Morgunblaðið - 15.08.1987, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 15.08.1987, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 37 Guðmundína Einars dóttir — Minning Fædd 15. desember 1901 Dáin 4. ágúst 1987 Nú er amma dáin. Dauðastríðið hennar var allt of langt. Bjartur dauði, sagði presturinn og við tök- um heilshugar undir það. Okkur systkinin langar til að kveðja ömmu sérstaklega. Við vor- um nefnilega lengst af í sama heimili og hún og var dillað meira en ella fyrir bragðið. Til þess að átta sig á konunni Guðmundínu Einarsdóttur þarf að fara aftur í tímann og við byijum eins aftarlega og við getum. Fólk af hennar kynslóð kunni að segja frá og það mun hafa verið fyrir 10—15 árum sem henni varð tíðrætt um æsku sína á Dynjanda í Grunnavíkurhreppi. Hún ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Einari Bæringssyni og Engilráði J. Bene- diktsdóttur, og var með þeim yngri í hópi 14 systkina. Á Dynjanda var búið til sjós og lands. I minningunni var sjórinn sá sterki, sá sem gaf og tók. Amma kunni sögur af því þegar fólk stóð í landi og beið í ofvæni; næði bátur- inn landi eða ekki, með þá sem innanborðs voru? Eða því þegar róinn var lífróður í kapp við veðrið sem var að skella á. Hún lýsti ekki síður sínum eigin starfsvettvangi á æskuheimilinu. Því, hvemig þær systur drógu plöggin af bræðrum sínum, sóttu þeim sýru og vatn að drekka og voru til þjónustu reiðu- búnar er þeir komu af sjónum. Þær elduðu líka trosið — málfískurinn fór allt annað — og sáu um aðra matseld ásamt móður sinni. Þama bættust svo við tóvinnan og heyann- imar. í stuttu máli hefðbundinn starfsvettvangur íslenskra alþýðu- kvenna um aldir. Árið 1921, tæpra tuttugu ára, giftist hún afa. Afi hét Ólafur Matthías Samúelsson og kom ekki langt að. Hann fæddist hinum megin við Drangajökul, í Skjaldabjamarvík og þeim megin við jökulinn, í Reykjarfírði, bjuggu þau amma fyrstu 2—3 árin. Síðan í F'umfírði til ársins 1944. Afí byggði hús handa þeim í Furufírði. Jörðin var leigujörð og það hafði úrslitaáhrif um þá ákvörðun að hætta búskap á Homströndum og flytja í þéttbýlið á ísafírði. Leigu- gjaldið átti að hækka meira en þau gátu sætt sig við. Amma og afí eignuðust 7 böm á níu árum, 1922—1930. Þar af eina tvíbura. Áttunda bamið fædd- ist 1941. Það var óskabam afa. Amma var „stórfjölskyldukona". Meðan hún var og hét vom sjaldn- ast færri en þijár kynslóðir í heimili með henni. Það er í Fjarðarstræti 14 á ísafirði sem ég — elst okkar systk- ina — fer að muna ömmu um og upp úr 1950. Þá fluttum við fjöl- skyldan, sem þá taldi fjóra, til þeirra í Fjarðarstrætið. Til bráðabirgða, og bjuggum þar næstu 12 árin. Ég nefni þá mynd sem mér dettur fyrst í hug: Þær em þama báðar í eld- húsinu amma og mamma, standa hvor við sína eldavél, amma að elda rófugraut eða kjötsúpu, steikja steinbít eða sjóða selspik og signa grásleppu meðan mamma bjó til „innbakaðan físk“ eða steikti danskar kjötbollur. Hún var nefni- lega skólagengin í húsmæðraskóla. Og einkennisbúningurinn var morg- unkjóll úr munstmðu lérefti, nokkuð fleginn, ermalaus og að- skorinn og svo kom eldhússvuntan utanyfír. Sameiginlega þvoðu þær svo upp eftir matinn. Amma var alitaf einsog þeyti- spjald þangað til gigtin tók í taumana. Ef hún settist niður þá var það til að pijóna, oftast á pijónavél, því hún var alltaf inni á því að nota tæknina og spara tíma. Það var oftast létt yfír henni og hún raulaði við vinnu sína ef kapp- ið var ekki þeim mun meira eða hún var að tala við gesti. Það vom næstum alltaf gestir hjá þeim afa. Síðdegis- eða kvöldgestir, nætur- gestir eða dvalargesir til lengri eða skemmri tíma. Það átti sína skýr- ingu. Frændgarðurinn var stór. Þau áttu á annan tug systkina hvort um sig. Gestimir vom á öllum aldri, allt frá nýfæddum ungbömum á leið heim til sín í þessum heimi, til karlægra gamalmenna á leið allt annað. Amma gladdist með glöðum og syrgði með þeim sem sorgmæddir vom. Ég man hún veltist stundum um af hlátri svo tárin flóðu niður vangana. Ég held að amma hafí verið hamingjusöm þrátt fyrir ýmis- legt mótlæti og sjúkdóma þangað til afí dó. Amma og afí vom ást- fangið par alla tíð og hreykin hvort af öðm. Á sunnudögum fóm þau í spariföt; afí átti grá spariföt og amma klæddist peysufötum eða upphlut. Og1 þegar þau fóm til kirkju eða í göngutúrinn setti hann upp hatt og hún fór í svarta, kraga- lausa aðskoma kápu með vídd í pilsinu. Það fannst mér falleg kápa. Amma hafði hlutverk í lífinu; hún var til fyrir aðra. Þetta hlutverk fékk hún strax í foreldrahúsum. Hún var alltaf lipur og létt á fæti, jákvæð og gerði það sem hún var beðin um, jafnvel það sem aðrir vildu ekki gera. Og hún fékk um- bun fyrir. Það var auðheyrt á því hvemig hún talaði um foreldra sína og æskuheimili. Það varð henni mjög erfítt að sætta sig við minnkandi starfsgetu. Hún var heldur ekki svo gömul þega gigtin fór að hijá hana, innan við sextugt. Og þegar afí veiktist um veturinn 1959—1960 og dó þá ER AÐ KOMA FULLKOMNARI &FALLEGRI EN NOKKRU SINNI _______FYRR_____ TOYOTA -1988- í ÁGÚST TOYOTA um sumarið varð hún fyrir áfalli og bar aldrei sitt barr eftir það. Það birti þó alltaf yfír henni ef hún gat pijónað eða saumað út, fyrir gigtinni, og ef gestir komu. Álltaf var hún að gefa. Ef ekki annað þá það sem henni var gefíð. Það vom margir sem heimsóttu hana, færðu henni smágjafír og hugsuðu hlýtt til hennar. Hún hafði lifað þannig. Að Iokum viljum við undirrituð þakka ömmu fyrir allt og ég veit að það vilja öll hin líka. Og við megum til með að láta fylgja þakk- læti til móður okkar, Ingu Hönnu, fyrir þá aðhlynningu sem hún veitti henni þessi síðustu ár sem hún var á Sunnuhlíð og alla tíð. Hulda Björg, Haukur, Anna Margrét, Ólafur Atli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.