kortið sýnir lóðina vestan Lystigarðsins, þar sem nefndin leggur
tíl að Náttúrufræðistofnun Norðurlands rísi og að vísindastarf-
semi og gagnavinnsla í samstarfi við ríkið verði komið á fót.
Morgunblaðið/KJS
eiginlegu Náttúmfræðistofnunar
Norðurlands: Kennslustofur í
náttúrufræðum; 275 fermetrar,
bókasafn og gagnamiðstöð;
600-1000 fermetrar, fyrirlestra-
salur og ráðstefnusalur; 900
fermetrar, og þijár íbúðir, sam-
tals 200 fermetrar að stærð, fyir
húsvörð og gestkomandi vísinda-
menn.
í hugmyndinni um 600-1000
fermetra bókasafn og gagnamið-
stöð felst það að þar verði Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri,
Háskólinn á Akureyri, Mennta-
skólinn á Akureyri og verk-
menntaskólinn með sameiginlegt
bókasafn, auk þess sem það verði
einnig bókasafn Náttúrufræði-
stofnunar Norðurlands.
Nefndin bendir á að á sviði
náttúruvísinda hafí einstaklingar
á Norðurlandi unnið mikið verk,
og að hér hafí myndast hefð á
þessu sviði og skapast verðmæti,
sem beri að hlúa að og varðveita.
Þá bendir nefndin á í tillögum
sínum að það vísindastarf, sem
fram að þessu hefur farið fram í
tveimur stofnunum, þurfi að efla,
og telur hún góðar líkur á að
styrkja megi samstarfsgrundvöll
náttúrufræðistofnunarinnar og
ýmissa fyrirtækja, einkum opin-
berra, sem að náttúrufræðirann-
sóknum starfa, eða umhverfísmál-
um og heilbrigðis- og
menningarmálum.
Tómas Ingi Olrich benti sér-
staklega á það á blaðamanna-
fundinum að málefni háskóla á
Akureyri væru í deiglunni á sama
tíma og verkefni og húsnæðismál
Náttúrufræðistofnunar Norður-
lands væru til umræðu, og sagði
hann því nú gefast tíma til að
taka ákvörðun um hvemig haga
skyldi framkvæmd þessa máls, en
ekki síðar, þar sem nú væri verið
að vinna að uppbyggingu rann-
sókna- og menntastofnana
samtímis hér á Akureyri. Sagði
hann því kjörið tækifæri vera fyr-
ir hendi til að nýta sem best
mannvirki og tækjakost með því
að stofna vísinda- og gagnamið-
stöð sem þjónaði öllum þeim
menntastofnunum og fyrirtækjum
sem hag hefðu af slíkri miðstöð.